Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - 22. febrúar 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 800 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 70 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 530 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
MARGRÉT ÞÓRA ÞÓRSDÓTTIR, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASfMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Eins konar
landhelgisstríð
Kannanir sýna að meirihluti þjóðarinnar er hlynntur hval-
veiðum og styður þá stefnu sem íslensk stjórnvöld hafa
fylgt í málinu. Stuðningur þjóðarinnar er þó ekki eins
afdráttarlaus og áður, enda margir helst úr lestinni eftir
því sem andstaða og áróður grænfriðunga gegn hvalveið-
um okkar hefur aukist.
Eftir að fréttir bárust af því að viðskiptaþvinganir
grænfriðunga í Vestur-Þýskalandi væru farnar að bera
árangur, jókst þrýstingur á íslensk stjórnvöld um
kúvendingu í hvalamálinu verulega. Nokkrir fjölmiðlar
hafa tekið afgerandi afstöðu gegn stefnu stjórnvalda og
er Þjóðviljinn þar fremstur í flokki. Hann hefur frá upphafi
hvalveiðideilunnar verið málpípa grænfriðunga og hvað
eftir annað hafa Þjóðviljamenn ráðist heiftarlega að Hall-
dóri Ásgrímssyni, sjávarútvegsráðherra, bæði í fréttum
og forystugreinum. Málflutningur þeirra hefur einkennst
af sömu öfgum og sama ofstæki og áróður grænfriðunga.
Aðrir fjölmiðlar hafa ekki farið offari í málflutningi sínum,
þótt nokkurrar taugaveiklunar sé farið að gæta upp á síð-
kastið í umfjöllun Morgunblaðsins og Stöðvar tvö. Af-
staða DV til þessa máls er allsérstök, því hún er eiginlega
tvöföld eða tvíátta. Það fer nefnilega eftir því hver skrifar
forystugreinarnar þann og þann daginn, hvaða afstöðu
blaðið tekur. Jónas Kristjánsson, annar tveggja ritstjóra
DV, er greinilega mjög andsnúinn stefnu stjórnvalda í
málinu. Þá virðist ritstjóranum sérlega uppsigað við sjáv-
arútvegsráðherra, og segir hann bóndalegan, sem í aug-
um ritstjórans er örugglega eitthvert versta skammaryrði
sem til er. Hinn ritstjórinn, Ellert B. Schram, lætur tilfinn-
ingarnar ekki hlaupa með sig í gönur. í forystugrein DV á
mánudag bendir hann á að „áður en menn fari alveg á
taugum í þessu máli“ sé rétt að vega og meta hverjar
afleiðingar það hafi í för með sér ef íslendingar lýsa yfir
uppgjöf í hvalamálinu. „Þá erum við að viðurkenna að
vísindarannsóknir okkar séu á fölskum forsendum. Þá
erum við að viðurkenna að grænfriðungar hafi rétt fyrir
sér þegar þeir halda því fram að við séum að útrýma
hvalastofninum. Þá erum við að viðurkenna að aðrar
þjóðir hafi nánast lögsögu yfir okkar eigin lögsögu, geti
stjórnað fiskveiðistefnu þjóðarinnar með einhliða og
öfgafullum áróðri."
Rétt er að vekja athygli á „þessari hlið" afstöðu DV í
hvalveiðideilunni. Það þarf vissulega að vega það og
meta í víðara samhengi hvenær við erum að fórna minni
hagsmunum fyrir meiri. Hjálmar Vilhjálmsson fiskifræð-
ingur hélt því fram fyrir skömmu að í raun stæði þjóðin í
einu landhelgisstríðinu enn, þar sem baráttan stæði um
það hvort við yrðum „að hlíta því að biðja misviturt fólk í
fjarlægum heimshlutum að leyfa okkur náðarsamlegast
að draga fram lífið. “ Japanar eru hugsanlega tilbúnir til
að kaupa verulegan hluta þess lagmetis sem Þjóðverjar
vilja ekki, enda eru Japanar þeirrar skoðunar að ef hvala-
rannsóknir leggist af og þar með vísindaveiðar, verði
næsta baráttumál umhverfisverndarsinna að minnka
veiðar á fiskistofnum, til að sjávarspendýr hafi örugglega
næga fæðu. Hvar stæðum við þá?
Vert er að hugleiða þessi mál gaumgæfilega og rasa
ekki um ráð fram. Þetta landhelgisstríð verðum við nefni-
lega að vinna, engu síður en hin fyrri. BB.
Myndir og texti: SS
Hver er hræddur við
Virgmíu Woolf
Leikfélag Akureyrar frum-
sýndi leikritið Hver er
hræddur við Virginíu
Woolf? síðastliðið föstu-
dagskvöld og voru þessar
myndir teknar af
frumsýningargestum í sýn-
ingarhléinu. Ekki var annað
að heyra en að þeir skemmtu
sér hið besta.
Að sýningunni lokinni
gengu kveðjur og blómvend-
ir á víxl undir dynjandi lófa-
taki áhorfenda sem færðu
þannig þakkir fyrir skemmti-
lega kvöldstund. Valgerður
H. Bjarnadóttir, formaður
leikhúsráðs, færði hjónunum
Helga Skúlasyni og Helgu
Bachmann sérstakar þakkir,
en þau leika gestaleik með
Leikfélagi Akureyrar með
góðfúslegu leyfi frá Þjóð-
leikhúsinu.
Petta er í fyrsta sinn sem
þessir ágætu leikarar taka
þátt í starfi Leikfélags Akur-
eyrar. Hinir leikararnir í
verkinu, Ellert A. Ingi-
mundarson og Ragnheiður
Tryggvadóttir hafa hins veg-
ar áður ljáð Leikfélaginu
krafta sína.
Sérkennilegur aðdragandi
að sýningunni og ágreiningur
í sambandi við uppfærsluna
virtist ekki hafa áhrif á frum-
sýninguna, enda þótt viss
spenna væri í lofti eins og
ávallt á frumsýningum. Þeir
aðilar sem ekki vilja láta
bendla sig við sýninguna
hafa líklegá verið búnir að
skila sínu verki og Arnór
Benónýsson leikhússtjóri
fylgdi því síðan eftir.
An efa sýna Norðlending-
ar Virginíu Woolf áhuga því
leikritið er sérlega áhugavert
auk þess sem það er mikið
ánægjuefni að fá að njóta
krafta þeirra Helgu og
Helga, en þeim má líkja við
Elizabeth Taylor og Richard
Burton íslands.