Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 11.04.1989, Blaðsíða 6
6 WÁ&Öfr - ÞKrðjudagúr i i. Tónlistarskólinn á Akureyri: Mikil adsókn að fjölskylduhátíð - a.m.k. 1500 manns kynntu sér starfsemi skólans Tónlistarskólinn á Akureyri stóð fyrir fjölskylduhátíð og kynningardagskrá í Iþrótta- skemmunni á laugardaginn og var þar margt um manninn. Jón Hlöðver Áskelsson skóla- stjóri sagði að aðsókn hefði verið jöfn og stígandi allan daginn, frá kl. 10-19, og hann taldi að ekki færri en 1500 gestir hefðu komið í Skemm- una þennan dag. Um 300 nemendur Tónlistar- skólans fluttu tónlist af ýmsu tagi og gestir fengu að grípa í hljóð- færi. Þá var sýning í sérstökum básum á ýmsu sem tengist starfi Tónlistarskólans og mæltist þessi kynningardagskrá vel fyrir. „Við erum sérstaklega ánægðir nteð það hve vel tókst að stilla saman allan þennan fjölda af sjálfboðaliðum sem lögðu hönd á plóg. Við þurftum að koma öll- unt skilveggjum fyrir og mála þá á mjög stuttum tíma og síðan að ganga frá á sunnudagskvöldiö. Fólkið var ntjög samhent og það var stórkostlegt að upplifa þetta," sagði Jón Hlöðver. Hann sagðist telja að með þessari kynningardagskrá hefðu innviðir skólans verið styrktir og dagskráin hefði einnig haft jákvæð áhrif fyrir skólann út á við. Þá sagði hann að reynslan af þessum laugardegi væri ntjög dýrmæt því nú væri Ijóst hverju nemendur og starfsfólk Tónlist- arskólans gætu fengið áorkað. „Þetta var nákvæm kynning á skólanum með tónlistar- og sýn- ingarsniði og þar sem svona vel tókst til má búast við því að við gerum þetta aftur og þá jafnvel með einhverjum atriðum til við- bótar," sagði Jón Hlöðver. SS Launagreiðendum ber að skila afdreg- inni staðgreiðslu af launum og reikn- uðu endurgjaldi mánaðarlega. Skilin skulu gerð eigi síðar en 15, hvers mán- aðar. Ekki skiptir máli í þessu sambandi hversu oft í mánuði laun eru greidd né hvort þau eru greidd fyrirfram eða eftirá. Með skilunum skal fylgja greinar- gerð á sérstökum eyðublöðum, „skila- greinum11, blátt eyðublað fyrir greidd laun og rautt fyrir reiknað endurgjald. Skilagrein ber ávallt að skila einnig þó svo að engin staðgreiðsla hafi verið dregin af í mánuðinum. Allar fjárhæðir skulu vera í heil- um krónum. Gerið skil tímanlega RSK RlKISSKATTSDÓRI EINDAGINN ER 15. HVERS MÁNAÐAR í GECNUM TÍBiNA

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.