Dagur - 27.05.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 27; maí 1989 - PAGUB - 11
í kýrhausnum
— gamansögur, sannar og
uppdiktaðar
I Degi 14. janúar 1959 er birtur
kafli úr grein Sigríðar Thorla-
cius í Tímanum, þar sem hún
lýsir tískusýningu í París.
Kemst hún vægast sagt
skemmtilega að orði og skul-
um við grípa niður í nokkur
atriði.
„Nei, jafnvel í París er þetta of
langt gengið. Tveir vinnuklæddir
menn báru eitthvað laumulega
fram með húsvegg. Vindur lyfti
klæði af byrðinni og nakinn kven-
mannsfótur kom í ljós. Var það
furða, þó að eg hrykki við? En
mér létti aftur þegar eg sá að
þetta var sýningarbrúða. Og svo
er hálftíminn liðinn. Eg geng
spölkorn í áttina til Signu, kem
að virðulegu Ijósgráu húsi og
fylgist með straumi af pelsklædd-
um konum inn úr dyrunum. Þar
veifa eg öllum handbærum
sönnunargögnum um það, að eg
sé blaðamaður og brátt kemur til
mín sléttfríður, ungur maður,
sem reyndist vera Norðmaður,
leiðir mig til sætis í fremstu stóla-
röð í salarhorni, afhendir mér
heilmikið skilríki um það hverju
konur eigi að klæðast næsta
misseri, en framan á blöðunum
er teikning, líkust spenntum
boga með ör, en að vísu vantar
strenginn. Við lestur kemur í
ljós, að þarna er upplýstur leynd-
ardómur leyndardómanna,
svona eiga konurnar að vera í
laginu - með boglínu yfir höfuð
og axlir og svo eitt beint strik þar
fyrir neðan!
Grindhoraðar
sýningarstúlkur
Og brátt er hver stóll setinn að
heita má og sýningarstúlkur
skeiða hver á eftir annarri um sal-
ina, en sölukonur standa við
dyrastafi og kalla upp nöfn og
númer á flíkunum, sem sýndar
eru. I fyrstu gleymdi eg alveg að
taka eftir fötunum, fas og útlit
sýningarstúlknanna var svo
furðulegt. Allar áttu þær það
sameiginlegt, að vera grindhor-
Leiðrétting
- vegna missagnar í
bæjarmálapunktum
frá Húsavík
í bæjarmálapunktum frá Húsa-
vík, sem birtust í Degi 25. maí
s.l., var því haldið fram að skóla-
nefnd hefði mælt með að Guð-
mundur Birkir Þorkelsson yrði
skipaður í starf skólaritara við
Framhaldsskólann á Húsavík.
Petta er auðvitað ekki rétt, því
eins og flestum er kunnugt er
Guðmundur Birkir skólameistari
sama skóla. Pessi misskilningur
er til kominn vegna mjög óljóss
orðalags í bókun Skólanefndar
Húsavíkur, en hún er svohljóð-
andi:
„Erindi frá Guðmundi Birki
Þorkelssyni.
Birkir óskar eftir skipun í starf
skólaritara við Framhaldsskólann
á Húsavík. Skólanefnd mælir ein-
róma með því.“
Mjög auðvelt er að túlka þetta
á þann veg sem ritari bæjarmála-
punkta Dags gerði, eða hvað?
Reyndar er hið rétta í málinu öllu
langsóttara miðað við bókunina,
en það er að skólameistari var
þarna að sækja um að skólaritari
fengi skipun í embætti sitt en
hann er nú settur til eins árs í
senn.
Af þessum sökum komst þessi
leiði misskilningur inn í bæjar-
málapunktana og eru hlutaðeig-
andi beðnir velvirðingar.
aðar, enda erfitt að ná þessu
blessaða beina striki niður úr
boganum með öðru móti. Pær
eru svo farðaðar um augun, að
óskiljanlegt er að augnahárin
skuli ekki límast saman og svo
var göngulagið. Fyrst birtist
skótáin, næstum álnarlöng, svo
maginn og síðast kengbognar
herðar. Þær snerust í hring fyrir
framan okkur og hlykkjuðust svo
aftur út úr dyrunum. Nei, það er
áreiðanlega í senn eins og bogi og
beint strik!“
Sigríður lýsir því næst ferleg-
um höttum, drögtum og jakka-
kjólum. Kjólarnir voru reyndar
þannig í sniðinu að engu líkara
var en sýningarstúlkurnar væru
komnar marga mánuði á leið.
Við skulum hlífa lesendum við
nánari lýsingum á Parísartísk-
unni og grípa niður í lokakafla
greinarinnar.
Fengu ekki varist hlátri
„í tvo klukkutíma sat eg og
horfði á aumingja sýningarstúlk-
urnar þeytast fram og aftur í
næstum tvö hundruð mismunandi
búningum. Sjaldan varð eg
hrifin, en í nokkur skipti var
fáránleikinn svo mikill, að sýn-
ingargestir fengu ekki varist
hlátri. Að sýningu lokinni hitti eg
aftur Norðmanninn unga að máli
og spurði hvort hann mætti segja
mér verð á svo sem einni flík til
gamans. „Nei,“ sagði hann
snöggt. „Hér fá blaðamenn aldrei
að vita um verð.“ Og líklega gild-
ir það einu, naumast kaupa aðrir
þarna föt en þeir, sem ekki þurfa
að spyrja um verð.
Léttir
Manni léttir við að koma aftur út
í rigningarsuddann úr þessu
óeðlilega uinhverfi. Það er ólíkt
hressilegri blær yfir Parísarstúlk-
unum, sem nú eru að hópast að
neðanjarðarlestunum og strætis-
vögnunum á heimleið, en þeim
þarna inni, bæði sýningarstúlkun-
um og skorpnu kerlingunum í
persíanpelsunum með lífsleiðann
í svipnum.“
Skrifstofu-
tækjakynning
Kynnum margar nýjungar á sviöi
skrifstofutækja á Hótel KEA, þriÖju-
daginn 30. maí og miövikudaginn 31.
maí n.k. kl. 10.00 til 16.00.
Komið og kynnist Simul-coiour tvílita Ijósritun,
Olympia ritvinnsluvélum, Frama frímerkingar-
vélum, EBA pappírstæturum ásamt ýmsum öðr-
um tækjum sem verða til sýnis.
KJARAN
Síðumúla 14, Reykjavík
Bókabúðin Eddal
Hafnarstræti 100 ■ Akureyri ■ Sími 243341
Njóttu ferðarinnar!
Aktu eins og þú viit að aðrir aki
Góðaferð! ||^aoferðar
RKURTOL
Áhaldaleiga Akurvíkur
Glerárgötu 20 * Sími 22233
Rafmagnshand-
verkfaeri:
Beltaslípivél
Borhamar
Borhamar og fleigur
Borvél
Handfræsari
Háþrýstitæki
Hitablásari (hand)
Hjólsög
Hjólsög + borð
Höggborvél
Járnaklippur
Juðari
Lokkur (Nagari)
Rafhlöðuvél
Rafmagnshefill
Skrúfuvél
Slípurokkur, lítill
Slípurokkur, stór
Stingsög
Sverðsög
Loftverkfæri:
• Loftheftibyssa, lítil
• Loftheftibyssa, meðalst.
• Loftpressa, 190 Itr.
• Loftpressa, 340 Itr.
• Naglabyssa
• Naglabyssa, gas
Garðáhöld:
• Garðsláttuvél
• Garðsláttuvél, drif
• Greinasög, rafm.
• Greinasög, bensín
• Hekkklippur
• Hjólbörur
• Keðjusög án keðju
• Sláttuorf, bensín
• Sláttuorf, rafm.
• Valtari
Ýmislegt:
• Borðsög
• Borðsög P 700
• Borðsög P 700
m/keflaborði
• Flísaskerar
• Flísaskerar, rafm.
• Framlengingarsnúra
• Gólfslípivél Woodboy
• Hitablásari Master
• Hæðarmælir (kíkir)
• Jarðvegstætari
• Jarðvegsþjappa
• Járnbútsög, m.a.
f/kambstál
• Ljóskastari
• Naglabyssa f/stein
• Rafstöð 1900 w
• Rafstöð 4500 w
• Rafsuðuvél
• Steypuhrærivél
• Úðabrúsi f/mótaolíu
• Vatns- og ryksuga
• Vatnsdæla, bensín
• Vatnsdæla
• Víbrator, minni
• Víbrator, stærri
Kynning í íþróttahöllinni
Laugardag 13.00-18.00 - Sunnudag 13.00-17.00
AKURVIK
ÍS HF. - GLERÁRGÖTU 20 - AKUREYRI - SÍMI 22233