Dagur - 27.05.1989, Blaðsíða 6

Dagur - 27.05.1989, Blaðsíða 6
6 DAGUR - Laugardagur 27;maM989 Jón Hjaltason Arabíu-Lawrence gengur í endumvjun lífdaganna Tuttugu og átta árum eftir aö T.E. Lawrence beið bana í mót- orhjólaslysi fóru þrír ungir bandarískir piltar, Steven Spiel- berg, Martin Scorsese og Bob Harris, í bíó að sjá ævintýrið um Walsemanninn sem bjargaði Aröbum undan Tyrkjum en megnaði ekki að verja þá ásælni vestrænna ríkja. Sennilega hafa þeir ekki setið hlið við hlið í sama bíóhúsinu en áhrifin urðu keim- lík á alla þrjá. Spielberg var gjörsamlega heillaður. „Eftir þetta vissi ég að mig langaði ekki til að gera neitt annað en að búa til kvikmyndir." Scorsese var á sama hátt hugtekinn af magn- þrungnu myndverkinu og hversu fólkið var þó engu að síður raun- verulegt. „Pað var af holdi og blóði, rétt eins og fólkið í kring- urn mig.“ Fyrir Bob Harris varð Arabíu-Lawrence ástríða. „Ég hef séð þessa kvikmynd í yfir 200 skipti og í hvert sinn vekur hún upp minninguna um það hvernig var að vera 16 ára stráklingur og uppgötva möguleika bíómynd- anná.“ En það sem þessir þrír höfðu ekki hugmynd um árið 1963 og heldur ekki milljónir annarra bíófara, þar með taldir þeir sem veittu Arabíu-Lawrence 6 ósk- arsverðlaun, var að þeir fengu ekki að sjá hinn „raunverulega“ Arabíu-Lawrence - eða að minnsta kosti ekki þann sem drottning Englands horfði á í desember 1962. Leikstjóri mynd- arinnar, David Lean, hafði lokið tökum á henni í október og til að standa við fyrirhugaða forsýn- ingu myndarinnar fyrir konungs- fjölskylduna í desember varð hann að hafa hraðann á. Afleiðingin varð sú að honum gafst ekki tækifæri til að klippa myndina saman eins og hann hafði ráðgert. Til að bæta gráu ofan á svart virtist hver sem hafði til þess tækifæri álíta sig hinn kjörna mann til að Ijúka verkinu fyrir Lean. Afleiðingin varð sú að þegar kom fram á þennan áratug hafði Arabíu-Lawrence skroppið saman um allt að 35 mínútur frá þeirri útgáfu sem fékk óskarinn 1963. „Þetta var vanhelgun“, seg- ir Harris. Lean sjálfur hafði enga hug- mynd um þessa „vanhelgun". „Og ég verð að viðurkenna (segir Lean) að enn þann dag í dag veit ég ekki hversu mikið hefur verið klippt út úr sumum útgáfum myndarinnar. Og mér er spurn, á maður að setjast niður fyrir fram- an sjónvarpið með skeiðúr bara til að brotna niður við að horfa á hvernig klippóðir menn hafa leik- ið það sem ég hef gert og er mér hjartfólgið? Þetta hefur engan til- gang nema maður sé gefinn fyrir sjálfspyntingar." Þegar Bob Harris loks réðist í að endurvinna Arabíu-Lawrence blasti við honum nær óvinnandi verk. Upphaflegu l'ilmurnar voru skemmdar og eitthvað af þeim týnt, þær voru byrjaðar að falla í sundur á samskeytum og hljóð- takan var ónýt. „Við sáum þegar að ekki yrði hjá því komist að taka öll leikhljóðin upp á nýtt og ennfremur að við yrðum að fara í gegnum tíu þúsund kílómetra langa filmu sem Lean notaði við gerð myndarinnar og enn var hægt að finna.“ Harris leitaði stuðnings hjá Columbia fyrirtækinu við að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. Um var að ræða útgjöld upp á 38 milljónir sem var töluverð upphæð fyrir Col- umbia í ljósi þess að næsta öruggt mátti heita að hagnaðurinn af verkinu myndi skila sér seint og illa. Dawn Steel, forstjóri kvik- myndafyrirtækisins, ákvað engu David I.can. að síður að leggja fram pening- ana. Og það mátti ekki tæpara standa. „Ég er sannfærður um það,“ segir Harris, „að ef við hefðum beðið sex mánuði til hefði allt verið farið í súginn og myndefnið endanlega týnt“. Ákveðið var að allur hagnaður af frumsýningum hins „raunveru- lega“ Arabíu-Lawrence á þessu ári skyldu renna í sjóð til endur- vinnslu gamalla meistarastykkja hvíta tjaldsins. Spielberg, Scor- sese og fleiri hafa hlaupið undir bagga við kynningu myndarinn- ar. Nær allir upprunalegu leikar- arnir, svo sem Peter O’Toole, Anthony Quinn, Omar Shariff, Jose Ferrer, Sir Alec Guinnes og Arthur Kennedy (af aðalleikur- um myndarinnar er aðeins Jack Hawkins genginn fyrir ætternis- stapann) buðust til að tala inn á myndina. Þessi nýja og sannasta útgáfa af mynd Leans um Arabíu- Lawrence skýrir sum torræð atriði í fyrri útgáfum. Til dæmis er dráp Lawrence á tyrknesku herdeildinni skýrt, og jafnvel af- sakað, með endurvöktu mynd- atriði þar sem Walesmaðurinn er sýndur í mikilli geðshræringu yfir fjöldamorðum Tyrkja á arabísk- um börnum. Það gefur auga leið að þó Harris væri allur af vilja gerður þá gat hann ekki bætt inn í nýju útgáfu Arabíu-Lawrence öllu sem Lean hafði forðum kvik- myndað. Og sem betur fer var hinn aldni leikstjóri ekki jafn við- kvæmur fyrir skærunum og Harr- is sem eitt sinn nánast grátbað leikstjórann um að leyfa tilteknu atriði að vera. „Þetta er svo stór- brotið,“ sagði Harris. „Hvernig getur þú haft hjarta í þér til að klippa það burt?“ Lean svaraði: „Þessi mynd er stútfull af stór- brotnum myndskeiðum. Þeim má vel fækka um eitt án þess að kvik- myndin bíði af því tjón. Klipptu." í augum að minnsta kosti eins manns hefur verkið borgað sig. „Þetta er fjári gott,“ sagði Lean þegar hann hafði skoðað endan- legu gerðina. „Hljóðið er betra og ég held að myndin sé betri en hún var þegar hún kom á markað fyrst. Á frumsýningunni 1962 var Árabíu-Lawrence nákvæmlega eins og ég vildi. Það var síðar sem rotturnar komust í hana. Það er hreint ekki oft í kvik- myndaheiminum að listamaður- inn vinnur sigur á rottunum en ég held að í þetta skipti hafi okkur tekist að stela einum sigri." Greta Garbo Árið 1954 fékk leikkonan Greta Garbo sérstök óskarsverðlaun fyrir ógleymanlega fram- göngu á hvíta tjaldinu. Þessi verðlaunaafhending gerði þó ekki annað en að undirstrika eftirminnilega þá staðreynd að á 20 ára leikferli sínum fékk hún aldrei þessi eftirsóttu verðlaun. Greta Garbo var ein af stjörnum bíómyndanna sem óskarsverðlaunanefndin gleymdi. Greta Garbo árið 1939, köld og fráhrindandi. Lífsferll Garbo byrjaði undir nafninu Greta Gustaffson í Stokkhólmi árið 1905. Þegarhún óx úr grasi gerðist hún fyrirsæta og leikkona. Garbo var innan við tvítugt þegar sænski leikstjórinn Mauritz Stiller kom auga á hana. Undir handarjaðri Stillers breytt ist Greta Gustaffson í Gretu Garbo og í Gösta Berlings sögu. sem Stiller leikstýrði, glímdi hún við sitt fyrsta hlutverk í kvik- myndum. í kjölfarið fylgdi annað hlutverk í einni mynda þýska leikstjórans G.W. Pabst og ekki varð annað séð en að Evrópa hefði eignast nýja og efnilega leikkonu. En vegir guðs eru órannsakan- legir. Forstjóri MGM, Louis B. Mayer, réði Stiller til Hollywood og Garbo fór líka. Enn er ekki ljóst hvort þetta var vegna óska Stillers eða hvort það var Mayer sjálfur sem heimtaði að hún fylgdi með í kaupunum. Á aðeins tveimur árum tókst Garbo að skapa sér nafn í kvikmynda- borginni en Stiller gekk allt á afturfótunum og sneri vonsvikinn heim aftur til Svíþjóðar. Garbo var ólík öllum kven- mönnum sem áður höfðu sést á hvíta tjaldinu. Líkami hennar var á einhvern hátt „harður“, skor- inn myndu vaxtaræktarmenn lík- lega segja, og skorti mjúku línur kynbombunnar. Andlit hennar var á sama hátt fullkomið á sína vísu en sneytt allri hlýju; þó gat það stundum eins og bráðnað sundur í brosi eða harmagráti sem skar innan hjörtu bíófara. Greta Garbo lék jöfnum hönd- um þokkagyðjur, karlaflagara og sögufrægar hctjur, svo sem Önnu Kareninu, Kristínu drottningu, Mata Hari og Camillu. Hún hafði þokka sem höfðaði til áhorfenda en um leið var hún leikkona sem tók hlutverk sín ákaflega alvar- lega, jafnvel svo að persónurnar og hún sjálf runnu að meira og minna leyti saman í eitt. Sína fyrstu tilnefningu til óskarsverðlauna fékk Greta Garbo árið 1930 fyrir Önnu Christie, ungu stúlkuna sem faðirinn skilur eftir hjá vondu fólki. Að lokum þolir hún ekki lengur vistina, flýr og gerist port- kona gegn vilja sínum. Um síðir verður unga stúlkan ástfangin af sjómanni sem endurgeldur henni ástarhuginn þar til hann kemst á snoðir um fyrra líferni hennar. Það slitnar upp úr sambandinu en um síðir nær unga fólkið saman og giftist. Sama ár kom Romance fyrir sjónir bíófara, en hún segir frá primadonnunni sem allt í einu áttar sig á því að fortíð hennar myndi setja dökk- an blett á unnusta hennar ef þau ættu einhvern tíma eftir að giftast. Óskarsverðlaunatilnefn- ing Garbo árið 1930 var fyrir báðar þessar myndir. Árið 1939 var Garbo tilnefnd til óskarsverðlauna fyrir Ninotchka, leikstjóri var Ernst Lubitsch. Þetta var fyrsta gaman- mynd Garbo. Hún lék rússnesk- an njósnara sem sendur var til Parísar að koma á réttan kjöl þremur starfsbræðrum sínum sem virtust ætla að verða hinu ljúfa lffi að bráð. En Garbo verður ástfangin af París (og Melvyn Douglas). Þessi tilnefning 1939 kom frek- ar óvart og var ef til vill ætlað að vera sárabót fyrir það að tveimur árum fyrr þótti Garbo kvenna líklegust til að hreppa óskarinn og þá fyrir Camille. Gagnrýnend- ur áttu ekki til orð að lýsa aðdáun sinni á henni í þessu hlutverki deyjandi gleðikonunnar sem að lokum finnur sína einu sönnu ást. En þeir féllu í sömu gildruna og allir aðrir, Garbo varð í skrifum þeirra að gyöju hátt yfir venju- lega kvikmyndastjörnu hafin. Kannski var það útlit og fram- koma sænsku leikkonunnar sem kom því inn hjá fólki að hún væri alls ekki af þessum heimi. Þegar Anna Christie var á döfinni þótti það gífurlega athyglisvert að Garbo skyldi gera eitthvað jafn alþýðlegt og að tala. Fyrir þennan tíma hafði Garbo aðeins birst í þöglurn myndurn. Á sama hátt var Ninotchka kynnt með slagorðinu „Garbo hlær, (komið og sjáið Garbo hlæja)“. Kannski var Garbo of mikil gyðja til að almenningur mætti við því að hún væri dregin niður á jörðina að taka á móti styttu gerðri af mannahöndum. Óskarstilnefningar Sigurvegarar 1929/30 GretaGarbo Anna Christie Norma Shearer The Divorcee Romance 1937 Greta Garbo Camille Luise Rainer The Good Earth 1939 Greta Garbo Ninotchka Vivienne Leigh Gone With the Wind

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.