Dagur - 15.03.1989, Blaðsíða 16
DACKTR
Akureyri, miðvikudagur 15. mars 1989
★ Tryggðu filmunni þinni
sta GPedí6myndir'
Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324.
Sauðárkrókur:
Það var sannarlega líf og fjör í Böggvisstaðafjalli við Dalvík sl. sunnudag. Allir sem því gátu við komið, ungir sem
aldnir, fóru á skíði og renndu sér af mikilli fimi niður snævi þaktar brekkurnar. Það gat stundum verið erfiðleikum
bundið fyrir unga fólkið að ná lyftuskömminni. En þá var bara um að gera að brosa mót sólu og taka lífinu létt!
Mynd: óþh
Dúfur famar að
smita maimfólkið
- talið að einn sjúklingur á
Sjúkrahúsi Skagfirðinga hafi greinst með
„dúfnaveiki“, sem lýsir sér sem lungnabólga
í hugum okkar flestra hefur
fátt slæmt verið hægt að tína til
þegar um dúfur hefur verið að
ræða, svo ekki sé minnst á
friðardúfurnar. En á Sauðár-
króki eru þessar friðsömu elsk-
ur farnar að valda sjúkdómum
hjá mannfólkinu. Þegar hefur
einn sjúklingur lagst inn á
Sjúkrahús Skagfirðinga á
Sauðárkróki með lungna-
bólgu og talið er að hann hafi
smitast af dúfum. Að sögn
Olafs Sveinssonar yfirlæknis á
sjúkrahúsinu er þetta fyrsta til-
fellið, svo vitað sé, sem hefur
greinst á Sauðárkróki.
Pólverjar ekki fúlir við íslendinga eftir B-keppnina í Frakklandi:
Leita eftir viimu við að mjólka
íslenskar Auðhumlur og Skjöldur
- „hertar reglur með atvinnuleyfi fyrir útlendinga,“ segir Óskar Hallgrímsson
„Þetta keinur fram sem
lungnabólga og líkindi fyrir því
að þetta komi frá dúfum. Það er
baktería sem berst með fuglum
og þetta er algengt hjá dúfum og
fleiri fuglum. Þetta getur borist
til mannfólksins ef um er að ræða
náið samband, t.d. þegar verið er
að gefa dúfum. Svona tilfelli hafa
komið upp í sambandi við páfa-
gauka, svokölluð páfagauka-
veiki,“ sagði Ólafur.
Rætt hefur verið við heilbrigð-
isfulltrúa um að fækka dúfum, en
þær eru taldar vera um 200 á
Sauðárkróki. Mest er um dúfur í
gamla bænum, aðallega í kring-
um fóðurblönduna, en þar rétt
hjá býr einmitt sá sjúklingur sem
hefur greinst með „dúfnaveik-
ina“. Ölafur sagði að ekki væri
hægt að tengja þessa veiki í dúf-
unum við fóðrið, hún kæmi ein-
göngu úr þeim sjálfum. Að sögn
Ólafs hafa önnur sjúkdómsein-
kenni en lungnabólga ekki
greinst, vegna smits frá dúfum.
Ekki tókst að ná í Svein H.
Guðmundsson heilbrigðisfulltrúa
í gær, til að fá nánari upplýsingar
um þetta mál. -bjb
Frá áramótum hefur Búnaðar-
félagi íslands borist fjöldi fyrir-
spurna frá Póllandi um vinnu
við íslenskan landbúnað. Ei-
ríkur Helgason, sem sér um
ráðningar innlends sem er-
lends vinnukrafts við hérlend-
an landbúnað, segir Pólverja
ekki hafa áður sýnt jafn mik-
inn áhuga á vinnu á íslenskum
sveitabýlum. „Ég kann ekki
skýringar á þessum skyndilega
áhuga Pólverjanna á vinnu hér
en mér er tjáð að einhver hafi
komist yfir heimilisfang Bún-
aðarfélagsins ytra og síðan hafi
það gengið þar kaupum og
sölum.“
Að sögn Eiríks má lesa það út
úr fyrirspurnum Pólverjanna að
þeir vita harla lítið um íslenskan
landbúnað eða ísienskt atvinnu-
og þjóðlíf almennt. Svo virðist
sem fyrir þeim vaki að komast
vestur fyrir járntjald til skamms
tíma í því skyni að afla sér gjald-
eyris. Úm er að ræða bæði
ómenntað og menntað fólk. „Ég
var að fá bréf frá pólskri konu
sem leitar eftir vinnu fyrir sig og
þrjá aðra. Þetta fólk er á aldrin-
um 24-32ja ára og er m.a. mennt-
að í lyfjafræði og verkfræði," seg-
ir Eiríkur.
Hann segist senda þessu fólki
staðlað svarbréf þar sem því er
synjað um vinnu og bent á að til
þess þurfi atvinnuleyfi. Fólk frá
Skandinavíu hefur hins vegar
góða möguleika á vinnu við land-
búnað. Það þarf ekki á atvinnu-
leyfi að halda enda eru Norður-
lönd nú einn vinnumarkaður.
Eiríkur segir að eftir að fór að
harðna á dalnum á vinnumark-
aðnum séu minni líkur fyrir er-
lendan vinnukraft að fá vinnu
hérlendis.
Allar umsóknir um dvalarleyfi
útlendinga hér á landi fara í
gegnum Útlendingaeftirlitið en
Félagsmálaráðuneytið hefur með
atvinnuleyfi að gera. Óskar Hall-
grímssson, sem sér um veitingu
atvinnuleyfa í ráðuneytinu, segir
að reglur um útgáfu atvinnuleyfa
fyrir erlendan vinnukraft hafi
verið hertar. Hann segir að við
veitingu atvinnuleyfa sé unnið
eftir þeirri meginreglu að áður
þurfi forráðamenn þess fyrirtækis
eða starfsgréinar, sem óska eftir
að ráða erlendan vinnukraft, að
sýna fram á að ekki sé unnt að fá
íslendinga til starfa með auglýs-
ingum eða í gegnum vinnumiðl-
un. Óskar bendir á að landbún-
aðurinn hafi löngum átt í hinu
mesta basli með að fá íslendinga
til starfa. Því hafi á síðari árum
færst mjög í vöxt að útlendingar
vinni hér við margbreytileg
sveitastörf. Þá segist Óskar vera
vantrúaður á að þrátt fyrir þreog-
ingar á vinnumarkaði muni Is-
lendingar verða fúsir til að ráða
sig í vinnu í fiskvinnslu á
afskekktum stöðum. „í slíkum
tilfellum trúi ég að félagsmála-
ráðuneytið muni veita útlending-
um atvinnuleyfi, eins og hingað
til,“ segir Óskar Hallgrímsson.
óþh
Bráðabirgðatölur Fiskifélags íslands:
Heildaraflinn nokkuð minni
fyrstu tvo mánuði ársins
- löndunum skipa í erlendum höfnum i]ölgar talsvert
Samkvæmt bráðabirgðatölum
Fiskifélags Islands var heildar-
afli landsmanna fyrstu tvo
mánuði ársins um 448.000
tonn. Þetta er töluvert minni
afli en barst á land sömu mán-
uði síðastliðins árs en þá komu
rúmlega 552.000 tonn á land.
Mun minna hefur aflast hjá
bátum í ár og vegur loðnan þar
mest en veðrátta til sjósóknar
var með versta móti þessa
sömu mánuði.
Togarar öfluðu um 9 þúsund
tonnum minna í janúar og febrú-
ar í ár en sömu mánuði í fyrra.
Afli smábátanna var hins vegar
um 350 tonnum lakari í ár en í
fyrra, eða 2.113 tonn í ár og
2,467 tonn í fyrra. Bátaflotinn
aflaði hins vegar 495.000 tonn
fyrstu tvo mánuði ársins 1988 en
aðeins 399.000 tonn í ár.
Á þessu tveggja mánaða tíma-
bili seldu íslensk skip erlendis
samtals um 6500 tonn fyrir um
540 milljónir króna. Meðalverð
var 83.84 kr. Á þessum tveimur
mánuðum í fyrra var salan er-
lendis samtals um 4500 tonn og
fengust fyrir það magn um 316
milljónir króna. Meðalverð var
69.19 kr. Hæst meðalverð í ár
fengu skip af Reykjanesi en það-
an komu 18 af þeim 33 skipum
sem sigldu með afla sinn fyrstu
tvo mánuði ársins. Fimm skip frá
Norðurlandi vestra lönduðu afla
erlendis á þessu tímabili að and-
virði tæplega 40 milljóna króna.
Á sama tíma lönduðu fjögur skip
af Norðurlandi eystra erlendis
fyrir samtals rúmlega 47 milljónir
króna. JÓH
Steftit að betri
nýtingu sjúkra-
rúmanna á Seli
Nokkuð hefur verið rætt um
að þörf sé á að nýta betur
sjúkrarúmin á Seli, hjúkrunar-
deild FSA. Samþykkt hefur
verið stefnumótun sem vonast
er til að ráði bót á þessu máli.
Á Seli eru alls 30 rúm og hefur
verið ákveðið að 23 af þeim verði
nýtt fyrir sjúklinga sem þurfa á
langri hjúkrun að halda og eiga
litla möguleika á að komast
heim. Þá eiga þrjú rúm að þjóna
þeim sem verið hafa í meðferð
eða aðgerðum á sjúkrahúsinu en
eiga möguleika á að fara aftur
heim, tvö eru hugsuð sem hvíld-
arpláss fyrir fólk sem t.d. býr hjá
ættingjum en gefst þá kostur á að
dveljast á sjúkrahúsinu í um
mánaðartíma til að hvíla ætt-
ingja. Þá munu tvö rúm þjóna sem
dagvistarrými fyrir sjúklinga sem
þurfa e.t.v. að dveljast á sjúkra-
húsinu einn til tvo daga í viku.
1 VG
Skammtímasamningar lausnin?
Fyrsti samningafundur ASÍ og
VSÍ var haldinn í vikunni og
var niðurstaða hans að Iang-
tíma kjarasamningur verði
ekki gerður í þessari lotu. Því
verður stefnt að gerð skamm-
tímasamnings og hefur annar
fundur samninganefndanna
verið boðaður á morgun.
Fulltrúar ASÍ hafa haldið fast í
þá kröfu sína að kjarasamningar
til langs tíma verði að vera kaup-
máttartryggðir. Vinnuveitendur
segja hins vegar að verðtrygging-
ar komi ekki til greina og að
fyrirtæki séu ekki í stakk búin til
launahækkana. Ljóst er, að ef
af gerð skammtímasamninga
verður, þurfa slíkir samningar að
líta dagsins ljós fljótlega ef af á
að verða. Það er svo annað mál
hvort samböndin innan ASÍ eru á
einu máli um ágæti skammtíma-
samninga því talið er að með
slíkum samningum fáist ekkert
frá ríkisvaldinu, auk þess sem
hætta skapaðist á að eiginleg
samningagerð gæti dregist fram á
,næsta ár. VG