Dagur - 24.02.1989, Page 16

Dagur - 24.02.1989, Page 16
mm Akureyri, föstudagur 24. febrúar 1989 Leikhústilboð Gratineruð humarsúpa, innbakaðar lambalundir með wiskysósu. Kaffi og konfekt. Verð 1.390,- Skýrsla byggingafulltrúa fyrir 1988: Stöðug uppsveifla í byggingaiðnaði á Akureyri Greinileg aukning varð á bygg- ingaframkvæmdum á Akureyri í fyrra, annað árið í röð. Á síð- asta ári var hafin bygging 156 íbúða í bænum, 111 voru full- gerðar á árinu og 100 íbúðir voru taldar fokheldar í árslok. Alls voru 232 íbúðir í smíðum í árslok miðað við 187 íbúðir árið 1987. Samkvæmt yfirliti frá bygginga- fulltrúanum á Akureyri, Jóni Geir Ágústssyni, kemur í ljós að árið 1988 fjölgaði íbúðum sem byrjað var á á árinu um 46 milli ára. Hafin var smíði 15 einbýlis- húsa, 7 raðhúsa með 30 íbúðum og 5 fjölbýlishúsa með 111 íbúð- um. í fyrra voru byggðar 91 íbúð í fjölbýlishúsum. Af þeim 111 íbúðum sem skráðar voru fullgerðar á árinu voru 19 í einbýlishúsum, 20 í rað- húsum og 72 í fjölbýlishúsum. í árslok voru fokheldar og lengra komnar íbúðir 20 í einbýlishús- um, 41 raðhúsaíbúð og 58 íbúðir í fjölbýlishúsum. Skemmra á veg komin í byggingu í árslok voru 11 einbýlishús, 8 raðhúsaíbúðir og 94 íbúðir í fjölbýlishúsum. Skýrsla byggingafulltrúa flokk- ar framkvæmdir eftir því hvort um er að ræða íbúðarhúsnæði eða húsnæði til annarra nota. Hvað síðari flokkinn snertir þá voru á árinu 1988 hafnar fram- kvæmdir vegna viðbyggingar að Árstíg 6, 4. áfangi Sjafnar við Austursíðu, Viðbygging við Sana, iðnaðarhúsnæði að Norðurtanga 3, félagsheimili að Sjafnarstíg 3 og viðbygging við húsnæði Malar og Sands hf. Byggingar 4. áfanga Sjafnar og Sana voru fullgerðar á árinu. Einnig íþróttahús við Bugðusíðu, eitt flugskýli, byggingar að Jaðri, Óseyri 9, 20 og 22, félagsheimili Hvítasunnusafnaðarins. Þá má nefna framkvæmdir við Glerárkirkju, viðbyggingu við Hlíð, 2. áfangi Sjafnar, verk- stæðishús við Fiskitanga, Gler- árgötu 26, Hótel KEA, Hofsbót 4, Hvannavellir 14, sundlaug Sól- borgar, Réttarhvammur 1, við- bygging K. Jónsson & Co., félags- heimili Þórs, íþróttahöllin, Strandgata 29-31, VMA 5. áfangi og hús NLFA í Kjarnaskógi. EHB Hann Sigurður Skúlason veghefilsstjóri hefur haft í nógu að snúast upp á síð- kastið en Ijósmyndari Dags gómaði hann í kaffipásu í gær, sem hann eflaust hefur verið vel að kominn. Mynd: tlv Handbolti: ísland A-þjóð á nvjan leik íslendingar hafa nú tryggt sér þátttökurétt í A-heimsmeist- arakeppninni í handbolta sem fer fram í Tékkóslóvakíu að ári en þeir unnu stóran sigur á Holiendingum I B-heimsmeist- arakeppninni í handbolta í gær. íslendingar tóku forystuna í sínar hendur strax á fyrstu mfnút- um leiksins og héldu henni allan tímann. Leikurinn fór 31:17 og voru yfirburðir íslendinga augljósir allan tímann. Markahæstur ís- lendinga var Jakob Sigurðsson með 8 mörk og 'Héðinn Gilsson með 5 mörk, en hann lék aðeins í seinni hálfleik. VG Forráðamenn HÓ í Ólafsfirði ræða við ráðherra og forráðamenn banka og sjóða í höfuðborginni: Þeir leita ákaft að reks trargru nd vell i n u m Forráðamenn Hraðfrystihúss Ólafsfjarðar hf. eru nú staddir Eigandi Garðshorns neitaði N.A.N. um leyfi til verðkönnunar: Var ekkert talað við mig um sérstaka könnun smáverslana - hefði auðvitað tekið þátt í slíkri könnun, segir Axel Valgeirsson Neytendafélag Akureyrar og frétt Neytendafélagsins: „Það er nágrennis framkvæmdi í byrj- einsdæmi að verslunareigandi un vikunnar verðkönnun hjá neiti þátttöku í verðkönnun hjá nokkrum smáverslunum á félaginu og geta neytendur velt Akureyri. Ætlunin var að kanna verðlag í 6 smáverslun- um en Axel Valgeirsson, eig- andi Garðshorns, neitaði starfsmanni N.A.N. um leyfi til verðkönnunar. Axel neitar því alfarið að hann forðist verðkannanir og gagnrýnir N.A.N. harðlega fyrir að hvernig að þessari könnun, sem og öðrum könnunum þess er staðið. því fyrir sér hvaða ástæða liggi þar að baki.“ Axel er mjög svo óhress með þessi orð N.Á.N. og segir að með þeim sé fyllilega gefið í skyn að verðlag Garðshorns sé það hátt að verslunin þori ekki að taka þátt í verðkönnun. „Þetta er út í hött því ég er alveg fyllilega sam- bærilegur við þær verslanir sem þátt tóku í könnuninni,“sagði Axel. Hann sagðist vilja taka fram að hann hefði ekki verið í versluninni þegar leitað var eftir verðkönnun en starfsstúlka henn- ar hefði, að hans fyrirmælum, neitað þátttöku í könnuninni á þeirri forsendu að mjög illa hafi verið staðið að slíkum könnunum til þessa. „Ég hefði gjarnan viljað taka þátt í þessari sérstöku könn- un smáverslana, en starfsmaður N.A.N. minntist ekki einu orði á að um slíka könnun væri að ræða. Hefði ég fengið að vita að um smáverslanakönnun væri að ræða hefði ég að sjálfsögðu tekið þátt í henni,“ sagði Axel Val- geirsson. óþh Sjá verðkönnunina á bls. 7. í Reykjavík og eiga þar fundi með fulltrúum sjóða og stofn- ana í því skyni að finna nýju frystihúsi í Ölafsfirði rekstrar- grundvöll. í gær áttu þeir m.a. fund með tveimur af stjórn- armönnum í Atvinnutrygg- ingarsjóði, Gunnari Hilmars- syni og Jóhanni Antonssyni, og eftir því sem Dagur kemst næst ræddu þeir einnig við Steingrím Hermannsson, for- sætisráðherra. Kaup Hraðfrystihúss Ólafs- fjarðar hf. á Hraðfrystihúsi Magnúsar Gamalíelssonar hf. var fyrsta skref sameiningar frysti- húsanna. Eftir er mikil vinna við að. endurskipuleggja reksturinn og skjóta undir hann tryggum stoðum. Vandi nýja frystihússins er auðvitað mjög mikill á hveiti- brauðsdögunum. Fyrstu skref þess eru stigin með um 240 millj- óna skuld á bakinu en ef áætlanir standast verður unnt að ná þeim niður í ríflega. 150 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að selja eignir, svo sem húseignir og hlutabréf, fyrir 23 milljónir króna. Þá miða áætlanir við að auka hlutafé nýja frystihússins um 90 milljónir króna. Á móti kemur umtalsverður kostnaður við t.d. uppsetningu flæðilínu í nýju frystihúsi. Fulltrúar HÓ „lögðu ákveðin plön“ fyrir stjórnarmenn í Atvinnutryggingarsjóði í gær, eins Gunnar Hilmarsson kýs að orða það. Hann vill lítið segja um hugmyndir þeirra HÓ-manna en bætir því við að Ólafsfirðingar vilji greinilega takast á við vandann. „Vonandi gengur þetta upp en við skulum sjá hverju fram vindur,“ segir Gunnar. Á þessari stundu er erfitt að segja fyrir um hvaða leið verður farin til að tryggja rekstur HÓ. Vitað er að heimamenn líta til hlutafjársjóðs, sem ríkisstjórnin hyggst koma á fót til að aðstoða þau fyrirtæki sem ekki njóta fyrirgreiðslu Atvinnutryggingar- sjóðs. Vel kemur til greina að HÓ fái inni hjá hlutafjársjóði til að treysta stoðir fyrirtækisins en á síðari stigum komi til afgreiðsla Atvinnutryggingarsjóðs, skuld- breytingar o.fl. óþh Nýtt skipulag Ráðhústorgs og Skátagils: Óvíst hvenær framkvæmdir heQast - arkitektar skila endanlegum útfærslum í vor Þær verslanir sem tóku þátt í verðkönnun N.A.N. eru Hóla- búðin, Verslunin Esja, Verslunin Síða, Verslunin Brynja og Kjör- bíll Skutuls. Nokkur verðmunur er á milli verslana og kemur Hólabúðin út með flest lægstu verðin og munar t.d. miklu á kartöfluflögum, eða 51% Eins er talsverður munur á Nesquik kakómalti eða 49%. I frétt frá Neytendafélaginu segir að eflaust séu margar skýringar á þessu misjafna vöru- verði á milli verslana. Sú skýring er m.a. nefnd að birgðir kunni að vera misgamlar og verðlag af sama skapi mishátt. Eins og áður segir neitaði Axel Valgeirsson, eigandi Garðs- horns, N.A.N. um þátttöku í verðkönnuninni. Um þetta segir í „Ég er mikill áhugamaður um að þetta verði gert og hefði persónulega viljað að byrjað yrði á verkinu í ár, Ég er hins vegar ekki fastur í þeirri hug- mynd ef forgangsröðin kynni að verða önnur. I síðasta lagi hefði ég viljað sjá framkvæmd- ir heljast á næsta ári,“ sagði Freyr Ófeigsson, formaður Skipulagsnefndar Akureyrar- bæjar, er hann var spurður um væntanlegar breytingar á Ráð- hústorgi og Skátagili. Árið 1987 var efnt til verðlauna- samkeppni um skipulag hluta miðbæjar Akureyrar, Ráðhús- torgs og Skátagils. Arkitektarnir Jón Ólafur Ólafsson, Sigurður Einarsson og Þráinn Hauksson skiluðu inn tillögu sem fékk 1. verðlaun í samkeppninni og var samið við þá um nánari útfærslu á verkinu. Freyr Ófeigsson sagði að síðan hefði ekki gerst eins mikið í málinu og hann hefði gjarnan viljað. Arkitektarnir þrír vinna að endanlegri útfærslu tillögunn- ar og hafa mætt á einn eða tvo fundi hjá skipulagsnefnd. Freyr sagðist vona að hluti arkitekta- vinnunnar yrði tilbúinn í vor, þ.e. endanlegar teikningar af torginu sjálfu og neðsta hluta Skátagils, því þeir þættir hefðu forgang. Að sögn Freys er ekki ljóst hvenær hafist verður handa um sjálfar breytingarnar. Að til- lögunum fengnum væri ekkert skipulagslega því til fyrirstöðu að framkvæmdir gætu hafist heldur væri spurningin um peninga. Enginn sérstakur liður er á fjár- hagsáætlun bæjarins fyrir þetta verk en fé til gatnagerðar er óskipt og sagði Freyr að ef samstaða væri um slíkt mætti hugsa sér að hluti gatnagerðarfjárins færi í framkvæmdir við Ráðhústorg og Skátagil. EHB

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.