Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 12

Dagur - 01.03.1989, Blaðsíða 12
TEKJUBREF• KJARABRÉF rFÍARFESriNGARFÉLÁGÍÐ FJARMAL ÞIN - SERGREIN OKKAR Ráðhustorgi 3, Akureyri Fræðsluráð Norðurlandsumdæmis eystra: Fræðslustjóraumsóknir f\TÍr næsta firnd Fræðsluráð Norðurlandsum- dæmis eystra hefur ekki komið saman síðan í desember í fyrra. Þráinn Þórisson, formaður ráðsins, er með umsóknirnar fímm um stöðu fræðslustjóra umdæmisins og segir hann að fundur verði haldinn við fyrsta tækifæri. í samtali við Þráinn Þórisson kom fram að tvær tilraunir hafa verið gerðar til að halda fund í fræðsluráði á þessu ári en í bæði skiptin hefur orðið að hætta við vegna veðurs og ófærðar. Þegar hægt verður að halda fund í ráð- inu verður fjallað um umsóknirn- ar fimm og tekin afstaða til þeirra. Það er síðan menntamála- ráðherra sem sker endanlega úr um hver umsækjendanna fær starf fræðslustjóra. Áþekk vinnuregla gildir um skipan í stöðu fræðslustjóra og aðrar opinberar stöður innan skólakerfisins. Ráðherra er ekki endilega bundinn af ákvörðun meirihluta fræðsluráðs en hann leitar álits þess á umsækjendum. Ef ráðherra sættir sig ekki við neinn umsækjanda getur hann auglýst starfið á ný. Sigurður Hallmarsson, settur fræðslustjóri, hefur að sögn Þrá- ins gengist inn á að gegna starfinu þar til nýr fræðslustjóri verður ráðinn, hvort sem sá tekur við embætti í vor, sumar eða næsta haust. í fræðsluráði sitja sjö full- trúar. EHB Vel heppnuð fjáröílun í Gagganum: 100 þúsund fyrir snúsnú Krakkarnir í níunda bekk í Gagnfræðaskóla Akureyrar stóðu í ströngu um helgina, en þá fór fram maraþonsnúsnú á sal skólans. Tilgangur snúsnús- ins var að safna fé vegna skóla- ferðalags sem fara á í vor. „Þetta var mjög gaman, en óneitanlega voru sumir orðnir dálítið þreyttir í hnjánum," sagði Karen Malmquist um snúsnúið. Krakkarnir höfðu erindi sem erf- iðií en um 100.000 krónur söfnuðust. Snúsnúið stóð yfir í 28 tíma samfleytt, en það hófst kl. 16.00 á föstudaginn og stóð til kl. 20.00 á laugardagskvöld. Hjúkrunarfræðingur skólans leit til með krökkunum, nuddaði auma vöðva og sá um að enginn ofkeyrði sig á hoppinu. Ljós- myndari Dags, KK kom við í Gagnfræðaskólanum og tók þá meðfylgjandi mynd. mþþ Lögreglan á Akureyri: miskunnarlaust stöðva öku- menn ef við grunum þá um ölvunarakstur,“ sagði Ólafur Asgeirsson aðstoðaryfírlög- regluþjónn í gær. Aðgerðir lögreglunnar ná ekki aðeins til dagsins í dag, því héðan í frá geta ökumenn átt von á að lögreglan sé á höttum eftir drukknum ökumönnum alla daga vikunnar, en áður beindist athygli þeirra mest að þessari hlið um helgar. „Við munum breyta okkar venjum í samræmi við þetta en að sjálfsögðu hvetjum við ökumenn til þess að geyma bíla sína heima ef neyta á bjórs þvf akstur og áfengi fara ekki saman,“ sagði Ólafur að lokum. VG Lögreglan á Akureyri mun skima eftir drukknum ökumönnum alla daga vikunnar. Unnendur bjórsins ættu því að skilja bílana eftir, ætli þeir á annað borð að kneyfa ölið. Akstur og áfengi fara nefnilega engan vegin saman. Mynd: TLV Verðstöðvun lýkur í dag: Hertar aðgerðir vegna bjórsins - akstur og áfengi fara ekki saman Lögreglan á Akureyri er þess vel meðvituð að í dag hefst sala áfengs öls í landinu og gerir sér fyllilega grein fyrir því, að ýmsir kunni að freistast til að aka bifreiðum sínum eftir eina kollu eða svo. „Við munum Kelduhverfi: Bæimir tveir enn vegasam- bandslausir Vegasambandslaust er enn við tvo bæi í Kelduhverfi, Syðri- Bakka og Þórseyri, og hefur svo verið síðan 17. febrúar er veg tók af skammt frá Keldu- nesi, vegna klakastíflu í Jök- ulsá á Fjöllum. í gær hófust vegagerðarmenn handa við viðgerð á veginum. Ekki var ljóst hve marga daga viðgerðin tæki en stórt skarð myndaðist í veginn við Seyrur, er hluti Jökulsár flæddi eftir þeim farvegi. Á bæjunum tveimur hafa alls fjórar manneskjur verið inni- lokaðar vegna flóðanna í tæplega hálfan mánuð. Fólkið lætur vel af sér og æðrast ekki yfir vegasam- bandsleysinu, en tvisvar hefur verið vaðið yfir flóðið eftir mjólk og brýnustu nauðsynjum sem bændur úr sveitinni hafa flutt á árbakkann. IM Hið glögga auga verðlags- eftirlitsmanna lokast þó ei - búið að skrá niður verð 250 vörutegunda í 15 verslunum á Akureyri Verðstöðvun lýkur í dag. „Þetta er búið að standa einn meðgöngutíma og mér þætti við hæfí að flagga í heiia stöng,“ sagði Níels Halldórs- son hjá Verðlagsstofnun á Akureyri. Níels vildi engu spá um hvað kann að gerast nú þegar verðstöðvun er lokið og sagði húsbændur sína ekki hafa lagt línurnar um hvað gera ætti I framtíðinni. Starfsmenn Verðlagsstofnunar hafa síðustu daga skráð niður verð á 250 vörutegundum í 15 verslunum á Akureyri og sagði Níels að hugmyndin væri að fylgjast náið með verðlagi á þess- um vörutegundum. „Ef verð- breytingar verða umfram það sem eðlilegt getur talist grípum við eflaust í taumana og vil ég eindregið hvetja fólk til að vera í sambandi við skrifstofuna og láta okkur vita um verðbreytingar. Okkar starfsemi byggist á góðri samvinnu við neytendur.“ Er Níels var beðinn að leggja mat á árangur verðstöðvunarinn- ar, sagði hann að vel hefði tekist til framan af, en uppúr ára- mótunum hefðu hlutirnir farið úr böndunum. „Það hafa komið til þrjár mislitlar gengisbreytingar sem orsakað hafa breytingar á vöruverði. Tollalög sem gildi tóku um áramót hafa líka haft sitt að segja. Fólk hefur því á stund- um orðið önugt er það hringir til að segja okkur frá verðhækkun- um og fær þær útskýringar að vörurnar megi hækka. Þá gætir vonleysis í röddinni." Níels sagði að mikið hefði ver- ið hringt til þeirra á Verðlags- stofnun eða að jafnaði um 10 hringingar á dag og allt upp í 20. Eftir áramótin dró verulega úr og sagði Níels hringingar fólks með ábendingar um hækkun vöru- verðs vera þetta ein til tvær á dag. Hvatti hann fólk mjög til að vera á verði og láta Verðlags- stofnun vita yrði vart við verð- hækkanir. mþþ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.