Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 11. apríl 1989 - DAGUR - 5 lesendahornið Um ónýtar kartöflur og kjötfars Sigríður Jónsdóttir hringdi. Hún vildi koma á framfæri kvörtun vegna kartafla sem til sölu eru í verslunum, þær væru meira og minna ónýtar. „Ég hef aldrei heyrt aö óhætt sé aö þvo kartöflur þegar búið er að taka þær upp og setja síöan í geymslu. Þær verða súrar, grænar og linar, hreinlega ónýtar. Þetta er gömul trú, þaö má ekki bleyta kartöfl- ur." Sign'ður minntist einnig á kjöt- fars og niðurstöður á rannsókn- um á því. „Ég hef unnið við kjötvinnslu og taldi það saman, að það eru a.m.k. 36 manns sem hafa komið við kjötið í kjötfars- inu, frá slátrun og þar til kjötfars- ið kemst til neytandans. Þessir 36 eru eins og gengur sjálfsagt mis- I þessu, sagði læknir á Akureyri jafnlega hreinlegir. svo það er mér nýlega, að nær annar hver ekkert skrýtið þó gerlar komist í bæjarbúi þjáðist af magakveisu farsið. í beinu framhaldi af | og kemur það mér ekki á óvart." Augnaplástrar dýrir á íslandi Hafdís hringdi: „Mér blöskrar verðið á augnaplástrum hér, en þessir plástrar eru notaðir fyrir augun á tileygðum börnum til að þjálfa þau. Það eru 20 plástrar í pakka og þeir kosta 440 krónur í apóteki. Ég flutti frá Svíþjóð í desember og þar kostaði pakkinn 24 kr. sænskar og ég keypti því pakkann á um 200 kr. íslenskar úti. Mér finnst þetta mjög óraun- hæft verð og mér er spurn hvort þessi álagning sé réttlætanleg. Ég Ófremdarástand í Skipagötu á Akureyri: Gangandi vegíárendur hrekjast út á götuna þarf aö kaupa einn og hálfan pakka af þessunt plástrum á mán- uði og þetta eru orðin ansi mikil útgjöld þegar verðið er svona hátt." Dagur leitaði skýringa hjá apóteki á Akureyri og þar hafði þetta mál veriö kannað. í ljós kont að þetta smásöluverð er í fullu samræmi viö heildsöluverð Yegfarandi hringdi . . . . . . og kvartaði undan því að bíl- um væri lagt upp á gangstétt við Skipagötu, bak við hús Pósts og síma. „Auk þess að leggja bílum í bílastæði við hús Pósts og síma leggur fólk bílum á gangstéttina við innkeyrsluna að því húsi. Gangandi vegfarendur, sér- staklega gamalt fólk, verður oft að ganga út á Skipagötuna þar sem það kemst ekki leiðar sinnar vegna bíla sem hafa hertekið gangstéttina. Það hefur nákvæm- lega ekkert verið gert í þessu. Ekki nokkur skapaður hlutur. Ég hef kvartað undan þessu við lög- regluna á Akureyri en hún lyftir ekki litlafingri til þess að ráða bót á þessu." og álagning í smásölu engan veg- inn óeðlileg. Dýrt í strætó Ung stúlka hringdi: „Ég vil kvarta yfir því hvað strætisvagna- fargjöldin eru orðin há, sérstak- lega fyrir þá sem þurfa að nota strætisvagnana á hverjum degi. Einu sinni fram og til baka á hverjum degi kostar 500 krónur á viku og það er ansi mikið fyrir þá sem eru t.d. í tónlistar- eða myndlistarskóla. Mér þætti eðli- legt að hægt væri að fá afslátt, skólaafslátt, því þetta er mjög dýrt fyrir börn sem þurfa að nota vagnana mikið vegna náms.“ Tómas Ingi Olrich: Burðarás eða bónbjargir? Ég sat nýlega fund, þar sem einn af frammámönnum míns stéttar- félags spurði, hvar hún væri þessi kreppa, sem allir væru að tala um. Benti hann á, máli sínu til stuðnings, að afli hefði sjaldan verið meiri né heldur tekjur þjóðarbúsins. íslendingar halda uppi lífskjör- um með erlendum lántökum, eyða á þessu ári um efni fram, í viðskiptahalla sínum einum, að öllum líkindum 11-13 milljörð- um, og halda þannig áfram að lifa um efni fram eins og þeir hafa gert undanfarin 20 ár (með þrem- ur minni háttar undantekning- um). Þær atvinnugreinar sem eru burðarás velferðarinnar í þessu landi, útflutningsgreinarnar, eru reknar með tapi, þrátt fyrir aumk- unarverða tilburði ríkisvaldsins til að veita þessum greinum lán og styrki til að halda áfram að tapa. Sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru fjöregg landsbyggðarinnar, berjast í bökkum og atvinnuleysi eykst. Við þessar aðstæður spyrja svo fróðir aðkomumenn, hvar hún sé þessi kreppa. Hvaðan koma slíkir menn? Sennilega úr öðrum heimi, en þeim sem við lifum í hér fyrir norðan. Það er margt, sem ýtir undir firringu af þessu tagi. Hverju á fólk að trúa, þegar Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra lýsir því yfir að þjóðin hafi sjald- an verið nær gjaldþroti en nú, en á sama tíma berast þær upplýs- ingar að við séum meðal þeirra þjóða, sem hæstar þjóðartekjur hafa? Hverju eiga menn að trúa, þegar ríkisstjórnin lýsir því yfir að hún sé að lækka vexti með handafli, á meðan raunvextir hafa ekki breyst fyrir tilverknað hennar og nafnvextir fara hækk- andi í hvert skipti sem vaxta- breytingar verða? Jafnframt lýsir viðskiptaráðherra því yfir að ekki sé verið að handstýra vöxtum. Eftir stendur sú staðreynd að vaxtaaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa sáralítil áhrif haft til bóta fyrir atvinnuvegina umfram þá breytingu, sem varð við verð- stöðvunina, sem ríkisstjórn Þor- steins Pálssonar kom á, en áhrif hennar hafa að mestu leyti fjarað út nú. Þessa dagana er búist við einhverri lækkun raunvaxta, sem er rakin til aukins framboðs fjár á lánamarkaði. Handaflskenningin verður naumast trúverðugri fyrir það. Hverju skal trúa þegar ríkis- stjórn, sem telur sig vera sérstak- an málsvara landsbyggðarinnar, vinnur að því að teygja útflutn- ingsatvinnulífið enn lengra út í skuldafenið með sífelldum tap- rekstri? í stað rekstrargrundvall- ar er boðið upp á aukin lán úr atvinnutryggingarsjóði. Hluta- fjársjóðurinn er mjög sérkenni- leg millifærsluleið, sem er fólgin í því að fyrirtæki, sem búið er að keyra ofan í svaðið með vonlaus- um rekstraraðstæðum, sjá sig nauðbeygð til að biðja ríkisvaldið að þjóðnýta sig. Það verk, sem unnið er með þessum sjóði, jafn- gildir í raun eignaupptöku. Er það sérstakt gustukaverk við landsbyggðina að þjóðnýta fyrir- tæki í eigu einstaklinga, hluta- félaga og sveitarfélaga og grafa þannig bæði undan sjálfstæði og sjálfsvirðingu fólksins úti á landi? Hér stangast á yfirlýsingar og staðreyndir. Fyrir okkur, sem búum á landsbyggðinni, er stefna ríkisstjórnarinnar að verða Ijós. Atvinnulífið, sem við byggjum tilveru okkar á og stendur undir velferð íslendinga, á að lifa á bónbjörgum, styrkjum og ríkis- framlögum, sem eru fengin að láni erlendis frá. Við erum á leið aftur til sjötta áratugarins, þegar þjóðin hafði ekki efni á að flytja út fisk, þar eð styrktarsjóðir útflutningsgreinanna tæmdust; munurinn er sá að þá hafði mönnum ekki hugkvæmst að veita í tóma sjóðina erlendu lánsfé. Atvinnulíf landsbyggðarinnar þarf ekki á styrkjum að halda. Það þarf rekstrargrundvöll. Ef þjóðin getur ekki lifað á þeim tekjum, sem atvinnuvegir hennar afla, á hún að minnka við sig eyðslu. Tómas I. Olrich Skrífstofuhúsnæði til leigu í Brekkugötu 1. Úpplýsingar í símum 24340 og 22626. Aðalfundur Aðalfundur Styrktarfélags vangefinna veröur n.k. miðvikudag, 12. apríl, kl. 20.30 í Iðju- lundi. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Önnur mál. Mætum vel og stundvíslega. Stjórnin. Aðalfundur Akureyrardeildar KEA verður haldinn á Hótel KEA í kvöld kl. 20.00. Venjuleg aðalfundarstörf. Felagar fjölmennið og hafid áhríf. Deildarstjórn. BÁTARAFMAGN / JW t \ \ - / NYTT NORÐURLJOS HF. Óseyn 6 • 600 Akureyri Simi 96-22411 Alternatorar, startarar, rafmagnstöflur og siglingaljósaperur o.m.fl. LANDSVIRKJUN BLÖNDUVIRKJUN ÚTBOÐ Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í byggingu stjórnhúss við Blönduvikjun. Stjórnhúsið er þriggja hæða steinsteypt bygging, alls um 1350 m2 að flatarmáli og 6200 m3 að rúmmáli. í því verður stjórnherbergi, rofasalur, verkstæði, geymslur o.fl. Skila skal húsinu að mestu leyti full- frágengnu með loftræsibúnaði, raflögn, pípulögn og innréttingum. Verkið nær einnig til þess að gera und- irstöður fyrir spenna og háspennubúnað utanhúss og að ganga frá lóð við húsið. Gert er ráð fyrir að húsið verði steypt upp að mestu á þessu ári, en verkinu verði lokið að fullu á næsta ári. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík frá og með þriðjudeginum 11. apríl 1989 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð 3000 krónur fyrir fyrsta eintak, en 1000 krónur fyrir hvert eintak þar til viðbótar. Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar í Reykjavík fyrir klukkan 14.00 föstudaginn 12. maí 1989, en þar verða þau opnuð sama dag klukkan 15.00 að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska. Reykjavík, 7. apríl 1989. LANDSVIRKJUN.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.