Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 29. mars 1989 - DAGUR - 13 Veiðiflakkarinn kominn út í annað sinn Árið 1988 gaf FB út fyrsta sölu- kerfi silungsveiða á íslandi Veiði- flakkarann. Þetta er kerfi sem ætti að henta íslenskum jafnt sem erlendum ferðamönnum. Kerfið byggist aðallega á því að sá sem kaupir lágmark 10 veiðimiða fær bækling sem inni- heldur nákvæmar upplýsingar um þau vötn eða ár sem hafa sam- þykkt að vera með í sölukerfinu. Áhuginn var mikill enda lengi verið þörf fyrir upplýsingar um veiði í vötnum. Petta kerfi er mjög þægilegt í notkun fyrir þá sem ferðast um ísland á eigin vegum og langar að komast í Skrá um stofti- anaheiti Út er komið hjá Hagstofu íslands, ritið Skrá um stofnana- heiti. Hagstofan gaf árið 1972 út samnefnt rit sem bætti þá úr mjög brýnni þörf, en aukin og endur- bætt útgáfa þess var löngu orðin tímabær. í nýju skránni eru heiti rösk- lega 1.300 íslenskra stofnana, norrænna og alþjóðlegra stofn- ana, félaga og samtaka með þýð- ingum á Norðurlandamál (dönsku, norsku eða sænsku) og ensku, auk þriðja tungumálsins, þar sem sérstök ástæða þótti til. Ritið er gefið út í 500 eintök- um og fæst það í afgreiðslu Hag- stofunnar, Hverfisgötu 8-10, 150 Reykjavík (sími 91-26699), og er það jafnframt fáanlegt á diskling- um. veiði án mikillar fyrirhafnar, á hagstæðu verði. Þann 15. mars hóf Ferðaþjón- usta bænda dreifingu á Veiði- Hjá Námsgagnastofnun eru komnar út tvær nýjar bækur í flokki svokallaðra lesarka. Les- arkirnar sem nú koma út eru Skuggar og Ævintýri og veru- leiki. Lesarkir þessar hafa fengið nýtt útlit og verða þær lesarkir sem áður hafa komið út færðar í sama búning um leið og þær fara til endurprentunar. Auglýsinga- stofa GIH hannaði útlit bókanna. Báðum lesörkunum fy lgj a kennsluleiðbeiningar sem verða fáanlegar á næstu vikum. í lesörkinni Skuggum er fjallað um fólk sem ekki hefur auðnast að vera sólarmegin í tilverunni. Brugðið er upp textum frá ýms- um tímum úr íslenskum bók- menntum, ljóðum og skáldsög- um, smásögum eða frásögnum úr annálum og blöðum. Efni bókar- innar hentar einkum til umfjöll- unar með nemendum í 7.-9. bekk grunnskóla. Hjálmar Árnason og Magnús Jón Árnason söfnuðu efninu en Guðrún Tryggvadóttir er höfundur myndefnis. Bókin er alls 104 blaðsíður. í Ævintýri og veruleika er ann- ars vegar að finna ýmislegar flakkaranum 1989 til söluaðila. Nú eru veiðistaðir 27 en það er rúmiega helmingsfjölgun frá 1988. gamlar og nýjar ævintýrafrásagn- ir og hins vegar raunsæilegar frá- sagnir úr mannlífinu. Með þessu móti er vakin athygli á að sögur af ýmsu tagi eru venjulega lýsing- ar á hversdagslegum viðburðum og „gætu gerst hvar sem er“, en ævintýri endurspegla og upphefja hversdagsleikann. Lesörkin ætti að henta vel í 4.-6. bekk. Heimir Pálsson annaðist endanlegt val efnis en Svava Björnsdóttir teiknaði myndirnar í bókina. Bókin er samtals 80 síður. Báðar þessar bækur eru settar og prentaðar í Steinholti hf. en bundnar hjá Félagsbókbandinu- Bókfelli hf. DAGUR Sauðárkróki 0 95-5960 Norðlcnskt dagblað Nýjar lesarkir M Námsgagnastofimn Jazzdans - Ballet Námskeið hefjast 3. apríl. Jazzdans. Fyrir 7 ára og eldri. Byrjendur og framhald. Ballet. Yngst 7 ára. Jazzleikskóli fyrir börn 4-6 ára. Leikir, söngur, dans, leikræn tjáning. Skírteinaafhending sunnudaginn 2. apríl kl. 14-16. Innritun í síma 24979 frá kl. 15-20. Innritun laugardag frá kl. 14-18. Tryggvabraut 22 Akureyri Almenna bókafélagið: í kompaníi við Þórberg - kom út á aldarafmæli Þórbergs Pórðarsonar Bókin / kompaníi við Pórberg eftir Matthías Johannessen er komin út hjá Almenna bókafé- laginu. En sunnudaginn 12. mars var öld liðin frá fæðingu Þórbergs Þórðarsonar. Þórbergur Þórðarson, sá mikli stílsnillingur, var kallaður sér- kennilegur, af því að hann fór sínar eigin leiðir í flestu. Matthí- as Johannessen átti við hann samtöl 1958 og 1959 og þau komu út í bók, þegar meistarinn varð sjötugur. Bókin heitir /kompaníi við allífið og vakti mikla hrifn- ingu. Fullyrða margir, að enginn hafi, hvorki fyrr né síðar, komist jafn nálægt persónunni Þórbergi Þórðarsyni og Matthías í þessari bók. Tókst með þessum tveimur skáldum mikil vinátta, sem entist meðan báðir lifðu. / kompaníi við allífið var fyrsta samtalsbókin á íslensku. Hún kemur nú, þegar öld er liðin frá fæðingu Þórbergs, út í annað sinn sem fyrri hluti þeirrar bókar, sem hér birtist, og hefur hlotið nafnið / kompaníi við Þórberg. Síðari hlutinn er samtöl, sem skáldin áttu seinna, og löng ritgerð, þar sem Matthías segir frekar frá hinum skemmti- lega meistara og kynnum sínum við hann. / kompaníi við Pórberg er hugljúf bók og skemmtileg, því að ekki skortir kímnina og létt- leikann. Og svo er hún umfram allt einlæg og hreinskilin. Bókin er 390 bls. að stærð. Setningu og umbrot annaðist Prentverk Akraness. Bókband: Prentstofa G. Ben. Laust embætti er forseti íslands veitir Embætti yfirdýralæknis er laust til umsóknar. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu sendar landbúnaöarráöuneytinu, Rauð- arárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 1. maí 1989. Embættið veitist frá 1. júní 1989. Landbúnaðarráðuneytið, 20. mars 1989. Hollustuvernd ríkisins: Þriðja kryddið ekki talið krabbameinsvaldur í þættinum „Stefnumót“ á Rás 2, mánudaginn 27. febrúar var fjall- að um bragðaukandi efnið ein- natríumglútamat (MSG), einnig þekkt sem þriðja kryddið. í þættinum kom fram að efni þetta væri talið geta valdið krabba- meini og voru neytendur varaðir við neyslu þess, auk þess sem upplýst var að efnið væri víða bannað. Hollustuvernd ríkisins vill koma því á framfæri að efni þetta er ekki talið krabbameinsvaldur og jafnframt að það er notað við matvælavinnslu í mörgum lönd- um við framleiðslu ýmissa fæðu- tegunda. Þá er algengt að efnið sé notað sem krydd eða hluti af kryddblöndu. Árið 1987 er fjallað um MSG í skýrslu, sem gefin var út af Alþjóða heilbrigðismálastofnun- inni (WHO), og kemur þar fram álit JECFA (Joint Expert Com- mittee on Food Additives), en það er sérfræðinefnd sem starfar á vegum WHO og Matvælastofn- unar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Nefnd þessi metur niður- stöður rannsókna varðandi eitur- áhrif aukefna og ákvarðar mark- gildi eða ADI-gildi (Acceptable Daily Intake) fyrir neyslu jjeirra. Niðurstöður JECFA eru þær, að ekki sé ástæða til að ákvarða markgildi fyrir neyslu MSG, þar sem niðurstöður rannsókna varð- andi eituráhrif gefi ekki tilefni til þess, auk þess sem notkun efnis- ins takmarkist vegna áhrifa þess á bragð vörunnar. TVÆR SETUSTOFUR MEÐ SJÓNVARPI. ALLTAF HEITT Á KÖNNUNNI. HEFUR 1>Ú PRÓFAÐ? EF EKKI, LÍITU VIÐ: KENNARIÁ STAÐNUM, ÞRIÐJUDAGA OG FÖSTUDAGA FRÁ KL. 20.00 ÆFINGAR VEGGTENNISKLÚBBSINS ERU Á PRIÐJUD. 0G FÖSTUD. FRÁ KL. 20.00-21.30. NÝIR FÉLAGAR VELK0MNIR. VEGGTENNISVÖRURNAR FÁST HJÁ 0KKUR. ENDLRHÆnNGARSTOÐ «SSSli SJALFSBJARGAR BOLTINN

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.