Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 2
2- DAGUR-1. mars 1989 Félagsfundur í LAUF Landssamband áhugafólks um flogaveiki, Norðausturlandsdeild, heldur fund að Hótel KEA laugardaginn 4. mars n.k. kl. 14.00. Brynjólfur Ingvarsson, læknir, flytur erindi og svalar fyrirspurnum um kvíða og streitu tengda flogaveiki. Félagsmálin rædd ★ Kaffiveitingar. Nýir félagsmenn velkomnir. Stjórnin. Skrifstofiitækni í takt vlð tíiiiami Viltxi skara fram lír á hörðuTiT viiiiiu iiiaikaði ‘? Við bjóðum þér hagnýta kennslu í viðskipta- og tölvugreinum, ásamt því helsta sem gerir þig að hæfum og dugandi starfskrafti. Að námskeiðintt loknu útskrifast þú sem skrifstofutæknir. Innritun og upplýsingar færðu á skrifstofu okkar eða í síma 27899. Tölvufræðslan Akureyri hf. Glerárgötu 34 • sími 27899. FLUGMÁLASTJÓRN Bóklegt atvinnuflugnámskeið Kennsla á seinni önn hefst 15. mars n.k. og lýkur þeirri önn með bóklegu prófi fyrir 1. flokks atvinnu- flugmannsskírteini. Rétt til þátttöku eiga þeir sem lokið hafa prófi á fyrri önn með fullnægandi árangri. Þeir sem hafa atvinnuflugmannsskírteini 3. flokks með blindflugsréttindum og fullnægja skilyrðum um almenna menntun til að öðlast skírteini atvinnuflug- manns 1. flokks samanber reglugerð um skírteini gefin út af flugmálastjórn. Skráning nemenda fer fram í Loftferðaeftirliti flug- málastjórnar. Þeir sem luku prófi á fyrri önn þurfa ekki að skrá sig. Flugmálastjórn. SlýrikerfiðMS-DOS Námskeið í stýrikerfinu MS — DOS hefst fimmtudaginn 2. mars. Efiii námskeiðsins: ★ PC - tölvux og uppbygging þeirra ★ Uppbygging MS - DOS ★ Helstu skipanir ★ Skipulagning harðra diska ★ Slcipanaslcrár ★ Afritataka RiMmisla Námskeið í hinu geysivinsæla ritvinnslukerfi WordPerfect hefst föstu- daginn 3. mars. Efiii námskeiðsins: ★ Grundvallaratriði í MS - DOS ★ Noldcur byijendaatriði í WordPerfect ★ Helstu skipanir við textavinnslu ★ Verslunarbréf og töflusetning ★ Dreiflbréf ★ íslenska orðasafhið og notlcun þess. Töhotfræðslan Akureyri h£ Glerárgötu 34 • 4. hæð • Akureyri Búast má við að handagangur verði í öskjunni þegar bókamarkaðurinn opnar 18. mars n.k. Félag íslenskra bókaútgefenda: Bókamarkaðurinn norður 18. mars Bókaunnendur á Norðurlandi geta farið að setja sig í stelling- ar, því bókamarkaður Félags íslcnskra bókaútgefenda verður opnaður á Akureyri 18. næsta mánaðar. Bókamarkaður þessi var opn- aður í Reykjavík í síðustu viku og lýkur á sunnudaginn. Pá verð- ur bókunum pakkað niður í kassa og þeir fluttir sem leið liggur norður yfir heiðar til Akureyrar, nánar tiltekið í Glerárgötu 36, þar sem Byggingavörudeild KEA var til húsa. Áætlað er að það taki um 10 daga að pakka bókun- um, flytja þær norður og stilla þeim upp þar, enda er um gífur- legt magn að ræða. Um þrjú þús- und titlar verða á boðstólum og er með'aiverð bókanna um 200 krónur. Að sögn Eyjólfs Sigurðssonar, formanns Félags íslenskra bóka- útgefenda, verður meira af bóka- pökkum á markaðinum en nokkru sinni fyrr, að sjálfsögðu á hag- stæðu verði. Hann nefndi sem dæmi að þegar markaðurinn var opnaður í Reykjavík, stilltu bókaútgefendur upp tveimur mismunandi bókapökkum til að sýna fram á hið lága verð. í öðr- um pakkanum voru 18 bækur fyr- ir fullorðna og var hann á sama verði og meðalbók á síðustu jóla- vertíð. í .hinum voru 15 barna- bækur og kostaði sá pakki 1400 krónur. Það er Bókaútgáfan Skjald- borg sem hefur umsjón með bókamarkaðinum á Akureyri en hann hefst sem fyrr segir laugar- daginn 18. mars nk. Akureyri: Fundur um atvinnu líf á Norðurlandi - á Hótel KEA á föstudaginn Föstudaginn 3. mars nk. munu Stjórnunarfélag Norðurlands, Norðurlandsdeild Félags við- skipta- og hagfræðinga og Iðn- þróunarfélag Eyjafjarðar gangast fyrir fundi þar sem umræðuefnið verður atvinnulíf á Norðurlandi. Frummælendur verða Valdi- mar Bragason framkvæmdastjóri sem ræðir um sjávarútveg, Jó- hannes Geir Sigurgeirsson bóndi mun ræða um landbúnað og Jón Sigurðarson sem mun ræða um iðnað. Þá mun Þorleifur Þór Jónsson ræða um þjónustugrein- ar og Lilja Steinþórsdóttir endur- skoðandi um stöðu fyrirtækja. Sérstakur gestur fundarins verður Þórarinn V. Þórarinsson framkvæmdastjóri Vinnuveit- endasambands íslands, en hann mun flytja erindi um stöðu íslensks atvinnulífs. Fundarstjóri verður Sigfús Jónsson bæjarstjóri. Fundurinn verður haldinn á Hótel KEA og hefst klukkan 14.00. Allt áhuga- fólk um íslenskt efnahags- og atvinnulíf er velkomið á fundinn. Mývatnssveit: Vélsleðakeppni um helgina Frá Framkvæmdanefnd Mý- vafns 1989: Ágæta vélsleðafólk. Þar sem óðum styttist í íslandsmótið í Mývatnssveit langar okkur að minna á nokkur atriði varðandi keppnina. Það er helst að dag- skránni hefur verið breytt dálítið miðað við síðustu keppnir og lít- ur svona út: Dagskrá fimmtudags 2. mars: Opnuð æfingarbraut fyrir vænt- anlega keppendur. Boðið upp á ferðir með leiðsögn. Athugið að skráningu er lokað kl. 20.00. Föstudagurinn 3. mars: Æfinga- braut verður opin og boðið upp á ferðir með leiðsögn. Keppt verður í fjallaralli kl. 13.30. Spyrnukeppni verður kl. 16.00. Mótssetning í Hótel Reynihlíð kl. 21.00. Þar á eftir kvöldvaka. Laugardagur 4. mars: Boðið verður upp á ferðir með leiðsögn. Keppni í alhliða braut hefst kl. 11.00. Lokahóf verður í Skjól- brekku kl. 20.00 með borðhaldi. Verðlaunaafhening verður á lokahófinu, skemmtiatriði, mótsslit og þar á eftir dansleikur. Sunnudagur 5. mars: Boðið upp á ferðir með leiðsögn kunn- ugra kl. 11.00. Þá minnum við keppendur sérstaklega á að skráning þarf að hafa borist til okkar fyrir kl. 20.00 þann 2. mars í síma 44173 (Egill) því ekki er hægt að taka við skráningum eftir þann tíma vegna umfangs keppn- innar. Þá er einnig gott að þeir sem hringja til þess að láta skrá sig taki fram hvort þeir ætli á lokahófið í Skjólbrekku á laugar- dagskvöldið. Aðrir sem hingað koma án þess að keppa geta látið skrá sig á lokahófið hjá Guggu í síma 44217 eða 44225. Skráningu í hófið þarf að vera lokið á fimmtu- dagskvöld. Þá er rétt að fram komi að þeir sem ætla að koma á sleðum í sveitina geta haft sam- band við Birki í síma 44181 á daginn og 44188 á kvöldin til að fá upp bestu færar leiðir í sveitina frá Sprengisandi eða annars stað- ar frá og láti vita um ferðir sínar og ferðaáætlun.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.