Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Þriðjudagur íi.' ápril 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 900 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 80 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 595 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), BJÖRN JÓHANN BJÖRNSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960), EGILL H. BRAGASON, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON (Reykjavík vs. 91-17450, pósthólf 5452, 105 Reykjavík), ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRÍMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Jafnréttisbarátta fatlaðra Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra, gaf fyrir nokkru út stefnuskrá sem samþykkt var síð- astliðið haust. í stefnuskránni kennir margra grasa. Grunntónn hennar er að bar- átta fatlaðra sé barátta fyrir mannréttind- um, til jafns við aðra hópa þjóðfélagsins. Barátta fatlaðra sé því jafnréttisbarátta, í víðtækasta skilningi þess hugtaks. Ríkarður Jónsson, myndhöggvari, skar eftirfarandi ljóðlínur í fundarhamar samtak- anna: „Alltaf beita upp í vindinn, eygja, klífa hæsta tindinn. “ Þessi orð eru, sem betur fer, sannmæli um frumherja Sjálfsbjargar á ís- landi. Innan raða samtaka fatlaðra hefur verið baráttu- og hugsjónafólk sem af eld- móði hefur ráðist á múra skilningsleysis og tillitsleysis. Því miður er það staðreynd að fatlaðir hafa þurft að berjast fyrir öllum sínum kjarabót- um gegn kerfi sem oft á tíðum hefur sýnt þeim takmarkaðan skilning. Þó hafa stór- virki unnist í málefnum þeirra, eins og dæm- in sanna. Mannvirki hafa risið í þágu fatl- aðra og frá félagslegu sjónarmiði hafa sam- tök þeirra, Sjálfsbjargarfélögin og landssam- band Sjálfsbjargar, skipulagt starfsemi sína og reynt að hafa áhrif á gang hagsmuna- mála sinna í stjórnkerfinu og hjá löggjafar- valdinu. Ytri og innri uppbygging Sjálfs- bargar ber félögunum, ekki síst brautryðj- endunum, fagurt vitni. Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar, lands- sambands fatlaðra, fundaði með stjórnum Sjálfsbjargarfélaganna á Akureyri og Húsa- vík fyrir skömmu. Á Akureyri samþykktu framkvæmdastjórn landssambandsins og stjórn félagsins í bænum ályktun. Þar er þeim eindregnu óskum beint til samtaka launafólks, sem á í kjarabaráttu, að styðja jafnréttisbaráttu fatlaðra, og að bera fram ákveðnar kröfur um hækkun á örorkulífeyri og bótum honum tengdum frá Trygginga- stofnun ríkisins. Farið er fram á að allar hækkanir, sem um semst í komandi kjara- samningum, komi ofan á bætur almanna- trygginga. Barátta fatlaðra fyrir mannréttindum og jafnrétti á ekki að einskorðast við samtök og félög fatlaðra. Þau mega sín lítils nema ófatl- aðir sýni málefnunum skilning og reyni að setja sig í spor þeirra sem fatlaðir eru. EHB „Þær hvalveiðar sem enn eru stundaðar af hálfu Is- lendinga eru unnar sam- kvæmt vísindaáætlun til þess að afla aukinnar vitneskju um lifnaðar- hætti þessara dýra,“ segir greinarhöfundur m.a. Þórður Ingimarsson skrifar: Hvaluriim minn syndir „Hvalurinn minn er að synda. Hann er í hafinu fyrir sunnan Island og stefnir í suðvestur. Hann hefur fengið tilfinningu fyr- ir æti. Þótt hann sé ekki verulega svangur herðir hann ferðina. Það er líka gott að fá dálitla hreyf- ingu. Ég á þennan lival. Ég hef ættleitt hann. Þannig er hann sonur minn þótt ég viti ekki hvors kyns hann er og fái aldrei að vita það. Ég greiði meðlag með honum. Eina fimm þúsund konu á mánuði eins og með barni eða kaupa ríkisskuldabréf með kredit- korti. Ég veit einnig að meðlagið frá mér nær aldrei til hans. Það er ekki keyptur matur handa hon- um fyrir þessar krónur og hann verður sjálfur að synda um og leita sér að æti. Eins og hann hef- ur alltaf gert. Ég greiði meðlagið til náttúruverndarsamtaka því ég veit að ef ég styrki þau eru minni líkur til að einmitt þessi hvalur verði veiddur. Ég veit að ef nátt- úruverndarsamtökin eru fjáð og öflug er minni hætta á að Islend- ingar veiði hann. Hvalurinn minn syndir áfram. Hann hefur ekki hugmynd um að hann eigi föður á þurru landi, sem greiði náttúru- verndarsamtökum peninga til að berjast gegn því að fólk á vestur- löndum borði íslenskan fisk." Spilað á tilfinningastrengi Þetta sjónarmið er engin hug- arsmíð. í kvikmynd Magnúsar Guðmundssonar, Lífsbjörg í norðurhöfum. er viðtal við nátt- úruverndarmann sem lýsir með hvaða hætti fólk hefur ættleitt hvali í hafdjúpunum í bókstaf- legri merkingu. Það er í sjálfu sér eðlilegt að fá ást á dýrum. Fólki þykir vænt um gæludýrin sín. Ég man þegar ég var barn að alast upp í sveit að tár féllu þegar heimagangurinn var fluttur til sláturhússins. Ég hafði þó verið samtíða lambinu heilt sumar. Gefið því og klappað. Fólk er ekki samtíða hvölum í úthafinu. Það þekkir ekki hvalinn sinn. Það er hægt að ná tilfinningum fólks með myndum af dýrum. Selir eru einkar heppilegir í því sambandi. Þegar náttúruverndar- samtök fóru herferðir gegn sel- veiðum eskimóa var sú aðferð óspart notuð. Sýndar myndir af selkópum sem lágu á ísnum og litu dimmbláum bænaraugum til myndavélarinnar. Fólk komst við Þórður Ingimarsson skrifar: og hugsaði. Er verið að drepa þessi litlu fallegu dýr? Það er synd. Það er mannsmorð. Þessi tilfinning sem náði mikilli útbreiðslu meðan á selaherferð- inni stóð hefur færst yfir á hvali þótt augnaráð þeirra kalli alls ekki á eins mikla samúð og ásýnd selsins. Með stöðugum áróðri um ógn og útrýmingu af mannanna hálfu er luegt að framkalla og við- halda þeirri tilfinningu þannig að fólk lætur fjármuni af hendi jafn- vel í ættleiðingarskyni. Ábatasöm barátta Náttúruverndarsamtök eiga margvísleg verkefni fyrir höndum. í því sambandi má nefna losun mengunarvaldandi úrgangs frá iðjuverum. Bæði í sjó og á landi og ekki síst út í and- rúmsloftið. Það má nefna regn- skóga Suður-Ameríku. Það má nefna efni er ver jörðina fyrir útfjólubláum geislum frá sól. Þannig mætti áfram telja. Verk- efnin eru óþrjótandi og víst er að af röngum vegi verður ekki snúið í mörgum tilfellum nema til komi öflugur áróður og almennings- álit. I stað þess að snúa sér af alvöru, krafti og þunga að þess- um viðfangsefnum virðast sum náttúruverndarsamtök miða þarfir heimsins við það að hætt verði að veiða hvali. Mikið hefur dregið úr þeim á síðari árum. Vitað er að hvalastofnar eru ekki í útrýmingarhættu. Þær hvalveið-' ar sem enn eru stundaðar af hálfu íslendinga eru unnar samkvæmt vísindaáætlun til þess að afla auk- innar vitneskju um lifnaðarhætti þessara dýra. Það er verið að afla upplýsinga um dýrin í því skyni að vernda tilveru þeirra. Líklegt er að veiðum þessum verði hætt að minnsta kosti um einhvern tíma þegar vísindaáætluninni lýkur. íslendingar eru því ekki að útrýma hvölum heldur vinna að velferð þeirra. En vegna þeirra tilfinninga sem búið er að skapa á meðal fólks víða um heim er ábatasamara að berjast gegn hvalveiðum en ýmsu öðru sem þarfara væri að vinna gegn. Nátt- úruverndarmenn telja einnig auðvelt að berjast gegn íslend- ingum. Að skapa andúð á ein- hæfum útflutningi þeirra í helstu viðskiptalöndum er nóg til þess að hræða þá og kljúfa samstöðu þeirra. Það hefur lítið orðið vart við mótmæli gegn japönskum bíl- um í Bandaríkjunum eða Vestur- Þýskalandi svo dæmi sé tekið. Islendingar eru auðveld bráð í þessu efni og því eftirlæti náttúru- verndarsamtaka. Og það versta er að þeir ætla að haga sér í sam- ræmi við þær væntingar sem aðfaramennirnir gera sér. Megum ekki láta undan íslendingar mega ekki láta undan í hvalamálinu. Þeir verða að Ijúka vísindaveiðunum en stöðva síðan veiðar á meðan þeir vinna úr þeim upplýsingum sem fengist hafa. Þær niðurstöður ásamt samskiptum við vísindamenn annarra þjóða verða síðan að ráða um hvort verður veitt á ný. Ef við gefumst upp fyrir jafn lævíslegri aðför og nú er að okkur beint sköpum við okkur fordæmi á alþjóðlegum vettvangi. Fordæmi sem við höfum aldrei sýnt. „ís- lendingar gefast upp ef einhver hótar að kaupa ekki fiskinn þeirra," má ekki verða að ímynd þjóðarinnar út í frá. Við stóðuni sjálfstæðisbaráttuna af okkur. Við færðum landhelgina í þrjár, fjórar, tíu, fimmtíu og tvöhundr- uð mílur þótt það kostaði átök. Við eigum fyrir höndum samn- inga við aðrar Evrópuþjóðir um samvinnu á sviði viðskipta. Hvernig ætlum við að verja hags- muni okkar í framtíðinni ef við lyppumst niður vegna þessa síð- asta árs vísindaveiða á hvölum? „Á meðan heldur hvalurinn ininn áfram að synda. Hann finn- ur sér æti suðvestur af íslandi. Hann verður ekki veiddur og ef svo ólíklega vill til þá leggur hann sitt af mörkum til að afla mannin- um þekkingar á hvölum og eykur lífsmöguleika þeirra. Ég vona þó að hann syndi ekki svo langt frá íslandsströndum að ætið hans hafi orðið eitruðum úrgangi Evrópuþjóða að bráð."

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.