Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 3
1. mars 1989 - DAGUR - 3 Mun hærri upphæð greidd í slysadagpeninga en sjúkradagpeninga: Misræmi í tryggmgagreiðslum leiðrétt með nýjum lögum - segir heilbrigðisráðherra KARATE Byrjendanámskeið er að hefjast laugardaginn 4. mars. Kennt í tveimum aldursflokkum, 12-14 ára og 15 ára og eldri. Upplýsingar og innritun í síma 22736 frá kl. 18.00-20.00. Karatefélag Akureyrar. I svari við fyrirspurn Guðrúnar Helgadóttur á Alþingi í gær um sjúkradagpeninga sagðist Guðmundur Bjarnason, heil- brigðisráðherra, telja upphæð sjúkradagpeninga alltof lága og útilokað sé fyrir nokkurn mann að lifa af þeim greiðslum einum saman. Nú eru sjúkra- dagpeningar kr. 12.671 á mán- uði en atvinnuleysisbætur eru 36.320 kr. á mánuði og sagði Nýjar reglur um innflutning: Safiisendingar stuðla að lækkun vöruverðs Fjármálaráðuneytið hefur lok- ið við nýjar reglur um safn- sendingar í innflutningi. Þetta skapar möguleika á sameigin- legum innflutningi margra inn- flytjenda en að sögn fjármála- ráðherra hafa samtök verslun- arinnar óskað ítrekað eftir þessum reglum á undanförnum árum. „Margir forýstumenn verslun- arinnar hafa kynnt okkur þau sjónarmið að slíkt fyrirkomulag myndi lækka allverulega flutn- ingsgjöld á innfluttum vörum og þar með lækka vöruverð. Eftir að hafa kynnt mér þessi sjónarmið tók ég ákvörðun um þessa breyt- ingu á reglugerðinni. Þetta er lið- ur í að ganga til móts við ýmsar óskir samtaka innflytjenda og verslunar sem þeir hafa sett fram við stjórnvöld á undanförnum árum. Þeir hafa fullyrt að verði orðið við óskum á borð við þessa þá tryggi þeir að breytingin leiddi til lækkandi vöruverðs. Ég vona að við munum sjá áhrif þessa í lækkandi vöruverði og fullyrðing þessara aðila hafi verið rétt,“ seg- ir Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra. Samkvæmt nýju reglunum, sem taka eiga gildi 1. apríl n.k., verður flutningsaðilum, farm- flytjendum og flutningsmiðlurum Ríkisstjórnin: Hugað að stöðu lands- byggðar- verslunar Jón Sigðursson, viðskiptaráð- herra, hefur skipað nefnd sem gera á athugun á stöðu versl- unarfyrirtækja í dreifbýli og leiðum til að bæta hag lands- byggðarverlsunarinnar. I stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Steingríms Hermannssonar segir m.a. í kaflanum um byggðamál að unnið verið að því að bæta aðstöðu verslunarfyrirtækja í dreifbýli. Formaður nefndarinn- ar er Björn Friðfinnsson ráðu- neytisstjóri í viðskiptaráðuneyt- inu en aðrir í nefndinni eru Ólaf- ur Gunnarsson viðskiptafræðing- ur, Eyjólfur Sverrisson endur- skoðandi, Sigurður Guðmunds- son deildarstjóri, Magnús Finn- son framkvæmdastjóri og Ólafur Friðriksson framkvæmdastjóri. JÓH heimilað að annast skiptingu safnsendinga sem þessir aðilar sjá um flutning á til landsins. Auk ákvæða um safnsendingar . er kveðið skýrar á um innheimtu aðflutningsgjalda af innfluttum vörum bæði að því er varðar gjalddaga og eindaga aðflutnings- gjalda. JÓH Guðrún Helgadóttir illskiljan- legt á hverju þessi mikli munur byggist. Heilbrigðisráðherra sagði að endurskoðun á lögum um almanna- tryggingar verði lokið fyrir mitt yfirstandandi ár og á næsta þingi verði lagt fram nýtt lagafrumvarp um almannatryggingar. Með nýj- um lögum sé nauðsynlegt að leið- rétta ýmiss konar misræmi sem skapast hafi í lögum að undan- förnu. Endurskoðuð löggjöf um almannatryggingar feli m.a. í sér að leitað verði leiða til að hækka sjúkradagpeninga. Guðmundur nefndi sem dæmi um misræmi í tryggingagreiðslum að nú greiðist 12.671 kr. á mán- uði í sjúkradagpeninga en hins vegar 16.071 kr. í slysadagpen- inga. „Pó ekki væri annað gert en að hækka sjúkradagpeningana til samræmis við slysadagpeningana þá er þar um að ræða 70 milljóna króna útgjaldaauka fyrir ríkis- sjóð á ársgrundvelli.“ JÓH Veggtennisklúbbur Framhaldsstofnfundur Veggtennisklúbbsins verður haldinn að Bjargi, fimmtudaginn 2. mars kl. 20.30. Allir sem áhuga hafa eru kvattir til að mæta. . f'... Undirbúningsnefnd ’VÍV“w«. Fegurðardrottning Xonlurlands krýnd i Sjallanum fimmtudaginn 2. mars 1989 Ásta Birgisdóttir. Þórunn Guölaugsdóttir. Guðrún Bjarnadóttir. Dagskrá: Kl. 19.00 fordrykkur, borðhald hefst, stúlkurnar kynntar í baðfötum, tískusýning frá versluninni Fan Unique. Stúlkurnar kynntar ( kvöldkjólum. Úrslit kynnt. Ljósmyndafyrirsæta kosin, vinsælasta stúlkan kosin, fegurðardrottning Norðurlands '89 krýnd. Dómnefnd. Ólafur Laufdal, veitingamaður, Erla Haraldsdóttir, danskennari, Karl Davíðsson, gleraugnasmiður, Guðrún Jóhannsdóttir, verslunarmaður, Sigtryggur Sigtryggsson, blaðamaður. Kynnir: Jóhann Steinsson. Förðun: Hrafnhildur Hafberg. Hársnyrting: Sigurkarl Aðalsteinsson og Hlynur Guðmundsson. Fegurðarsamkeppni Norðurlands 1989 haldin af Sjallanum og Fegurðarsamkeppni íslands. Yfirþjónn: Ragna Sölvadóttir. Yfirmatreiðslumaður: Ólafur Reynisson. Veitingastjóri: Sóley Víglundsdóttir. Blómaskreytingar: Blómahúsið, Svana Jósepsdóttir. Ljósmyndun: Tómas Lárus Vilbergsson. Þjálfun stúlknanna: Þorgerður Kristinsdóttir. Stúlkurnar eru í sundbolum frá Amaro. Stúlkurnar hafa verið i Ijósum hjá Nudd- og gufubaðstofunni, Tungusíðu 6. Kynnir: Jóhann Steinsson Heiðursgestur: Kamilla Rún Jóhannsdóttir. Matseðill: Fegurð hafsins. Nautafille, með sveppum og koníkaspiparsósu Drottningartríó með regnbogasósu. Miða- og borðapantanir í stma 22970. Verð kr. 3.200.- og kr. 1.500.- eftir matinn. Hársnyrtistofan Passion ★ Brauðgerð Kr. Jónssonar ★ Blómahúsið ★ Hrafnhildur Hafberg ★ Nudd- og gufubaðstofan Tungusíðu ★ Amaro ★ Skótískan ★ Fan Unique ★ Magnþóra Magnúsdóttir ★ Skart ★ Vörusalan ★ A.B. búðin ★ Bautinn ★ Smiðjan ★ Heildverslun Tómasar Steingrímssonar ★ Linda ★ Snyrtivörudeild KEA ★ Jón Bjarnason úrsmiður ★ Skóverksmiðjan Strikið ★ Mínus ★ Örkin hans Nóa ★ Hún og hann. SjfiMitut * < t* jflrjrj ».

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.