Dagur - 24.02.1989, Side 2

Dagur - 24.02.1989, Side 2
2 - DAGUR - 24. febrúar 1989 Frá útskrift skipstjórnarmanna með 30 tonna réttindi frá Framhaldsskólanum á Húsavík. Kennararnir Þröstur Brynjólfsson og Vilhjálmur Pálsson eru 4. og 6. í fremri röð á myndinni og milli þeirra situr Birkir Þorkelsson skóla- Stjórí. Mynd: IM Húsavík: Skipstjómarmenn útskrifaðir frá Framhaldsskólamim Skagaprður: Ekið á tvö hross á Vatnsskarði Sl. laugardag var ekið á tvö hross við bæinn íbishól á Vatnsskarði. Aflífa varð annað hrossið á staðnum, en hitt slapp nokkuð vel. Slæmt skyggni var þegar óhappið átti sér stað, skafrenningur og dimmviðri. Hrossahópur fór í veg fyrir jeppabifreið og tókst ökumanni hennar ekki að forða árekstri í tæka tíð. Hrossahópurinn var frá bæn- um Vatnshlíð á Vatnsskarði. Lausaganga hrossa á Vatns- skarði hefur verið mikið vanda- mál og er þetta ekki í fyrsta skipt- ið sem ekið er á hross á þeim slóðum. Þess má geta í þessu sambandi að Landbúnaðarráðuneytið hefur skipað nefnd til að gera tillögur til úrbóta á lausagöngu búfjár við vegi. Bundnar eru miklar vonir við störf þessarar nefndar, þar sem mikið vandamál er þarna á ferðinni. Skemmst er að minn- 'ast árekstrana í A-Húnavatns- sýslu í vetur, sem komu hver á fætur öðrum. Það mál var til umræðu á formannafundi Búnað- arsambands Austur-Húnvetninga fyrir skömmu og samþykkti fund- urinn áskorun til sveitarstjórna í héraðinu að þær beittu sér gegn lausagöngu hrossa og annars búfjár á og við vegi. -bjb Bókaverslunin Edda varð sigur- vegari í Firmakeppni Bridge- félags Akureyrar, sem lauk á þriðjudaginn. Keppnin fór að venju fram samhliða Ein- Búnaðarþing hið 72. í röðinni, verður sett í Bændahöllinni í Reykjavík á mánudagsmorgun og er ráðgert að það standi í rúma viku. Búnað»rþing, sem er æðsti vettvangur Búnaðar- félags íslands, sækja 25 kjörnir fulltrúar frá 15 búnaðarsam- böndum. Alþingi skýtur til Búnaðar- þings til umfjöllunar og umsagn- ar lagafrumvörpum sem lúta að landbúnaði og skyldum málum. Stjórn BÍ, búnaðarsambönd og einstakir þingfulltrúar leggja einnig fram erindi. Þegar hafa borist 28 mál sem Búnaðarþing þarf að taka afstöðu til og mörg eiga eftir að bætast við. Af þeim 28 málum sem lögð hafa verið fyrir þingið, má nefna hér 6 mál sem ætla má að veki athygli og verði áhrifarík. Þau eru um skipan leiðbeiningarþjón- ustu í landbúnaði í framtíðinni, um búreikningastofu og bók- haldsþjónustu bænda, um tak- markanir á lausagöngu búfjár, um vanefndir Ríkissjóðs á lög- í vetur hafa 32 nemendur á kvöldnámskeiðum við Fram- haldsskólann á Húsavík lokið réttindanámi til að stjórna ailt að 30 tonna bátum. Birkir Þor- kelsson, skólameistari afhenti nýlega prófskírteini 16 mönn- um sem hlotið höfðu slík skip- stjórnarréttindi en 16 nemend- ur höfðu lokið náminu fyrr í vetur. menningskeppni B.A. og spil- aði einn spilari fyrir hvert fyrir- tæki. Það var Hermann Tóm- asson sem spilaði fyrir Bóka- verslunina Eddu að þessu sinni bundnum greiðslum, um sam- ræmda stjórn umhverfismála á íslandi og um innflutning dýra. „Jú, ég hélt mér í landsliðinu,“ sagði Sigurkarl Aðalsteinsson hárskeri á Akureyri sem um síðustu helgi lenti í þriðja sæti í Islandameistaramóti íslenskra hárskera. Keppnin fór fram á Hótel íslandi og var keppt í þremur greiðslum. Sigurkarl lenti í fímmta, þriðja og öðru sæti sem samanlagt þýddi að hann hreppti þriðja sæti mótsins. Sigurkarl hefur verið í landsliði íslenskra hárskera síðustu átta árin og verður það fram að næstu Skólameistari ávarpaði skip- stjórana við útskriftina og árnaði þeim góðs gengis. Sagði hann m.a. að þeir hefðu sótt námið af dugnaði og kappi og vonandi yrði sjórinn sóttur fast í kjölfarið. Kennslu við réttindanámið önnuðust Þröstur Brynjólfsson og Vilhjáimur Pálsson. Þakkaði skólameistari þeim vel unnin störf og sagði þá hafa mikið á sig og hlaut 126 stig, sem er mjög góður árangur. Röð efstu fyrirtækja í keppn- inni varð þessi: Stig 1. Bókaverslunin Edda: 126 Hermann Tómasson 2. Þórshamar hf.: 117 Soffía Guðmundsdóttir 3. Kjörm. KEA, Hrísal.: 116 Jóhannes Valgeirsson 4. Dreki hf.: 114 Alfreð Pálsson 5. Slippstöðin hf.: 104 Örn Einarsson 6. Fast. og skipas. Norðurl.: 103 Bragi V. Bergmann 7. Sparisj. Glæsib.hr.: 101 Pétur Guðjónsson 8. -10. Útvegsb. íslands hf.: 100 Gunnlaugur Guðmundsson 8.-10. Gleraugnas. Geisli hf.: 100 Einar Pálsson 8.-10. Alprent: 100 Hermann Tómasson keppni. Landsliðið mun leggja land undir fót því farið verður á Evrópumót í maí, Norðurlanda- móti í október og á næsta ári er það heimsmeistarakeppnin. „Ég er mjög ánægður með árangurinn, ég æfði fremur lítið fyrir þessa keppni því módelið mitt er sjómaður," sagði Sigur- karl. Módelið er Árskógsstrend- ingurinn Rúnar Þór og sagði Sigurkarl að sá ætti framtíðina fyrir sér í módelstörfum, „hjá mér,“ bætti hann við og vildi ekki sleppa af honum hendinni. Sigurkarl sagði mjög erfitt að lagt að sjá um kennsluna að lokn- um sínum vinnudegi, væri það mikils virði fyrir staðinn að eiga slíka menn að svo nemendur þyrftu ekki annað til að sækja þetta nám. Vilhjálmur ávarpaði nemendur og þakkaði þeim sam- veruna fyrir sína hönd og Þrastar, sagði hann það hafa ver- ið ánægjulegt verkefni að starfa með nemendunum. IM Hermann Tómasson varð ein- menningsmeistari Bridgefélags Akureyrar í ár en hann hlaut samtals 226 stig þau tvö kvöld sem spilað var. Röð efstu manna í Einmenningskeppni B.A. varð annars þessi: Stig 1. Hermann Tómasson: 226 2. -3. Soffía Guðmundsd.: 197 2.-3. Bragi V. Bergmann: 197 4. Alfreð Pálsson: 190 5. Frímann Frímannsson: 189 6. Einar Pálsson: 188 Næsta keppni Bridgefélags Akureyrar er Sjóvá/Almennar- sveitahraðkeppnin, en hún hefst þriðjudaginn 28. febrúar. Áætlað er að keppnin taki fjögur kvöld. Þátttökutilkynningar þurfa að berast stjórn B.A. fyrir kl. 16.00 á sunnudag, en stjórnin aðstoðar við myndun sveita ef óskað er. taka þátt í keppni sem þessari, en keppnisdagurinn hófst klukkan 6 að morgni og lauk ekki fyrr en um miðnætti. „Þetta er ofboðs- lega mikil vinna í kringum þetta, en samt er þetta mjög gaman.“ Bróðir Sigurkarls, Guðlaugur, tók einnig þátt í keppninni og hafnaði hann í sjöunda sæti. Kostnaður vegna keppninnar var nokkuð mikill, eða um 90 þúsund krónur. „En við fengum góða styrki og þeir hjá JMJ voru ansi hjálplegir og lánuðu okkur til að mynda föt á módelið," sagði Sigurkarl. mþþ !W! ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ í fundargerð hafnarstjórn- ar kemur frant að fjárveiting ríkisins til Ólafsfjarðarhafnar í ár er 4.1 milljón og dugar það til að greiða skuld vegna fyrri árs framkvæmda. Framkvæmd- ir á þessu ári verða að miðast við þetta og verða því litlar í ár. ■ Húsnæðisstofnun ríkisins hefur sent bæjarráði bréf, þar sem vakin er athygli á þvf að óheimilt er að ákveða fyrir- fram hvort kaupieiguíbúð er leigð eða seld. ■ Stjórn og samninganefnd Starfsmannafélags Óiafsfjarð- ar, S.T.Ó.L., samþykkti á fundi sínum í síðasta mánuði að segja upp launaliö gildandi kjarasamnings milli aðila frá og með 1. febrúar 1989. ■ Bæjarráð hefur mælt með því að Ólafsfjarðarbær verði aðili að Byggingarþjónustunni en árgjald fyrir bæinn er um 20.000,- kr. ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá hreppsnefnd Grýtubakka- hrepps en að mati hreppsnefnd- arinnar er hækkun á tillögum um fjárhagsáætlun fyrir árið 1989 hjá Heilbrigðiseftirliti Eyjarfjarðar of rnikil. Einnig leggur hreppsnefndin til að reynt verði að halda niðri rekstarkostnaði heilbrigðis- eftirlitsins svo sem unnt er. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að standa við fyrri yfirlýsingar sínar gagnvart Hótel Ólafs- firði hf. og breyta viðskipta- skuld, kr. 3 rnillj. í hlutafé. Viðskiptaskuldin skal vaxta- reiknast á eðlilegan hátt og þeir vextir breytist einnig í hlutafé. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að kvöldsöluleyfi og hunda- leyfisgjald verði hækkað um 20% frá 1988. ■ Á fundi bæjarráðs fyrir skömmu lét Ármann Þórðar- son bóka að hann væri óánægður með framkvæmd við snjómokstur í Múlanum og vill Ármann að teknar verði upp viðræður við Vega- gerðina um framkvæmdir á snjþmokstrinum. ■ Óskar Þór Sigurbjörnsson upplýsti á bæjarstjórnarfundi fyrir skömmu að 8 umsóknir um kaupleiguíbúðir hefðu ver- ið lagðar inn fyrir yfirstand- andi ár til Húsnæðisstofnunar ríkisins en svör hafi ekki borist. Fimm íbúðir eru nú í byggingu í þessu kerfi í Ólafs- firði og eru kaupendur að þeim öllum. ■ Birna Friðgeirsdóttír lagði á bæjarstjórnarfundi fyrir sköminu, fram eftirfarandi til- lögu og var hún samþykkt með 7 atkvæðum: „Bæjarstjórn óskar eftir tillögum frá umhverfismálaráði þess efnis hvernig staðið skuli að upp- græðslu skriðunnar í fjallinu fyrir ofan bæinn. Tillögur þessar ásamt kostnaðaráætlun þyrftu að liggja fyrir bæjar- stjórnarfundi í marsmánuði." Firmakeppni Bridgefélags Akureyrar: Bókaverslimin Edda sigurvegari - Hermann Tómasson einmenningsmeistari Búnaðarþing sett á mánudaginn: Er æðsti vettvangur Búnaðarfélags íslands - ijölmörg mál hafa verið lögð fyrir þingið sem mun standa í rúma viku -KK Sigurkarl Aðalsteinsson enn í landsliðinu: Anægður með árangurinn - segir Sigurkarl sem hafnaði í þriðja sæti í íslandsmeistaramóti hárskera

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.