Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 29.03.1989, Blaðsíða 4
8 - RUíDAG -- 686f Qinrr, .6S 'iupBbu^iyéíM 4 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR PÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Glóralaus stjóra efnahagsmála Þessa dagana eru mörg stærstu fyrirtæki landsins um það bil eða búin að halda aðalfund sinn. Á aðal- fundi er venja að birta ársuppgjör síðasta árs og setja fram skýringar á góðri eða slæmri afkomu við- komandi félags eða fyrirtækis. Það hefur líklega ekki farið framhjá mörgum að síðasta ár reyndist flestum fyrirtækjum erfitt og fjölmörg þeirra berjast nú í bökkum fjárhagslega. Kannski væri þó réttara að segja að þau „berjist í bönkum" því æ algengara er að ákvörðun um það hvort fyrirtæki lifir eða deyr sé tekin af forráðamönnum peningastofnananna í landinu. Ljóst er að afkoma fyrirtækjanna í landinu á síð- asta ári fylgir ákveðinni reglu eftir því um hvers kyns fyrirtæki er að ræða. Þessum fyrirtækjum má skipta í þrjá flokka: í fyrsta flokknum eru fyrirtæki sem skiluðu umtals- verðum hagnaði á síðasta ári. í þeim flokki er aðeins ein tegund fyrirtækja, þ.e. peningastofnanirnar. í þessum flokki eru bankar og sparisjóðir, kaupleigur og vórðbréfafyrirtæki. Sum þessara fyrirtækja græddu ekki „nema" nokkrar milljónir króna en flest státuðu af hagnaði upp á tugi milljóna. Hin góða afkoma banka og sparisjóða er sérstaklega athyglisverð þegar haft er í huga að bankakerfið er almennt álitið allt of stórt og óhagkvæmt. Hver ætli gróðinn hefði orðið ef bankakerfið væri af eðlilegri stærð? í næsta flokk má setja verslunar- og iðnaðarfyrir- tæki og ýmis milliliðafyrirtæki landbúnaðarins. Hjá fyrirtækjum í þessum flokki var afkoman víðast slök, sum eru rétt við núllið en mun fleiri bjuggu við talsverðan taprekstur á síðasta ári. í þriðja flokknum eru fyrirtæki sem töpuðu gífur- lega á síðasta ári. í þann flokk má með nokkurri vissu setja flest útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki landsins, mörg fyrirtæki í samkeppnis- og útflutn- ingsiðnaði svo og dreifbýlisverslunina eins og hún leggur sig. Mörg fyrirtæki í þessum hópi hafa þegar stöðvast, önnur geta ekki haldið áfram án sér- stakrar aðstoðar af hálfu hins opinbera. Þessi flokkaskipting er eflaust ekki hnökralaus en hún gefur samt nokkuð raunsanna mynd af stöðu mála. Samvinnufyrirtækin í landinu eru í síðasttöldu flokkunum tveim. Það þarf því engan að undra þótt talið sé að kaupfélögin í landinu hafi tapað samtals um einum milljarði króna á síðasta ári og Samband íslenskra samvinnufélaga öðru eins. Flestum fyrir- tækjum í undirstöðuatvinnuvegum þjóðarinnai blæðir út á meðan peningastofnanir eflast og dafna. Sá er eflaust vandfundinn sem telur þetta ástand bera efnahagsstjórnuninni fagurt vitni. Hvernig sem á málið er litið er staðreyndin sú að stjórn efna- hagsmála á síðasta ári var gersamlega glórulaus. BB. Blikkbeljur heimtar úr helju á Dalvík! Það er óhætt að segja að kyngt hafi niður páskasnjó á Dalvík. Flest hefur farið á kaf sem unnt er að kaffæra, bílar jafnt sem hús. Eftir að stytti upp hafa bflaeigendur mokað upp gæðinga sína. Það hefur ekki allsstaðar veriö auðvelt mál, því þess eru dæmi að allt að eins meters þykkur snjóskafl hafi verið ofan á bílum. A myndinni má sjá hvar menn eru í óða önn að moka upp bíl við hús númer 10 við Drafnarbraut á Dalvík. Halldór Gunnlaugsson, lögreglu- þjónn, var annar rekumanna og gaf hann sér tíma til að líta upp eitt augnablik áður en ráðist var í næsta áfanga snjómokstursins. óþh/Mynd: RSF Óvíst hvort Bifreiðaskoðunm byggir eða leigir á Akureyri - ákvörðunar að vænta innan skamms, að sögn Karls Ragnars Að sögn Karl Ragnars, for- stjóra Bifreiðaskoðunar Islands hf., hefur ekki verið tekin ákvörðun um framtíðar- skipan bifreiðaskoðunar á Akureyri. „Þessi mál eru nú í deiglunni en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvernig þeim verður háttað. Ég held þó að segja megi að innan skamms sé að vænta ákvörðunar um hvað gert verði á Akureyri,“ segir Karl. Rætt hefur verið um að byggja hús fyrir Bifreiðaskoðun á Akur- eyri og hefur hún fengið úthlutað lóð í því skyni. „Það er ennþá verið að ræða um hvort byggt verði nýtt hús eða hvort Bifreiða- skoðun taki hús á leigu,“ segir Karl. Rétt er að ítreka að þrátt fyrir að ekki hafi verið tekin ákvörðun um húsnæðismál Bifreiðaskoðun- ar er skoðun í fullum gangi á Akureyri. Bifreiðaskoðun er til húsa þar sem áður var Bifreiða- eftirlit ríkisins, þ.e. í suðurenda Lögreglustöðvarinnar við Þór- unnarstræti. Bíla skal færa þang- að til skoðunar í samræmi við síðasta staf viðkomandi bíl- númers (bæði gömlu og nýju númerin). Sé síðasti stafurinn 1 á að skoða bílinn í janúar, 2 vísar til febrúarmánaðar og svo koll af kolli fram í september. Sé 0 síð- asti tölustafur bílnúmers skal færa bílinn til skoðunar í októ- ber. Hinn stóri og veglegi skoðun- arbíll Bifreiðaskoðunar hefur verið í Vestmannaeyjum að undanförnu. Að sögn Karls Ragnars mun hann fara strax eft- ir páska á Snæfellsnes og síðan þræðir hann Breiðafjarðarbyggð- ir og endar sfna för á Hólmavík og Hvammstanga. óþh Aðalfundur Flugfélags Norðurlands: Síðasta ár eitt það besta í sögu félagsins Aðalfundur Flugfélags Norður- lands hf. var haldinn á Akureyri, 14. mars sl. í skýrslu Einars Helgasonar, stjórnarformanns, kom fram að árið 1988 hefði verið eitt það besta í langri sögu félagsins. Verkefni hefðu verið næg og vel af hendi leyst. Þakkaði hann starfsmönnum sérstaklega vel unnin störf í þágu félagsins og viðskiptavina þess. í reikningum félagsins kom fram að velta ársins 1988 var 144 milljónir króna. Hagnaður var kr. 11.246.000, en þar af nam söluhagnaður af flugvél kr. 6.347.000. . Félagið stundar umfangsmik- inn flugrekstur og notar til hans 3 Twin Otter flugvélar, 2 Piper Chieftain flugvélar og eina Piper Aztec flugvél. Til flugkennslu notar félagið 2 Piper Tomahawk flugvélar. FN, eins og félagið er gjarnan nefnt, hefur með höndum áætl- unarflug til 10 staða og voru á sl. ári fluttir 19.554 farþegar auk 488 tonna af vörum og 202 tonna af pósti á þessum leiðum. Sjúkra- flug og leiguflug voru einnig að vanda mikilvægir þættir í rekstr- inum. Sjúkraflug voru 96 á árinu, og þáttur Grænlandsflugs í leiguflugi var með mesta móti. Hafa félagið og flugmenn þess getið sér þar hið besta orð í hart- nær tvo áratugi. Flugstundir flug- véla félagsins urðu 5.421 á árinu og lendingar 7.765. FN annast allt viðhald flugvéla sinna sjálft auk viðhalds fyrir önnur flugfélög og einstaklinga. Eigið húsnæði viðhaldsdeildar- innar er samtals um 2000m2. Hjá félaginu unnu að jafnaði 26 manns árið 1988, þ.a. 10 flug- menn og 8 flugvirkjar.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.