Dagur - 08.04.1989, Qupperneq 11
Laugardagur-8. apríí >1989 r-. DAGUR - 1,1
Jón Hjaltason
Adrían Lyne
Leikstjóri Fatal Attraction, Nine Vi Weeks og Flashdance ræðir um lífið á
bak við kvikmyndatökuvélina.
Jcnnifer Beals í Flashdance.
Michacl Douglas róar Glenn Close í Fatal Attraction.
Á undanförnum árum hafa fáar
bíómyndir valdið jafn miklum
taugatitringi meðal ungmenna og
Flashdance (1983). Hún sló í
gegn og leikstjóri hennar, Bret-
inn Adrian Lyne, varð frægur á
einni nóttu. Hann var þó langt
frá því að vera hrifinn af verkefn-
inu þegar það bauðst. „Mér
fannst sagan óskapleg della.“
Þetta var önnur kvikmynd
Lyne’s því árið 1980 hafði hann
gert Foxes en ekki uppskorið
neina heimsfrægð fyrir. Lyne
þekkti þó ágætlega vel til kvik-
myndatöku áður en hann byrjaði
að leggja bíómyndagerð fyrir sig
því að lifibrauð hans hafði þá
lengi verið gerð auglýsinga-
mynda. Og enn þann dag í dag
hefur Lyne ekki snúið baki við
auglýsingamyndunum. „Til að
gera bíómynd þarf maður að
kljást við pólitík, sitja helling af
fundum og standa í stöðugum
viðræðum. En auglýsingamynd-
unum fylgir eintóm ánægja. Og
þess vegna vinn ég ennþá við
gerð þeirra.“
Þremur árum eftir Flashdance
(1986) gerði Lyne Nine 'A
Weeks, ákaflega umdeilda mynd,
mest vegna þess að sómakærir
borgarar sáu í henni klám. Kvik-
myndagagnrýnendur urðu sumir
hverjir til þess að afneita kláminu
í myndinni og gefa því annað
nafn en tilraunin varð álíka hjá-
kátleg og þegar ritstjóri Þjóðvilj-
ans og Thor Vilhjálmsson sátu
hlið við hlið, andagtugir, og
störðu í listrænt klof japanska
dansarans er heimsótti Islendinga
fyrir nokkrum árum og sýndi alls-
bera list á listahátíð. Til að ég
verði ekki vændur um ósannsögli
er rétt að taka fram að Japaninn
hafði vafið einhverju torkenni-
legu efni, áþekktustu sárabind-
um, utan um leyndarliminn.
Auðvitað var klám í Nine !á
Weeks en hún var hvorki verri
eða betri fyrir vikið. En það er
segin saga að sérhvað það er lýtur
að kynþörfum og kynnautnum
mannskepnunnar er mun hættu-
legra að sýna á hvíta tjaldinu en
hversdagsleg áflog og morð.
Hættulegra fyrir hvern veit ég þó
ekki. í næstu mynd sinni, Fatal
Attraction (1987) smeinaði Lyne
kynlífið ofbeldinu og var fyrir
vikið tilnefndur til Oskarsverð-
launa sem besti leikstjórinn.
Ekki alls fyrir löngu átti banda-
ríska tímaritið American Film
viðtal við Bretann sem við skul-
um gægjast í.
Sp.: Langaði þig alltaf til að
verða leikstjóri?
Lyne: Nei því fer fjarri. Ég
dundaði mér við að taka ljós-
myndir og naut þess. Og ég greip
hvert tækifæri sem gafst til að sjá
myndir Godards og Bergmans.
Ég var ákaflega spenntur fyrir
bíóinu en hafði enga ástæðu til að
ætla að ég hefði sjálfur einhverja
hæfileika sem gætu komið að not-
um á því sviði.
Sp.: Hvernig byrjaðir þú á
þessari braut?
Lyne: í langan tíma var ég
heimaalningur á skrifstofum
umboðsmanna og kvikmyndafyr-
Adrian Lyne.
irtækja. Ég fylgdist með mönnum
eins og John Schlesinger gera
sígarettuauglýsingar. Já þeir eru
margir frægu leikstjórarnir sem
hafa gert auglýsingamyndir. í
Bandaríkjunum þykir það ákaf-
lega mikil óvirðing fyrir leik-
stjórnendur að fást við auglýs-
ingamyndir en í raun og veru eru
þær frábær aðferð til að læra fag-
ið og verða góður leikstjóri.
Svo kom þar að ég hnýtti
leikstjóratitlinum aftan við nafn-
ið mitt og starfsemin hófst. Við
settumst niður í litlu herbergi í
London og gerðum ekkert í 18
mánuði. Eg lærði að vélrita. Að
lokum fékk ég verkefni. Launin
voru 600 pund.
Sp.: Og hvernig gekk?
Lyne: Ég skrifaði nákvæmlega
niður hvernig taka ætti myndina
og þegar eitthvað fór ekki
nákvæmlega eins og ég hafði
skrifað varð ég steinhissa. Snilld-
aráætlunin var þá ekki pottþétt
eftir allt saman. Ég skildi ekki
þátt klippingarinnar, að ég gat
klippt hvar sem ég vildi og svindl-
að og logið með klippingunni
einni. Þegar eitt skot mistókst í
keðjunni var sem himinn og jörð
ætluðu að koma í hausinn á mér.
Ég byrjaði að falla saman í
vinnslustofunni og gráta. Þarna
sat ég með filmuna í höndunum,
myndskeið tekin hér og þar, og
hafði ekki hugmynd um hvað ég
ætti að gera næst. Þetta var stund
sannleikans. Og ennþá er það
líkast martröð að skoða skotin en
óneitanlega fylgir því góð tilfinn-
ing þegar þau takast. Það eru
mín einkunnarorð að ekkert sé
betra en góð skot, jafnvel kynlíf
stenst ekki samjöfnuð, þau taka
einfaldlega öllu fram.
Sp.: Nú hefur þú unnið með
tveimur mjög ákveðnum fram-
leiðendapörum - Don Simpson
og Jerry Bruckheimer að Flash-
dance og Stanley Jaffe og Sherry
Lansing að Fatal Attraction.
Hvernig var þessi samvinna?
Lyne: Ég verð að segja það
eins og er að þegar Flashdance
var á lokastigi var ég orðinn ansi
einmana. Vinnan hafði gengið
mjög vel en seinustu vikuna áður
en myndin kom út seldi kvik-
myndafyrirtækið 25 eða 30% af
eignarhluta sínum í henni. Menn
voru orðnir hræddir. Mýsnar
tóku að flýja skipið og dularfull
fundahöld voru á bak við tjöldin.
Framkvæmdastjórnin heimtaði
að sjá skotin og líkaði þau ekki.
Þeir gátu ómögulega skilið að
maður notaði aðeins þau góðu og
að kannski 50% þeirra höfðu
mistekist. Svo byrjaði maður allt
í einu að fá boð að ofan um það
hvernig hlutirnir áttu að vera eða
ekki að vera. Þegar svona er
staðið að málum verður ekki hjá
því komist að beita blekkingum
til að fá sitt fram.
Reynsla mín í sambandi við
Fatal Attraction var hins vegar
öll önnur og betri.
Sp.: Hvað gerist ef þú og fram-
leiðandinn verða ósammála?
Lyne: Ég held að árekstrar séu
nauðsynlegir upp að vissu marki.
Ég skelfist samfélag eintómra
jábræðra. Fjöldinn allur af leik-
stjórum heldur að þeir séu heil-
agt guðslamb sem ekkert má
segja á móti og ekki andmæia í
neinu. Þessir menn eru á stór-
kostlegum villigötum og vand-
ræði þeirra eru yfirþyrmandi.
Skiptar skoðanir eru mikilvægar
vegna þess að þá þarftu að rétt-
læta þínar skoðanir, það sem þú
vilt gera, og framleiðandinn þarf
að verja sínar. Og ákaflega oft er
til þriðja útleiðin sem er betri en
báðar hinar. En hún finnst ekki
nema árekstrar verði.
Sp.: Fatal Attraction er í öllu
ólík fyrri mypdum þínum. Var
það viljandi vits að svo varð?
Lyne: Ég var að sumu leyti
sammála þeim gagnrýnendum er
sögðu að Nine Jé Weeks hefði
verið heldur mikið eins og könn-
un á möguleikum kvikmynda-
tökutækninnar og því orðið fyrir
bragðið svolítið eins og óraun-
veruleg glansmynd. í Fatal
Attraction reyni ég að hafa
augnhrifin fremur í bakgrunni.
Ég neitaði mér um öll bakljós og
alla filtera. Með öðrum orðum,
ég vildi að leikurinn bæri mynd-
ina uppi og augnhrifin styddu við
bakið á honum en kæfðu hann
ekki.
Sp.: Komu ekki fleiri en ein
sögulok til greina í Fatal Attract-
ion?
Lyne: Fyrst þegar ég las hand-
ritið endaði það þannig að
Michael Douglas fór í grjótið
vegna þess að fingraför hans
fundust á hnífnum sem Glenn
Close notaði til að bana sjálfri sér
með. Ég las þetta og hugsaði:
„Þetta er stórkostlegt. Hún kem-
ur höggi á hann úr gröfinni.“ En
ef þú eyðir tveimur klukkustund-
um í að gera fjölskyldu sem geð-
felldasta í augum áhorfenda þá er
erfitt að gera þeim annað eins og
þetta. Við byrjuðum því tökurn-
ar vitandi að ekki var fullákveðið
hver endirinn ætti að vera. Ég
held að þau málalok sem urðu
ofan á að lokum, jafnvel þó þau
séu svolítið í barokstíl og óttaleg,
hafi betur hæft söguþræðinum.
En ég er jafnframt viss um að til
er betri endir en sá sem við
fundum.
Ég hef aldrei skilið allt þetta
veður sem gert var út af því að
við kvikmynduðum endinn aftur
og þá breyttan. Woody Allen
myndar upp aftur að minnsta
kosti 50% af öllum kvikmyndum
er hann gerir. Enginn segir orð
við því, að minnsta kosti hef ég
ekki orðið var við það. Þegar þú
sýnir áhorfendum grófklippta
mynd í fyrsta skiptið og gerir síð-
an breytingar á henni er það svip-
að og að sýna leikrit á litlu sviði
og breyta því síðan áður en það
er sett upp á Broadway.
Sp.: Geturðu úrskýrt fyrir okk-
ur hvernig þú gekkst til verks að
mynda samræðið í Fatal Attract-
ion?
Lyne: Með mikilli skelfingu.
Vandræðagangurinn var mestur
áður en tökurnar hófust. Maður
hugsaði of mikið um þetta, talaði
of mikið: Nú eru fimm dagar
þangað til, sagði ég við Michael
og sá um leið eftir orðunum. Það
er mjög mikilvægt að flétta inn í
ástaratriði einhverju spaugilegu
svo áhorfendur fái ástæðu til að
hlægja svolítið, - þannig var
brókaratriðið með Michael
Douglas hugsað. Ef þetta gleym-
ist munu áhorfendur engu að síð-
ur hlægja en þá verður það vand-
ræðahlátur þess sem fer hjá sér
við að sjá fólk hafa samfarir. Það
er nefnilega vandræðalegt að
sitja í bíói með standpínu.
Hvað snertir leikarana þá reyni
ég að vera léttur í viðmóti og
hress því þetta er ákaflega ein-
manaleg staða fyrir leikara að
vera í. Það hjálpar að ég vinn
alltaf með fámennu starfsliði og
•hef engan viðbúnað við að koma
kyikmyndatökuvélunum fyrir.
Tökumenn mínir halda einfald-
lega á þeim.
Sp.: Hvert er mest kynæsandi
atriðið sem þú hefur séð í bíó-
mynd?
Lyne: Mér fannst atriðið í
Witness, þega Harrison Ford og
Kelly McGillis horfast í augu fyr-
ir utan bílinn og vita um leið að
þau eiga eftir að elskast, sérstak-
lega rafmagnað. Þarna skapaðist
mikill tilfinningahiti og þó snert-
ust þau ekki einu sinni. Annars
finnst mér að enginn hafi enn náð
að kvikmynda virkilega kynæs-
andi atriði.
Sp.: Þú hefur sagt að þér falli
illa að kvikmynda eftir ákveðn-
um reglum, eða ákveðinni fyrir-
fram gerðri áætlun. Hvað ræður
þá staðsetningu tökuvélanna?
Lyne: Mér finnst að sagan eigi
að ráða á hvern hátt þú myndar
atriðin. Þegar þú hefur ákveðið
hvaða tilfinningar eru mikilvæg-
astar í hverju myndatriði þá áttu
að láta stjórnast af því. Þetta á að
ráðast á staðnum en ekki löngu
áður því þá er boðið heim þeirri
hættu að þú hafir ekki nauðsyn-
lega tilfinningu fyrir atriðinu og
takan getur orðið bæði þvinguð
og heimskuleg.
Sp.: Hvernig var að vinna með
Jennifer Beals í Flashdance?
Lyne: Við erum hreinar and-
stæður en hún er ákaflega aðlað-
andi en ekki mjög kraftmikil.
Annars er það mjög athyglisvert
hvernig sumir verða stjörnur og
aðrir ekki. Tökum Kim Basinger
sem dæmi. Hún er ekki tæknísk á
borð við Glenn Close en samt
hefur hún ríkari eðlisávísun og er
fyrir vikið flinkari að færa sér
aðstæðurnar í nyt hverju sinni.
Þess vegna gæti ég alveg eins
trúað þvf að Basinger væri
stjarna.
Þeir eru margir afbragðs leik-
ararnir sem ekki eru stjömur
vegna þess eins að þeir krefjast
ekki athygli. Þú getur ekki tekið
augun af stjörnu. Ég man eftir
því að Billy Wilder sagði eitt sinn
um Marilyn Monroe að hún væri
hræðileg leikkona. Henni gengi
illa að læra rulluna og væri langt
frá því að sýna einhverja takta
við kvikmyndunina. Þeir þyrftu
að klippa hluta úr þessari töku og
annan úr hinni og þannig skeyta
saman skotum úr 15 tökum af
sama atriðinu til að fá eitthvað
sem bjóðandi væri áhorfendum.
En þrátt fyrir þetta væri útkoman
sem töfrar og Monroe hrifi bíó-
fara upp úr skónum.
Sp.: Er mikilvægt fyrir leik-
stjóra að vera í senn rithöfundur?
Lyne: Ég skrifaði nokkrar af
fyrstu stuttu myndunum sem ég
gerði og árangurinn var slíkur að
ég hef ekkert föndrað við skriftir
síðan. Það sem gerist þegar leik-
stjóri skrifar er að hann setur á
blað það sem hann langar til að
mynda. Og áður en við verður lit-
ið ertu byrjaður að endurtaka
sjálfan þig. Útkoman verða
klisjur. Tilbreytingarleysi.