Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 22. febrúar 1989
Nýr öxull kominn frá Frakklandi til ístess hf.:
Nýr 2ja tonna gírkassi
að verða til í slaginn
Stefnt er að því að hefja í dag
framleiðslu að nýju hjá ístess
hf. eftir um viku framleiðslu-
stöðvun, en orsökin var bilun í
fóðurframleiðsluvél. Aðalöx-
uli vélarinnar snérist í sundur
og þurfti því að fá nýjan gír-
kassa, um 2 tonn á þyngd, frá
verksmiðjunum í Frakklandi.
Gírkassinn var fluttur frá verk-
smiðjunum í nágrenni Lyon í
Frakklandi til Frankfurt í V-
Frumvarp til lánsQárlaga:
Lánsheimild
til Hrísejjar-
hrepps vegna
ferjukaupa
Með samþykkt lánsfjárlaga,
sem nú eru til umfjöllunar á
Alþingi, getur Hríseyjarhrepp-
ur ráðist í kaup á nýrri ferju á
þessu ári. í sjöttu grein frum-
varpsins segir að hreppnum
verði heimiluð lántaka á þessu
ári til kaupa á notuðu skipi til
siglinga á Eyjafirði.
Þýskalandi hvar hann var settur
um borð í flugvél frá Flying
Tigers, er flutti hann til Keflavík-
ur. Vélin lenti þár snemma á
sunnudagsmorgun en gírkassinn
var þar færður yfir í flutningabíl
sem flutti hann á leiðarenda til
fóðurverksmiðju ístess hf.
Að sögn Einars Sveins Ólafs-
sonar, verksmiðjustjóra Istess
hf., hefur viðgerð gengið sam-
kvæmt áætlun og því ættu fram-
leiðsluhjól verksmiðjunnar að
byrja að snúast á nýjan leik í dag.
Hann segir að gamli öxullinn
verði í þessari viku sendur til
verksmiðjanna í Frakklandi til
greiningar, en engan veginn er
Ijóst af hverju öxullinn snérist í
sundur. Sérfræðingar í Frans
ættu að geta skorið úr um það.
óþh
Það er gaman að fara á skauta en þá er líka vissara að renna sér á öruggunr svæðum. Á Akureyri er vélfryst skauta-
svell og ætti enginn að þurfa að stunda þann hættulega leik sem þessi mynd sýnir. Mynd: tlv
Verðlagsráð sjávarútvegsins fjallar um verð á grásleppuhrognum upp úr sjó:
Grásleppusjómenn alfarið á móti ftjálsri
verðlagningu og vilja lágmarksverð
- Kanadamenn hafa lýst yfir vilja til að draga úr undirboðum sínum
Eins og Dagur hefur skýrt frá
er hugmyndin að nýja ferjan
verði starfrækt samhliða Sævari
sem nú siglir milli Árskógssands
og Hríseyjar. Nýja ferjan sjái um
alla vöruflutninga en Sævar um
fóiksflutningana. Að auki er hug-
myndin að nýja ferjan stundi
farþega- og vöruflutninga til
Grímseyjar og sveitarfélögin tvö
annist því reksturinn.
Kannaðir hafa verið möguleik-
ar á kaupum á skipi fyrir 25-30
milljónir króna. en samkvæmt
lánsfjárfrumvarpinu fær Hríseyj-
arhreppur heimild til að taka allt
að 35 milljónir króna að láni til
þessara kaupa. JÓH
„Ég áætla að hægt verði að
selja 13-14 þúsund tunnur af
grásleppuhrognum á þessu ári
sem er 30-40% aukning frá í
fyrra en samt vel undir meðal-
lagi. En það er full ástæða til
að brýna það fyrir grásleppu-
veiðimönnum nú að hefja ekki
veiðar á komandi vertíð fyrr en
þeir hafa tryggt sölu á þeim
hrognum sem þeir koma til
með að afla,“ segir Örn
Pálsson, framkvæmdastjóri
Landssambands smábátaeig-
enda, um grásleppuvertíðina
sem hefst á norðaustanverðu
landinu 20 mars. í byrjun mán-
aðarins funduðu fulltrúar
grásleppuveiðimanna hér á
landi með umboðsmönnum er-
Iendra kaupenda, milligöngu-
mönnum um sölu hrogna og
innlendum kaupendum hrogna.
Rætt var um verð grásleppu-
hrogna á komandi vertíð.
Ákveðið var að lámarksvið-
miðunarverð verði 1100 þýsk
mörk fyrir hverja tunnu, eða
það sama og var á síðasta ári.
Ákveðið var á fundinum að
Verðlagsstofnun sjávarútvegsins
skuli ákveða lágmarksverð á kíló
af grásleppuhrognum sem landað
yrði beint í verkunarstöð. Haldn-
ir hafa verið tveir fundir í Verð-
lagsráði um málið og segir Örn
Pálsson að uppi séu tvö sjónar-
mið, annars vegar sjónarmið
smábátasjómanna um að ákveðið
verði lágmarksverð útreiknað
samkvæmt þeim grundvelli sem
notaður hefur verið síðustu ár og
full samstaða hefur verið um.
Hins vegar eru einnig uppi sterk-
ar raddir í Verðlagsráði um að
gefa verðið frjálst en Örn segir að
grásleppusjómenn muni leggjast
alfarið gegn slíku. Næsti fundur í
Verðlagsráði verður á morgun.
Fulltrúar frá smábátasjómönn-
um og utanríkisráðuneyti hafa
fundaö með stórum verkendum
grásleppuhrogna í Kanada um
komandi vertíð og markaðshorf-
ur. Samanlagt afla ísland og Kan-
ada um 80% þeirra grásleppu-
hrogna sem veidd eru í heimin-
um. Á fundinum kom fram vilji
hjá Kanadamönnum til að hækka
verð hrogna sinna um a.m.k.
15% frá í fyrra, en eitt stærsta
vandamálið við sölu á íslenskum
hrognum að undanförnu hafa
verið mikil undirboð Kanada-
manna á markaðinum. Með 15%
hækkun yrði verð þeirra um 920
þýsk mörk fyrir tunnuna. Ekki er
komin staðfesting á hækkun kana-
dísku hrognanna en Örn segir að
tilkynningar sé að vænta á næstu
dögum. JÓH
Skylduræknir Siglfirðingar:
Sínna sjúkraflutningum
í sjálfboöavinnu
Siglfirðingar hafa um tíu ára
skeið sinnt sjúkraflutningum
bæjarins í sjálfboðaliðsvinnu.
Rauðakrossdeildin í Siglufirði
auglýsti eftir mönnum sem
vildu bjóða sig fram til starfs-
ins þegar lögreglumönnum var
bannað að flytja sjúklinga árið
1978. Þegar frumvarp til laga
um breytta verkaskiptingu rík-
is og sveitarfélaga tekur gildi
mun þessi skipan sjúkraflutn-
ingamála þó örugglega breyt-
ast.
Jón Sigurbjörnsson, fram-
kvæmdastjóri Sjúkrahúss Siglu-
fjarðar, sagði að allar götur frá
því að lögreglan hætti að sinna
sjúkraflutningum 1978 hefði ver-
ið ljóst að bærinn hefði ekki ráð á
að reka tveggja manna vaktþjón-
ustu í þessu skyni, en slíkt myndi
kosta um 3 milljónir króna á ári.
Því hefði það ráð verið tekið að
fá sjálfboðaliða til að gegna störf-
um sjúkraflutningsmanna og
hefði það gengið vel.
Sjálfboðaliðakerfið virkar
þannig að menn eru á bakvöktum
á nokkurra vikna fresti. Þeir
ganga með kalltæki, svonefnt
„bíptæki,“ á sér og sinna útköll-
um á kvöldin og um helgar.
Starfsmenn sjúkrahússins sinna
almennum sjúkraflutningum á
daginn.
Fimm sjálfboðaliðanna hafa
sótt námskeið í sjúkraflutningum
en í nóvember gengur í gildi ný
reglugerð sem kveður á um að
engir megi sinna slíkum störfum
nema hafa áður lokið slíku nám-
skeiði. Þetta mun þó ekki hafa
þau áhrif að fleiri sjálfboðaliðar
sæki námskeið því að þjónustan
mun færast alfarið yfir á ríkið eft-
ir næstu áramót. EHB
Nýlega afhenti Rauðakrossdeildin á Siglutirði útbúnað í sjúkrabifreiðina á
staðnum. llm var að ræða burðarteppi og 2 spelkur fyrir hendur og fætur. Á
myndinni sést er Halldóra Jónsdóttir fulltrúi Rauðakrossdeildar Siglufjarðar
afhendir Andrési Magnússyni sjúkrahúslækni hluta útbúnaðarins. Mynd: Ás
Skátar á Akureyri:
Samkoma og kvöldvaka
í Glerárkirkju
I dag, 22. febrúar, er Skátafé-
lagið Klakkur á Akureyri
tveggja ára. í tilefni afmælisins
og vegna þess að skátar á
Akureyri hafa tekið í notkun
nýtt félagsheimili í kjallara
Glerárkirkju er efnt til sam-
komu í Glerárkirkju í kvöld.
Nýja félagsheimilið verður til
sýnis milli kl. 20.00 og 21.00.
Klukkan 21.00 hefst kvöldvaka
í kirkjunni.
22. febrúar er haldinn hátíð-
legur af skátum um allan heim en
hann er fæðingardagur stofnanda
skátahreyfingarinnar. Baden
Powell fæddist þann dag árið
1857. Eiginkona hans, Olave
Baden Powell, var fyrsti alheims-
skátaforingi kvenskáta og eru lið-
in 100 ár frá fæðingu hennar í
dag. Alheimssamtök skáta hafa
ákveðið að helga 22. febrúar
1989 friði.
í tilkynningu frá stjórn Klakks
segir m.a.: „Með áðurnefndri
kvöldvöku viljum við leggja okk-
ar litla skerf af mörkum með
dagskrá tengdri friði og bræðra-
lagi. Að aflokinni kvöldvöku
verður skátaheimilið aftur opnað
fyrir almenning. Dagskránni lýk-
ur síðan með kvöldvöku fyrir
eldri skáta. Við hvetjum alla
skáta, foreldra og velunnara
skátahreyfingarinnar til að eiga
með okkur ánægjulega kvöld-
stund.“ EHB