Dagur - 24.02.1989, Side 3

Dagur - 24.02.1989, Side 3
24. febrúar 1989 - DAGUR - 3 Sigurður Gunnarsson, rauðmagatrillukarl, hvetur til meira rauðmagaáts: Húsvíkingar ekki nógu grinunir við rauðmagann Aðalfundur Gigtarfélagsins á Norðurlandi eystra verður haldinn sunnudaginn 26. febrúar í Barna- skóla Akureyrar kl. 16.00. Jón Þorsteinsson formaöur G.í. kemur á fundinn. Félagar fjölmennió. Stjórnin. Nú er kominn sá tími er rauð- magi fer að sjást á borðum hér norðan heiða. Degi er ekki kunnugt um marga trillukarla sem lagt hafa rauðmaganetin, enn sem komið er, enda hefur tíðarfarið að undanförnu vart boðið upp á mikla rauðmaga- veiði. Dalvíkingar eru rétt í startholunum í rauðmagaveið- inni og sama má segja um trillu- karla á Siglufirði. Það er helst að Húsvíkingar hafi náð nokkrum rauðum á land það sem af er. Sigurður Gunnars- son sjómaður á Húsavík hefur verið hvað iðnastur og sl. mánudag náði hann rúmum 900 rauðmögum úr netunum. Dágóður atli það á einum degi, en Sigurður gerir lítið úr veið- inni og segir aflann vera „það langbesta til þessa.“ Sigurður lagði reyndar fyrstu rauðmaganetin í janúarlok en það var ekki fyrr en í þessari viku sem veðurguðirnir gáfu honum færi á að stunda veiðina af ein- hverju viti. „Reyndar var aldrei alveg dautt. Maður hefur verið að fá alveg upp í 250 rauðmaga, svona tveggja, þriggja nátta. Svo er aldrei að vita hvað verður,“ segir Sigurður. Hann segist ekki vera gamall í hettunni í rauðmagaveiði, hafi byrjað á henni í fyrra af illri nauðsyn. „Ég fór nú út í þetta vegna þessara kvótamála. Ég fékk á mig kvóta eins og aðrir, sem að vísu var í samræmi við mína aflareynslu. Með því að hverfa að rauðmagaveiðinni er maður aðeins að reyna að lagfæra fyrir sér. Sem betur fer er hún utan við alla veiðistjórnun. Ráðamenn eru með puttana nið- ur í nógu mörgu þó þeir sleppi rauðmaganum,“ segir Sigurður. Hann bindur vonir við að geta stundað rauðmagaveiðina fram að páskum. Hann segir þó að það ráðist alfarið af því hversu lengi markaðurinn taki við. Meginhluti aflans fer í fiskbúðir á Akureyri og í Reykjavík og svo selur hann auðvitað Húsvíkingum í soðið. Sigurður kvartar þó undan því að þeir séu orðnir alltof linir við að borða rauðmagann. „Húsvíking- ar eru satt best að segja ekki grimmir við að borða rauðmaga. Mér finnst rauðmagaáti þeirra hafa farið aftur. Því miður hafna margir af yngri kynslóðinni rauð- maganum," bætir Sigurður við. „Við höfum oft staðið betur,“ sagði Jón Geir Ágústsson, byggingafulltrúi, þegar hann var inntur eftir lóðaframboði á Akureyri. Minnst er til af lóð- um fyrir einnar hæðar einbýlis- hús, líklega ekki nema 5 til 6 lóðir, en nokkuð meira er til af lóðum fyrir tveggja hæða ein- býlishús og tveggja hæða raðhús. Um þessar mundir er verið að vinna að skipulagi 1. hluta Gilja- hverfis en í þeim áfanga er gert ráð fyrir fjölbýlishúsum og rað- húsum, þau síðarnefndu bæði eins og tveggja hæða. Skipulags- nefnd gerði fyrir nokkru sam- þykkt um endurskoðun á skipu- lagi við Vestursíðu og eru menn að velta fyrir sér að fara alfarið út í byggingu fjölbýlishúsa á því svæði. Sigurður Jóhannesson, bæjar- fulltrúi, flutti á sínum tíma til- lögu um þéttingu byggðar í Síðu- hverfi og samþykkti Bæjarstjórn Akureyrar að aðstoða húsbyggj- endur í hverfinu með því að taka þátt í greftri og fyllingu grunna að ákveðnu marki. Akureyrar- Aðspurður um hvort rauðmaga- veiði sé skemintileg iðja segir Sigurður svo ekki vera. „Æi, ekki finnst mér hún neitt sérstaklega skemmtileg. Mér finnst þorsk- veiðin mun fjörlegri. Pað er meira líf í að draga þorsk, ýsu og ufsa. En það er allt í lagi að fást við rauðmagann,“ segir Sigurður Gunnarsson. óþh bær hefur þannig unnið að þétt- ingu byggðarinnar og boðið sér- stök kjör á einbýlishúsalóðum. Jón Geir sagði að sú stefna hefði borið nokkurn árangur og all- margir einstaklingar hefðu nýtt sér þennan möguleika. Byggingafulltrúi var spurður að því hvort seinagangur í skipu- lagi hamlaði lóðaframboði í bænum. „Það er ekki bara seina- gangur í skipulagi heldur er það pólitísk ákvörðun hvað er lagt af götum hverju sinni og hversu mikið fjármagn er veitt í þetta. Bærinn tók þá ákvörðun að reyna að auka við byggð í Síðuhverfi með því að greiða ákveðna upp- hæð með lóðunum. Það má segja að slíkt geti komið að hluta til á móti því að leggja nýja götu eða götur,“ sagði Jón Geir. Skipulagsmál voru til umræðu á síðasta fundi Bæjarstjórnar Akureyrar. Heimir Ingimarsson gagnrýndi þá seinagang í skipu- lagi og formaður skipulagsnefnd- ar, Freyr Ófeigsson, sagði einnig að skipulag hefði gengið fremur hægt nema þá helst í Giljahverfi. EHB Akureyri: Lóðaframboð með miirna mótí - aðeins örfáar lóðir lausar fyrir einnar hæðar einbýlishús IMI55AIM Bílasýning verður laugardaginn 25. og sunnudaginn 26. febrúar frá kl. 2-6 e.h. báða dagana að Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimars- sonar í sýningarsal að Óseyri 5 (norðurhluta). Sýndir verða meðal annars: Subaru J12 4x4, auk fleiri gerða af Subaru bílum, Nissan Sedan og Nissan Sunny. Athygli skal vakin á að þeir sem fá eftirgjöf á verði bíla frá Tryggingastofnun, fá 10% viðbótarafslátt frá umboðinu. Bifreiðaverkstæði Sigurðar Valdimarssonar Óseyri 5 - Sími 22520 - Akureyri. NISSAN Ingvar Helgason hf. Rauðagerði. NU ER AÐ HROKKVA EÐA STÖKKVA Hver fær milljónir á laugardaginn? PS. Þú getur notað sömu tölurnar, viku eftir viku - meö því að kaupa tveggja, fimm, eða tíu vikna miða Sími 685111. Upplýsíngasímsvari 681511 SAMEINAÐA/SÍA

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.