Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 9
1. mars 1989-DAGUR-9 Kiwanismenn á Siglufirði sýndu það og sönnuðu á afhendingu verðlauna vegna kjörs íþróttamanns Siglufjarðar að þeir eru og hafa alltaf verið miklir söngmenn, þrátt fyrir að fræg tilraun þeirra í plötuútgáfu fyrir nokkrum árum hafi ekki skilað miklum arði. Mynd: Ás Verkalýðshreyfingin beiti samtaka- mætti til að koma á lífskjarajöfmm „Almennur fundur í Verka- Iýðsfélagi Húsavíkur, haldinn 1. febrúar 1989, telur að nauð- synlegt sé fyrir íslenska verka- Iýðshreyfingu, að ganga sam- einuð til þeirra kjaraátaka sem framundan eru. I þeim kjara- samningum ber að leggja meg- ináherslu á eftirfarandi: 1. Tryggingu fullrar atvinnu. 2. Lífskjarajöfnun. 3. Hjöðnun verðbólgu. 4. Aðhald í verð- lagsmálum.“ Þannig hljóðar upphaf ályktunar sem sam- þykkt var samhljóða á fundin- um. Síðan segir: „Undanfarin ár hefur verkalýðshreyfingin gert kjarasamninga við ríkisvald og atvinnurekendur, sem hafa haft að markmiði hjöðnun verðbólgu, sem leiddi af sér að þær kaup- hækkanir sem samið væri um skiluðu launþegum raunveruleg- um kjarabótum. Árangri af þess- ari stefnu hefur verið glatað vegna ábyrgðarleysis ríkisvalds og atvinnurekenda í efnahags- og fjárfestingarmálum. Verkalýðshreyfingin mátti þola ógildingu þeirra hógværu kjarasamninga sem hún gerði á síðasta ári með þeim rökstuðn- ingi stjórnvalda að þau væru að undirbúa aðgerðir til styrktar atvinnulífi, sem síðar skiluðu sér til launafólks. Ekkert af þessu hefur staðist og sífellt sígur á ógæfuhlið í kaupmætti launa. í átökum stjórnvalda við banka og fjárfestingarsjóði um hjöðnum fjármagnskostnaðar hafa þau beðið ósigur. Þessir aðilar hafa haldið uppi hávaxta- stefnu með þeim rökstuðningi að þessar vaxtaákvarðanir væru afleiðing af vaxandi verðbólgu en ekki orsök. Ekki er hægt að sætta sig við þessi rök þegar aðeins fjármagnsskuldbindingar eru verðtryggðar, en launafólk og atvinnuvegir verða bótalaust að taka afleiðingum þessarar stefnu. Fulltrúar einstakra greina atvinnulífsins hafa uppi kröfur um stórfellda gengislækkun og nokkrir stjórnmálamenn hafa uppi sömu kröfur í ábyrgðarlausu valdatafli sínu, en hafa undanfar- in ár beðið hvern ósigurinn á fæt- ur öðrum við stjórn efnahags- mála. Verkalýðshreyfingin hefur undanfarin ár sýnt ótrúlegt lang- lundargeð í kaupgjaldsmálum í þágu þeirra markmiða, að reynt yrði að ná skynsamlegri stjórn á efnahagslífi okkar. Hún hefur boðið upp á samstarf og lagt fram tillögur um leiðir til að vinna sig út úr þeim erfiðleikum sem við er að glíma. Ekki hefur verið farið að tillögum hennar eða óskað samráðs við liana, nema til að sýnast, og sífellt stefnir í meira óefni í efnahags- og atvinnumál- um. Verkalýðshreyfingin getur ekki þolað að vandamál efna- hags- og atvinnulífs verði enn einu sinni leyst á kostnað almenns launafólks eins og hinir úrræðalausu gengisfellingarpost- ular hafa uppi kröfu um. Hún verður að krefjast þess að hafa eitthvað um það að segja hvaða leiðir verði farnar við úrlausn þessara mála. Verði ekki sam- komulag við atvinnurekendur og ríkisvald um að halda þannig á málum, ber verkalýðshreyfing- unni að beita öllum þunga sínum og samtakamætti til að koma á þeirri lífskjarajöfnun, sem nauð- synleg er.“ IM Atvinnutækifæri fyrir samhenta fjölskyldu Til leigu eða sölu verslun með kvöldsölu á Akureyri. c 'ós > Versluninni fylgir allt er til þarf. Áhugasamir leggi nafn, heimilisfang og símanúmer inn á afgreiðslu Dags fyrir föstudaginn 3. mars n.k. merkt „Verslun". Dalvík - Blaðberar Vantar blaðbera í syðri hluta bæjarins. Upplýsingar í síma 96-61462. Tónmenntakennara vantar að Lundarskóla til vors. Um er að ræða 15 til 20 vikustundir. Nánari upplýsingar veitir skólastjóri í síma 96-24888. Sendi öllum sem heiðruðu mig á 75 ára afmæli mínu, þann 8. febrúar sl. bestu kveðjur og þakklæti. Lifið heil. ÞÓRA STEINDÓRSDÓTTIR. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu AskriftarlSr 96-24222 Hannyrðaverslun Kristbjargar og Bertu flutti í nýtt húsnæði í Kaupangi við Mýrarveg. Verslunin er til húsa á sama stað og Bókabúðin Huld var. Fyrir utan hannyrðavörur verður boðið upp á efni í íslenska þjóðbúninginn fyrir konur sem hafa áhuga á honum, skírnarkjóla o.fl. vörur sem ekki hefur ver- ið þægilegt að nálgast á Akureyri til þessa í verslunum, svo sem ýmislegt fyrir fermingarstúlkur. INNLAUSNARVERÐ VAXTAMÐA VERÐTRYGGÐRA SPARISKlRTEINA ríkissjóðs Í2.FLB1985 Hinn 10. mars 1989 er sjöundi fasti gjalddagi vaxtamiða verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs með vaxtamiðum í 2. fl. B1985. Gegn framvísun vaxtamiða nr. 7 verður frá og með 10. mars nk. greitt sem hér segir: _________Vaxtamiði með 50.000,- kr. skírteini_kr. 3.124,30_ Ofangreind fjárhæð er vextir af höfuðstól spariskírteinanna fyrir tímabilið 10. september 1988 til 10. mars 1989 að viðbættum verðbótum sem fylgja hækkun sem orðið hefur á lánskjaravísitölu frá grunnvísitölu 1239 hinn 1. september 1985 til 2346 hinn 1. mars 1989. Athygli skal vakin á því að innlausnarfjárhæð vaxtamiða breytist aldrei eftir gjalddaga. Innlausn vaxtamiða nr.7 ferfram gegn framvísun þeirra í afgreiðslu Seðlabanka Islands, Kalkofnsvegi 1, Reykjavík, og hefst hinn 10. mars 1989. Reykjavík, febrúar 1989 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.