Dagur


Dagur - 24.02.1989, Qupperneq 14

Dagur - 24.02.1989, Qupperneq 14
14 - DAGUR - 24. febrúar 1989 Kjörmarkaður KEA Hrísalundi 5 Nauðungaruppboð þriðja og síðasta, á eftirtöldum fasteignum fer fram á eignunum sjálfum á neðangreindum tíma: Aðalbraut 45, Raufarhöfn, þingl. eigandi Anton Sigfússon, fimmtu- daginn 2. mars 1989 kl. 13.15. Uppboðsbeiðendur eru: Trygginga- stofnun ríkisins, Veðdeild Lands- banka íslands, Magnús Norðdahl hdl. og Brunabótafélag íslands. Birkilandi (Vestaralandi IV), þingl. eigandi Lárus Hinriksson, fimmtu- daginn 2. mars 1989 kl. 10.00. Uppboðsbeiðendur eru: Tómas Þor- valdsson hdl., Sigríður Thorlacius hdl., Brynjólfur Eyvindsson hdl., Búnaðarbanki (slands og Veðdeild Landsbanka Islands. Grund, Raufarhöfn, þingl. eigandi Bjarni J. Guðmundsson, fimmtu- daginn 2. mars 1989 kl. 13.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu- maður ríkissjóðs og Fjárheimtan hf., lögfr. og innheimtuþ. Naustum, við Húsavíkurhöfn, þingl. eigandi Naustir hf., mánudaginn 6. mars 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeiðandi er Landsbanki íslands. Nónási 6, Raufarhöfn, neðri hæð, þingl. eigandi Sigvaldi Ó. Aðal- steinsson, fimmtudaginn 2. mars 1989 kl. 13.30. Uppboðsbeiðendur eru: Sigurmar Albertsson hdl., Tryggingastofnun ríkisins, Veðdeild Landsbanka Islands, Árni Pálsson hdl., Stein- grímur Þormóðsson hdl., Benedikt Olafsson hdl., Landsbanki Islands, Andri Árnason hdl., innheimtumað- ur ríkissjóðs og Brynjólfur Eyvinds- son hdl. Pálmholti 1, Þórshöfn, þingl. eigandi Sigurður Óskars. og Sigríður Alfreðsd., fimmtudaginn 2. mars 1989 kl. 15.00. Uppboðsbeiðandi er Veðdeild Landsbanka íslands. Pálmholti 10, Þórshöfn, þingl. eig- andi Egill Einarsson, fimmtudaginn 2. mars 1989, kl. 15.15. Uppboðsbeiöendur eru: Innheimtu- maður ríkissjóðs og Veðdeild Landsbanka fslands. Skútahrauni 2a, Reykjahlíð, þingl. eigandi Sæþór Kristjánsson, mið- vikudaginn 1. mars 1989 kl. 14.00. Uppboðsbeiðendur eru: Innheimtu- maður ríkissjóðs, Árni Pálsson hdl. og Veðdeild Landsbanka íslands. Söltunarst. v/Höfðabr., Raufarh., þingl. eigandi Fiskavík hf., fimmtu- daginn 2. mars 1989 kl. 13.45. Uppboðsbeiðandi er innheimtu- maður ríkissjóðs. Ægissíðu 20 (áður I og II), Grenivík, þingl. eigandi Hrafnhildur Hall- grímsdóttir, föstudaginn 3. mars 1989 kl. 14.30. Uppboðsbeiðendur eru: Trygginga- stofnun rikisins, Veðdeild Lands- banka íslands, Brunabótafélag (slands og Ólafur B. Árnason hdl. Sýslumaður Þingeyjarsýslu, Bæjarfógeti Húsavíkur. Vcrið velkomin Bókaútgáfan Snorrahús: Tvær nýjar bækur komnar á markaðinn Til helgarinnar Ostafylltur lambavöðvi. Lambaragu. Nautapiparsteik. Sherry triffle ásamt fjölda annarra rétta úr kjötborðinu. Bókaútgáfan Snorrahús á Akureyri hefur sent frá sér tvær nýjar kiljur; ástarsöguna „Framavonir“ eftir Suzanne Sherrill og spennusöguna „Ég er morðinginn“, eftir -ky. „Framavonir" er 5. bókin í ást- arsöguflokki útgáfunnar. Á bókarkápu segir m.a.: „Öll rök hnigu í þá átt að hin fagra Kelly Patrick yrði næsti aðalfram- kvæmdastjóri fremstu sjónvarps- stöðvar Chicago. Ef henni tækist ekki að fá Grant Andrews, sjón- varpsmanninn eitursnjalla, til að endurnýja ráðningarsamning sinn, yrði valdaferill hennar sá stysti í sjónvarpssögunni. Allt frá þeirra fyrstu fundum gneistaði á milli þeirra. Sem nýr yfirmaður varð Kelly að sanna sig. Grant gerði henni það ljóst að honum yrði ekki sagt fyrir verkum. „Snillingurinn'* vissi nákvæmlega hvers virði hann var og hvað hann vildi - Kelly! Hún reyndi að þræða hinn gullna meðalveg en óskin um starfsframa og sam- viska hennar háðu harða baráttu; hún vildi ekki leggja sjálfa sig að veði. Hún neitaði og neitaði allt þar til ...“ „Ég er morðinginn“ er 5. bók- in í flokki vandaðra, þýskra spennusagna. Á bókarkápu segir m.a.: „„Gerard Bengler er 42ja ára, bókhaldari hjá Jerxheims og for- maður Samtaka iðrandi fólks, sértrúarflokks sem hefur vaxið fiskur um hrygg í seinni tíð, eftir að hafa þrifist illa árum saman undir stjórn annars manns. Dæmigert sjálfsmorð er framið. En það versta er að mikils metinn fjármálamaður hefur notfært sér aðstöðu sína til að fá útrás fyrir afbrigðilegar kynhneigðir sínar á yngri safnaðarmeðlimum. Stór- hneyksli! Þá tekur Bengler formaður til sinna ráða. Hann drepur munað- arsegginn. Og svo gefur hann sig fram við lögregluna eftir mikið sálarstríð. Hann vill bæta fyrir brot sitt - en einhverjir vilja ekki að hann taki á sig sökina. Þeir gefa honum fjarvistarsönnun..." Höfundur bókarinnar, -ky, er einn virtasti sakamálasagnahöf- undur Þjóðverja. -ky er reyndar dulnefni, en höfundurinn hefur einnig haslað sér völl á vettvangi fagurbókmennta og kýs því að halda nafni sínu leyndu. Hægt er að gerast áskrifandi að báðum þessum bókaflokkum og fá viðkomandi eina bók ókeypis um leið og þeir gerast áskrifend- ur. Auk þess er happamiði í hverri bók og er dregið úr inn- sendum miðum og þrír heppnir lesendur hljóta veglega bók frá Erni og Örlygi að launum. Á tilboði: Krebinettur á aðeins kr. 448,- kílóið Vínarpylsur á kr. 461,20. Ólympíunefnd íslands: Boðið aö senda 5 Mtrúa - til fræðslustefnu um ólympíumálefni Ólympíunefnd íslands hefur borist boð frá Alþjóða-ÓIympíu- fræðsluráðinu um að senda 5 fulltrúa á fræðslustefnu ráðsins í Ólympíu, 29. júní til 12. júlí, næsta sumar. Þátttakendur skulu vera virkir í íþróttastarfi og íþróttaiðkendur og ekki eldri en 35 ára. Þeir verða einnig að vera vel að sér í ensku eða frönsku. Tveim af þessum fimm, karli og konu, eru boðnar fríar ferðir, en aðrir greiða fullt gjald. Uppi- hald með gistingu í Áþenu með ferðum til og frá Ólympíu er 400,00 dollarar á mann. Umsóknir skulu hafa borist fyrir 10. mars til Ólympíunefndar íslands, íþróttamiðstöðinni Laugardal, 105 Reykjavík. Miisíktilraiinir ’89“ í Tónabæ í apríl Félagsmiðstöðin Tónabær mun í apríl nk. standa fyrir Músíktil- raunum ’89. Tilraunir þessar eru nú orðnar árlegur viðburður í tónlistarlífi landsmanna og er þetta sjöunda skiptið sem þær eru haldnar. Músíktilraunir eru opnar öll- um upprennandi hljómsveitum alls staðar að af landinu, ef þær telja sig nægilega góðar til að taka þátt í hljómsveitakeppni af þessu tagi. Aðstandendur Músík- tilrauna munu reyna að útvega afslátt af flugfari fyrir keppendur utan af landi. Músíktilraunir ’89 verða haldnar á fimmtudagskvöldum í apríl, eins og hér segir: 1. tilraunakvöld 6. apríl. 2. tilraunakvöld 13. apríl. 3. tilraunakvöld 20. apríl. Úrslitakvöldið verður föstu- daginn 21. apríl. Á hverju þessara tilrauna- kvölda koma fram 5-7 tilrauna- hljómsveitir, og flytur hver þeirra fjögur frumsamin lög. Áhorfend- ur gefa síðan hljómsveitunum stig fyrir hvert lag. Tvær stiga- hæstu hljómsveitirnar af hverju tilraunakvöldi keppa síðan til úrslita föstudaginn 21. apríl, þar sem áhorfendur og sérstaklega skipuð dómnefnd sérfróðra manna velja sigurvegara Músík- tilrauna ’89. Auk tilraunahljómsveita munu fjórar af þekktustu hljómsveitum landsins koma fram, sem gestir, bæði á tilraunakvöldunum og á úrslitakvöldinu. Þær hljómsveitir sem hyggja á þátttöku í Músíktilraunum ’89, geta skráð sig í félagsmiðstöðinni Tónabæ, s. 35935, eftir 20. febrúar, og fyrir 1. apríl nk.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.