Dagur


Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 8

Dagur - 09.05.1989, Qupperneq 8
8 - DAGUR - Þriðjudagur 9. maí 1989 Þriðjudagur 9. maí 1989 - DAGUR - 9 íþróttir i Golf: Mjög gott Melgerðismót - hjá Golfldúbbi Akureyrar Fyrsta golfmótið hjá Golfldúbbi Akureyrar á þessu ári var haldið um helgina. Þar sem enn er mikill snjór á vellinum á Jaðri var gripið til þess ráðs að útbúa 6 holu golf- völl á túni sunnan við Melgerðis- mela og léku þar 42 kylfingar af miklum krafti. Sigurvegari án for- gjafar var Viðar Þorsteinsson en með forgjöf sigraði Kristján Grant. Keppendurnir voru á öllum aldri, bæði karlar og konur, og að sögn þeirra Golfklúbbsmanna var mikil ánægja meðal kylfinganna að vera komnir út með kylfurnar. Farnir voru þrír hringir og náðu menn ágæt- is árangri miðað við að menn hafa fæstir leikið úti áður á þessu ári. Snjómagnið á Jaðri hefur minnkað mikið undanfarna daga en þó verða kylfingar að bíða þolinmóðir í ein- hvern tíma í viðbót áður en hægt verður að leika á vellinum. Annars fengu GA-ntenn góða hjálp ofan úr Hlíðarfjalli því snjótroðarinn frá skíðasvæðunum mætti á Jaðarsvöll- inn og ruddi mesta snjóinn af þeim brautum þar sem safnast hafði mest upp af honum. Þetta hjálpaði mikið til og nú um helgina var orðið autt á flestum brautum. En snjókoman í gær var ekki til að gleðja mannskap- inn og hafði einhver á orði að þetta stefndi í frekar snjólétt sumar, ef heldur fram sem horfir. En lítum á á efstu sætin á Melgerð- ismótinu: Án forgjafar: 1. Viðar Þorsteinsson 72 högg 2. Skúli Ágústsson 73 högg 3. Kristján Gylfason 74 högg Með forgjöf: 1. Kristján Grant 49 högg 2. Hreiðar Gíslason 57 högg 3. Guðmundur Lárusson 61 högg Knattspyrna 3. deild: Þó nokkrar breytingar - hjá flestum liðunum á Norðurlandi Nú eru öll knattspyrnulið á land- inu að undirbúa sig undir komandi keppnistímabil og við könnuðum hvað væri að frétta hjá 3. deildar- liðunum á Norðurlandi. „Þakka þér fyrir, hjá okkur er allt gott að frétta og mannskapurinn æfir vel þessa dagana,“ sagði Snorri Finn- laugsson formaður knattspyrnudeild- arinnar á Dalvík. „Það er hugur í mönnum að standa sig vel í hinni erf- iðu deildarkeppni framundan og Kristinn Björnsson þjálfari er nú al- kominn hingað til Dalvíkur. þeir liðið verulega. Þar munar mestu um þjálfarann Mark Duffield sem aftur er mættur í slaginn á Sigló. Hlynur Eiríksson, lipur og skemmti- legur leikmaður, kemur frá FH og framherjinn Hugi Sævarsson kemur frá ÍK. Kristján Sigurðsson mark- vörður kemur frá Valsmönnum í Reykjavík og svo er ljóst að þeir Björn Sveinsson, Baldur Benónýs- son, Tómas Kárason og Sigurður Sigurjónsson verða áfram með. Enn er ekki Ijóst hvort Ólafur Þór Ólafs- son verður með en forráðamenn KS Úr leik Dalvíkur og Reynis í fyrra. Garðar Níelsson og Ingvar Jóhannsson berjast um boltann. Ekki verður baráttan minni í ár því bæði liðin hafa fengið töluverðan liðsstyrk. Mynd: TLV Dalvíkingar hafa farið tvær ferðir suður og leikið nokkra æfingaleiki gegn sterkum liðum, t.d ÍR, Þrótti og Leikni. Reyndar hafa allir leikirn- ir tapast en „það sáust margir ljósir punktar sem lofa góðu,“ sagði Snorri. Dalvíkingar fá fjóra nýja menn, þá Ragnar Rögnvaldsson frá Breiða- bliki og Sigfús Kárason frá Þrótti Reykjavík og svo hafa tveir Dalvík- ingar sem ekki voru með í fyrra, þeir Guðmundur Jónsson og Tómas Viðarsson æft vel í vetur. Kristinn þjálfari hefur æft með á fullu en ekki er enn ljóst hvort hann leikur með liðinu. En Dalvíkingar hafa einnig misst menn. Garðar Jónsson þjálfari leikur nú með Leiftursmönnum, Albert Ágústsson hefur lagt skóna á hilluna sökum meiðsla og Björn Ingi Hilm- arsson er fluttur til Reykjavíkur. KS á Siglufirði Siglfirðingar koma sjálfsagt sterkir til leiks á komandi keppnistímabili. Þeir hafa ekki misst marga leikmenn; Englendingarnir Steve Rutter og Paul Friar leika reyndar ekki með liðinu og Róbert Haraldsson er aftur farinn til Breiðabliks. Á móti kemur að nýir mcnn hafa komið og styrkja vona að hann verði áfram með í bar- áttunni í sumar. Magni Grenivík Magnamenn frá Grenivík nræta með svipað lið til leiks og í fyrra. Að vísu hafa þeir misst Þorstein Jónsson yfir í Þór en á móti hafa þeir fengið þá Eymund Eymundsson og Birgi Mar- inósson frá sama félagi. Svo hafa þeir Hringur Hreinsson og Jón Illugason ákveðið að leika með Æskunni á komandi keppnistímabili. Þorsteinn Ólafsson þjálfari Magna er ekki svartsýnn á baráttuna í sumar. „Þó að hópurinn sé ekki mjög stór þá erum við með leikreynt lið og ættum að geta staðið okkur í deildinni,“ sagði hann. Reynir Arskógsströnd . . . Reynismenn hafa fengið mikinn liðs- styrk úr KA og hvorki fleiri né færri en sjö leikmenn frá Akureyri hafa nú skipt yfir á Ströndina. Sex leikmenn koma úr KA og einn frá Þór. Það er því ekki að furða að grínístarnir eru farnir að kalla félagið „litla KA“. Nýju leikmennirnir eru Þorvaldur Þorvaldsson þjálfari frá KA, Þórar- inn V. Árnason, Ágúst Sigurðsson, Ólafur Hreinsson, Haraldur Hoe Haraldsson og Bragi Guðmundsson úr KA og svo Sævar Sigurðsson úr Þór. Á móti kemur að þeir hafa misst þjálfarann Bjarna Konráðsson og leikur hann að Öllum líkindum með UMSE-b í sumar. Kormákur Hvammstanga . . . Nýliðarnir frá Hvammstanga, Kor- mákur, hafa endurráðið Pál Leó Jónsson sem þjálfara. Þeir hafa fengið nokkra nýja leikmenn; Jón Magnús- son kemur frá Hvöt, Hjörtur Einars- son kemur frá Ármanni, Sigurður Sveinbjörnsson kemur úr Fylki og Þór Þorsteinsson verður aftur með í sumar. Hvammstangaliðið hefur hins vegar misst Jón Stefánsson yfir í Austra á Eskifirði og Vilhjálm Jóns- son í Hvöt. Öfugt við flest önnur lið á Norðurlandi hefur snjórinn ekki ver- ið þeim Kormáksmönnum erfiður í vor og er völlurinn þeirra í nokkuð góðu lagi og að sögn Bjarka Haralds- sonar formanns félagsins er hugur í þeim að standa sig vel í hinni liörðu baráttu 3. deildar. ,/M Efstu menn á Melgerðismótinu, Guðmundur Lárusson, Viðar Þorsteinsson, Krist- ján Grant og Hreiðar Gíslason. KA-drengir til Kýpur - með landsliðinu í blaki Dalvíkingar eru enn í mesta basli vegna snjóþyngsla. Hér sést Snorri Finnlaugsson formaður knattspyrnudeildarinnar á malarvelli félagsins sem enn er ekki leikhæfur. Það þarf varla að taka það fram að grasvöllurinn er undir djúpu snjólagi og verður varla tilbúinn fyrr en seint og um síðir. Mynd: óþh íslendingar léku tvo landslciki í blaki við Færeyinga um helgina. ísland vann báða leikina, þann fyrri 3:0 og þann síðari 3:1. Þrír KA-menn voru í landsliðinu, þeir Stefán Magnússon, Stefán Jóhannsson og Haukur Valtýsson. Að sögn Stefáns Magnússonar var mótstaðan ekki mikil hjá Færeying- unum. „Þetta var mjög létt í fyrri leiknum og skoruðu þeir fá stig í þeim Ieik. Færeyingarnir voru erfið- ari í seinni leiknum og létu okkur hafa fyrir sigrinum," sagði Stefán. í landsliðinu eru 12 leikmenn og fengu flestir þeirra að spreyta sig í þessum tveimur leikjum. KA-menn- irnir léku mikið og stóðu sig alveg þokkalega og ættu að eiga góða möguleika á því að tryggja sér sæti í byrjunarliðinu. Næsta verkefni hjá karlalandslið- inu er að taka þátt í Smáþjóðaleikum á Kýpur sem hefjast um næstu helgi. Það er stór hópur íþróttamanna sem fer frá íslandi á þetta mót, eða um 80 manns. Frjálsíþróttamenn fara með stóran hóp, bæði landsliðin í körfu- knattleik taka þátt í þessu móti og svo fer einn skotmaður. En það eru ekki bara strákarnir í KA sem standa sig vel. Stúlknalands- liðið í blaki, 18 ára og yngri, keppti við landslið Luxemborgar fyrir skömmu og voru tvær KA-stúlkur í liðinu, þær Sandra Jóhannsdóttir og Karitas Jónsdóttir. Það er skemmst frá því að segja að íslendingar unnu tvo leiki af þremur. Fyrsta leikinn unnu íslendingar 3:1, töpuðu öðrum leiknum 3:0 en sigr- uðu síðan í þriðja leiknum 3:1. Karitas Jónsdóttir lék vel í öllum leikjunum og var talin besti leikmað- ur íslenska liðsins. Arsenal í basli - en varamaðurinn bjargaði málunum Guömundur Lárusson þurfti mikið að Icggja á sig til að ná þriðja sætinu á mótinu, eins og sést á þessari mynd. Nú er knattspyrnutímabilinu á Englandi senn að Ijúka og um helgina fór fram næstsíðasta umferðin í deildakeppninni. Þrátt fyrir að stutt sé eftir er mörgum spurningum enn ósvarað, þar á meðal hvaða lið muni hreppa Englandsmeistara- titilinn. Einvígi Arsenal og Liverpool mun standa enn um sinn, því bæði liðin eiga eftir að leika frestaða leiki. En lít- um þá á leiki laugardagsins. Arsenal náði 8 stiga forskoti á Liverpool er liðið sigraði Middles- brough á útivelli, en Liverpool hefur leikið tveim leikjum minna en Arsenal og getur því minnkað þennan mun. Sigurmark Arsenal og eina rnark leiksins skoraði Martin Hayes á 70 mín. nýkom- inn inná sem varamaður fyrir Paul Merson. John Lukic mark- vörður Arsenal tók þá langa Stefán Jóhunnsson fer með landsliðinu til Kýpur. Úrslit Úrslit í vikunni. 1. deild Aston Villa-Southampton 1:2 Everton-Liverpool 0:0 Luton-Charlton 5:2 Manchester Utd.-Wimbledon 1:0 Newcastle-West Ham 1:2 Nottingham For.-Millwall 4:1 FA-bikarinn undanúrslit: Liverpool-Nottingbam For. 3:1 1. deild Charlton-Wimbledon 1:0 Derby-Aston Villa 2:1 Middlesbrough-Arsenal 0:1 Newcastle-Millwall 1:1 Nonvich-Everton 1:0 Southampton-Mancehester Utd. 2:1 West Ham-Luton 1:0 2. deild Barnsley-Portsmouth 1:0 Birmingham-Hull City 1:0 Blackburn-Walsall 3:0 Brighton-lpswich 0:1 Chelsea-Bradford 3:1 Leeds Utd.-Oldham 0:0 Leicester-Crystal Palacc 2:2 Manchester City-Bournemouth 3:3 Plymouth-Oxford 3:1 Swindon-Stoke City 3:0 Watford-Shrewsbury 0:0 W.B.A.-Sunderland 0:0 3. deild Blackpool-Huddcrsfield 2:1 Bolton-Brcntford 4:2 Bristol Rovers-Fulham 0:0 Cardiff City-Preston 0:0 Chester-Gillingham 2:0 Manslield-Chesterfield 3:1 Notts County-Aldershot 4:1 Port Vale-Southend 2:0 Reading-Bristol City 1:2 Sheffield Utd.-Swansea 5:1 Wigan-Bury 1:0 Wolves-Northamplon 3:2 4. deild Cambridgc-Torquay 3:0 Carlisle-Wrexham 1:2 Doncaster-Tranmere 0:0 Hartlcpool-Burnley 2:2 Hereford-York City 1:2 Lincoln-Leyton Orient 0:1 Rochdalc-Petcrborough 0:0 Scarborough-Grimsby 2:3 Scunthorpc-Darlington 5:1 Stockport-Rotherham 1:2 Colchester-Exeter 4:0 Crewe-Halifax 2:2 markspyrnu, varnarmenn Boro voru ekki með á nótunum og Hayes slapp í gegn og skoraði hið mikilvæga mark. Áður hafði Arsenal sloppið með skrekkinn er Tony Adarns hafði fellt Peter Davenport á vítateigslínu, en Adams slapp með áminningu og Boro fékk aukaspyrnu en ekki vítaspyrnu. Leikurinn var mjög harður og baráttan í fyrirrúmi, hættulegasta skot Boro í leiknum átti Bernie Slaven, en það var vel varið af Lukic. Arsenal var þó betra liðið í leiknum og Paul Merson fékk tvö ágæt færi og Alan Smith var ógnandi. Middlesbrough er í fallhættu eftir tapið, en staða Arsenal á toppi deildarinnar er nú sterk. West Ham heldur enn í vonina um að halda sæti sínu í 1. deild eftir sigur í sínum síðasta heima- leik, gegn Luton sem gæti hæg- lega fallið í 2. deild. West Ham lék mjög vel í leiknum og liðið er alltof gott til að falla. Eina mark leiksins skoraði Alan Dickens eftir 15 mín. leik, Kevin Keen sendi þá góða sendingu innfyrir vörn Luton sem Dickens náði og afgreiddi í netið. Dickens var nærri að bæta við mörkum fyrir West Ham í leiknum en þrátt fyr- ir að honum mistækist kom það ekki að sök. Carl Leaburn hefur ekki átt fast sæti í liði Charlton á leik- tímabilinu og hafði aðeins skorað eitt mark. Áhorfendur bauluðu er nafn hans var lesið upp fyrir leikinn, en þetta var fyrsti leikur hans um tíma. Það var þó hann sem skoraði sigurmark Charlton í hinum mikilvæga sigri liðsins gegn Wimbledon, sigri sem gæti bjargað sæti Charlton í 1. deild. Á 10. mín. braust bakvötðurinn John Humphrey fram vænginn, gaf fyrir og Leaburn skoraði af öryggi. Stuttu síðar var Leaburn að fara af velli meiddur, en þá var honum fagnað af áhorfend- um. Wimbledon sótti rnjög það sem eftir var leiksins en án árang- urs. Dennis Wise fékk þó gullið tækifæri til að jafna, en Bob Bolder markvörður Charlton varði frá honum vítaspyrnu. Aston Villa er nú komið í vandræði í botnbaráttunni eftir tap gegn Derby á útivelli. Villa náði þó forystu í fyrri hálfleik er Nigel Callaghan sem áður hafði misnotað dauðafæri við mikinn fögnuð sinna fyrri áhangenda hjá Derby tók hornspyrnu sem David Platt skallaði í netið á 28. mín. Forskotið entist þó aðeins í 8 mín. þá skallaði Dean Saunders í mark Villa eftir hornspyrnu. Steve Sims bjargaði síðan á línu hjá Villa áður en Trevor Hebb- ard skoraði sigurmark Derby í síðari-hálfleik. Newcastle er þegar fallið í 2. deild, gerði jafntefli heima gegn Millwall þar sem áhangendur Newcastle kröfðust þess að stjórn félagsins færi frá. Teddy Shering- ham skoraði fyrir Millwall, en John Anderson jafnaði fyrir Newcastle. Norwich sigraði Everton á heimavelli með marki Dale Gor- don á síðustu mín. leiksins, en Everton er með hugann við úrslitaleikinn í FA-bikarnum. Manchester Utd. tapaði enn einum leiknum, nú gegn Sout- hampton á útivelli. Glen Cockerill kom Southampton yfir í fyrri hálfleik. Russell Beardsmore jafnaði síðan fyrir Utd., en Rodney Wallace skoraði síðan sigurmark Southampton. 2. deild í 2. deild er nú flest komið á hreint, Chelsea er komið í 1. deild og útlit fyrir að Man. City fari einnig upp þó liðið þurfi 1 stig í viðbót til að vera öruggt, þar sem Crystal Palace sem á einn leik til góða getur náð þeim að stigum. Blackburn, Watford og Swindon eru nú örugg um sæti í úrslitakeppninni. Walsall, Birm- ingham og Shrewsbury eru fallin í 3. deild. Man. City hafði yfir gegn Bournemouth 3:0 í hálfleik, Paul Molden skoraði tvö og Trevor Morley eitt, en í síðari hálfleik tókst Bournemouth að jafna leik- inn og koma í veg fyrir að City gæti fagnað 1. deildarsæti. Luther Blissett skoraði jöfnunarntarkið úr vítaspyrnu. Enn er ekki allt á hreinu í 3. og 4. deild, en Darlington mun þó ekki leika í deildakeppninni næsta vetur, liðið er fallið úr 4. deild. Þ.L.A. John Aldridge átti stórleik hjá Livcrpool gegn Forcst og skoraði tvö mörk fyrir liðið. FA-bikarinn: Iiverpool lagði Forest og mætir Everton í úrslitum Á sunnudag léku Liverpool og Nottingham For. leik sinn í undanúrslitum FA-bikarsins á Old Trafford í Manchester. Það eru nú 3 vikur síðan harmleikur- inn í Sheffield átti sér stað, en þá varð að aflýsa leik liðanna eftir 6 mín. og 95 áhangendur Liverpool létu lífið. Liverpool gaf aðdáend- um sínum gleðistund á sunnudag- inn eftir hörntungar undanfar- andi vikna. Liverpool lék mjög vel í leikn- um og tók strax völdin á vellinum sem það hélt til loka. Strax á 3. mín. varði Steve Sutton í marki Forest frá John Barnes úr góðu færi eftir varnarmistök, en John Aldridge fylgdi vel á eftir og skallaði boltann í netið. Forest náði að jafna 12 mín. fyrir leikhlé er Bruce Grobbelar misreiknaði skot frá Neil Webb sem fór í stöngina og rúllaði síðan í markið. Liverpool hóf stórsókn í síðari hálfleik og þeir Aldridge, Peter Beardsley og Ray Hough- ton áttu stórleik. Markið lá í loft- inu og það kom á 57. mín., Hough- ton fékk boltann eftir horn- spyrnu Barnes, sendi fyrir mark Forest og þar kastaði Aldridge sér fram og skallaði í netið. Liverpool slakaði ekki á heldur jók hraðann sem Forest átti ekk- ert svar við. Síðasta .markið kom 17 mín. fyrir leikslok er Brian Laws bak- vörður Forest ætlaði að hreinsa frá marki, en tókst ekki betur en svo að boltinn hafnaði í hans eig- in marki. Kærkontinn sigur Liverpool var því í höfn og gleði stuðningsmanna liðsins jafnt sem leikmanna mikil. Mikil samstaða hefur verið í Liverpool þessar síðustu vikur og leikmenn, eiginkonur þeirra og Kenny Dalglish ásamt þjálfurum sínum hafa gert mikið til að hugga og aðstoða þá sent unt sárt eiga að binda. Það verað því Liverpool og Everton sem leika til úrslita í FA- bikarnum á Wembley þann 20. maí og hvernig sem sá leikur fer mun þikarinn þó verða í Liver- pool. Á miðvikudag niunu Liverpool og Nottingham For. mætast aftur, þá á Anfield í 1. deild og þá verður Liverpool að endur- taka sigurinn til þess að eiga Graham Sharp og félagar hans hjá Everton mæta Liverpool Wembley. úrslitum á möguleika á Englandsmeistara- titlinum og víst er að ef liðið leik- ur eins vel í þeini leik þarf ekki að spyrja að úrslitum. Þ.L.A. Staðan 1 deild Arsenal 35 21- 9- 5 71:33 72 Liverpool 33 18-10- 5 55:24 64 Norwich 36 17-10- 9 46:41 61 Nott.Forest. 34 16-12- 6 57:38 60 Tottenham 37 16-11-10 60:45 57 Dcrby 35 16- 7-12 38:33 55 Coventry 36 14-11-11 45:39 53 Millwall. 36 14-10-12 46:48 52 Wiinbledon 36 14- 8-14 47:42 50 Man.Utd. 35 12-12-11 40:30 48 QPR 35 12-11-12 39:33 47 Everton 34 11-11-12 44:43 44 Southampton 37 10-16-12 51:65 44 Aston Villa 36 9-13-14 44:55 39 Middlesbro 37 9-12-16 44:60 39 Charlton 36 9-12-15 41:54 39 Sheff.Wed. 34 9-11-14 31:45 38 Luton 36 9-11-16 42:49 38 West Ham 34 8- 8-18 31:53 32 Newcastle 36 7-10-20 31:59 31 2 . deild Chelsea 45 28-12- 5 93:48 96 Man.City 45 23-12-10 76:52 81 Blackburii 45 22-11-12 74:57 77 Walford 46 21-12-13 70:49 75 C.Palace 44 21-12-11 66:48 75 Swindon 45 20-15-10 66:51 75 Barnsley 45 19-14-12 63:56 71 Ipswich 44 21- 7-16 67:58 70 W.B.A. 45 17-18-10 64:41 69 Leeds Utd. 45 17-15-13 56:47 66 Sunderland 45 16-14-15 58:58 62 Bournemouth 4518- 7-2053:6261 Stoke 44 15-13-16 55:69 58 Bradford 45 13-16-16 51:58 58 Oxford 45 14-12-19 62:65 54 Leicester 44 13-15-16 53:59 54 Oldham 45 11-20-14 73:70 53 Plymouth 45 14-11-20 55:66 53 Portsmouth 45 13-12-20 51:59 51 Brighton 45 14- 8-23 55:64 50 Hull 45 11-14-20 52:67 47 Shrewsbury 45 8-16-20 37:64 41 Binningham 45 8-11-26 30:72 35 Walsall 45 5-16-24 40:77 31

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.