Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 2

Dagur - 23.05.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1989 fréffir Góðri grásleppuvertíð á austan- verðu Norðurlandi nær lokið - svæðið frá Húsavík til VopnaQarðar með um 70% af heildarveiðinni þann 8. maí sl. Þann 8. maí sl. var heildar- veiðin á grásleppuvertíðinni komin í um 6 þúsund tunnur. Besta veiðin hefur verið á norðausturhorni landsins þar sem veiðst hafa um 70% af heildarveiðinni en sjómenn þar hafa nú almennt dregið upp enda er útlit ekki gott með grásleppuhrognasölu og þeir því hvattir til að veiða ekki nema örugg sala á hrognunum sé í sjónmáli. Heildarveiðin á vertíðinni í fyrra var 10.200 tunnur en Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda segist reikna með að nú sé veiðin komin í um 7000 tunnur. Sjó- menn á norðaustanverðu landinu dragi nú upp net sín í góðri veiði en þeir hafi almennt orðið við til- mælum um að veiða ekki upp í ógerða samninga. „Slíkt gæti haft í för með sér verðfall og að menn færu að bjóða hrognin á lægra verði til að losna við þau. Slíkt má bara ekki gerast,“ segir Örn. Grásleppuvertíðin hófst fyrr á Norðurlandi en á öðrum svæðum landsins. Örn segir að þrátt fyrir það hafi veiðin verið best á þessu svæði. Grásleppuvertíðin stendur fram til 20. júní nk. JÓH Steinullarverksmiðjan: Drög að sanmingi gerður við japanskt stórfyrirtæki - um prufubræðslu á hráefni Japananna í raíbræðsluofni verksmiðjunnar Þrátt fyrir ýmis Ijón á veginum í rekstri Steinullarverksmiöj- unnar, fjárhagslega, er margt Átaksverkeftiið á Hvammstanga: Kynmngarftmduriim var flölsóttur - skipuð undirbúningsneínd íyrir leitarráðstefiiu Kynningarfundur um átaks- verkefni á Hvammstanga fór fram í Félagsheimilinu sl. föstudagskvöld. Fundurinn var fjölsóttur og tóku fundarmenn vel undir þær hugmyndir sem voru kynntar fyrir þeim. Flutt voru framsöguerindi og að þeim loknum uröu almennar umræður. Þá var skipuð undir- búningsnefnd fyrir leitarráð- stefnu, sem halda á í lok júní á Hvammstanga. Framsöguerindi fluttu Þórður Skúlason, sveitarstjóri, Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, Pór- arinn Þorvaldsson, Þóroddstöð- um, Herbjört Pétursdóttir, Melstað, og Kristófer Oliversson frá Byggðastofnun. Heimamenn töluðu um atvinnuþróun og stöðu mála á Hvammstanga og í nær- sveitum. Kristófer kynnti m.a. átaksverkefni Austfirðinga og hvernig að málum hefur verið staðið þar. Þá flutti Helgi S. Ólafsson stutta lýsingu á aðdrag- anda verkefnisins á Hvamms- tanga og stöðu þess í dag og framhald, en Helgi er formaður verkefnisstjórnar, sem kjörin var til bráðabirgða. Þeir sem kosnir voru í 10 manna undirbúningsnefndina fyrir leitarráðstefnuna eru: Ólaf- ur Stefánsson, Reykjum, Gunnar Þórarinsson, Þóroddsstöðum, Björn Einarsson, Bessastöðum, Eggert Pálsson, Bjargshóli, Kristín Guðjónsdóttir, Þorgríms- stöðum, Björn Pétursson Stóru- Borg, Elín R. Líndal, Lækjar- móti, Jón H. Kristjánsson, Hvammstanga, Elín Þormóðs- dóttir, Hvammstanga, og Agnes Magnúsdóttir, Hvammstanga. Humarvertíð: Fqáls verðlagning Á fundi Verðlagsráðs sjávarút- vegsins, sem haldinn var í gær, var rætt um verð á humri. Sú ákvörðun var tekin að verðlagn- ing á humri yrði frjáls á humar- vertíðinni sumarið 1989. Þess má geta að áðurnefnd verkefnisstjórn hefur haft svo- kallaða ráðgjafanefnd sér til halds og trausts við undirbúning átaksverkefnisins á Hvamms- tanga og ráðgjafarnir eru Gunnar V. Sigurðsson, kaupfélagsstjóri, Ingólfur Guðnason, sparisjóðs- stjóri og Ólafur B. Óskarsson, bóndi í Víðidalstungu og formað- ur héraðsnefndar V-Húnavatns- sýslu. -bjb að gerast í markaðsmálum og öll spjót úti um að afla nýrra markaða á erlcndum vett- vangi, sem innlendum. Fjöl- margar kynningar voru haldn- ar á síðasta ári á framleiðslu verksmiðjunnar, gefln út vönduð vöruskrá, unnir bækl- ingar um hljóðeinangrun og notkun steinullar undir múr, > o.m.fl. Þá hefur verið gengið frá drögum að samstarfssamn- ingi við japanskt stórfyrirtæki um að það prufubræði hráefni sitt í sumar í rafbræðsluofni Steinullarverksmiðjunnar, sem er talinn einstæður á meðal steinullarframleiðenda. Sem kunnugt er tókst Steinull- arverksmiðjunni að fá einangrun á aðveituæð Hitaveitu Reykja- víkur frá Nesjavöllum og er um stórverkefni að ræða. AIls fara um 900 tonn af steinull í þessa einangrun, sem koma til afgreiðslu á tveim árum, 1989 og 1990. Þá má geta þess að nýlega náð- ust samningar um sölu á um 60 tonnum af ull til Varnarliðsins og telja steinullarmenn það mikil- vægan áfangasigur í baráttu við skriffinnsku og einokunarkerfi hersins. Þá væntir verksmiðjan nokkurs af samstarfi hennar við Sérsteypuna á Akranesi, varð- andi þróun íslensks utanhúss- múrkerfis, en notkun slíkra múrefna færist nú mjög í vöxt, bæði við einangrun nýrri húsa og í baráttunni við steypuskemmdir á eldri byggingum. „Nýir markaðir eru seinunnir og margs að gæta í þeim efnum, en sé litið til þeirra sambanda sem komin eru á og í ljósi þróun- ar liðinna ára, leyfi ég mér að vera hóflega bjartsýnn í þessum efnum,“ sagði Einar Einarsson, framkvæmdastjóri Steinullar- verksmiðjunnar, m.a. á aðal- fundi fyrirtækisins sl. þriðjudag. -bjb Gúmmívinnslan hf.: Stöðugt unnið að þróirn nýrra framleiðsluvara -100 tonn af vörum losar þjóðfélagið við 85 tonn af sorpi - þokkaleg afkoma fyrirtækisins á síðasta ári Aðalfundur Gúmmívinnslunn- ar hf. á Akureyri var haldinn fyrir skömmu og voru stjórnar- menn þokkalega ánægðir með afkomuna á siðasta ári. Rekst- ur fyrirtækisins liefur gengið vel frá upphafi og sagðist Þór- arinn Kristjánsson fram- kvæmdastjóri vera bjartsýnn á að sala á framleiðsluvörum þess myndi aukast á næstunni. Gúmmívinnslan hefur tekið í notkun viðbyggingu við núver- andi húsnæði á Rangárvöllum og þá munu nýjar framleiðsluvörur vera að líta dagsins ljós. Þar má nefna svokallaða hálfkúlubobb- inga, en áður hafði fyrirtækið framleitt millibobbinga og tvær tegundir af bobbingahjólum fyrir sjávarútveginn. Þá er Gúmmí- vinnslan að þróa nýjar vörur í samráði við Vegagerð ríkisins. Af öðrum vörum má nefna gúmmímottur og gangstéttarhell- ur úr gúmmíi. Þórarinn sagði að hellurnar væru nú fullþróaðar og hann taldi víst að þær fengju góð- ar viðtökur. Hellurnar hafa þegar vakið athygli suðvestanlands og þykja ákjósanlegar á leikvöllum, Gúmmívinnslan hf. rekur eigið hjól- barðaverkstæði og fær þaðan gúmmí til endurvinnslu. Mynd: KL en einnig má nota þær við íbúð- arhús. „Við erum tilbúnir til að mark- aðssetja gúmmíhellurnar af full- um krafti. Það skýtur hins vegar dálítið skökku við að þegar menn koma að sunnan til að skoða framleiðsluna þá getum við ekki bent þeim á neinn stað á Akur- eyri þar sem hellurnar hafa verið lagðar. Ég þarf að vísa þeim til Reykjavíkur eða Garðabæjar því Akureyrarbær hefur ekki viljað kaupa gúmmíhellur ennþá,“ sagði Þórarinn. Það sem er sérstakt við fram- leiðslu Gúmntívinnslunnar er endurvinnsla á gúmmíafgöngum og slitnum hjólbörðum. Þórarinn sagði að með hverjum 100 tonn- um af seldum framleiðsluvörum losnaði þjóðfélagið við 85 tonn af sorpi. Samt hefði fyrirtækið ekki fengið fjármagn frá hinu opin- bera þótt nú væri hvers kyns endurvinnsla og endurnýting yfir- leitt kostuð af skattborgurum. SS Skákfélag Akureyrar: Uppskeruhátíð Uppskeruhátíð Skákfélags Akureyrar, nánar tiltekið upp- skeruhátíð fullorðinna félaga, verður haldin í kvöld, þriðju- daginn 23. maí, kl. 20.30 í fé- lagsheimili Skákfélags Akur- eyrar. Á uppskeruhátíðinni verða afhent verðlaun og viðurkenning- ar og veitingar verða á boðstól- um. SS Húsavík: Bæjarmála- punktar ■ Á fundi skólanefndar nýlega, kom fram að 5 kennar- ar láta af störfum við Frant- haldsskólann í vor, Óskar Jóhannsson, Þorgeir Tryggva- son, Stefán Ásgrímsson, Pétur Snæbjörnsson og Ásta K. ÓI- afsdóttir. ■ Skólanefnd mælir einróma með því að Guðmundur Birkir Þorkelsson verði skipaður í starf skóiaritara við Fram- haldsskólann. ■ Á fundi atvinnumálanefnd- ar nýlega, las formaður nefnd- arinnar bréf til bæjarstjóra, frá Ásgeiri Leifssyni iðnráðgjafa, þar sem hann gerir grein fyrir ýmsum nýjum iðnaðarkostum. Ásgeir mætti á fundinn og sagði nánar frá þessum upplýs- ingum sem hann hefur fengið frá fyrirtæki í Þýskalandi. Er þar um að ræða ýmsar verk- smiðjur sem koma til álita. Atvinnumálancfnd er sam- mála um að snúa sér til Byggðastofnunar með umsókn um styrk til rannsókna á þess- um kostum og erindi um þátt- töku í fjárntögnun á nýsköpun í iðnaði, sem staðsett yrði á Húsavík. ■ Bygginganefnd hcfur borist erindi frá Raftækjavinnustofu Gríms og Árna, þar sem fyrir- tækið leitar eftir umsögn nefndarinnar um hugmynd að útlitsbreytingu á gömlu Fjal- arshúsunum. Bygginganefnd tekur jákvætt í hugmyndina, með þeirri athugasemd að póstar í gluggunt verði sam- ræmdir. ■ Bygginganefnd hefur borist umsóknir urn lóðirnar við Langholt 6 og 8, til að byggja á einbýlishús. Hilmar Þór Ivars- son sækir um lóðina Langholt 8 og Hallgríntur J. Sigurðsson um lóðina Langholt 6. Bygg- inganefnd samþykkti bæði erindin. ■ Byggingafulltrúi hefur kynnt á fundi bygginganefnd- ar, tillögu að trjárækt í ná- grenni bæjarins. Bygginga- nefnd lýsir ánægju sinni með tillögurnar og felur bygginga- fulltrúa að úthluta svæöunt í samráði við skipulagsmenn bæjarins. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að verða við erindi frá Sinfón- íuhijómsveit fslands og halda matarboð fyrir hljómsveitar- meðlimi en Sinfóníuhljóm- sveitin heldur tónleika á Húsa- vík 9 júní n.k. ■ Bæjarráð hefur einnig sam- þykkt að verða við ósk frá leikklúbbnum Sögu á Akur- eyri, varðandi matarboð fyrir leikhópa frá öllum Norður- löndunum, (100 manns) sem hyggjast sýna á Húsavík í júlí n.k. Um er að ræða unglinga. Einnig samþykkti bæjarráð að veita hópunum gistingu í Barnaskólanum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.