Dagur - 24.02.1989, Síða 15

Dagur - 24.02.1989, Síða 15
•24. febrúar 1989 - DAGUR - 15 íþróttir Skíði: Keppt á Akureyri, Dalvík og Húsavík - Hermannsmótið í Hlíðarflalli og punktamót á Dalvík Tvö stór skíðamót, fara fram um þessa helgi á Norður- landi og svo tvö smærri mót. Hermannsmótið, Visa-bikar- mót í alpagreinum fullorðinna fer fram í Hlíðarfjalli og á Dal- vík fer fram punktamót í alpa- greinum 13-14 ára krakka. Um helgina fer einnig fram skíða- göngumót í Hlíðarfjalli og firmakeppni á skíðum fer fram á Húsavík. Keppnin í Hermannsmótinu hefst á laugardag kl. 10.00 og verður þá keppt í svigi kvenna og stórsvigi karla. Á sunnudag hefst keppnin á sama tíma og er þá keppt í svigi karla og stórsvigi íþróttir helgarinnar: Skíði og karfa - úrslitakeppnin í blaki hefst um helgina Að vanda er ýmislegt um að vera á íþróttasviðinu á Norðurlandi. Þar má fyrst nefna Hermannsmótið í alpa- greinum skíðaíþrótta í Hlíðar- fjalli. Einnig er punktamót á skíðum fyrir 13-14 ára á Dalvík. A Húsavík er einnig töiuvert um að vera; þar fer fram firmakeppni á skíðum, frjálsíþróttamót HSÞ í hlaup- um innanhúss fer fram á sunnu- Úrslitakcppnin í blakinu hefst um helgina. dag og fjölliðamót yngri flokka karla í handknattleik fer fram um helgina í íþróttahúsinu þar. Svo má ekki gleyma því að Dagur stendur fyrir kjöri Iþróttamanns Norðurlands og verða úrslitin tilkynnt í .hófí á Hótel KEA á laugardaginn. Það er einnig heilmikið um að vera hjá norðlensku íþróttfólki sunnan heiða. Það ber hæst að úrslitakeppnin í blakinu hefst um helgina og leika KA-menn tvo leiki fyrir sunnan. Á laugardag mæta þeir HK í Kópavogi kl. 14.00 og á sunnudag spila þeir við ÍS í Hagaskóla kl. 15.15. Búast má við hörkubaráttu í þessum leikjum því nú leggja öll lið allt sitt í það að leggja KA að velli. En KÁ-menn eru ósmeyk- ir, allir eru heilir og reiðubúnir að gefa sig á fullu í þessa keppni. Stór hópur ungra badminton- spilara frá TBA fer suður og keppir þar á Unglingameistara- móti íslands og einnig fara yngri flokkar KA, Þórs og Völsungs suður ef veður leyfir og keppa þar í fjölliðamótum í sínum aldursflokkum í handknattleik. Tindastóll keppir við Val í Flugleiðadeildinni á laugardag á þeim óvenjulega tíma 18.30. Þórsarar spila ekki um helgina en leika þess í stað við KR á mánu- dagskvöldið í Skemmunni kl. 20.30. 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Sveinbjörn mœtir Sigurpáli Karl Davíðsson hafði ekki mjög langa viðdvöl í getraunaleikn- um því Sveinbjörn Guðmundsson reyndist getspárri en hann. Sveinbjörn hefur skorað á Sigurpál Vilhjálmsson aðalbókara og verður gaman að sjá hvernig vinnufélögunum tekst upp að þessu sinni. Það er til mikils að vinna að þessu sinni því. sprengipotturinn í síðustu viku, 2.5 miljónir, gekk ekki út og má því búast við að 1. vinningur verði um 5 miljónir að þessu sinni. Sveinbjörn: Aston Villa-Charlton 1 Derby-Everton 2 Millwall-Coventry 2 Norwich-Man.Utd. x Southampton-Tottenham 1 Wimbledon-Sheff.Wed. 1 Bournemouth-Portsmouth 1 Barnsley-Blackburn 1 Brighton-Watford 2 Oxford-lpswich 1 Stoke-Leicester 1 Sunderland-Hull 2 Sigurpáll: Aston Villa-Charlton 1 Derby-Everton 2 Millwall-Coventry x Norwich-Man.Utd. 2 Southampton-Tottenham 1 Wimbledon-Sheff.Wed. 1 Bournemouth-Portsmouth 1 Barnsley-Blackburn x Brighton-Watford 2 Oxford-lpswich 2 Stoke-Leicester 1 Sunderland-Hull x 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 kvenna. Búist er við öllu sterk- asta skíðafólki landsins til keppn- innar þannig að vert er að hvetja alla skíðaáhugamenn að fylgjast með mótinu. Verðlaunaafhend- ing er síðan á sunnudag kl. 15.00 á Skíðastöðum. Á Dalvík fer fram punktamót í alpagreinum 13-14 ára. Búist er við allt að 80 keppendum á mótið og verður því mikið fjör á Dalvík báða dagana. Um helgina verður einnig keppt í KA- og Þórs-móti í skíðagöngu í Hlíðarfjalli. KA-mótið hefst á laugardag kl. 13.00 og verður keppt með hefðbundinni aðferð. Þórsmótið er síðan á sunnudag á sama tíma og er þá keppt með frjálsri aðferð. Keppendur eru á aldrinum 6-76 ára og er búist við góðri þáttöku að þessu sinni. Húsvíkingar eru einnig iðnir við kolann í sambandi við skíða- mót. Þeir þurftu að fresta fyrir- hugaðri firmakeppni um síðustu helgi en hún verður um þessa helgi í staðinn og hafa Völsungar fengið um 70 fyrirtæki til þess að taka þátt í keppninni. Ivan Varlanov knattspyrnuþjálfari VÖISungS. Mynd: IM Húsavík: Rússinn kominn - til Völsunga Sovéski þjálfarinn Ivan Varla- nov er mættur til Húsavíkur og þegar farinn að þjálfa knatt- spyrnumenn á staðnum. Varlanov er 52 ára gamall og var um margra ára skeið þjálfari hins þekkta liðs Spartak Moskva. Hann er sjálfur gamall leikmaður og spilaði þá m.a. með Youri Sedov þjálfar Víkings. Varlanov er mjög virtur þjálfari í Sovét- ríkjunum og var einn af aðstoð- arþjálfurum sovéska landsliðsins í Evrópukeppninni síðasta sumar. Eins og fram hefur komið í Degi þá hafa Völsungar misst marga leikmenn síðan í fyrra og enn er ekki ljóst hvort Jónas Hallgrímsson leikur með Húsvík- ingum næsta sumar en hann hef- ur verið orðaður við Þórsliðið. Kristján Olgeirsson hefur ekki heldur gert upp hug sinn hvort hann dregur fram skóna að nýju. En það er enginn uppgjafartónn hjá Völsungum. Það er næstum 30 manna hópur sem æfir með meistaraflokknum, meirihluti þeirra er að vísu ungur að árum en þarna eru framtíðarleikmenn félagsins og binda forráðamenn Völsunga vonir við það að Varla- nov geti gert góða hluti með þessa drengi. Ingigerður Júlíusdóttir sigraði bæði í svigi ug stórsvigi á Dalvíkurmótinu. Dalvíkurmótið á skíðum: Góð þátttaka og ágætur árangur Dalvíkurmót á skíðum var haldið um síðustu helgi. Þátt- takendur voru um 80 og var færi og veður mjög gott á laug- ardeginum en versnaði eitt- hvað á sunnudeginum. Keppt var í svigi og stórsvigi frá 9 ára aldri og upp úr. En lít- um þá á einstök úrslit: Svig: Stelpur 9-10 ára: 1. Dagbjört Sigurpálsdóttir 2. Snjólaug Jónsdóttir 3. Inga Lára Óladóttir Strákar 9-10 ára: 1. Sturla M. Bjarnason 2. Össur Willardsson 3. Helgi Indriðason Stelpur 11-12 ára: 1. Rakel Friðriksdóttir 2. Hólmfríður Þorsteinsdóttir 3. Kristín Guðmundsdóttir Strákar 11-12 ára: 1. Sveinn Torfason 2. Steingrímur Sveinbjörnsson 3. Dagur Óskarsson Stelpur 13-14 ára: 1. Margrét Eiríksdóttir Strákar 13-14 ára: 1. Sveinn Brynjólfsson 2. Hörður Másson 3. Gunnþór Gunnþórsson Stelpur 15-16 ára: 1. Kristín Sveinbjörnsdóttir 2. Ágústa Bjarnadóttir Strákar 15-16 ára: 1. Ágúst Jónsson 2. Gunnlaugur Jónsson Konur: 1. Ingigerður Júlíusdóttir Karlar: 1. Björgvin Hjörleifsson 2. Hilmar Guðmundsson 3. Þorsteinn Skaftason Stórsvig Stelpur 9-10 ára: 1. Dagbjört Sigurpálsdóttir 2. Snjólaug Jónsdóttir 3. Dagný Ragnarsdóttir Strákar 9-10 ára: 1. Sturla M. Bjarnason 2. Össur Willardsson 3. Helgi Indriðason Stelpur 11-12 ára: 1. Rakel Friðriksdóttir 2. Ásta Bragadóttir 3. Kristín Guðmundsdóttir Strákar 11-12 ára: 1. Bjarni Skarphéðinsson 2. Sveinn Torfason 3. Valur Traustason Stclpur 13-14 ára: 1. Margrét Eiríksdóttir Strákar 13-14 ára: 1. Sveinn Brynjólfsson 2. Bjarni Jónsson 3. Marinó Ólason Stelpur 15-16 ára: 1. Ágústa Bjarnadóttir 2. Kristín Sveinbjörnsdóttir Strákar 15-16 ára: 1. Gunnlaugur Jónsson Konur: 1. Ingigerður Júlíusdóttir 2. Anna Jóhannesdóttir 3. Magnea Helgadóttir Karlar: 1. Björgvin Hjörleifsson 2. Jón B. Bragason 3. Hilmar Guðmundsson íþróttamaður Norðurlands 1988: Úrslitin tilkynnt á morgun - í hófi á Hótel KEA Á morgun laugardag fer fram hóf á Hótel KEA þar sem úrslit verðá kynnt í kjöri Dags á íþróttamanni Norðurlands 1988. Fimm íþróttamenn verða heiðraðir og hljóta þeir allir viðurkenningu frá blaðinu og íþróttamaður Norðurlands fær þar að auki glæsilegan farand- bikar sem keppt hefur verið um síðastliðin fjögur ár. Þeir sem áður hafa hlotið þennan titil eru Kári Elíson lyft- ingamaður, Daníel Hilmarsson skíðamaður og Halldór Áskels- son knattspyrnumaður. Það verður síðan tilkynnt í Degi á þriðjudaginn hver hefur hlotið nafnbótina íþróttamaður Norðurlands 1988.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.