Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 11. apríl 1989
Þriðjudagur 11. apríl 1989 - DAGUR - 9
íþróttir
Blak:
Undir lok þingsins var ISI-
bikarinn afhentur, en hann hlýtur
sá einstaklingur sem unnið hefur
ötullega að framgangi sinnar
íþróttar með þjálfun, góðum
árangri eða á annan hátt. Undan-
farin þrjú ár hefur Jón Óðinn
Óðinsson júdómaður unnið
bikarinn en nú var það annar
kraftakarl, Haraldur Ólafsson
lyftingakappi, sem hlaut bikar-
inn.
Guðrún H. Kristjánsdóttir íþrótta-
■naður Akureyrar 1988.
Knattspyma:
Þórsarar með
helmingsnýtingu
- Unnu einn, eitt jafntefli og eitt tap
Þórsarar fóru suður um helg-
ina og léku þrjá leiki í þeirri
ferð. Þeir unnu FH 4:1, gerðu
síðan jafntefli við Fram 0:0 og
töpuðu síðasta leiknum 3:5 fyr-
ir Akurncsingum.
Fyrsti leikurinn var við FH á
föstudagskvöldið. Það er
skemmst frá því að segja að Þórs-
arar höfðu nokkra yfirburði í
leiknum og áttu FH-ingar sér
ekki viðreisnar von í þeint leik.
Hlynur Birgisson virðist í góðu
formi núna og skoraði hann tvö
mörk í leiknum fyrir Þórsara.
Árni Þór Árnason gerði eitt mark
og síðan sctti Axel Vatnsdal síð-
asta markið. Undir lok leiksins
minnkaði Pálnti Jónsson ntuninn
fyrir Hafnfirðingana í 4:1 nteð
ágætu marki.
Á laugardeginum mættu Þórs-
arar íslandsmeisturum Fram og
var leikur þeirra hinn fjörugasti.
Hvorugu liðinu tókst að koma
tuðrunni í netið þrátt fyrir ágæt
marktækifæri og endaði því
leikurinn með verðskulduðu
jafntefli 0:0.
Á leiðinni norður stoppuðu
Þórsarar á Akranesi og léku við
heimamenn á besta knattspyrnu-
velli landsins um þessar mundir,
Langasandi. Jafnræði var með
liðunum framan af en Júlíus
Tryggvason skoraði fyrst fyrir
Þór. Alexander Högnason jafn-
aöi fyrir ÍA. Síðan skoraði
Valgeir Barðason fyrir ÍA, en
Hlynur jafnaði leikinn. Ungurog
efnilegur leikmaður hjá ÍA, Páll
Guðmundsson, skoraði þriðja
markið en Hlynur jafnaði leikinn
enn á ný. En undir lok leiksins
skoruðu þeir Stefán Viðarsson og
Aðalsteinn Víglundsson fvrir
heimamenn og tryggðu þeim
sigur.
Þessi úrslit lofa góðu fyrir
Þórsara sem urðu, eins og kunn-
ugt er, fyrir mikilli blóötöku fyrir
þetta tímabili. Það nýjasta er að
Bjarni Sveinbjörnsson er endan-
lega úr leik í knattspyrnunni. Sjá
nánar á síðu 8.
Þess má geta að fyrsti leikur
Þórs í 1. deildinni verður heitna-
leikur gegn Víkingum á Akureyri
sunnudaginn 21. maí. en KA-
menn leika á útivelli gegn FH-
ingum í Hafnarfirði á sama tíma.
Eldridansa-
klúbburinn
Dansleikur
í Lóni Hrísalundi 1, laugardaginn
15. apríl kl. 22.00-03.00.
Hljómsveit Bigga Mar sér um fjörið.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Úrslit í 3. flokki:
Fram íslandsmeistari
- Þór vann KA í leik um bronsið 18:12
Úrslitin í 3. flokki karla fóru
fram á Akureyri um helgina.
Framarar urðu íslandsmeistar-
ar er þeir unnu lið Vals 8:7 í
spennandi úrslitaleik. Lið KA
og Þórs stóðu sig vel og voru
t.d. KA menn hársbreidd frá
því að komast í úrslitaleikinn.
En í innbyrðisviðureign lið-
anna sigraði Þór örugglega
18:12.
Það voru 10 lið sem komust í A
úrslitin að þessu sinni. Bæði
Akureyrarliðin, KA og Þór,
komust í úrslit að þessu sinni og
er það það mjög góður árangur
hjá báðum liðum. Reyndar hafa
Þórsarar verið í fremstu röð í
þessum aldursflokki á fjölliða-
mótunum í vetur. Þeim liðum
sem komust í úrslit var skipt í tvo
riðla. Þór lék í A riðli en KA í B
riðli. Þórsarar byrjuðu á því að
sigra Breiðablik örugglega 18:10.
KA vann síðan ÍR í hörkuleik
21:18.
Á laugardeginum sigraði Þór
Víking 14:11 í skemmtilegum
leik. KA vann síðan Tý 20:17 á
sannfærandi hátt. Þórsarar náðu
sér ekki á strik gegn Fram og töp-
uðu nokkuð stórt 22:16. Á sama
tíma héldu KA-menn að koma á
óvart og sigruðu Aftureldingu
15:14 í jöfnum leik. Þórsarar
sigruðu síðan Stjörnuna 17:13 og
þurftu þá að bíða eftir úrslitum í
Íeik Breiðabliks og Fram til að fá
að vita hvort þeir myndu leika
um 1. eða 3. sætið.
Fram sigraði síðan Blikana
14:12 í hörkuleik og það lá því
fyrir að Þór myndi spila um 3.
sætið en Framarar um það fyrsta.
En spennan var mikil fyrir leik
Vals og KA. Ef KA tækist að
sigra myndu þeir leika um 1 .sætið
gegn Fram en Valsmönnum
nægði jafntefli. Það er skemmst
frá því að segja að leik liðanna
lyktaði með jafntefli 16:16 eftir
jafna og skemmtilega keppni.
Þetta dugði Valsmönnunum til
að komast í úrslitaleikinn.
Þórsarar unnu síðan sannfær-
andi sigur 18:12 á liði KA sem
virkaði hálf-utanveltu eftir hinn
spennandi leik við Val.
Leikur Fram og Vals um
íslandsmeistaratitilinn var jafn
og spennandi. Framarar voru yfir
5:3 í leikhléi en Valsmenn náðu
að jafna 6:6. En Framarar voru
sterkari í lokin og sigruðu 8:7 og
eru því íslandsmeistarar 1988 í 3.
flokki karla.
Framkvæmd úrslitanna var í
höndum Þórsara og KA-manna
sameiginlega og heppnaðist sú
samvinna prýðilega. Állar tíma-
áætlanir stóðust fullkomlega og
var samdóma álit gestaliðanna að
framkvæmdin hefði verið til
sóma. Þegar mótinu lauk fór
fram verðlaunaafhending fyrir
Akureyrarmót og fengu þeir sem
mættu verðlaunapening.
Úrslit í einstökum leikjum
urðu þannig:
Úrslit í einstökum leikjum
urðu þannig:
Fram-Víkingur 21:14
Þór-UBK 18:10
Valur-UMFA 18:12
Fram-Stjarnan 20:22
ÍR-KA 18:21
Valur-Týr 17:15
Víkingur-Þór 11:14
UBK-Stjarnan 10:17
UMFA-ÍR 12:13
KA-Týr 20:17
Fram-Þór 22:16
Víkingur-UBK 18:15
Þór-Stjarnan 17:13
Valur-ÍR 22:16
UMFA-KA 14:15
ÍR-Týr 14:17
Fram-UBK 14:12
V íkingur-Stj arnan 19:12
Valur-KA 16:16
UMFA-Týr 14.17
íþróttamaður Akureyrar:
Guðrún valin
- Haraldur hlaut ÍSÍ-bikarinn
- séra Pálmi Matthíasson nýr formaður ÍBA
Guðrún H. Kristjánsdóttir var
kosinn Iþróttamaður Akureyr-
ar fyrir árið 1988. Úrslitin voru
kunngjörð á þingi íþrótta-
bandalags Akureyrar sem
haldið var í Lundarskóla á
laugardaginn. Séra Pálmi
Matthíasson var kosinn nýr for-
maður ÍBA í stað Knúts Ott-
erstedt sem ekki gaf kost á sér
til endurkjörs. Haraldur Ólafs-
son lyftingakappi hlaut ÍSI-
bikarinn fyrir störf sín að fram-
gangi lyftingaíþróttarinnar á
Akureyri.
Þingið var frekar rólegt og var
ekki mikið um hitamál að þessu
sinni. Stefnumörkun fyrir sam-
bandið var rædd og ályktanir um
þau málefni samþykktar.
I kjörinu um íþróttamann
Akureyrar fékk 21 íþróttamaður
atkvæði. Guðrún varð í fyrsta sæti,
eins og áður sagði, með 171
atkvæði. Þess má geta að þetta er
í annað skiptið sem hún er kosinn
íþróttamaður Akureyrar, en í
fyrra skiptið var það árið 1985.
í öðru sæti varð Haraldur
Ólafsson lyftingamáður með 165
stig. Erlingur Kristjánsson hand-
knattleiks- og knattspyrnumaður
úr KA varð í þriðja sæti með 97
stig. Guðlaugur Halldórsson
júdómaður úr KA varð í fjórða
sæti með 95 stig og Haukur Val-
týsson blakari í fimmta sæti með
86 stig.
Það voru fulltrúar allra sérsam-
bandanna, auk íþróttafrétta-
manna, sem höfðu atkvæðjsrétt í
þessu kjöri.
Knattspyma:
Bjarní endanlega úr leik
- læknar ráðleggja honum að hætta
Bjarni Svcinbjörnsson er nú endanlega úr leik.
JÚdÓ:
KA-merm í Keflavík
- Ágætur árangur á afmælismóti
Bjarni Sveinbjörnsson knatt-
spyrnumaöur úr Þór er nú lík-
legast endanlega úr leik í
boltabaráttunni. Bjarni hefur
átt við þrátlát hnémeiðsli að
stríða undanfarin ár, en var
byrjaður aftur í fyrra og hafði
æft vel á þessu ári. En um
helgina tjáðu læknar honum
að hnéð þyldi þetta ekki lengur
og hefur Bjarni því ákveðið að
leggja skóna á hilluna.
„Þetta er auðvitað svekkjandi,
en ég er búinn að eiga svo lengi í
þessum meiðslum að þetta kom
manni svo sem ekki á óvart,“
sagði hann í samtali við Dag.
Bjarni hafði leikið 50 leiki í
fyrstu deildinni og skorað 18
mörk í þessum leikjum. Þar að
auki lék hann einn A-landsleik
og þrjá unglingalandsliðsleiki.
Það verður því sjónarsviptir að
þessum snjalla leikmanni úr bolt-
anum og skarð fyrir skildi því
hann er ekki nema 25 ár gamall.
Fjarvera Bjarna er enn eitt
áfallið fyrir Þórsliðið sem, eins og
kunnugt er, missti marga af lyk-
ilmönnum sínum fyrir þetta
tímabil. En maður kemur í
manns stað og ungu strákarnir
hafa staðið sig vel í undanförnum
æfingaleikjum.
Þrír júdómenn úr KA, þeir
Trausti Harðarson, Hans Rún-
ar Snorrason og Guðlaugur
Halldórsson, tóku þátt í
Afmælismóti UMFK í tilefni
40 ára afmælis Keflavíkurbæj-
ar. Guðlaugur lenti í 2. sæti í
sínum þyngdarflokki og
Trausti í 3. sæti og er það vel
viðunandi árangur.
Guðlaugur glímdi í -80 kg
flokki og tapaði þar úrslitaglím-
unni á dómaraúrskurði. Trausti
Harðarson keppti í -68 kg flokki
og lenti í 3. sæti eftir hörkuviður-
eignir. Hans Rúnar Snorrason
var sleginn út í undanriðli.
Úr leik Þórs og KA um 3. sætið. Karl M. Karlsson á hér góða línusendingu á Jón Egil Gíslason
án þess að Rúnari Sigtryggssyni takist að koma í veg fyrir það. En Þórsarar hrósuðu sigri í lok-
in 18:12. Mynd: AP
Haraldur Ólafsson tekur við
ISI-bikarnum úr hendi Knúts
Ottesen fráfarandi formanns
ÍBA. Jón Arnþórsson fylgist,
með fundarmönnum. Inn-
fellda myndin er af séra Pálma
Matthíassyni hinum nýja for-
manni ÍBA.
Nýkomið!
★ MIG-suöuvélar
★ Hleðslustöðvar
★ Rafsuðuþráður
★ Rafsuðuvír
Véladeild
Óseyri 2 • Símar 22997 & 21400
KA rúllaði Þrótti upp
Norðanliðin börðust um bronsið í 1. flokki
íslandsmótinu í blaki lauk um
helgina. KA-menn settu
punktinn yflr i-ið á laugardag-
inn þegar þeir léku við Þrótt í
síðasta leik úrslitakeppninnar
og hreinlega jörðuðu sunnan-
mennina. Þar með var orðið
Ijóst að KA náði þeim ein-
stæða árangri að sigra alla sína
leiki í íslandsmótinu í vetur en
eini leikurinn sem liðið tapaði
var á móti Þrótti í bikarkeppn-
inni. Að leik loknum á laugar-
daginn voru KA aflient sigur-
launin, glæsilegur bikar sem
a.m.k. næsta árið verður
geymdur hjá félaginu. Þá
fengu Víkingsstúlkur einnig
sigurlaun sín afhent á laugar-
daginn en þær unnu úrslita-
keppnina í kvennaflokki með
nokkrum yfirburðum.
Norðanliöin börðust um
verðlaunasæti í 1. fl.
Um helgina fór einnig fram loka-
keppni í 1. fl. karla í blaki. Á
föstudaginn tapaði KA fyrir
Þrótti og Óðinn tapaði fyrir ÍS. Á
laugardaginn spiluðu Þróttarar
og IS til úrslita um fyrsta sætið og
lauk leiknum með sigri Þróttar,
3:2, eftir að ÍS hafði sigrað í
fyrstu tveimur hrinunum. KA og
Óðinn léku til úrslita um brons-
verðlaunin og þar var ekki síður
skemmtilegur leikur. KA vann
fyrstu hrinuna 15:11 en Óðinn
svaraði fyrir sig í annari hrinu og
sigraði 15:9. Næstu tvær hrinur
voru mjög jafnar en KA hafði þó
sigur í þeim báðum og vann því
leikinn 3:1.
Sætur sigur á Þrótti
Sem fyrr segir var meistarabragur
á leik KA gegn Þrótti. Fyrir leik-
inn höfðu KA-menn tryggt sér
íslandsmeistaratitilinn og því var
mun minni pressa á liðinu en ver-
ið hefur í síðustu leikjum liðsins.
Margir áttu von á að Þróttarar
mættu mjög sterkir í leikinn enda
eiga þeir fyrir höndum úrslita-
leik í bikarkeppninni þar sem
þeir mæta IS.
Skemmst er frá því að segja að
Þrír efstu mcnn í sviginu á laugardag, Valdimar nr. 1, Kaufmann nr. 2 og
Daníel nr. 3.
Þróttarar hreinlega sváfu framan
af fyrstu hrinunni á láugardaginn.
KA kom boltanum hvað eftir
annað í gólfið hjá andstæðingum
sínum og það var ekki fyrr en
staðan var orðin 7:0 fyrir KA að
Þróttarar fóru að taka við
boltum. Þeir náðu að minnka
muninn niður í fjögur stig þegar
minnst var, 9:5, en þá gáfu þeir
eftir á ný og KA tryggði sér sigur-
inn í hrinunni, 15:8.
Hejdur annar bragur var á
Þrótti þegar í aðra hrinuna kom.
Allt útlit var fyrir að þeir ætluðu
að sigra hrinuna, höfðu lengstum
gott forskot og náðu 7 stiga for-
skoti þegar mest var, 10:3. Þá
fóru hjólin smátt og smátt að
snúast hjá KA, hávörnin varð
þéttari og sóknirnar vandaðri.
Áhorfendur áttu þó flestir von á
að sigurinn í hrinunni yrði Þrótt-
ara þegar staðan var orðin 13:7
en þá kom kaflinn sem skipti
sköpum í leiknum. Á næstu
mínútum fengu áhorfendur að
sjá þann styrk sem býr í KA-lið-
inu þegar það nær sér á strik.
Engu var líkara en Þróttarar
hefðu hlaupið á vegg því þeir
komust hvergi í sóknum sínum
og áttu skyndilega í vök að
verjast. KA halaði inn hvert stig-
ið af öðru, jafnaði hrinuna 13:13
og sigraði síðan 15:13.
Yfirburðir KA í þriðju hrin-
unni voru ótrúlegir. Hávörnin
var sem veggur og þeir boltar
sem Þróttarar náðu að koma yfir
varnarmúrinn voru örugglega
teknir og sendir yfir með góðum
skellum þegar byggðar höfðu
verið upp góðar sóknir. Greini-
legt var að KA-menn ætluðu sér
að sýna klærnar og allt liðið lék
vel. Sigurinn var auðveldur,
Þróttarar urðu að játa sig sigraða
15:2 og þar með fór síðasta tæki-
færi andstæðinga KA í íslands-
mótinu í vetur að stöðva sigur-
gönguna. Hún var samfelld og
verður vonandi áfram næstu árin.
JÓH
Stefán Magnússon og Fei þjálfari hampa hér íslandsmeistarabikarnum eftir leikinn gegn
Þrótti. Mynd: JÓI I
„Aðstaða og framkvæmd til sóma“
- segir Sverre Melby frá Noregi
Norðmaðurinn Sverre Melby
er stigalægsti keppandinn í
sviginu á þessu alþjóðamóti.
Honum gekk ekki vel fyrsta
daginn, féll í síðari ferðinni, en
sigraði síðan naumlega í svig-
inu annan daginn. Við rædd-
um við hann á sunnudaginn
skömmu eftir verðlaunaaf-
hendinguna.
„Eg er að sjálfsögðu ánægður
með sigurinn í dag, þrátt fyrir að
tíminn hafi ekki verið neitt sér-
stakur hjá mér að þessu sinni. En
þetta var uppreisn æru eftir að
hafa dottið í gær,“ sagði Sverre í
samtali við Dag.
„Brautin var nokkuð erfið, sér-
staklega efst en þetta hafðist í
dag,“ bætti hann við hamingju-
samur á svip. Sverre er 20 ára
gamall og er frá smábæ rétt fyrir
után Osló. Þetta er í annað skipt-
ið sem hann kemur til íslands en
í fyrra skiptið stoppaði hann ein-
ungis í tvo tíma á Keflvíkurflug-
velli á leið til Bandaríkjanna.
- Norðmaðurinn var spurður
hvernig honum litist á skipulagn-
inguna á mótinu og hvort hann
myndi koma aftur til íslands að
keppa.
„Skipulagingin á þessu móti er
til fyrirmyndar og ekki spurning
að ég kem aftur til íslands ef ég á
þess kost. Ekki skemmir heldur
veðrið fyrir,“ sagði hann og benti
á sólina sem varpaði geislum sín-
um yfir gesti og gangandi í Hlíð-
arfjalli um helgina.
Sverre sagðist þess fullviss að
þetta mót myndi verða góð aug-
lýsing fyrir SKÍ og aðstöðuna í
Hlíðarfjalli. Hann myndi a.m.k.
dásama þetta fyrir norskum vin-
um sínum og öllum þeim sem á
hann vildu hlýða. Þegar Norð-
maðurinn var spurður um mögu-
leika hans í stórsviginu sagði
hann hógvær á svip: „Ég mun
gera mitt besta."
Sverre Melby frá Noregi sigraði í svigi.
Mynd: AP