Dagur - 23.05.1989, Side 11

Dagur - 23.05.1989, Side 11
f/ hér & þor /i Steve Jones, þungarokkari: Kemur úr innsta hóp heróínneytenda. Katie Wagner hefur í hótunum við föður sinn. Leikarinn Robert Wagner í basli með flölskylduna: Dóttírin í vafasömu sambandí viö rokkara Leikarinn Robert Wagner á ekki sjö dagana sæla um þessar mund- ir. Dóttir hans, Katie, er og sambandi við meðlim í þunga- rokkshljómsveit sem kemur úr innsta hópi heróínneytenda. Það skapraunar leikaranum að dóttir- in hefur hótað því að hætti hann ekki afskiptum af hennar málum þá láti hún sig hverfa að heiman og sjáist helst sem sjaldnast þar aftur. Þrátt fyrir þetta stöðuga samband við rokkarann Steve Jones virðist hann ekki um of upptekinn af stúlkunni því þá sjaldan sem hún lætur sjá sig heima hjá Wagner er hún tilfinn- ingalegt brak, útgrátin og illa útlítandi eftir slagtogið með rokkaranum. En þrátt fyrir ráð- leggingar leikarans lætur hún ekki segjast og snýr alltaf aftur. Opinberlega hefur rokkarinn sést fara illa með stúlkuna og þegar hann var spurður hvers konar háttalag þetta væri svar- aði hann um hæí: „Hvað skiptir þetta máli. Konur eru allar leik- föng, þar með talin Katie,“ segir rokkarinn Steve Jones, sem sjálf- sagt er einhverjum kunnugur fyr- ir að hafa leikið í hljómsveitinni Sex Pistols. „Mig varðar ekkert um hvað gamli maðurinn, faðir hennar, segir um samband mitt við hana. Svo lengi sem hún sýnir mér einhvern áhuga er mér sama.“ Þessi ummæli rokkarans hafa gert Robert Wagner óðan. „Ég verð stundum svo reiður að ég legg af stað að leita að þessum manni til að kenna honum í eitt skipli fyrir öll almennilega mannasiði. En alltaf stöðvar Katie mig. Hún sér ekki að hann er einn af lægri stigum þjóðfélags- ins. En það er sama hvernig ég reyni, ég næ ekki eyrum hennar,“ segir Robert Wagner. „Mér hefur ekki einu sinni tek- ist að ræða þessi mál við Katie vegna þess að í hvert skipti sem á þetta er minnst missir hún stjórn á skapi sínu og hótar mér að fara að heiman og tala aldrei við mig aftur. Um leið og ég opna munn- inn æpir hún á mig. Þá æpi ég á móti og allt fer í háaloft sem end- ar með því að hún stormar út. Hún er á leið niður í móti, niður veg sent leiðir liana til eyðilegg- ingar. Hún er gjörsamlega stjórn- laus og ég get ekkert gert nema kannski í mesta lagi að tína upp brotin þegar hún áttar sig. Ég vona bara að það verði ekki of seint,“ segir niðurbrotinn leikar- inn Robert Wagner. Þriðjudagur 23. maí 1989 - DAGUR - 11 ¥"] Firmakeppni v Léttis '89 verður haldin laugardaginn 27. maí kl. 14.00 á velli félagsins í Breiðholti. Nánar auglýst á fimmtudaginn. Firmakeppnisnefnd Léttis. < ---------------------------> „Sýning ársins" '89ijílar í íþróttahöllinni á Akureyri sýna helstu bílaumboð landsins besta úrval nýrra bíla laugardaginn 27. maí kl. 13.00-18.00 og sunnudaginn 28. maí kl. 13.00-17.00. Bílasýning og sumarvörusýning Ýmis fyrirtæki á Akureyri sýna einstakar vörur s.s. Reiðhjól af öllum stærðum og gerðum. Úrval af húsgögnum í garðinn, borðstofusett og sófasett. Garðyrkjuáhöld og blóm. Hlutavelta með 2.000 vinningum. Foreldraféiag KA er með veitingasölu báða dagana. Lúðrasveit Tónlistarskólans leikur kl. 13.15 á laugardag, Harmonikufélagið kl. 14.00 á laugardag og sunnudag. Lúðrasveit Akureyrar leikur kl. 15.15 báðadagana. Knattspyrnufélag Akureyrar. V_____________________________/ Dómaranám- skeið 1989 Dómaranámskeið hefst miðvikudaginn 24. maí 1989 kl. 20.00 í Lundarskóla. Leiðbeinandi: Rafn Hjaltalín. Aðildarfélög eru minnt á að þeim ber að senda a.m.k. 4 menn á hvert námskeið. Þátttöku skal tilkynna til Sveins Björnssonar fyrir 23. maí í síma 26091 fyrir 23. maí. K.R.A. Barnfóstrur á Húsavík Húsavíkurdeild R.K.Í. heldur barnfóstrunám- skeið frá 29. maí til 1. júní. Kennt verður í Barnaskólanum frá kl. 19.30 til 22.00. Leiðbeinendur: Björg Karlsdóttir fóstra og Elín Hartmanns- dóttir hjúkrunarfræðingur. Þátttökugjald kr. 2.000, námsgjöld innifalin. Skráningar þurfa að hafa borist fyrir föstudag 26. maí til Regínu Sigurðardóttur, vinnusíma 41333 eða heimasíma 41743. 11989 ulgájan o{ mest lesnu bóh landsins er homin út Nú getur þú fengið símaskrána innbundna íyrir aðeins 150 kr. aukagjald. Tryggðu þér eintak á meðan upplag endist. Símaskráin er afhent á póst- og símstöðvum um land allt gegn afhendingarseðlum, sem póstlagðir hafa verið til símnotenda. 5 Öll símanúmer á svæði 95 breytast í tengslum S við útgáfú skrárinnar og verða þær auglýstar s nánar þegar að þeim kemur. Að öðru leyti tekur símaskráin gildi 28. maí næstkomandi. POSTUR OG SÍMI Við spörutn þér sporin

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.