Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 22.02.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 22. febrúar 1989 37. tölublað AUt fyrír errabodin HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI SfMI 96 26708 . BOX 397 Fjárhagsörðugleikar fiskeldisfyrirtækja koma illa við ístess hf.: Við verðum að fá peninga, annars gctuni við ekki framleitt fóður Guðmundur Stefánsson, fram- kvæmdastjóri fóðurvöruverk- smiðjunnar Istess hf., segir að fjárhagserfiðleikar margra fiskeldisfyrirtækja komi vita- skuld mjög illa við ístess hf. Fyrirtækin hafa átt í miklum erfiðleikum með greiðslur fyrir fóður og því er svo komið að ístess hf. á nú inni hjá þeim háar fjárhæðir. Guðmundur vill ekki nefna neinar upphæð- - segir Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Istess hf. ir í þessu sambandi en segir: „Við erum ekki komnir í þrot, en höfum lánað það sem við getum iánað og kannski vel það. Við getum einfaldlega ekki lánað meira. Nú verðum við að fá peninga, að öðrum kosti getum við ekki framleitt fóður.“ Guðmundur G. Þórarinsson, formaður Landssambands fisk- Landsins forni ijandi þokast nær landi: Varasamar ísrastir 25 mflur norður af Grímsey - ísinn sést illa í radar Ríkjandi vestan- og norðvest- anátt á miðunum úti fyrir Norðurlandi gerir það að verk- um að landsins forni fjandi, hatísinn, þokast nú óðfluga nær landi. Kolbeinsey er nú nánast horfin í ís, að sögn Kristjáns Jónssonar hjá Land- helgisgæslunni, sem fór í ískönnunarflug út af Vest- fjörðum og Norðurlandi í gær. Nær landi eru ísrastir sem Kristján sagði geta verið hættulegar skipum ef menn héldu ekki vöku sinni. Kristján sagði að ískönnunar- flugið hafi gengið brösugt út af Norðurlandi, enda strekkings- vindur af vestri og norðvestri með snjókomu. Skyggni var því af skornum skammti. Samfelldur ísjaðar markast af eftirfarandi tölum (rétt er þó að taka fram að vegna lítils skyggnis ber að taka tölur fyrir Norður- land með nokkrum fyrirvara): ísjaðarinn byrjar í vestri á Dohrnbanka og er 115 mílur vestur af Bjargtöngum, 50 mílur ísland kemst í A-keppnina ísland sigraði Sviss í gær í B- heimsmeistarakeppninni í handknattlcik með 19 mörkum gegn 18 í æsispennandi leik. Leikurinn var mjög jafn og munaði aldrei meiru en tveim- ur mörkum milli liðanna. íslendingar leiddu allan síðari hálfleik en tókst aldrei að hrista Svisslendinga alveg af sér. Valdi- mar Grímsson var markahæstur með sex mörk, Einar Þorvarðar- son varði tvö víti og Guðmundur Hrafnkelsson kom inn á í síðari hálfleik og varði mjög vel. ísland kemst því áfram í A- keppnina. AP norðv. af Barða, 40 mílur norðv. af Straumnesi, 45 mílur norður af Kögri, 47 norður af Horni, 80 mílur norður af Skagatá, 88 míl- ur norður af Siglunesi og 93 mílur norður af Rauðanúp. Par byrjar ísjaðarinn síðan að sveigja í norðurátt. Kristján segir að auk ísjaðarins séu dreifðar ísspangir mun nær landi, „kannski á stærð við skip, 4-5 jakar saman.“ Mörkin á þess- um ísspöngum eru eftirfarandi: Pær liggja í vestri norðan við Gildruna svokölluðu, 15 mílur norður af Kögri, 15 mílur norður af Horni, 18 mílur norða. af Geirólfsgnúp, 23 mílur norðnv. af Skaga, 30 mílur norðnv. af Sauðanesi og 22 mílur norðv. af Grímsey, 25 mílur norður af Grímsey og 58 mílur norður af Rauðanúp. „Kolbeinsey er horfin í ís og ég heyrði af tveimur skipum sem voru að toga á þessum slóðum og ætluðu að forða sér fyrir myrkur," sagði Kristján. Hann sagði ísinn hafa færst mjög nær landi frá því síðast var flogið yfir svæðið seinnipart síðustu viku. „Ég myndi segja að þyrfti ekki mikla norðvestan eða vestanátt til að skella ísnum að landi,“ sagði Kristján. Hann sagði ísjaðarinn vera samfellda slétta breiðu, að megn- inu til frá því í vetur, sem sæist mjög illa í radar. óþh eldis- og hafbeitarstöðva, sagði í Degi f gær að fiskeldismenn væru orðnir rnjög langeygir eftir fyrir- greiðslu Tryggingasjóðs fiskeld- islána, en búist er við að hann byrji afgreiðslu að hálfunt öðrum mánuði liðnunt. Nafni hans Stef- ánsson hjá ístess hf. tekur undir þetta og segir seinagang við stofnsetningu sjóðsins hreint háskalegan. Hann bendir á að forráðamenn fiskeldisstöðva hafi ekki átt aðgang að afurðlánum til jafns við t.d. aðrar greinar land- búnaðar og sjávarútveg. „Þeir hafa ekki aðgang að neinu nema lánsfjármagni hér heima og þeir hafa rekið sig á veggi í leit eftir lánsfé erlendis frá.“ Guðmundur segir það alveg ljóst að fiskeldis- fyrirtæki mörg hver geti ekki beðið öllu lengur eftir úrlausn og ístess hf. geti að sama skapi ekki beðið öllu lengur. Hann seg- ir að til marks um það sé fyrir- tækið hætt að lána þeim fiskeldis- fyrirtækjum sem ekkert geta borgað. „Þetta ástand kemur auðvitað illa við okkur og skapar vissa örðugleika, sem fara vax- andi eftir því sem dregst að grípa til aðgerða. Hver vika sem líður gerir hlutina erfiðari og getur fyr- ir suma gert þá ómögulega," seg- ir Guðmundur. Hann segir aðspurður að um fjórðungur framleiðslu ístess hf. fari á markað hér innanlands. Fjárhagsstaða fiskeldisfyrir- tækja er mjög mismunandi. Sum þeirra hafa sterka bakhjarla en önnur ekki. Nokkur fyrirtæki í þessari grein hafa nú þegar lent í rekstrarstöðvun og gjaldþroti en enn sem kontið er er of snemmt að spá fyrir um hvort fleiri fisk- eldisfyrirtæki lenda í þeirri aðstöðu, þ.e.a.s. ef þau fá ekki fyrirgreiðslu úr Tryggingasjóði fiskeldislána. Guðmundur Stefáns- son segist á þessari stundu ekki vilja spá um hvort þeir fjármunir sem ístess hf. hefur lánað til fisk- eldisfyrirtækja í formi fóðurs verði glatað fé ef til gjaldþrots þeirra kentur. Hann telur það þó hugsanlegt. óþh Krakkar úr 1. bekk Glerárskóla fóru á sýninguna „Börn noröursins“ í Dynheimum í gær og tóku við að mála og teikna. óspart til hcndinni Myild: TLV Heilsufar á svæðinu: Kafnaði flensan í fæðingu? Heilsufar á svæði Heilsugæslu- stöðvarinnar á Akureyri virðist hafa verið með þokkalegasta - ekkert tilfelli greint enn móti í janúar ef marka ma skýrslu stöðvarinnar um smit- sjúkdóma. Enn eimir eftir af Siglufjörður: Snjóflóðahættan að líða hjá „Hættan fer minnkandi eftir því sem tíminn Iíður,“ sagði Þráinn Sigurðsson, formaður Almannavarnanefndar Siglu- fjarðar, en á mánudagskvöld urðu íbúar tíu húsa syðst við Suðurgötu og Fossveg að yfir- gefa heimili sín vegna snjó- flóðahættu. Þegar ljóst var að mesta hættan var liðin hjá í gær snéru íbúar umræddra húsa aftur til heimila sinna. Þráinn sagði að hengjur hefðu myndast í Hafnarfjalli í snjókomu á mánudag en þá var vestanátt. Sú vindátt er einmitt varasömust á þessum stað með tilliti til snjóflóðahættu. Það má heita árlegur atburður í Siglufirði að íbúar syðstu hús- anna í bænum þurfi að yfirgefa þau um stundarsakir vegna snjóflóðahættu og dvelja þeir hjá vinum og vandamönnum meðan beðið er eftir að hættan líði hjá. EHB magapest sem hefur verið á ferðinni síðan í haust og segir Ingvar Þóroddsson yfirlæknir að hér sé ekki bara miklu áti um jól og áramót um að kenna. Það vekur athygli að ekki eitt einasta inflúensutil- felli hefur verið greint á svæð- inu enn. Samkvæmt fréttum úr Reykja- vík virðist flensan sem svo margir óttuðust ætla að kafna í fæðingu; a.m.k. verður hún líklega ekki að faraldri. All margir þjáðust af kvefi og hálsbólgu í mánuðinum, en slík tilfelli eru skráð 284 talsins. Þá fengu 6 lungnabólgu, 16 streptó- kokka-hálsbólgu og enn eru 3 með eitlafár. VG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.