Dagur - 15.03.1989, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 15. mars 1989
Ólafur E. Stefánsson:
Nautakjötsframleiðsla, holda-
gripir og búíjárræktarlög
Sívaxandi neyzla nautakjöts ber glöggt vitni um það, að vin-
sældir þess hafa aukizt á undanförnum árum, enda þótt það
sé með dýrari kjöttegundum. Þetta gerist þrátt fyrir ýmsar
ráðstafanir stjórnvalda á stundum til að draga úr framleiðslu
nautakjöts m.a. í því skyni að sporna við hraðminnkandi
neyzlu á okkar annars ágæta kindakjöti, sem látið er njóta
forgangs. Þessar afurðir af þeim tveimur búfjártegundum,
nautgripum og sauðfé, sem eru meginstoðir búvörufram-
leiðslu landsmanna, eiga það sameiginlegt að byggjast á inn-
lendri fóðurframleiðslu að langmestu leyti.
Holdablendingar í Ölvisholti í Flóa 12. ágúst 1987. Tveimur nautum úr
hópnum var slátrað daginn eftir vegna kjötsýningar á landbúnaðarsýning-
unni „BÚ ’87“. Þau voru baeði undan Hríseyjarnautum að 2. ættlið og voru
því 37‘/2% Galloway. Annað var 27 mánaða og vó fallið af því 238 kg og var
metið í I. flokk. Hitt var 24 mánaða og vó skrokkurinn af því 233 kg og var
metinn í I. flokk með stjömu. Nautin fengu mjólk fyrstu þrjá mánuðina og
kjarnfóður fyrstu 6 mánuðina og hey að vild. Var beitt bæði sumrin en fengu
eingöngu vothey veturinn á milli.
Ágæt stórgripavog í eigu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins; vel varð-
veittur og nýttur arfur frá „stóra beitartilraununum“, sem m.a. voru gerðar
með fjárframlögum frá Landgræðsluáætlun 1974 og þróunarsjóði Samein-
uðu þjóðanna. Myndin var tekin fyrir utan gripahúsin á „Bú ’87“ þegar
komið var með holdanaut frá Gunnarsholti á sýninguna.
Gagnvart stofnkostnaöi í húsa-
kosti við dilkakjötsframleiðslu og
nautakjötsframleiðslu af ung-
neytum er ákveðinn sparnaður í
hvorri greininni fyrir sig. Lömbin
fæðast á vorin, taka fóður sitt á
beit og eru felld sem dilkar að
haustlagi án þess, að þau hafi
verið hýst í sérbyggingum.
Nautakjötsframleiðsla hjá bænd-
um fer fram á þann hátt, að
nokkrar af mjólkurkúm á hverj-
um bæ eru sæddar með holda-
nautasæði og blendingar undan
þeim aldir til slátrunar, einnig
alíslenzkir nautkálfar, sem til
falla. Með þessu móti losna menn
við að halda sérstakar holdakýr
og að verja fé til fjárfestingar í
þeim og sérstöku fjósi yfir þær.
Pað er einnig sameiginlegt með
þessum tveimur búfjártegundum,
nautgripum og sauðfé, að þær
eru jórturdýr og því sérlega vel
fallnar til að nýta beitarlönd og
heyfóður til framleiðslu. Naut-
gripir ganga á láglendi, nú orðið
nær eingöngu á ræktuðu landi.
Þar er fjársjóður, sem bæta má
og auka við, hvenær sem þörf
krefur. Víða eru nautgripir taldir
heppilegri en aðrir grasbítir í vot-
viðrasömum héruðum. Það fer
þó í vöxt hér, að ungneyti til
kjötframleiðslu séu fóðruð inni
yfir sumarið. Veldur því einkum
tvennt. Vegna hraðari vaxtar en
uxar og kvígur er nú meira sett á
af nautum (ógeltum), en þau
mega ekki ganga úti nema í
öruggri vörzlu. Hin ástæðan er
sú, að eftir langa innistöðu eru
geldneyti sein að taka við sér úti
að vorlagi, leggja meira að segja
oft af fyrstu vikurnar. Þar sem
sumarið er stutt, verður því
þyngdaraukningin allan beitar-
tímann sennilega mun minni en á
jafnri fóðrun inni. Minni orka fer
í hreyfingu og vöðvarnir verða
mýkri.
Það á vafalítið sinn þátt í því,
að hlutur nautakjöts í kjötneyzlu
landsmanna hefur aukizt hin allra
síðustu ár, að nú hefur loksins
verið lagður niður víða sá dýri og
oftast óþarfi háttur að frysta
nautakjöt í stað þess að selja það
ferskt. Þessi breyting krefst að
sjálfsögðu skipulagningar fram-
leiðslunnar eftir markaðsþörfum,
en fer vel af stað þar, sem hún
hefur verið tekin upp. Annað
atriði og ekki áhrifaminna gagn-
vart sölu er vaxandi og almennari
áhugi kjötsala og kjötiðnaðar-
manna á því að hafa vandaðar og
fjölbreytilegar vörur á boðstól-
um. Óvissa neytenda fram á síð-
ustu ár um það, hvort nautakjöt,
sem þeir keyptu háu verði, væri
ljúffengt og mjúkt eða seigt, hlýt-
ur til skamms tíma að hafa dregið
verulega úr eftirspurn. Farsæl-
asta leiðin fyrir kaupandann er
að verzla þar, sem hann veit að
treysta má að fá góða vöru. Á
verðlagsárinu 1987/88 voru fram-
leidd 3.047 tonn af nautgripa-
kjöti, sem var 82,5% af neyzlu,
þannig að gekk á birgðir frá fyrra
ári. Frá 1986 hefur neyzla nauta-
kjöts á íbúa aukizt úr 10,8 kg í
13,2 kg 1988.
Beztu réttir úr verðmætum
vöðvum verða ekki búnir til úr
lélegu hráefni. í þessu máli er um
að ræða erfðaeðli gripanna og
fóðrun auk meðferðar allan veg
frá búi til sláturhúss og dvöl þar
til aflífunar. Um síðasta atriðið
verður ekki rætt í þessari grein,
þótt mikils sé vert, en drepið skal
á hin tvö.
Frá því farið var að rækta
skipulega íslenzka kúakynið í
byrjun þessarar aldar hefur
áherzla verið lögð á að bæta
mjólkureiginleika þess. Það hef-
ur verið ræktað sem mjólkurkyn.
Þrátt fyrir það er vaxtargeta kálfa
af því talsverð, sumra mjög
mikil, fyrsta árið eða Iengur. Þá
er vöxtur beina mestur og þeirra
vöðva, sem þurfa að fylgja þeim
eftir. Kjöt af vel fóðruðum
íslenzkum ungneytum er
ljúffengt, en venjulegast allt of
lítið, þar sem vöðvar eru grannir.
Vaxtarlag er þó að batna með
ströngu úrvali sæðingarnauta.
Gallowaygripirnir í Hrísey
og holdablendingar út af
þeim í Iandi
Holdagripir eru frábrugðnir
hreinum mjólkurkúakynjum,
þótt mörg holdakyn, einkum hin
stórvöxnustu hafi áður fyrr verið
notuð til dráttar og mjólkur auk
kjötframleiðslu. Gallowaykynið,
sem verið er að hreinrækta í
Hrísey, hefur hins vegar aðeins
verið notað til kjötframleiðslu.
Hreinræktun þess í Hrísey hefur
byggzt á endurteknum innflutn-
ingi djúpfrysts nautasæðis frá
Skotlandi, sem kýr í Einangrun-
arstöðinni eru sæddar með. For-
mæður þeirra voru kvígur úr
Mýrdal, sem fluttar voru til
stöðvarinnar sumarið 1975. Flest-
ar kýr og kvígur á búinu nú eru
að 3. og 4. ættlið, talið frá kúm,
fæddum í eynni. Þær eru því 87%
og 94% Galloway. Má því segja,
að hreinræktunin sé komin vel á
veg.
Innflutt sæði úr hreinræktuð-
um Gallowaynautum má ekki
nota f landi, heldur eingöngu
sæði úr nautum, fæddum á stöð-
inni. Sæðisflutningur frá
Einangrunarstöðinni hófst 1979
til allra landshluta. Síðan hafa
verið aldir á búum bænda um
land allt einblendingar til kjöt-
framleiðslu undan Hríseyjar-
nautum og íslenzkum kúm. Nú
eru Hríseyjarnautin að 3. og 4.
ættlið eins og kýrnar, og verður
hætt að velja naut að 3. ættlið til
sæðistöku. Einblendingar, sem
fæðast í landi, verða því bráðlega
47% af Gallowaykyni, þ.e. nálg-
ast það að vera hálfblendingar,
en eru nú um 44% Galloway.
Framleiðsla Hríseyjar-
blendinga í landi eykst
Sl. áratug hefur um 10-11% af
því sæði, sem notað er fyrir
mjólkurkúastofnin verið úr Gall-
owaynautum, fæddum í Hrísey
(11,8% árið 1988). Það er á
þennan hátt, sem kjöt af gripum
undan Hríseyjarnautum hefur
verið framleitt um land allt frá
því árið 1979. Á þetta er bent
vegna þess, að oft spyr fólk um
það, hvenær sé von á, að kjöt af
Hríseyjargripum fari að koma á
markaðinn. Ekki ættu að verða
Fyrri hluti
vandkvæði á því að láta allt að
35% mjólkurkúnna fá við holda-
nautasæði, ef nægur markaður
yrði fyrir kjöt af þeim. Hér bíða
því einnig ónýttir möguleikar.
Þetta verður látið nægja til að
sýna, á hvaða stigi hreinræktunin
í Hrísey er nú og blendingsfram-
leiðslan í landi. Vanefndir stjórn-
valda í áratug í því að framfylgja
ákvæðum búfjárræktarlaga um
hreinræktun og varðveizlu Gall-
owaykynsins í landi er ærið efni í
aðra hugvekju. Þar mætti einnig
víkja að því, hvernig ný tækni
gæti bjargað málinu fyrir horn,
þótt því fylgi einnig kostnaður og
ábyrgð.
Framleiðsluhættir
og fóðrun
Þótt nautakjöts hafi verið neytt í
landinu frá upphafi byggðar og
það sé talið hafa vegið meira en
annað kjöt í fæðu þjóðarinnar
fram eftir öldum, þá hefur ekki
varðveitzt eða skapazt síðar nein
sérstök hefð eða hefðir í fram-
leiðslu þess. Því er lítið til að
byggja á og neyzluvenjur tæpast
til. Hvort tveggja er efni til að
takast á við. Það ætti að vera ein-
hverjum ungum bændum hvatn-
ing að þreifa sig áfram í því,
hvaða framleiðsluhættir henta
bezt í þessari grein. Á þetta ekki
hvað sízt við nú, þegar aðalgrein-
ar búvöruframleiðslu og fram-
kvæmdir á jörðum eru að miklu
leyti í viðjum og athafnaþrá
þeirra, er landbúnað stunda, fær
notið sín á fáum sviðum.
Fyrir utan það kýrkjöt, sem til
fellur í sambandi við mjólkur-
framleiðslu, yrði kjöt af ungneyt-
um aðaltegund nautgripakjöts-
framleiðslu. Að henni þarf að
standa á þann veg, að hægt sé að
fylgjast vel með framför grip-
anna, vaxtarhraða og þunga á
hverjum tíma. Fóðurnýting verð-
ur betri, vaxtarhraði jafn og með
því, að hann sé ör, tekur styttri
tíma að ná þeirri þyngd, sem
stefnt er að, fjósin nýtast betur
og þar með fjármagn. Neytendur
fá betra kjöt og meira úrval.
Yigtun eldisgripa væri
stórt skref til bættrar
framleiðslu nautakjöts
Þessi atriði eru að verða brýnni
nú en áður með nýrri reglugerð
um slátrun, mat og meðferð slát-
urafurða, sem tók gildi 1. sept. sl.
og hafði verið lengi í undirbún-
ingi. í reglugerðinni eru rýmkuð
aldursákvæði nauta og kvígna til
samræmis við aldur geldinga
(uxa) gagnvart helztu matsflokk-
um, ef lágmarksþyngd og gerð
falla leyfir. Því skiptir fjárhags-
lega miklu máli fyrir fram-
leiðendur, að skrokkur af hverj-
um grip nái þeirri þyngd, sem að
er stefnt. Til eru bændur, sem
fara nærri um þyngd ungneyta
efdr holdafari þeirra og ummáli
bols (brjóstmáli), en vigtun gripa
með ákveðnu millibili, t.d. við
um 200, 400 og 600 daga aldur, er
hið eina, sem treystandi er á
ásamt þjálfun í að meta failprós-
entu eftir holdafari.
Ólafur E. Stefánsson
Höfundur er nautgriparæktarráðunautur
hjá Búnaðarfélagi Islands.
Hríseyjarnautið Mór 85685 að 3. ættlið, 26,5 mánaða. Var felldur skömmu
síðar. Fallþungi var 325 kg og fallprósenta 55,6 (vó á fæti 585 kg).
Myndina tók Guðjón Björnsson 12.11.'87.
Von 44, Hrísey, að 2. ættlið, þegar hún var rösklega 7 ára. Var sérlega stór-
vaxinn og mikill gripur í alla staði og frjósöm. Var því látin lifa lengi. Eign-
aðist 6 kálfa. Meðal þeirra var Hnoðri 85676. Var felld í febrúar s.l.
Myndina tók Guðjón Björnsson 12.11.'87.