Dagur - 04.05.1989, Síða 5

Dagur - 04.05.1989, Síða 5
Fimmtudagur 4. maí 1989 - DAGUR - 5 kvikmyndarýrii Faðirínn (Seymour Cassel) fylgir syninum (Ariiss Howard) í skólann. Þeir ætla að veiða morðingja. Táningur í annað sinn Borgarbíó sýnir: í dulargervi. Leikstjóri: Martha Coolidgc. Helstu leikendur: Arliss Howard, Scymour Cassel, George Wendt og Suzy Amis. Paramount Pictures 1988. Enda þótt ég hafi jafnan orðabók við skriftarhöndina, og raunar sitthvað fleira úr leyniorðavopna- búri mínu, þá fer ég ósjaldan flatt í glímu minni við íslensk- una. Hún er erfið viðureignar ylhýra móðurtungan okkar. Hvort á til dæmis að skrifa ævi- sögu með vaffi eða æfisögu með effi? Eða í dulargervi með effi eða vaffi? Björninn er ekki unn- inn þýðendur góðir þótt þið skrif- ið hví í staðinn fyrir því. Þið megið svo sem eiga þetta pjatt- hví í friði fyrir mér en flettið endilega upp í orðabók Menning- arsjóðs ef þið eruð ekki vissir á rithætti. Nú er það alls ekki svo að í dulargervi sé illa þýdd síður en svo. Það er bara að gervi er skrifað á svolítið vafasaman hátt í titli myndarinnar. Og svo hitt að hér rétt um daginn sá ég afspyrnu illa þýdda bíómynd, (Fyrirheitna landið eða Promised Land) og er fyrst núna að fá svolitla útrás fyr- ir skapvonskuna. Ég á víst í nógu miklu basli eins og er við að skrifa svo falli í kram réttritunar- kennara og má ekki við neinu rugli í þeim efnum á opinberum vettfangi. Ekki orð um þetta meira að sinni. Snúum okkur þess í stað að sjálfri bíómyndinni, í dulargervi (Plain Clothes). Þetta er létt- geggjuð löggugamanmynd. Arliss Howard (hinn geðugi) leikur rannsóknarlögreglumann- inn Nick. Bróðir hans, sem er menntaskólanemi, lendir í vondu máli og er legið á hálsi fyrir að hafa myrt heldur ógeðfelldan kennara. Nick er ekki á þeim buxunum að láta bróður sinn morkna í fangelsi eða jafnvel steikjast í rafmagnsstólnum fyrir illvikri annars manns. Hann bregður því á það ráð að dulbú- ast í gervi bráðgers 18 ára menntaskólanema sem honum finnst þrátt fyrir allt mun verri kostur en að vera strákslegur löggumaður á tuttugasta og fimmta aldursári. En blóð er þykkara en vatn. Félagi Nicks í lögreglunni, Ed Malmburg, sem Seymour Cassel leikur, tekur að sér að vera for- eldri „drengsins“ og fylgja hon- um í skólann. Eftir þetta verður / dulargervi dulbúin táningamynd. Hún gerist öll innan veggja skól- ans eða á skólalóðinni. „Gamal- mennið“ Nick röltir á milli tán- inganna, spyr spurninga og gerist vinsælli en sjálfur Mikael Jakobs- son, einkum fyrir sakir rothöggs er hann greiðir skólastjóranum. Og það fer ekki framhjá neinum að hormónalíf mannskepnunnar er aldrei fjörugra en á táningsár- um hennar. Umsögnina um þessa mynd Coolidge má draga saman í eina setningu. Hún er lauflétt, skemmtileg og ágætis afþreying fyrir snjólúna mörlanda sem húka norður í Dumbshafi í stað- inn fyrir að flykkjast til Florida. Samkomuhúsið á Akureyri: Stórsveitin heldur tónleika í kvöld Frá vinabæjamótinu ■ Randers. Finnur Eydal með saxófóninn sinn í for- grunni. Stórsveit eða Big-band Tón- listarskólans á Akureyri heldur tónleika í Samkomuhúsinu í kvöld, fimmtudaginn 4. maí, kl. 20.30. Stjórnandi er Robert C. Thomas kennari við Tón- listarskólann, en sveitina skipa nemendur og kennarar skólans og eru nemendur í meirihluta. Efnisskrá tónleikanna er fjöl- breytt, gamalt efni sem nýtt. Má þar nefna Satin Doll eftir Duke Ellington og fleiri, Days of wine and roses eftir Henry Mancini, Star Dust eftir Hoagy Carmichael, Chameleon eftir Herbie Hancock, lög eftir Lennie Niehaus og fleiri. Þá flytur sveitin lagið Stakkels gamle Jazz eftir Nils Jörgen Steen, en hann stjórnaði Stór- sveitinni á vinabæjamótinu í Randers sl. sumar. Þar vakti sveitin mikla athygli og að sögn Finns Eydal var aðeins Lahti- sveitin frá Finnlandi talin betri, en fyrirfram höfðu Akureyringar ekki búist við að hafa neitt í hinar sveitirnar að gera. Finnur sagði að Stórsveitin væri nú í mjög góðu formi og reyndar sú besta síðan hann hóf að leika með henni, enda sagði hann eðlilegt að nemendur sýndu framfarir. Sveitin hefur komið fram á 12 tónleikum frá því í júníbyrjun á síðasta ári. Einleikarar fá mikið að spreyta sig á tónleikunum í kvöld og meðal þeirra má nefna Finn Eydal - bariton sax, Höllu Jónsdóttur - tenór sax, Atla Örvarsson - hljómborð, Helenu Bjarnadóttur - píanó, Inga R. Ingvason - trommur og Eirík Rósberg - trompet. SS íbúð óskast! Lítil íbúð (2ja til 3ja herbergja) óskast til leigu sem allra fyrst. Nánari upplýsingar gefur Kristján Kristjánsson í sím- um 96-24222 og 96-26367. Vorgleði í Glerárskóla Hin árlega vorgleði Glerárskóla verður haldin fimmtudaginn 4. maí, uppstigningardag. M.a. verður hlutavelta, flóamarkaður, kökusala og m.fl. Foreldrafélagið verður með vöfflukaffi, leiki í íþróttahúsinu, spákonur og fimleikasýningu. Komið og gerið ykkur glaðan dag. Ath. nemendasýning veröur sama dag Stjórn foreldrafélagsins og félagsráð. Frá og með 2. maí verðnr afgreiðsla Dags opin í hádeginu. auglýsingadeild, Strandgötu 31, sími 24222 KongoROOS Sporthú^id Hafnarstræti 94 Sími 24350

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.