Dagur - 15.03.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1989
Leikfélag Húsavíkur frumsýndi Ærsladrauginn eftir Noel Coward, í þýð-
ingu Ragnars Jóhannessonar, sl. laugardagskvöld. Leikhúsgestir
skemmtu sér auðheyrilega vel meðan á sýningunni stóð og var leikurum
vel fagnað í sýningarlok ásamt leikstjóranum, Hávari Sigurjónssyni. Tit-
ilhlutverkið, ærsladrauginn Elviru leikur Guðný Þorgeirsdóttir. Með
hlutverk Karls, fyrrverandi eiginmanns hennar fer Þorkell Björnsson og
hlutverk Rutar, núverandi eiginkonu hans leikur Sigríður Harðardóttir.
Edith, þjónustustúlkuna leikur Svava Viggósdóttir en hlutverk læknis-
hjónanna eru í höndum Arnar Ólasonar og Aldísar Friðriksdóttur.
Jóhannes G. Einarsson leikur Madam Arcati, stelur hann bæði senunni
og salnum og fer á kostum í hlutverkinu. Ærsladraugurinn er gaman-
leikrit, meiningin með sýningum á því er að skemmta fólki og svo virðist
að vel hafi til tekist ef marka má hljóðið í frumsýningargestum að lokinni
sýningunni. Leikarar skiluðu allir vel sínum hlutverkum og ekki voru
sjáanlegir neinir áberandi hnökrar á uppsetningu verksins. Það ætti því
enginn sem tök hefur á að brosa og hlæja eina kvöldstund í Samkomuhús-
inu á Húsavík að hafna þessu tækifæri til þess, þriðja sýning er í kvöld og
því ekki að drífa sig strax? Leikmynd gerðu; Einar H. Einarsson, Sigurð-
ur Sigurðsson, María Axfjörð og Hávar Sigurjónsson. Búninga gerðu;
Dómhildur Antonsdóttir, Hjördís Bjarnadóttir, Jórunn Viggósdóttir o.
fl. Sýningarstjóri og aðstoðarmaður leikstjóra er Þorgeir Tryggvason.
Um ljós og leikhljóð sér Jón Arnkelsson en förðun og hárgreiðslu annast
þær Steinunn Áskelsdóttir og Hrefna Jónsdóttir. Megi allir aðstandendur
sýningarinnar hafa góða þökk fyrir skemmtunina á laugardagskvöldið.
IM
Þorkell Björnsson í hlutverki sínu
Örn
Leikfélag Húsavíkur:
Ærsladraugurinn
í Samkomuhúsinu
- Hávar Siguijónsson leikstjóri, „hugmyndin frumleg og sniðug“
„Þetta er gamanleikrit, en þó
ekki hefðbundinn misskilnings-
farsi og leikmyndin þarf ekki
fjórar hurðir. Samt sem áður er
þetta gamanleikur og ærslaleikur
og mér finnst þetta skemmtilegt
leikrit vegna þess að hugmyndin
er svo frumleg og sniðug. Það
birtist þarna draugur og setur
ansi stórt strik í reikninginn fyrir
þá sem verða fyrir þessu. Það að
aðeins einn karakter í leikritinu
getur séð hann og heyrt í honum
býður upp á skemmtilega mögu-
leika í sviðssetningu. Verkið er
mjög vel hugsað og sett saman
með tilliti til þessara atriða.“
Þetta er mjög
fíngerður húmor
„Noel Coward var einn fremsti
leikhúsmaður breta á þessum
væng leikhússins, gamanleikjum
og söngvaleikjum. Hann var
sjálfur allt í senn, leikari, leik-
ritahöfundur, hann samdi lög og
söngleiki, leikstýrði bæði sjálfum
sér og öðrum og hann var geysi-
lega vinsæll. Þetta verk, Ærsla-
draugurinn hefur sterkt í sér það
sem Coward var kannski þekkt-
astur fyrir, þessa bresku fágun og
þetta breska háð. Þetta er mjög
fíngerður húmor og fólkið sem
Coward er að lýsa er yfirstéttar-
fólk, hann gerir lúmskt grín að
því í leiðinni, að tilvera þess sé
ekki eins merkileg og það vill
halda sjálft, en það er allt ósköp
góðlátlegt grín.“
- Hvað er Ærsladraugurinn
orðið gamalt verk?
„Það fer að verða fimmtugt,
var frumsýnt 1941. Þetta verk átti
lengi sýningarmet á Englandi,
fyrir utan söngleiki. Ég veit ekki
hvort búið er að slá þetta met.
Frumuppfærsla verksins gekk
tæplega 2000 sinnum og síðan
hefur þetta verk yfirleitt verið
einhversstaðar á fjölunum í Eng-
landi. Fyrir örfáum árum var
Ærsladraugurinn settur upp í
breska þjóðleikhúsinu og þá var
það enginn annar en HaroJd Pint-
er sem leikstýrði.
Verkið hefur verið mjög vin-
sælt hjá áhugaleikfélögum hér á
landi, en þó það hafi verið sýnt
mjög víða held ég að sýningar á
því hafi legið nokkuð niðri
undanfarin ár. Leikfélag Reykja-
víkur fór í leikferð með verkið
fyrir um það bil 25 árum og fólk
sem komið er á miðjan aldur man
eftir að hafa séð það, en ég hef
tekið eftir því að þó verkið sé
svona þekkt og margir kannist
við nafnið á því, þá hafa fæstir
sem eru yngri en fertugir séð það.
Því var allt í lagi að velja þetta
verk, fyrst á annað borð átti að
taka farsa til sýningar. Þessi farsi
er betri en margir aðrir og valið
því gott að mínu mati.“
Fólk grípi tækifærið
til aö hlæja
- Hvernig hefur þér líkað sam-
starfið við Húsvíkinga?
„Þetta er í annað skipti sem ég
hef unnið hérna og ég er mjög
hrifinn af því hvað félagið er vel
skipulagt og hvað það er gott að
vinna með þvf þess vegna. Bæði
fólk í stjórn félagsins og leikend-
ur vita nákvæmlega hvað þeir
Hávar Sigurjónsson, leikstjóri.
eiga að gera, svo ekki þarf að
eyða tíma í að reka á eftir eða
segja tii. Þetta þýðir það að leik-
stjóri fær tíma til að gera það sem
hann er ráðinn til, leikstýra verk-
inu.
Æfingatímabilið hefur verið
svolítið sérstakt. Ég kom hér
uppúr 20. jan. og var hér í tæpar
þrjár vikur. Síðan fór ég burtu í
hálfan mánuð en þá var ég búinn
að vinna undirbúningsvinnuna,
koma þessu af stað og leggja
ákveðnar línur. Það lá fyrir þegar
ég fór að þegar ég kæmi aftur
yrðu leikararnir að vera búnir að
halda svolítið vel á spöðunum og
læra textann sinn svo við gætum
haldið beint áfram þar sem frá
væri horfið. Og það stóðst og
einnig var leikmyndin langt kom-
in og þess vegna hefur þetta geng-
ið upp, því tímasetningin á frum-
sýningunni og þessu æfingatíma-
bili var ákveðin löngu fyrirfram.“
- Hvaða viðtökum reiknar þú
með?
„Ég skil ekki í öðru, í öllum
þessum snjó og pirringi yfir að
komast ekki neitt, en að fólk
grípi þetta tækifæri til að hlæja
svolítið og því held ég að verkið
henti mjög vel í dag.“
Til Indlands á
æfíngatímanum
- Þessi brottför þín á æfingatím-
anum var vegna ferðar til Ind-
lands með Leikfélagi Hafnar-
fjarðar. Hvaða ferðalag var þetta
á ykkur?
„Sýningin á Allt í misgripum
eftir William Shakespeare sem ég
setti upp í Hafnarfirði var frum-
sýnd örfáum dögum áður en ég
kom hingað. Þetta er ansi veiga-
mikil sýning og við tókum góð-
an tíma í að æfa, ég var að vinna
hjá leikfélaginu frá því í lok sept-
ember til 14. jan. Um miðjan
október fréttum við að halda ætti
alþjóðlega leiklistarhátíð í
Chandigahr, einni af stærri borg-
unum í Punjabfylki á Indlandi.
Ég hafði það svona bak við eyrað
allan tímann að þetta stæði til og
sneið svolítið uppfærsluna út frá
því að hægt væri að fara með
verkið í svona langa ferð, þannig
að sviðssetningin var mjög ein-
föld. Milli jóla og nýjárs fengum
við að vita það fyrir víst að þessi
hátíð yrði haldin, það var stuttur
fyrirvari því við vorum komin út
10. feb. en öll kurl voru ekki
komin til grafar í sambandi við
ferðina fyrr en í vikunni eftir
frumsýningu. Þetta var dýr ferð,
það þurfti að útvega peninga og
fólk þurfti að fá sig laust úr
vinnu.
Guðný Þorgeirsdóttir og Svava Viggósdóttii