Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 9
22. febrúar 1989 - DAGUR - 9 Nýtt sjúkrakalltæki með fjölbreytta möguleika - innanhússkallkerfi og öryggissíma má tengja við kerfið Ásgeir Sverrisson framkvæmdastjóri Georgs Ámundasonar og Co. og Svein Sætlier frá norska fyrirtækinu Stentofon, við stjórnstöð sjúkrakalltækisins. Mynd: GB Ný gerð sjúkrakalltækja var kynnt fyrir forráðamönnum nokkurra sjúkrahúsa á Norð- ur- og Austurlandi fyrir skömmu. Það er fyrirtækið Georg Amundason og Co í Reykjavík sem flytur kalltækin inn frá Stentofon í Noregi, en norska fyrirtækið hefur sér- hæft sig í bæði sjúkra- og innanhússkallkerfum. Það voru þeir Ásgeir Sverrisson framkvæmdastjóri og Svein Sæther frá Stentofon sem kynntu tækin, auk þess sem þeir leiddu menn einnig í allan sannleik um svokallaða örygg- issíma. Sjúkrakalltækið er eins og nafnið bendir til einkum ætlað sjúkrahúsum, en hentar einnig stofnunum af svipuðum toga. Tækið er þannig uppbyggt að ákveðinni stjórnstöð er komið fyrir í t.d. vaktherbergi og hringi sjúklingur á aðstoð kviknar ljós á tækinu sem gefur til kynna úr hvaða stofu hringt var og einnig úr hvaða rúmi. Þeir Ásgeir og Svein sögðu tæki þetta mun full- komnara en þau sjúkrakalltæki sem nú væru víðast hvar notuð. Þessa útfærslu á sjúkrakalltækj- um sögðu þeir nýja af nálinni. „Kerfið býður einnig upp á að hringja neyðarkalli, sem er þá t.d. þannig að ef sjúklingur er mikið veikur þarf sá er kemur inn á stofuna ekki að yfirgefa hann á meðan læknir er sóttur, heldur getur ýtt á einn hnapp og þá kem- ur ljós sem gefur til kynna að aðstoð þurfi á þennan tiltekna stað,“ sagði Ásgeir og bætt við að einnig væri hægt að setja upp svipaðan búnað í tengslum við súrefnisflöskur og annað, þannig að ljós birtist þegar flaskan væri að tæmast. Innanhúskallkerfið er hægt að tengja inn á sjúkrakallkerfið og nefndi Ásgeir sem dæmi að í tveggja eða fleiri hæða húsum væri möguleiki á að hafa nætur- vakt á annarri hæðinni og tækið gæfi ákveðið merki í stjórnstöð- inni þegar og ef á aðstoð þyrfti að halda. Ásgeir sagði það kost við þessi tæki að viðbætur væri hægt að kaupa eftir efnum og aðstæð- um og vel væri möguleiki að nýta það kallkerfi sem þegar væri fyrir hendi á sjúkrahúsunum. Öryggissíminn svokallaði er einnig nýr af nálinni, en hefur verið á inarkaðnum um nokkurn tíma. „Þetta er sjálfstætt öryggis- kerfi fyrir t.d. aldraða og það virkar þannig að viðkomandi er með móttakara undir síma sínum og ber einnig lítið tæki, sendara um háls sér. Ef eitthvað kemur upp á heima, viðkomandi dettur eða annað slíkt, getur hann ýtt á hnapp á sendaranum og þá hring- ir síminn í fyrirfram uppgefin símanúmer, sem geta verið allt að tólf,“ sagði Ásgeir. Verði tækjanna sagði hann stillt í hóf og miðað við getu kerf- isins væru þau ekki dýr. Tækin sagði hann einnig einföld í upp- setningu. Viðtökur forráða- manna sjúkrahúsanna sögðu þeir félagar hafa verið góðar. mþþ Sigurvegarar í Alþýðubankamóti B.A. Efri röð frá vinstri: Pétur Guðjónsson, Ólafur Ágústsson og Hörður Blöndal. Neðri röð: Anton Haraldsson, Kristín Jónsdóttir, útibússtjóri Alþýðubankans á Akureyri, Haukur Jóns- son og Haukur Harðarson. Mynd: bb Alþýðubankamót Bridgefélags Akureyrar: „Haukamir“ sigruðu Haukur Harðarson og Haukur Jónsson sigruðu í Alþýðu- bankamóti Bridgefélags Ákur- eyrar og Alþýðubankans, sem haldið var í Alþýðuhúsinu á Akureyri á laugardaginn. Þeir nafnar tóku forystuna snemma móts og létu hana ekki af hendi eftir það. Lokastaða efstu para varð þessi: 1. Haukur Harðarson - Stig: Haukur Jónsson: 417 2. Anton Haraldsson - Pétur Guðjónsson: 408 3. Hörður Blöndal - Ólafur Ágústsson: 385 4. Sigurður Búason - Stefán Sveinbjörnsson: 383 5. Hermann Tómasson - Soffía Guðmundsdóttir: 380 6. Alfreð Pálsson - Ármann Helgason: 379 7. Jónas Róbertsson - Sveinn Torfi Pálsson: 368 8. Gylfi Þórhallsson - Sveinbjörn Sigurðsson: 366 9. Gunnlaugur Guðmundss. - Magnús Aðalbjörnsson: 360 10. Reynir Helgason - Tryggvi Gunnarsson: 355 24 pör tóku þátt í mótinu og voru spiluð 3 spil milli para, alls 16 umferðir eftir Mitchell-fyrir- komulagi. Keppnisstjóri var Gísli Pálsson en reiknimeistari Mar- grét Þórðardóttir. Alþýðubank- inn á Akureyri gaf öll verðlaun til mótsins, en pörin í þremur efstu sætunum hlutu veglega eignar- bikara að launum auk þess sem nöfn sigurvegaranna verða skráð á farandbikarinn, sem geymdur er í Alþýðubankanum. Tónlistarskólinn á Akureyri: Strengjadeildin með tónleika Strengjadeild Tónlistarskólans á Akureyri heldur tónleika í Sal Tónlistarskólans á morgun, fimmtudaginn 23. febrúar 1989 kl. 20.30. Flutt verður tónlist fyrir fiðlu, lágfiðlu, selló og píanó. Meðal höfunda má nefna Bach, Eccles, Mozart, Vivaldi, Wagner, Pepusch. Aðgangur er ókeypis. Aðalfundur Ungmennafélags Vorboðans verður haldinn í Sólgarði, sunnud. 26. febrúar kl. 13.30. Stjórnin. FÉLAG MÁLMIÐNAÐARMANNA AKUREYRI Fundarboð Aðalfundur Féiags málmiðnaðarmanna Akureyri verður haldinn laugardaginn 25. febrúar 1989 ki. 13.00 í Alþýðuhúsinu, Akureyri. Fundarefni: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. Stjórnin. Atvinna óskast! Sjálfstæður starfandi byggingaverkfræðingur með 10 ára reynslu við verklegar framkvæmdir og stjórnun, óskar eftir áhugaverðu framtíðar- starfi. Margt kemur til greina. Frekari upplýsingar er að fá á auglýsingadeild Dags (Frímann). smáauglýsingum Mú gefst tækifæri til að auglýsa ódýrt á smáauglýsingasíðu Dags því fram til 1. mars verður sérstakt tilboðsverð á smáauglýsingum T DEGI. Ef greiðsla fylgir með auglýsingunn er verð kr. 300,- fyrir eina birtingi og kr. 150,- fyrir hverja endurtekn ingu. Mú er tilvalið tækifæri til þess ac hreinsa til í geymslunni. Auglýsing í DEC5I borgar sig. •Tf Strandgötu 31, 600 Akureyri.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.