Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 11. apríl l989—. DA.GUR r- .7
Alþjóðlegt skíðamót í Hlíðarijalli:
Valdimar góður í sviginu
- sigraði á laugardag og var 1/100 úr sek. á eftir fyrsta manni á sunnudag
Veðurguðirnir léku við hvurn
sinn fingur á alþjóðamótinu á
skíðum um helgina. Sólin
skein í heiði og færið var eins
gott og best verður á kosið.
Mörgum keppendum varð hins
vegar hált á svellinu og duttu
fyrsta daginn. Það nýtti Valdi-
mar Valdimarsson frá Akur-
ejri sér vel og sigraði í sviginu.
A sunnudag sigraði síðan
Norðamaðurinn Sverre Melby.
I stórsviginu gekk íslendingun-
um ekki vel og röðuðu erlendu
keppendurnir sér í efstu sætin.
„Þetta mót hefur gengið von-
um framar,“ sagði þreyttur en
ánægður mótsstjóri, Þröstur
Guðjónsson, í gær í samtali við
Dag. „Veðrið hefur leikið við
okkur og allt starfsfólk hefur
staðið sig frábærlega.“
Starfsfólk hefur þurft að vera
mætt upp í fjall kl. 6 á morgnana
og sagði Þröstur að það væri
e.t.v. of mikið að vera með fjög-
ur mót í röð. Það væri ekki hægt
að leggja það á fólk að mæta
svona snemma dag eftir dag en
það eru rúmlega 70 manns sem
lagt hafa hönd á plóginn til þess
að mótið gæti farið fram þessa
daga.
Erlendu keppendurnir hafa
lýst yfir mikilli ánægju með
skipulagningu og allan aðbúnað
og má því fullvíst telja að mótið
verði góð auglýsing fyrir okkur
íslendinga í útlöndum. í sama
streng taka Örnólfur Valdimars-
son og Daníel Hilmarsson sem
hafa mesta reynslu af keppni á
FlS-mótum erlendis. „Skipulagn-
ing þessa móts stenst fyllilega
samanburð yið mót af svipaðri
styrkleikagráðu erlendis og jafn-
vel sterkari mót,“ sagði Örnólf-
Hins vegar er ljóst að ef slíkt
mót verður endurtekið verður að
fá einn eða fleiri sterka skíða-
menn til þess að draga að áhorf-
endur og einnig til þess að hækka
styrkleika mótsins. Þess má t.d.
geta að Valdimar hlaut fáa sem
enga FlS-punkta fyrir sigurinn á
laugardag því bestu mennirnir,
t.d Norðmaðurinn Melby, duttu
og þar með lækkaði styrkleiki
mótsins.
Á laugardag féll tæplega helm-
ingur keppenda strax í fyrri ferð
og þurftu því að hætta keppni. í
síðari ferðinn féllu síðan 13 aðrir
keppendur m.a. bæði Örnólfur
Valdimarsson og Sverre Melby
sem voru meðal fremstu manna
og komust einungis 20 keppend-
ur klakklaust frá mótinu.
Betur gekk síðari daginn og
komust þá rúmlega þrjátíu kepp-
endur í mark heilir á húfi.
Akureyrarþætti þessa móts
lýkur með stórsvigskeppninni í
Hlíðarfjalli í dag kl. 10. Á föstu-
daginn fara síðan tvö mót fram í
Bláfjöllum og þar með lýkur
þessu alþjóðlega móti hér á ís-
landi.
Áhorfendur voru þó nokkuð
margir um helgina en, eins og
gefur að skilja, færri í gær, mánu-
dag. Á laugardag var margt um
manninn í Hlíðarfjalli því veðrið
var eins og best verður á kosið.
Nokkru færri áhorfendur
mættu á sunnudaginn enda var
þungskýjað framan af. En upp úr
hádeginu fór að létta til og þegar
verðlaunaafhendingin fór fram
var komið glaðasólskin og þrátt
fyrir nokkurn vind var skíðafærið
hið besta.
Vegna verkfalls kennara gátu
margir þeirra aðstoðað við mótið
á mánudag og munaði mikið um
þeirra aðstoð. En lítum þá á úr-
slitin:
Úrslit í svigi á laugardag:
1. Valdimar Valdimarsson í. 1:39.15
2. Thomas Kaufman A. 1:43.22
3. Daníel Hilmarsson í. 1:43.93
4. Arnór Gunnarsson í. 1:45.33
5. D.J. Tengdin Bandar. 1:45.81
Úrslit í svigi á sunnudag:
1. Sverre Melby N. 1:40.13
2. Valdimar Valdimarsson í. 1:40.14
3. Örnólfur Valdimarsson í. 1:40.90
4. Daníel Hilmarsson í. 1:42.01
5. Michael Lichtenegger A. 1:42.09
Úrslit í stórsvigi á mánudag:
1. Michael Lichtenegger A. 2:00.74
2. Sverre Melby N. 2:01.32
3. Patrick Wirth A. 2:01.84
4. Tateru Takehana Jap. 2:01.93
5. Gregor Stojanovic Júg. 2:01.95
6. Uros Pavlovcic Júg. 2:02.57.
7. Örnólfur Valdimarsson í. 2:02.88
Valdimar Valdimarsson ásamt einum hclsta kcppinaut sínum Örnólfi Valdi-
marssyni. Mynd: ap
„Bjóst varla við
að ná toppnum“
- segir Valdimar Valdimarsson
Valdimar Valdimarsson frá
Akureyri hefur staðið sig vel á
alþjóðamótinu sem nú stendur
yfír í Hlíðarfjalli. Hann sigraði
í svigi á laugardaginn og varð í
öðru sæti á sunnudaginn, ein-
ungis 1/100 úr sekúndu á eftir
stigalægsta keppanda mótsins,
Sverre Melby frá Noregi.
Valdimar var spurður á sunnu-
daginn hverju hann vildi þakka
þennan góða árangur.
„Það er sambland af heppni og
góðum undirbúningi. Ég átti von
á góðum árangri, en e.t.v. ekki
fyrsta sætinu. Mér gekk ekki
nógu vel á Skíðalandsmótinu á
Siglufirði, þannig að þessi sigur
hér er mjög sætur. Heppnin er
líka til staðar, eins og á laugar-
daginn þegar margir af sterkustu
keppendunum duttu í brautinni.
En þessir tveir keppnisdagar lofa
góðum um framhaldið,“ sagði
Valdimar.