Dagur - 15.03.1989, Blaðsíða 13
Valdimar Brynjólfsson:
Það er ekki sama
hvemig framkvæmdin er
Opið bréf til ritstjóra Dags.
Ágæti ritstjóri Dags.
I ritstjórnargrein þinni, þann
11. mars 1989, ræðir þú um nauð-
syn þess að yfirstjórn umhverfis-
mála sé á einum stað - í einu
ráðuneyti. í því sambandi vísar
þú til frumvarps til laga um sam-
ræmda stjórn umhverfismála sem
nú liggur fyrir Alþingi.
Ég er sammála þér um að æski-
legt væri að þetta frumvarp verði
samþykkt sem fyrst en tel mér
skylt að benda á að umhverfismál
skulu samkvæmt frumvarpinu
heyra undir þrjú ráðuneyti: Fé-
lagsmálaráðuneyti, heilbrigðis-
og tryggingamálaráðuneyti og
samgöngu- og umhverfisráðu-
neyti.
Auk þess skulu síðasttalda
ráðuneytið og landbúnaðarráðu-
neytið hafa sérstakt samstarf um
verndun og eflingu gróðurs utan
hefðbundinna ræktunarsvæða
landbúnaðarins.
í ritstjórnargreininni undrast
þú að Búnaðarþing samþykkti
ályktun sem gengur þvert gegn
stefnu frumvarpsins.
Það er í raun ekki einkennilegt
að ýmsir séu tregir að fallast á
stofnun umhverfisráðuneytis, því
flestar tillögur þess efnis fjalla
mikið og fjálglega um nauðsyn á
samræmingu yfirstjórnar um-
hverfismála en oftast gleymist
það sem mestu máli skiptir, þ.e.
hvernig á að koma fram umbót-
um í umhverfismálum og hvernig
eftirliti skuli háttað.
Ég held að mörgum sé farið
eins og mér að telja að flestar
slíkar tillögur beinist að því að
byggja upp stóra stofnun á
Reykjavíkursvæðinu, en sleppa
því að fjalla um hvernig málum
skuli stýrt á landsbyggðinni.
Dæmi um þetta er tillaga til
þingsályktunar um umhverfis-
ráðuneyti sem nú liggur fyrir
Alþingi og borin er fram af þing-
mönnum Kvennalistans. í grein-
argerð með tillögunni er sett upp
vönduð skipan umhverfisráðu-
neytis en ekkert fjallað um fram-
kvæmd í héraði eða eftirlitsaðila.
Ég tel að aldrei verði hægt að
gera úrbætur í umhverfismálum
nema hægt verði að virkja heima-
menn í héraði, þar sem þeir hafi
sjálfir stjórn á útfærslu stefnu-
mótandi laga og reglugerða.
Vel mætti húgsa sér að héraðs-
stjórnir taki þessi mál upp á sína
arma.
Frumvarpið um samræmda
stjórn umhverfismála útilokar
ekki slíka héraðsstjórn, en lands-
byggðarmenn verða næstu árin
að gera sér grein fyrir hvernig
slík stjórnun þarf að vera byggð
upp og koma með mótaðar tillög-
ur þegar væntanleg lög verða
endurskoðuð innan fjögurra ára.
Frumvarpið er raunhæfara en
margar aðrar tillögur, því hér er
stigið skref til samræmingar
umhverfismála án þess að ein-
stakir þættir þeirra séu rifnir úr
tengslum við önnur mál sem þau
hafa verið tengd áður.
Nýlega hefur verið komið á fót
svæðisbundnu heilbrigðiseftirliti,
þar sem saman fer matvælaeftirlit
og mengunarvarnir. Þetta eftirlit
er farið að hafa sín áhrif þó enn
hafi það ekki haft nægan tíma til
að sanna gildi sitt alls staðar á
landinu. Þetta eftirlit er mjög
tengt á ýmsum sviðum og nægir
að nefna vatn, frárennsli og sorp.
Frumvarpið lætur þessi tengsl
haldast og gefur því raunhæfa
möguleika á að slíkt eftirlit geti
haldist á fámennari svæðum, sem
óraunhæft væri að tala um ef
málaflokkarnir væru aðskildir.
Það sem fyrst og fremst vakir
fyrir mér með bréfi þessu er að
minna Dag á að gleyma sér ekki
sem málsvara þeirrar stefnu að
valdið til sjálfstjórnar haldist í
héruðunum og flytjist ekki til
höfuðborgarsvæðisins vegna slag-
orða eins og „samræmd stjórn
umhverfismála“ - „umhverfis-
ráðune.yti er nauðsyn“. Það er
ekki sama hvernig slíkt er
framkvæmt.
Með bestu kveðju.
Valdimar Brynjólfsson.
Svar ritstjóra
Ágæti heilbrigðisfulltrúi.
Ég vil byrja á að þakka þér fyr-
ir ágætt bréf. Mér sýnist við séum
í meginatriðum sammála um
ágæti þess frumvarps sem ég
gerði að umtalsefni í ritstjórnar-
grein Dags þann 11. mars s.l. og
nauðsyn þess að það verði sam-
þykkt sem fyrst. í frumvarpinu er
gert ráð fyrir að stofnað verði
sérstakt umhverfisráðuneyti, þótt
einstaka þættir umhverfismála
heyri eftir sem áður undir tvö
ráðuneyti önnur. Það hlýtur að
teljast mikil breyting til batnaðar
frá því sem nú er.
Ég er þér sammála um að til
lítils er að fjalla fjálglega um
nauðsyn á samræmingu yfir-
stjórnar umhverfismála ef það
gleymist sem mestu máli skiptir,
þ.e. hvernig ná megi fram raun-
verulegum umbótum í umhverf-
ismálum. Ég er þér sammála um
að það getur aldrei tekist nerna
hægt verði að virkja heimamenn í
héraði. Þú bendir réttilega á að
frumvarpið útilokar ekki slíka
héraðsstjórn enda hefði Dagur
ekki mælt því bót að öðrum
kosti.
Við erum sammála um að verr
væri af stað farið en heima setið
ef sjálfstjórnarvald héraða í
umhverfismálum flyttist til höf-
uðborgarinnar. Nóg er valdið þar
fyrir. Það er von mín sem og ann-
arra landsbyggðarmanna og
reyndar krafa að ekki verði auk-
ið á þá miklu miðstýringu sem
fyrir er.
Með bestu kveðju,
Bragi V. Bergmann.
Útboð
Grýtubakkahreppur óskar eftir tilboðum í að
byggja 220 fm parhús á Grenivík.
Búið er að byggja grunn hússins og skal skila húsinu
fullbúnu 1. febrúar 1990.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Grýtubakka-
hrepps, Grenivík og Teiknistofu Hauks Haralds-
sonar, Kaupangi, gegn 10.000 krónaskilatryggingu.
Tilboð verða opnuð á skrifstofu Grýtubakkahrepps,
þriðjudaginn 28. mars 1989 kl. 16.00.
Grýtubakkahreppur.
Skátafélagið
Klakkur!
Æskulýðsstarf
á Oddeyri
Fundur til undirbúningsstofnunar skáta-
deildar á Oddeyri verður haldinn í leikvallar-
húsinu á lóð Oddeyrarskóla í kvöld kl. 20.30.
Foreldrar og aðrir áhugasamir velkomnir.
Skátafélagið Klakkur.
8861 8181H .8f ‘iupEbu>ayö|M - JjllöAö - SJ
Miðvikudagur 15. mars 1989 - DAGUR - 13
0?j) 76. ársþing
V' H.S.Þ.
verður haldið á Grenivík n.k. laugardag og
hefst kl. 9.00 árdegis.
Dagskrá.
Hefðbundin þingstörf.
Stjórnin.
Aðalliindur
Félag aldraðra heldur aðalfund í húsi sínu, laug-
ardaginn 18. mars og hefst hann kl. 14.00.
Venjuleg aðalfundarstörf og skemmtiatriði.
Sérstakir gestir verða Helgi Skúlason, leikari og Páll
Jóhannesson, óperusöngvari.
Stjórnin.
Háskólinn á Akureyri —
Menntaskólinn á Akureyri —
Vísindafélag Norðlendinga.
Fyrírlestrar um
stjómvísi í Eddum
Björn Jónsson læknir frá Swan River í Mani-
tóba, Kanada, heldur tvo fyrirlestra í húsi
Menntaskólans á Akureyri, Mööruvöllum (M2)
um stjórnvísi í Eddum.
Fyrri fyrirlesturinn verður laugardaginn 18. mars og sá síð-
ari sunnudaginn 19. mars.
Báðir fyrirlestrarnir hefjast ki. 14.00.
Starf húsvarðar
í Félagsheimilinu Húnaveri A-Húnavatnssýslu er
laust til umsóknar.
Umsóknarfrestur er til 31. mars 1989.
Starfið felur í sér umsjón með rekstri hússins, sjá um
bensínsölu, rekstur tjaldstæðis og fleira.
Skriflegar umsóknir sendist til Sigurjóns Guðmunds-
sonar, Fossum A-Húnavatnssýslu.
Nánari uppl. í síma 95-7112 Erla og 95-7165 Sigur-
jón.
Hótel Norðurland
óskar eftir að ráða í eftirtalin störf:
Þrjár stöður í gestamóttöku.
Fjórar stöður þrif.
Eina stöðu næturvarðar.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á Ferðaskrifstofu
Akureyrar, Raðhústorgi 3, og skal þeim skilað á
sama stað fyrir 1. apríl n.k.
Hótel Norðurland,
Geislagötu 7, 600 Akureyri.
Vantar blaðbera
frá 1. apríl í:
Fjólugötu, Fróðasund, Geislagötu,
syðri hluta Glerárgötu, Lundargötu og
efri hluta Strandgötu.