Dagur - 29.03.1989, Síða 8

Dagur - 29.03.1989, Síða 8
8 - DAGUR - Miðvikudagur 29. mars 1989 íþróffir Þrjár efstu í stórsviginu. Anna M. Malmquist frá Akureyri, Ásta Halldórs- dóttir frá Isafirði og Guðrún H. Kristjánsdóttir frá Akureyri. Sigurinn kom ekki á óvart .66 - segir Ólafiir Björnsson sem kom sérstaklega frá Noregi til að keppa á Skíðalandsmótinu Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði kom sérstaklega frá Noregi, þar sem hann stundar nám við Iþróttakcnnaraskólann í Osló, til að taka þátt í Skíðalands- mótinu. Hann sýndi það og sannaði á Siglufirði að hann er okkar besti stökkmaður og fremsti jafnhliða norrænu greina keppnismaður. „Það er ekki hægt að segja að Þrefalt hjá Ólafsfirðingum í norrænu tvíkeppninni. Feðgarnir Ólafur Björnsson og Björn Þ. Ólafsson urðu í fyrsta og öðru sæti. Þess má geta að þetta var í 29. skipti sem Björn Þór tekur þátt í Skíðamóti Islands. I þriðja sæti kom síðan Guðmundur Konráðsson t.v. sigurinn hafi komið mér á óvart,“ sagði Ólafur Björnsson eftir mótið. „Ég hef æft vel í vetur og þar að auki fór ég til N.-Noregs til að æfa stökkið sérstaklega áður en ég kom heim því snjó- leysi hefur háð allri keppni í S.-Noregi í vetur,“ sagði þessi snjalli skíðamaður. Þetta er ekki langt stopp hjá Ólafi að þessu sinni því hann heldur aftur til Noregs á laugar- daginn til að klára skólaárið. En hann kemur aftur í vor og mun dvelja á Ólafsfirði næsta sumar við vinnu og æfingar. „Færið var erfitt“ segir Sölvi Sölvason frá Siglufirði Sölvi Sölvason frá Siglufiröi sigraði í 15 km göngu pilta meö hefðbundinni aðferð og var þar að auki sigurvegari í göngu- tvíkeppni pilta. Sölvi var að vonum ánægður með þennan árangur og sagði að hann hefði að vísu vonast eftir því að sigra á mótinu en ekki að sigurinn yrði þetta öruggur. „Ég náði góðum árangri á síð- asta punktamóti sem haldið var á Ólafsfirði, þannig að ég taldi mig hafa góða möguleika að þessu sinni. Færið var erfitt, slóðin gljúp en það kom mér vel í 15 km göngunni. Hins vegar gekk mér ekki eins vel í frjálsu aðferðinni, en það kom ekki að sök þegar kom að stigaútreikningi,“ sagði Sölvi í samtali við Dag eftir sigur- mn. Það næsta sem liggur fyrir hjá Sölva er síðasta punktamótið en það verður haldið á ísafirði um aðra helgi. Þar á Sölvi Siglfirð- ingur í harðri baráttu við Fljóta- manninn Svein Traustason um sigur í bikarkeppni 17-19 ara. „Þetta verður jöfn keppni þannig að ég verð að halda vel á spöðun- um til þess að sigra Svein,“ sagði Sölvi. Akure; óvænt. Solvi Solvason sigraoi keppni pilta. 15 km göngunni o f- Á ég að hætta? - spyr göngugarpurinn Haukur Eiríksson Haukur Eiríksson frá Akureyri var sá skíðamaður sem sigraði í flestum greinum á Skíðalands- mótinu á Siglufirði. Hann sigr- aði í 15 km göngu, 30 km göngu og svo göngutvíkeppn- inni. „Þetta var léttara en ég bjóst við,“ sagði Haukur eftir þennan þrefalda sigur. „Ég vissi að Einar Ólafsson hafði æft vel fyrir þetta mót og bjóst því við hörkukeppni. Mér hefur hins vegar tekist vel að halda forminu sem ég var kominn í eftir Heimsmeistaramótið í Lahti fyrr í þessum mánuði og það dugði mér að þessu sinni.“ - Hverju viltu þakka þennan árangur? „Það er fyrst og fremst góðum æfingum og svo er alltaf viss heppni með í spilinu. Einar var ræstur á undan mér í báðum göngunum þannig að ég gat fylgst með honum og vissi hvað ég þyrfti að ganga hratt til að ná honum. Hann reyndi að vísu að stinga mig af í 15 km göngunni en ég náði honum og það var mjög sætur sigur,“ sagði Haukur sig- urreifur. - Nú ert þú ekki nema 25 ára gamall og margir segja að þá séu göngumenn fyrst að ná toppnum. Hvað tekur við hjá þér í framtíð- inni? „Það er dálítið erfitt að segja núna í augnablikinu hvað verður. Ég var búinn að ákveða að hætta í þessari keppni eftir þennan vet- ur því ég hef hreinlega ekki efni á að halda áfram að kosta svona miklu til að ná þessum árangri. Ég gæti að vísu haldið áfram að æfa svona þokkalega og verið í fremstu röð hér innanlands. En metnaðurinn er meiri og ef ég held áfram er það með því sjón- armiði að ná árangri á heims- mælikvarða. Hins vegar þýðir það að ég verð. að æfa enn meira en ég geri og þá' ggt ég ekkert unnið með. -. Því er ekki að leyna að sjgur- inn hér á Siglufirði ýtir á mann að hal.da áfram en það er spurning hvað maður getur fórnað miklu til. Einnig hefur nú verið í bígerð hjá mér áð fara í Tækniskóla í Svíþjóð og þá æfa með náminu en ég hef ekki fundið neinn skóla sem hentar mér í því sambandi. Framtíðin er því dálítið í lausu lofti enn þá,“ sagði göngugarpur- inn Haukur Eiríksson frá Akur- eyri. Því má svo bæta hér við að Haukur keppti á Heimsmeistara- mótinu í Lahti í Finnlandi og náði mjög frambærilegum ár- angri þar. Það er því vonandi að þessi snjalli göngumaður sjái sér fært að halda áfram keppni og þar með að gleðja göngu- áhugafólk á íslandi og vonandi víðar. Sigursveit Siglfirðinga í skíðagöngu kvenna. Þrjár efstu sveitirnar í boðgöngu karla. ísfíröingar fyrstir, Siglfirðingar aðrir og Akureyringar þriðju.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.