Dagur - 09.05.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur
Akureyri, þriðjudagur 9. maí 1989
85. tölublað
Peysur • Bolir HERRADEILD
JOggÍnggallar Gránufélagsgötu 4
^ Akureyri • Sími 23599
Þrotabú Sæbliks á Kópaskeri:
Bústjóri heldur fund í
dag með Geflumönnum
I dag hefur verið boðaður
formlegur fundur bústjóra í
þrotabúi Sæbliks hf. á Kópa-
skeri með forsvarsmönnum
Geflu hf. á Kópaskeri um kaup
ístess hf.:
NógafbætiefQum
fyrir framleiðslu
þessarar viku
„Við höfum nægilegt magn á
lager fyrir framleiðslu þessarar
viku. En ef verkfallið leysist
ekki á allra næstu dögum
stöðvast öll starfsemi hér,“
sagði Einar Sveinn Ólafsson,
verksmiðjustjóri hjá ístess hf., en
vegna verkfalls BHMR hefur
verksmiðjan ekki fengið af-
greidd innflutt bætiefni og víta-
mín til framleiðslu fiskifóðurs svo
og það erlenda fóður sem verk-
smiðjan flytur inn.
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins sér um útgáfu innflutnings-
vottorða fyrir nefndar vörur.
Starfsmenn þar eru í Félagi
íslenskra nátturufræðinga, sem
er eitt þeirra aðildarfélaga í
BHMR sem hefur verið í verk-
falli í rúman mánuð. óþh
hennar á eignum þrotabúsins á
Kópaskeri.
Gefla hf. var stofnuð sunnu-
daginn 23. apríl sl. í því skyni að
kaupa og reka rækjuvinnslu á
Kópaskeri. Hugmyndin er að
hlutafélagið kaupi rækjuvinnslu
og verbúð þrotabúsins á Kópa-
skeri og komi hjólum rækju-
vinnslunnar af stað á nýjan leik.
Á haustdögum starfrækti Jökull
hf. á Raufarhöfn rækjuvinnsluna
í þrjá mánuði, en um skeið hefur
hún legið niðri.
Ef samningar takast fljótlega
um kaup Geflu hf. á eignum
þrotabús Sæbliks vonast heima-
menn til að koma vinnslunni af
stað sem fyrst. Pað er þó vita-
skuld háð því að hráefni fáist. Að
undanförnu hefur verið unnið
ötullega að því að fá skip til að
leggja upp í sumar hjá væntan-
legri rækjuvinnslu Geflu hf. á
Kópaskeri og samkvæmt upplýs-
ingum Dags eru góðar horfur á
því að náist samningar um að
skip leggi þar upp rækju upp úr
mánaðamótum maí-júní.
Ekki hefur enn tekist að selja
skip þrotabús Sæbliks hf., Árna á
Bakka ÞH-380. Skipið hefur ver-
ið auglýst í tvígang í dagblöðum
að undanförnu og þar kemur
frant að frestur til að skila tilboð-
um í skipið renni út 17. maí nk.
óþh
llaraldur Bessason rektor Háskólans á Akureyri, tekur fyrstu skóflustunguna að stúdentagarði við Skarðshlíð, við
liátíðlega athöfn á sunnudaginn. Myiul m>n
Akureyri:
Fyrsta skóflustungan að
stúdentagarði við Skarðshlíð
A sunnudaginn tók Haraldur
Bessason rektor Háskólans á
Akureyri, fyrstu skóflustung-
Fimm kaupfélög á Norðausturlandi ræða um samstarf um slátrun:
40 milljónir sparast
í föstum kostnaði
Að undanförnu hafa farið fram
viðræður fimm kaupfélaga á
Norðausturlandi, frá Eyjafirði
til Vopnafjarðar um hugsan-
legt samstarf um slátrun á
þessu svæði. Markmiðið með
þessum viðræðum er að kanna
hvort unnt sé að ná fram hag-
kvæmni og sparnaði fyrir
svæðið í heild.
„Við leggjum áherslu á að enn
hefur engin ákvörðun verið tekin
um framtíðarskipan þessara
mála. Við höfum verið að skoða
þau frá flestum hliðum og þegar
séð möguleika á sparnaði í föst-
um kostnaði við sauðfjárslátrun á
svæðinu upp á allt að 40 milljónir
króna á ári ef sláturhúsum yrði
fækkað,“ segir Jóhannes G. Sig-
urgeirsson. Hann segir ljóst að
með helmingsfækkun sláturhúsa
á svæðinu, frá sex í þrjú, myndi
nást fram mikil hagkvæmni. Rætt
hefur verið um rekstur sláturhúsa
á Pórshöfn, Húsavík og Akureyri
en jafnframt yrðu húsin á Dalvík,
Vopnafirði, og Kópaskeri úrelt.
Um þetta liggja þó engar niður-
stöður fyrir og á þessu stigi er
örðugt að spá fyrir hvernig háttað
yrði viðræðum við ríkisvaldið um
úreldingu. Fyrir liggur umsókn
um úreldingu á sláturhúsinu á
Dalvík en hún hefur ekki enn
fengist afgreidd.
Jóhannes segir ekki ljóst hve-
nær niðurstöður fást úr þessum
viðræðum kaupfélaganna en
búast megi við að línur skýrist
um næstu mánaðamót. óþh
una aö stúdentagarði viö
Skaröshlíö á Akureyri. Félags-
stofnun stúdenta undirritaði
samning þann 5. maí sl. við SS
Byggi hf. og Möl og Sand hf.,
um að sjá um byggingu
stúdentagarðsins.
Samningurinn hljóðar upp á
kr. 69.958.470,- og skal verktaki
skila íbúðunum fullfrágengnum
1. okt. n.k. en sameign á 1. hæð
og frágangi lóðar eigi síðar en 1.
nóv. n.k. Að meðtöldum gjöld-
um og kostnaði við útboð,
ráðgjöf, byggingareftirlit o.fl.,
mun heildarkostnaður nema um
74 niilljónum króna.
Húsið verður á þremur
hæðum, samtals 1533 ferm. í hús-
inu verða 14 einstaklingsher-
bergi, 4 paraíbúðir, 4 tveggja
herb. íbúðir og 2 þriggja herb.
íbúðir. Gert er ráð fyrir vistar-
verurn fyrir samtals 34 fullorðna
íbúa.
Bygginganefnd F.S. var skipuð
í byrjun mars sl. en í henni eiga
sæti þeir Jón Þórðarson brautar-
stjóri við Háskólann á Akureyri,
formaður, Erlingur Aðalsteins-
son framkvæmdastjóri Verka-
mannabústaða og Sigurður P.
Sigmundsson framkvæmdastjóri
I.F.E. og formaður F.S. Ráðgjafi
F.S. er Pétur Torfason hjá Verk-
fræðiskrifstofu Sigurðar Thor-
oddsen. -KK
Aðalfundur Kaupfélags V-Húnvetninga:
Rekstrarhagnaður tæpar 150
þúsund krónur á síðasta ári
- þegar búið er að afskrifa skuldir, færa niður viðskiptakröfur og
Aðalfundur Kaupfélags V.-
Húnvetninga fór fram í síðustu
viku á Hvammstanga. Þar kom
fram að hagnaður varð á
rekstri félagsins á síðasta ári
upp á rúmar 149 þúsund
krónur. Það kom út er búið
var að afskrifa skuldir, færa
niður viðskiptakröfur og taka
aukafyrningar upp á samtals
12,1 milljón. Mun þessi niður-
staða vera svipuð og árið áður,
heldur verri ef eitthvað er.
Heildarvelta Kaupfélags V.-
Húnvetninga á síðasta ári var
737,3 milljónir og jókst um
taka aukafyrningar upp á samtals 12,1 milljón
36% á milli ára.
Niðurstöðutala efnahagsreikn-
ings var 742 milljónir, þar af var
eigið fé 171 milljón, eða um
23%. Hlutfallið minnkaði örlítið
frá ’87, en þá var eigið fé 25,6%
af niðurstöðutölu efnahagsreikn-
ings. Skuldir félagsins eru um 571
milljón króna, og eru afurðalán
þar að stærstum hluta. Félags-
menn í K.V.H. eru 538 og fastir
starfsmenn um 50. Launagreiðsl-
ur til þeirra á síðasta ári námu
um 68 milljónum króna.
„Við flutum að þessu sinni.
Forsagan vegur þungt í því, við
höfum ekki verið með hallarekst-
ur um fjölda ára. Lausafjárstað-
an hefur verið góð, þannig að við
höfum hvergi lent í vanskilum.
Við höfum ekki lent í verulegum
samdrætti og höfum ekki tapað á
afurðavinnslu, hvorki í mjólkur-
stöð né sláturhúsi," sagði Gunnar
V. Sigurðsson, kaupfélagsstjóri
V.-Húnvetninga, í samtali við
Dag, aðspurður um ástæðu fyrir
rekstrarhagnaði, á meðan flest
önnur kaupfélög skila tapi.
Gunnar var spurður um horfur
þessa árs í rekstrinum. „Okkur
líst þunglega á þær. Hér eru erf-
iðleikar í atvinnulífinu á
Hvammstanga og í héraðinu,
þannig að það má birta verulega
til ef það á að ganga vel,“ sagði
Gunnar, og hélt áfram: „Þetta
hérað er á niðurleið, eins og
landsbyggðin öll. Þeir sem
stjórna landinu þurfa eitthvað að
fara að hugsa, hvort þeir ætla að
hafa það í byggð nema bara
Reykjavík og Reykjanes. Það er
orðið tímabært að stjórnmála-
menn hugi vel að því hvernig þeir
ætla að haga búsetu í þessu landi.
Eigið fé kaupfélagsins verður
einskis virði þegar fólkið verður
farið úr héraðinu." -bjb