Dagur


Dagur - 29.03.1989, Qupperneq 1

Dagur - 29.03.1989, Qupperneq 1
Altt 72. árgangur Akureyri, miðvikudagur 29. mars 1989 59. tölublað ©rrabudin HAFNARSTRÆTI 92 . 602 AKUREYRI. SÍMI 96 26708 . BOX 397 Öxnadalsheiðin: Sólarhring að moka í gegn Það tók vegagerðarmenn hvorki meira né minna en 24 tíma samtals að ryðja Öxna- dalsheiðina í gær. „Okkur gekk mjög hægt því það var alveg stórkostlega erfítt að eiga við þetta,“ sagði vegaeft- irlitsmaður á Akureyri í gær. Byrjað var að moka heiðina kl. 04.00 aðfaranótt gærdagsins þegar tveir vegheflar lögðu af stað samtímis beggja megin Norðurland vestra: Snjóbíll sótti slasaðan mann Hjá lögreglumönnum á Norðurlandi vestra fór páska- hátíðin að mestu rólega fram og ekkert var um meiriháttar óhöpp. Hjá lögreglunni á Sauðárkróki kom ekkert upp á yfir páskana, en kollcgar þeirra í Húnaþingi fengu eitthvað meira að gera. Gin bílvelta og nokkrir litlir árekstrar urðu, en engin slys á fólki. Aðfararnótt skírdags var ekið á bfl utan við Blönduós, sem hafði verið skilinn eftir bilaður á þjóð- veginum. Farþegar sluppu ómeiddir, en talsverðar skemmdir voru á bflunum. Um hádegisbil í gær var til- kynnt til lögreglunnar á Blönduósi um vinnuslys á bæn- um Vfkum á Skaga, sem er nyrsti bærinn á Skaga og mjög afskekktur. Maður lenti með fingurna í viftureim og sökum ófærðar varð að senda snjóbíl eftir honum, til að koma honum á Sjúkrahúsið á Blönduósi. Ferðin tók nokkra tíma, en meiðsli mannsins voru ekki það mikil, að honum yrði meint af þeirri ferð. -bjb Akureyri - Dalvík - Ólafsfjörður: Stórtíðindalaust hjá lögreglurmi Páskahelgin var með rólegra móti hjá lögregiunni á Akur- eyri að þessu sinni og þakkar hún það færri ferðamönnum i bænum en venjulega. I ýmsu var þó að snúast, t.d. þurfti fjÖldi fólks aðstoöar við í ófærðinni. Sömu sögu er að segja frá ná: grannabyggðum Akureyrar. í Ólafsfirði er nú mjög mikill snjór, svo mikill að fólk hrein- lega gat ekki verið á ferli. „Menn voru spakir," eins og lögreglan f bænum orðaði það aðspurð um hvort menn hefðu skemmt sér fallega þrátt fyrir að vera innilokaðir heima. Þar hef- ur nú verið rutt eina ferð um götur bæjarins, en þrátt fyrir það eru þær erfiðar yfirferðar. Á Dalvík var helgin stórtíð- inda- og slysalaus hjá lögregl- unni en hjálparsveitir höfðu í nógu að snúast. VG heiðinnar. Mættust þeir ekki fyrr en milli kl. 15.00 og 16.00 og biðu þá fleiri hundruð bílar þess að komast yfír. Snjórinn á heiðinni er mjög mikill og þungur og segja þeir hjá Vegagerðinni að annar eins snjór hafi ekki sést þar í 10-15 ár. Hvað aðrar leiðir snertir var orðið fært á Dalvík í gær og verið var að moka Múlann, en óvíst hvort tækist að opna hann í gær. Þá var fært til Grenivíkur og Húsavíkur og byrjað var að moka austan Húsavíkur í gær. Þrátt fyrir þetta eru allar leiðirn- ar mjög varasamar því mikil vinna er eftir. Ekki er ráðlegt annað en að vera á mjög vel útbúnum bílum því vegurinn er víða aðeins þröng göng þar sem erfitt er að mæta öðrum bílum auk þess sem bílar sjást illa sem á móti koma. VG Þaft má sannarlega segja aft þetta hafi verift algeng sjón á vegum í sveitum norðanlands um þessa páska. Bændur á vel búnum dráttarvélum höfftu nóg að gera við aft aðstoða fólksbíla yfir skafla, smáa sem stóra. Þaft verftur aft segjast eins og er að fjölmargir þessara bíla voru alls ekki útbúnir til stórafrcka ■ páskaófærðinni og því fór sem fór; þeir flatmöguðu ofan á sköflunum og stoppuðu alla umferð. Þessi mynd var tekin á skírdag skammt norðan við Sleitustaöi í Hólahreppi í Skagaflrði, en þar varð að draga nokkra fólksbíla yfir verstu ófærðarskaflana. Mynd:TLV Skíðalandsmót íslands á Siglufirði: „Kraftaverk að þetta skyldi takast“ „Ég er mjög ánægður með mótið, það var kraftaverk að þetta skyldí takast en það gerðist með samstilltu átaki keppenda og starfsmanna mótsins,“ sagði Kristján MöIIer, mótsstjóri skíðalands- móts Islands í Siglufírði, að landsmótinu afloknu. - sagði Kristján Möller mótsstjóri Veður um og fyrir páskana var fremur óhagstætt til skíðaiðkana og útiveru norðanlands. Færð var víðast hvar með versta móti og var fólk veðurteppt í stórum hóp- um á Akureyri og Siglufirði. Samgöngur við Sauðárkrók, Ólafsfjörð og Dalvík tepptust einnig vegna snjókomu. Þrátt fyrir erfiðar aðstæður fór skíða- landsmótið í Siglufirði vel fram og voru hundruðir aðkomu- manna í bænum um hátíðina. Kristján sagði að slæmt hefði verið að þurfa að fresta keppni á skírdag, því betra veður var þann dag en á laugardag. Ætlunin var Hjálparsveitir á Dalvík: Stóðu vakt marga sólar- hringa yfir hátíðina Hjálparsveitir á Dalvík höfðu í nógu að snúast um páskahelg- ina enda fannfergi mikið í bænum og sveitunum í kring. Félagar í Slysavarnafélaginu þurftu m.a. að flytja lækni til konu í barnsnauð á Árskógs- sandi, en konan var búin að fæða barnið þegar læknirinn kom og hafði allt j»engið sam- kvæmt óskum. A laugardag voru þrjár konur, sem komnar voru að því að eiga börn, flutt- ar til Akureyrar frá Dalvík. Stefán Gunnarsson hjá Hjálp- arsveit skáta sagði í samtali við Dag, að um tíu félagar hafi staðið stanslausa vakt frá hádegi á mið- vikudag til kl. 21.00 á mánudags- kvöld. Þeir voru aðallega í því að flytja fólk milli Akureyrar og Dalvíkur og á milli húsa innan- bæjar og tók t.d. lengsta ferðin fram og til baka til Akureyrar um 12 tíma, sem venjulega er hægt að fara á liðlega klukkutíma. Um 20-25 félagar í Slysavarna- félaginu stóðu vakt frá mánu- deginum 20. og þar til í fyrra- kvöld. Þeir stóðu sömuleiðis mik- ið í fólksflutningum á einum tor- færubíl, tveimur snjósleðum og snjóbíl. Auk ferðanna með lækn- inn og konurnar barnshafandi, fóru þeir þrjár ferðir með dýra- lækni í vitjanir, mokuðu ofan af fjósþaki sem var að sligast undan ‘snjóþunganum, fluttu olíu og vistir til fólks í Kotum og aðstoð- uðu RARIK vegna bilana á lín- um aðfaranótt mánudags. VG upphaflega að keppa í stórsvigi á laugardag en vegna tafa var keppt í því á páskadag. Nokkur mótvindur var þann dag en hann kom jafnt niður á öllum kepp- endum. „Bæjarbragurinn var mjög góð- ur en ófærðin setti óneitanlega mikinn svip á mótið. Þetta er nokkuð sem menn muna eftir. Stálvíkin þurfti t.d. að sækja 120 manns til Sauðárkróks. Ófærðin í Fljótunum er gríðarlega mikil og langt er frá að búið sé að moka veginn. I staðinn var mynduð loftbrú til bæjarins. Á annan páskadag fór Arnarflug þrjár ferðir til Siglufjarðar og þeir byrjuðu að fljúga hingað klukkan hálf sjö í gærmorgun," sagði Kristján Möller. 1 gær streymdu mótsgestir frá Siglufirði en sumir voru búnir að vera tepptir þar frá því á sunnu- dagskvöld. EHB Flugsamgöngur eftir páska: Flugleiðir og FN komu öilum sínum farþegum á leiðarenda Flugsamgöngur til og frá Akureyri eftir páskahátíöina gengu mjög vel að sögn for- ráðamanna Flugleiða og Flugfélags Norðurlands í gær. Flugleiðir fluttu tæplega 1.400 manns til og frá Akureyri í gær og í fyrradag eða alls um 3.000 farþega um páskana og með FN fóru um 2.500 farþegar leiðar sinnar sömu daga. Gunnar Oddur Sigurðsson umdæmisstjóri Flugleiða á Akur- eyrarflugvelli sagði að þessi fjöldi væri nokkuð meiri en gert var ráð fyrir og að ástæðan væri líklega slæm færð á vegum úti. Á annan páskadag voru farnar átta ferðir til og frá Akureyri, sex með Fokker Friendship og tvær með Boeing 727 200 sem tekur 164 farþega. f gærmorgun var ein ferð með Fokker til og frá Akur- eyri og í gærkvöldi var áætlað að fara tvær þotuferðir til Akureyr- ar. Gunnar sagði það aðdáunar- vert hvað farþegar væru almennt liðlegir og þolinmóðir á eins erf- iðum dögum og í kringum páska þegar þröngt væri á þingi í tlug- stöðinni og stundum erfitt að ná símasambandi. Áætlunarflug hjá Flugfélagi Norðurlands gekk samkvæmt óskum í gær og var þá flogið á alla viðkomustaði félagsins. Sem kunnugt er hafði gengið illa að koma farþegum til og frá Siglu- firði vegna Skíðalandsmótsins fyrir páska og sömuleiðis frá Siglufirði til ísafjarðar og Ólafs- firði til Reykjavíkur á annan páskadag. VG

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.