Dagur - 23.05.1989, Side 14

Dagur - 23.05.1989, Side 14
14 - DAGUR - Þriðjudagur 23. maí 1989 Sumar- bridge Bridgefélag Akureyrar minnir á að í sumar verð- ur „Opið hús" á þriðjudögum til spilamennsku. Fyrsta spilakvöldið verður þriðjudaginn 23. maí og hefst spilamennskan kl. 19.30. Spilað í Oddeyrarskóla (gengið inn að norðan). Næstu þriðjudaga verður síðan spilað í Dynheimum. Allt spilafólk velkomið og athygli er vakin á því að þessi spilakvöld eru ókeypis og tilvalið tækifæri að grípa í spil eitt og eitt skipti. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Verkmenntaskóla Austurlands eru lausar til umsóknar kennarastöður í íslensku, dönsku, stærðfræði, rafiðngreinum, málmiðngreinum og tréiðngreinum. Við Framhaldsskólann á Laugum er laus til umsóknar staða dönskukennara. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík fyrir 17. júní nk. Þá er umsóknarfrestur um eftirtaldar kennarastöður við Framhaldsskóla A-Skaftafellssýslu framlengdur til 31. maí: Dönsku, þýsku, ensku, stærðfræði, raungreinar, við- skiptagreinar, samfélagsgreinar, tölvufræði, íþróttir og bókavörslu (hálfa stöðu). Menntamálaráðuneytið. roiV Skátafélagið Klakkur óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra tii eins árs. Um er að ræða félags- og fjármálalega framkvæmda- stjórn ásamt umsjón með húseignum félagsins. Umsóknir sendist í pósthólf 135, 602 Akureyri fyrir 25. maí. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á AKUREYRI Staða YFIRLÆKNIS VIÐ RANNSÓKNADEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Nánari upplýsingar veitir Þorkell Guðbrandsson yfir- læknir í síma 96-22100. Staða SÉRFRÆÐINGS í RÖNTGENGREIN- INGU við Röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. janúar 1990. Æskilegt er að umsækjendur hafi reynslu af ómskoðunum (sonar) og CT-tækni. Umsóknarfrestur er til 20. júlí 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins, Halldóri Jónssyni. Nánari upplýsingar veitir Pedró Ólafsson Riba, yfir- læknir í síma 96-22100. Staða REYNDS AÐSTOÐARLÆKNIS VIÐ GEÐDEILD Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. ágúst 1989. Umsóknarfrestur er til 20. júní 1989. Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf, sendist yfirlækni deildarinnar, Sigmundi Sigfússyni, sem jafnframt veitir nánari upplýsingar. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. Fangar mánaðarins Mannréttindasamtökin Amnesty International vilja vekja athygli almennings á máli eftirfarandi samviskufanga. Jafnframt vonast samtökin til, að fólk sjái sér fært að skrifa bréf til að hjálpa þess- um föngum, og sýna þannig í verki andstöðu sína gegn því, að slík mannréttindabrot séu framin. íslandsdeild Amnesty gefur einnig út póstkort til stuðnings föngum mánaðarins. Hægt er að gerast áskrifandi að þessum kort- um með því að hringja til skrif- stofunnar, Hafnarstræti 15, virka daga kl. 14-16 í síma 16940. Marokkó: Mohamed Srifi er 37 ára gamall stúdent frá Tangier og lagði stund á bókmenntir. Hann afplánar nú 30 ára fangelsisdóm, dæmdur fyrir að vera talsmaður þess að Marokkó gerðist sósíal- ískt lýðveldi. Mohamed var handtekinn 1974 en mál hans var ekki dómtekið fyrr en 1977 en þá voru teknar fyrir 138 kærur er vörðuðu ólöglega félagastarfsemi og ógnun við yfirvöld landsins. Hinir ákærðu voru allir félagar eða fyrrverandi félagar í hópum Marxista. Hundrað tuttugu og níu sakborningar, þar af voru 39 fjarstaddir, voru dæmdir í refsi- vist frá 5 og upp í 30 ár. Fulltrúi Amnesty Internation- al, sem var við réttarhöldin sagði að alþjóðareglur hefðu ekki verið virtar; sakborningum leyfðist ekki að hafa samband við verj- anda meðan yfirheyrslur stóðu yfir, og þeim leyfðist ekki að lýsa yfir fyrir réttinum, að þeir hefðu verið pyntaðir og mátt sæta illri meðferð í varðhaldi áður en réttarhöldin hófust. Saksóknari lýsti því hvernig sakborningar hefðu lagt á ráðin um að bylta konungdæminu með ofbeldi, en bar ekkert fram til vitnis um að þeir hefðu nokkru sinni hvatt til ofbeldis eða beitt því. Fréttir herma að sakborningar hafi verið í einangrun í meira en ár áður en réttarhöldin hófust, og er það mun lengra en heimilt er samkvæmt maróskum lögum. Enn fremur munu margir þeirra hafa þolað raflost, barsmíðar og verið hengdir upp á höndum eða fótum. Mohamed Srifi er í haldi í Kenitra fangelsinu og er sagður geta stundað nám sitt þar. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og biðjið þess að Mohamed Srifi verði látinn laus: His Majesty King Hassan II Palais Royal Rabat Morocco og til Moulay Mustapha Belarbi Alaoui Minister Of Justice Palais De La Mamounia Rabat Morocco. Indónesía: Wahyudi er 18 ára háskólanemi, sem var dæmdur í apríl 1987 til 7 ára fangavistar fyrir undirróður. Hann var hand- tekinn um mitt árið 1986 í borg- inni Brebes á miðri Jövu ásamt sjö öðrum trúræknum múslim- um. Hann var sakaður um að hafa tekið þátt í trúarathöfnum og aðstoðað við skipulagningu námshópa sem kallast usroh í þorpum í nágrenni Brebes. Hóp- arnir beita sér fyrir aukinni sam- heldni meðal múslima og að lög- um kóransins sé betur fylgt. Kennarar þessara hópa eru taldir gagnrýna hina opinberu hug- myndafræði sem nefnist Panca- sila. í ákæru segir, að með því að gagnrýna Pancasila, hafi Wahy- udi og félagar grafið undan ríkis- stjórninni. í apríl 1987 voru átta félagar fundnir sekir um undirróður. Wahyudi var dæmdur til sjö ára fangavistar en hinir fengu 7 til 15 ára dóma. Amnesty International hefur grun um að réttarhöldin hafi ekki verið lögmæt. Bæði sakborningar og vitni halda því fram að yfirlýs- ingar, sem gefnar voru út eftir yfirheyrslur og lesnar í réttinum, hafi verið þvingaðar fram með harðræði. Sakborningar vitnuðu um harðræði við yfirheyrslur og að yfirvöld hefðu haft í hótunum við þá. Wahyudi var sóttur til saka á grundvelli laga gegn undirróðri frá 1963. Orðalag þessara laga er mjög óljóst og nú fer í vöxt að þeim sé beitt gegn fólki, sem læt- ur í ljósi pólitískar og trúarlegar skoðanir sínar. Frá árslokum 1985 hafa 45 fé- lagar í usroh á Mið-Jövu verið handteknir og sóttir til saka fyrir að grafa undan ríkisstjórninni og að vinna að því að stofna ríki múslima. Amensty telur 40 þeirra vera samviskufanga. Wahyudi er talinn vera í fang- elsi í Brebes. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og biðjið um að Wahyudi og félagar verði látnir lausir: President Suharto Bina Graha Jalan Veteran Jakarta Indonesia. Júgóslavía: Branimir Trbojevic er tvítugur og hefur verið dæmd- ur til tveggja og hálfs árs fanga- vistar fyrir trúarskoðanir sínar en hann er Vottur Jehóva. Branimir neitar að gegna herskyldu þar sem það samræmist ekki trú hans. Hann var handtekinn 18. maí 1988 vegna þess að hann hafði ekki látið skrá sig til her- þjónustu á eyjunni Mali Losinj. Branimir Trbojevic var dæmd- ur á grundvelli 202. greinar hegn- ingarlaga fyrir að „neita að bera vopn eða grípa til vopna“. Þann 28. júní var hann dæmdur til þriggja ára refsivistar af her- dómstóli í Split. Hann afplánaði dóminn í Split meðan hann beið úrskurðar hæstaréttar þar eð hann áfrýjaði dóminum. í des- ember barst Amnesty Internat- ional sú frétt að dómur hans hefði verið styttur um hálft ár. í Júgóslavíu eru allir heilbrigð- ir karlmenn 18 ára og eldri skyldaðir til að gegna herskyldu í tóíf mánuði. Frá þessu er engin undanþága gefin og engum leyfist að gegna þessari þegnskyldu með öðrum hætti. Hópur Votta Jehóva skutu máli sínu til Hæstaréttar Júgóslavíu. Peir fóru fram á það að Hæsti- réttur úrskurðaði að lög þau, sem skylduðu menn í herþjónustu brytu gegn stjórnarskránni, en rétturinn hafnaði þessu í nóvember 1987. Vinsamlegast skrifið kurteisleg bréf og biðjið um að Branimir verði látinn laus: His Excellency Rai Dizdarevic President og the SRFJ Presiency Bulevar Lenjina 2 Belgrade Yugoslavia. íslandsdeild Amnesty International: Nýr formaður Á aðalfundi íslandsdeildar Amn- esty International þann 22. apríl síðastliðinn, var Jóhanna K. Eyjólfsdóttir, mannfræðingur, • kosin formaður deildarinnar. Meðstjórnendur voru kosnir þeir Helgi E. Helgason, fréttamaður; Steingrímur Gautur Kristjáns- son, borgardómari; Sverrir Albertsson, ritstjóri; og Jóhann- es Ágústsson, kennari. í vara- stjórn sitja þeir Ævar Kjartans- son, dagskrárgerðarmaður og Eyjólfur Kjalar Emilsson, kenn- ari við Háskóla íslands. Endur- skoðendur eru þeir Garðar Gíslason, borgardómari og Jón Magnússon, hrl. Eimskip stomar fyrirtæki erlendis til skipareksturs á alþjóðamarkaði Eimskip hefur stofnað fyrirtæki erlendis með rekstur á alþjóða- markaði í huga. Fyrirtækinu hef- ur verið gefið nafnið „Coast Line Shipping Company Limited". Eimskip hefur undanfarna mánuði rekið tvö skip erlendis. Ekjuskipin Álafoss og Eyrarfoss hafa verið í leiguverkefnum í flutningum milli hafna í Evrópu og Miðjarðarhafslanda. Fyrirhugað var í kjölfar kaupa á ekjuskipunum Brúarfossi og Laxfossi á síðasta ári að selja Álafoss og Eyrarfoss. Vegna hækkunar á leiguverði skipa að undanförnu og hækkandi sölu- verðs skipa, þótti rétt að bíða með sölu skipanna og kanna möguleika á rekstri skipanna er- lendis. Hefur rekstur skipanna gengið nokkuð vel og vill félagið kanna hvort unnt er að halda honum áfram. Samkeppnisað- staða félagsins er aftur á móti óviðunandi miðað við að skipin séu skráð hér á landi og rekin með íslenskum áhöfnum. Félagið er í samkeppni við flutningafyrir- tæki, sem búa við mun lægri launakostnað en þekkist á íslenskum skipum. Því hefur ver- ið ákveðið að stofna sjálfstætt félag í eigu Eimskips um rekstur- inn og verður Eyrarfoss seldur til þess fyrirtækis. Skipinu verður gefið nafnið „South Coast". Margar nágrannaþjóðir okkar, svo sem Danir og Norðmenn, hafa miklar gjaldeyristekjur af því að stunda alþjóðasigíingar. Þær skrá skip sín annað hvort er- lendis eða hjá skipaskrám í heimalandi, sem hafa sérstaklega verið stofnaðar til að auðvelda útgerðum í þessum löndum að keppa á alþjóðamarkaði. Vill Eimskip með þessu kanna mögu- leikana á þessum markaði, í stað þess að selja skipin strax til ein- hverra óskyldra, erlendra aðila.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.