Dagur - 24.02.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 24.02.1989, Blaðsíða 1
Tvöfaldur sprengipottur Nær fyrsti vinningur 4 eða 5 milljónum? Húna er einn stærsti vinnings- pottur í sögu íslenskra getrauna. Veldu sjálfur „12 rétta“ - eða láttu tölvuna á sölu- staðnum finna réttu lausnina! KA 600 Þór 603 Akureyri: Falsaði nafii vinkonu sinnar á 15 ávísanir Rannsóknarlögreglan á Akureyri upplýsti nokkuð umsvifamikið ávísanamis- ferli í vikunni. Kona, sem búsett var um tíma á Akur- eyri, falsaði fimmtán ávísan- ir á skömmum tíma en fór að því loknu til ísafjarðar. Daníel Snorrason, rann- sóknarlögreglumaður, sagði að á þriðjudaginn hefði vakn- að grunur um að umrædd kona hefði falsað ávísanirnar sem hún stal frá vinkonu sinni meðan hún var búsett á Akur- eyri. Konan falsaði nafn vin- konu sinnar á ávísanirnar fimmtán og voru þær mismun- andi háar, frá tvö þúsund upp í fimmtán þúsund krónur hver. Konan fór til ísáfjarðar og gaf þar út eina falsaða ávís- un úr sama heftinu. Hún var handtekin á ísafirði á mið- vikudag og viðurkenndi brot sitt við yfirheyrslu. Rannsóknarlögreglan á Akureyri vinnur nú að lausn annars ávísanamisferlis sem kom upp á miðvikudag. Þar er um að ræða þrjár ávísanir. EHB Þegar TLV, Ijósmyndari Dags, tók þessa mynd um hádegisbil í gær, var stór- virk kranabifreið komin á vettvang og átti að freista þess að koma ilutninga- bílnum upp á veginn á ný og þá á réttum kili. Á innfelldu myndinni má sjá hvar einn snjóbíllinn stendur upp á endann. Bárðardalur: Flutningabíll með snjóbfla- flota Akureyringa Húsavík: Átak í um- hverfismálum - forvitnileg ráð- stefna 4. mars Fyrirhugað er að hrinda af stað meiriháttar átaki í umhverfismálum á Húsavík. Ráðstefna um landnýtingu og gróðurvernd verður hald- in á Hótel Húsavík 4. mars nk. og í kjölfar hennar er fyrirhugað að stofna samtök um gróðurvernd, land- græðslu og landnýtingu. Mál þetta hefur verið kynnt fulltrúum félaga og félagasam- taka á Húsavík og hafa við- brögð verið aldeilis frábær. Fyrirhugað er að bæjarlandið verði girt af og friðað og síðan hefjist skipulögð gróðursetn- ing í það miklu magni að land- ið gjörbreyti um svipmót á örfáum árum. Þetta kom fram hjá hópi áhugamanna sem vinnur að undirbúningi ráð- stefnunnar og kynnti hana fyr- ir fréttamönnum í gær. Mörg forvitnileg framsöguerindi verða flutt á ráðstefnunni, hún er opin almenningi og ekkert ráðstefnugjald þarf að greiða. Hér er um mjög sérstakt og merkilegt framtak að ræða, því ekki er vitað til að almenn- ingi hér á landi hafi fyrr verið boðið að kynna sér þessi mál á jafn aðgengilegan hátt. Reikna má með að þátttakendur á ráðstefnunni geti nýtt sér þann fróðleik sem þar er fram bor- inn, bæði garðinum sínum og bæjarlandinu til góða. Nánar verður sagt frá þessu verkefni í Degi f næstu viku. IM Stór flutningabíll frá Akureyri rann út af veginum innst í Bárðardal í fyrrakvöld og valt. Ohappið varð á veginum skammt norðan við Mýri. Á bflnum voru þrír snjóbílar í eigu Hjálparsveitar skáta á Akureyri, sem verið var að flytja inn á Nýjadal á Sprengi- Hjónin Bjarni Magnússon og Svava Víglundsdóttir hafa keyp Hótel Tanga á Vopna- firði af fyrirtækinu Tanga hf. Bjarni og Svava tóku alfarið við rekstrinum um áramótin, en höfðu áður rekið hótelið í 6 ár. Við eigendaskiptin verða ýmsar breytingar gerðar á rekstrinum, en að sögn Bjarna verðar þær í nokkrum áföng- um. Hótel Tangi er í 25 ára gömlu húsnæði og segir Bjarni húsnæðið gamalt og lúið og þurfi mikilla sandi, en þar átti að hefjast í dag samæfíng á vegum Lands- sambands Hjálparsveita skáta. Vegurinn var auður inn allan Bárðardalinn en á þeim stað sem óhappið varð var fljúgandi hálka og snjór yfir. Nokkur hliðarhalli var á veginum og rann flutninga- bíllinn hægt út í kantinn og lagð- endurbóta við. í fyrstunni verður salernisaðstaðan bætt og ýmislegt fleira smálegt, en einkum var það léleg salernisaðstaða sem stóð í veginum fyrir því að hótelið fengi vínveitingaleyfi. Nýju eigendurn- ir hafa fullan hug á því að sækja um vínveitingaleyfi með vorinu, er þau hafa uppfyllt öll skilyrði þar að lútandi. Hluti af húsnæði því sem Bjarni og Svava hafa keypt er notaður undir skrifstofur Tanga hf. en að einu og hálfu ári liðnu taka þau við öllu húsinu. „Við ráðgerum að setja upp setustofu ist á hliðina. Bílstjórinn slapp ómeiddur en óttast er að tals- verðar skemmdir hafi orðið á flutningabílnum og farminum, því geymissýra úr snjóbílunum rann út um allt. Sem fyrr segir voru þrír snjóbílar á flutninga- bílnum, tveir af eldri snjóbílum Hjálparsveitarinnar á Akureyri svo og nýi snjóbíllinn þeirra sem og fleira því um líkt þar sem skrif- stofurnar eru núna. Það verður mikið verk að taka allt húsið í gegn og við gerum það í svona 6- 8 áföngum,“ sagði Bjarni. Nafni hótelsins verður ekki breytt á þessu ári og sagði Bjarni að þau ætluðu að sjá til hvort nafni þess verði breytt á því næsta. Hótelið er rekið árið um kring og sagði Bjarni að fremur rólegt hefði verið í vetur, en þó alltaf einhver reytingur. „Sumar- ið lofar góðu, menn eru þegar farnir að spyrjast fyrir og við erum byrjuð að bóka talsvert." mþþ valt metinn er á um 4 milljónir króna. Smári Sigurðsson hjá Hjálpar- sveit skáta á Akureyri á sæti í undirbúningsnefnd fyrir samæf- inguna. Hann sagði að gengið hefði brösuglega að skipuleggja þessa æfingu, m.a. vegna veðurs, en undirbúningur hófst í haust. „Þetta er í fyrsta skipti sem Landssamband Hjálparsveita skáta gengst fyrir æfingu þar sem fyrst og fremst átti að reyna beltatæki hjálparsveitanna og þjálfa áhafnir þeirra. Ætlunin var að þátttakendur hittust í Nýjadal á Sprengisandi um kl. 16.00 á morgun [í dag] en æfingin hæfist um kvölmatarleytið og stæði óslitið fram á sunnudagsmorg- un,“ sagði Smári. Æfingin átti að fara fram á og við Tungnafellsjökul, en allt eins var búist við að henni yrði frestað vegna óhappsins. Hjálparsveit skáta á Akureyri hefur annast undirbúning að þessari samæf- ingu og var ætlunin að 35 manna hópur þaðan tæki þátt í henni. Félagar í Hjálparsveit skáta á Egilsstöðum lögðu af stað í gærmorgun og hugðust fara þvert yfir Vatnajökul til að komast á mótsstað. Sem fyrr segir er ekki ljóst hversu mikið tjón hefur orðið, en þótt snjóbílarnir séu að fullu tryggðir, raskar óhappið margra mánaða vinnu þeirra hjálpar- sveitarmanna verulega. BB Hótelið á Vopnafirði skiptir um eigendur: Hjón keyptu Tangann og vinna nú að endurbótum - stefnt að vínveitingaleyfi með vorinu

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.