Dagur - 08.04.1989, Qupperneq 4
4 - DAGUR - Laugardagur 8. apríl 1989
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31,
PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 80 KR.
GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR.
RITSTJÓRI:
BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.)
FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON
UMSJÓNARMAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON
BLAÐAMENN:
ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir),
BJÖRN JÓHANN BJÓRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960),
EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585),
JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON
(Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík),
ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR,
LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON,
PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÚRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Þjóðhættuleg
byggðaþróun
Langvarandi röskun byggðar hér á landi er
mikið áhyggjuefni og reyndar eitt alvarleg-
asta vandamálið sem þjóðin stendur
frammi fyrir þegar til lengri tíma er litið. Á
minnisblaði, sem Byggðastofnun sendi
Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra
fyrr í vetur, kemur fram að íbúum höfuð-
borgarsvæðisins hefur fjölgað um 22 þús-
und á síðustu 10 árum, þar af um 4 þúsund
á síðasta ári. Á sama tíma fjölgaði íbúum á
landsbyggðinni einungis um 5 þúsund
manns en þar af er fjölgun íbúa á Suður-
nesjum rúmlega 2 þúsund. íbúum á suð-
vesturhorni landsins hefur því fjölgað um
24 þúsund manns síðustu 10 árin á sama
tíma og íbúum utan þess fjölgaði einungis
um 3 þúsund manns.
Á minnisblaði Byggðastofnunar kemur
berlega í ljós hversu þungur straumur
fólks er af landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins. Á hverju ári hafa mun fleiri flust
frá landsbyggðinni til Reykjavíkur en frá
Reykjavík út á land og munurinn eykst ár
frá ári. Þessi þróun hefur í för með sér gíf-
urlega þenslu á höfuðborgarsvæðinu en
samdrátt í öðrum landshlutum. Þessi gífur-
lega byggðaröskun er þjóðarbúinu beinlín-
is hættuleg og hefur Byggðastofnun oftar
en einu sinni vakið athygli á því.
Stjórnmálamenn hafa lengi rætt um
nauðsyn þess að breyta áherslum í aðgerð-
um hins opinbera til að hafa áhrif á þróun
byggðar. En þeir hafa ekki enn komist af
umræðustiginu yfir á framkvæmdastigið
og byggðaaðgerðir hins opinbera hafa
fram til þessa verið handahófskenndar og
máttlitlar. Kerfið í heild stendur t.d. þvers-
um gegn því að stjórnsýslustofnanir í eigu
ríkisins verði fluttar út á land eins og dæm-
in sanna. Það virðist vanta pólitískan kjark
og samstöðu til að taka af skarið og grípa
til raunhæfra aðgerða til að stöðva byggða-
röskunina. Samt er ljóst að mikill meirihluti
þjóðarinnar vill að það verði gert, ekki síð-
ur íbúar höfuðborgarsvæðisins en aðrir
landsmenn. Þessi þróun er engum til góðs.
Vaxtarhraði höfuðborgarsvæðisins á sér
helst hliðstæðu í þróunarlöndunum. Sú
staðreynd ber stjórnmálamönnum þjóðar-
innar ekki fagurt vitni. BB.
myndbandarýni ~Jl
Steinar hf.:
Nýleg myndbönd
Steinar hf. gáfu út nokkra mynd-
bandatitla í mars sem vert er að
líta á. Fyrst má nefna stórmynd-
irnar Empire of the Sun og
Broadcast News sem nýverið
voru sýndar í kvikmyndahúsum í
Reykjavík. Empire of the Sun
(Veldi sólarinnar) er eitt af
meistaraverkum Steven Spiel-
bergs. Myndin fjallar um lífs-
reynslu ungs drengs sem Japanir
hneppa í fangabúðir skömmu eft-
ir innrás þeirra í Kína.
Broadcast News var tilnefnd til
7 Óskarsverðlauna og hefur hún
hlotið mikið lof gagnrýnenda.
Myndin þykir hrífandi og
skemmtileg gamanmynd um ást-
arþríhyrning á fjörugri frétta-
stofu. William Hurt, Holly Hunt-
er og Albert Brooks fara með
aðalhlutverkin í myndinni.
Hostage fjallar um unga stúlku
sem setið hefur í fangelsi í fimm
ár fyrir morðtilraun á föður
sínum, en hann bíður hennar fyr-
ir utan rimlana og því grípur hún
til örþrifaráða.
Run till You Fall er tilfinninga-
leg baráttusaga en með gaman-
sömu yfirbragði. Myndin fjallar
um einkaspæjara sem dreymir
Tvær
þrumugóðar
- Barfly og
Fatal Attraction
Mig langar að mæla með tveimur
myndum sem ég sá í Borgarbíói í
vetur og eru nú komnar á
myndbönd. Þetta eru myndirnar
Barfly sem Myndbox gefur út og
Fatal Attraction sem Háskólabíó
gefur út. Þær voru báðar meðal
tíu vinsælustu myndbandanna
samkvæmt síðasta lista Samtaka
íslenskra myndbandaleiga og er
það vel skiljanlegt.
Barfly gerist í óvenjulegu
umhverfi, nefnilega á sóðalegum
krám og viðlíka stöðum. Aðal-
söguhetjan er drykkfelldur (væg-
ast sagt) rithöfundur sem leikinn
er af Mickey Rourke. Þessi
náungi kynnist annars vegar
konu sem er í svipuðum sporum
hvað drykkjuna varðar (Fay
Dunaway) og hins vegar glæsipíu
sem þykir spennandi að lenda í
ævintýrum. Óvenjulegur ástar-
þríhyrningur.
Þessi annars drungalega þjóð-
félagslýsing er hlaðin húmor og
leikur Mickey Rourke og Fay
Dunawey er stórkostlegur.
Vissulega má gagnrýna túlkun
þeirra á rónum en sjálfseyðingar-
hvöt rithöfundarins er sannfær-
andi og í heild skapa þessir ágætu
leikarar heilsteyptar persónur
sem gaman er að fylgjast með.
Annan óvenjulegan ástarþrí-
hyrning er að finna í Fatal
Attraction, einni umtöluðustu
spennumynd síðustu ára. Þar
leikur Michael Ðouglas ósköp
venjulegan eiginmann sem á
ósköp indæla eiginkonu. Hann
lendir hins vegar í þeirri raun að
halda framhjá og það er sannar-
lega raun í þessu tilfelli því
konan, sem leikin er af Glen
Close, er stórvarasöm.
Leikur Michael Douglas og
sérstaklega Glen Close er magn-
aður í þessari æsilegu rnynd. Eftir
að þið hafið séð Fatal Attraction
getið þið vel skilið af hverju Glen
Close var hötuð vel og lengi eftir
þetta hlutverk enda þarf maður
aðeins að heyra á hana minnst til
þess að fá skelfingarhroll. Báðar
þessar myndir ættu allir að sjá
sem hafaaldurogaðstöðutil. SS
The Lift fjallar um afar óvenjulegan morðingja, nefnilega lyftu
um að hefja lögfræðinám. Hann
er fráskilinn og á bæklaðan son.
The Lift fékk mjög jákvæða
gagnrýni hjá Variety en myndin
er spennandi og fjallar um
óvenjulegan morðingja, þ.e.
lyftu.
I Ought to be in Pictures er
eldri mynd og smellin, með þeim
Walter Matthau og Ann Margret
í aðalhlutverki.
Last Embrace er líka eldri
mynd sem nú hefur verið gefin
út. Þetta er æsispennandi hroll-
vekja með Roy Scheider í aðal-
hlutverki.
Loks má nefna þrjár myndir
sem gefnar voru út 30. mars; The
Littlest Victims, Once upon a
Texas Train og Severance. SS
Glæpir í skjóli
Víetnamstríðsins
Vidcoland: Saigon
Útgcfandi: Steinar hf.
Leikstjóri: Christoplicr Crowe
Aðalhlutverk: Willem Dafoe, Gregory
Hines
Sýningartími: 97 mínútur
Bönnuð yngri en 16 ára
Hér er á ferðinni gamla sagan um
spiilingu á toppnum. Háttsettir
og valdamiklir menn fremja
glæpi í skjóli stöðu sinnar. Saigon
fjallar hins vegar ekki eingöngu
um þetta því hún er býsna slung-
in spennumynd í umhverfi sem
ekki hefur oft verið notað í kvik-
myndum.
Willem Dafoe og Gregory
Hines leika herlögreglumenn í
Saigon. Þeir reyna að hafa uppi á
morðingja sem hefur myrt 6
vændiskonur á hrottafenginn
hátt, vændiskonur sem voru góð-
ir viðskiptavinir hinna baráttu-
glöðu bandarísku hermanna í
Saigon. Auk þess þurfa þeir að
kljást við vietnamska glæpa-
flokka og skæruliða frá Viet
Kong. Hvað morðingjann varðar
er greinilegt að um háttsettan
bandarískan yfirmann er að
ræða. En hvern?
Söguþráðurinn er slungin að
mörgu leyti og Saigon er spennu-
mynd sem heldur manni við
efnið. Willem Dafoe og Gregory
Hines eru þó ekki skemmtileg-
asta lögguparið sem maður hefur
rekist á en þeir standa þokkalega
fyrir sínu.
Sögusvið myndarinnar er raun-
sætt og er Saigon óvenjuleg að
því leyti að hún fjallar öðrum
þræði um Vieatnamstríðið án
þess þó að fjalla sérstaklega um
stríðið sjálft. Atburðirnir gerast í
borginni Saigon en Vietnamstríð-
ið myndar umgjörð um borgina
og myndina sjálfa.
Christopher Crowe er bæði
handritshöfundur og leikstjóri.
Hugmynd hans er góð og útfærsl-
an yfirleitt einnig. Meiri rækt
hefði þó mátt ieggja við persónu-
sköpunina en þar er sökina líka
að finna hjá aðalleikurunum. SS
Samtök íslenskra myndbandaleiga:
Vinsælustu myndböndin
- vikuna 15/3-30/3 1989
Sæti Áður Mynd (Útgefandi)
1. (-) Crocodile Dundee - 2 ......................... (Háskólabíó)
2. (1) Saigon ........................................... (Steinar)
3. (-) Little Nikita ..................................... (Skífan)
4. (8) Fatal Beauty ............................... (J.B. Heildsala)
5. (-) Broadcast News ......................... (Steinar)
6. (6) Plains, Trains and Automobiles ................ (Háskólabíó)
7. (13) Barfly ........................................... (Myndbox)
8. (2) Frantic .......................................... (Steinar)
9. (5) Police Academy - 5 ............................ (Steinar)
10. (9) Fatal Attraction .............................. (Háskólabíó)
11. (3) Vice Versa ....................................... (Skífan)
12. (-) Can’t Buy My Love ............................. (Bergvík)
13. (4) Wall Street ..................................... (Steinar)
14. (11) Baby Boom ....................................... (Steinar)
15. (26) Biloxi Blues ................................ (Laugarásbíó)
16. (10) Colors ....................................... (Háskólabíó)
17. (-) Buster ........................................ (Arnarborg)
18. (7) Hero and the Terror ............................ (Myndbox)
19. (-) A Prayer For The Dying .................... (J.B. Heildsala)
20. (-) Cop ............................................. (Myndbox)
(-) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er nýtt á listanum.
(*) Táknar að viðkomandi myndband (titill) er að koma inn á listann á nýjan
leik.