Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 1
FJARMAL ÞfN SÉRGREIN OKKAR TlARFESTlNGARFEiAGID, Ráðhústorgi 3, Akureyri Sjómannadagurínn er á morgun og víðasf hvar verða vcgleg hátíðahöld í tilefni dagsins. Þessir róðrarkappar voru að æfa sig á Pollinum í vikunni en keppni í kappróðri á Akureyri, fer frarn í dag kl. 15.00 við Torfunefsbryggju. Mynd: Kl- Sjómannadagurinn á Akureyri: Vegleg hátíð á 50 ára afmælinu Mikið verður um að vera á Akureyri um þessa helgi, enda sjómannadagur á morgun og nú eru 50 ár liðin frá því sjó- mannadagurinn var fyrst hald- inn hátíðlegur á Akureyri. Tímamótanna verður sérstak- lega minnst á morgun er útgerðarmenn bjóða bæjarbú- um í siglingu í tilefni dagsins. Dagskrá sjómannadagsins er fjölbreytt og liefst hún reyndar í dag, iaugardaginn 3. júní. Ahafnir skipa reyna með sér í knattspyrnu á Menntaskólavell- inum kl. 13 og kl. 15 hefst kapp- róður við Torfunefsbryggju þar sem sveitir skipshafna og fyrir- tækja keppa. A sunnudaginn verður sjó- mannadeginum heilsað kl. 8 með því að fánar verða dregnir að húni á skipum við höfnina. Klukkan 10 verður minnisvarði um týnda og drukknaða sjómenn afhjúpaður við Glerárkirkju. Óskar Vigfússon, formaður Sjómannasambands íslands, flyt- ur ávarp og leggur blómsveig að minnisvarðanum. Klukkan 11 verða sjómanna- messur í Akureyrarkirkju og Glerárkirkju. Séra Birgir Snæ- björnsson og séra Pálmi Matthías- son messa með aðstoð sjómanna. Dagskráin við Akureyrarsund- laug hefst kl. 13.15. Lúðrasveit Akureyrar leikur, Sigfús Jónsson bæjarstjóri setur samkomuna og Undirskriftasöfnuninni, sem Starri Hjartarson hefur staðið fyrir undanfarnar vikur, til stuðnings byggingar varamilli- landaflugvallar í Aðaldal, er lokið og hafa listar með 454 nöfnum úr Þingeyjarsýslum verið sendir til utanríkisráð- herra. Nokkuð bar á því að listar með nöfnum hyrfu af vinnustöðum og úr verslunum, meðan á söfnuninni stóð, og munu alls hafa horfið átta list- ar af sex stöðum og er talið að samtals hafi 120-130 manns verið búnir að rita nöfn sín á þá. Sagðist Starri ekkert hafa ávörp flytja Gunnar Ragnars, fyrir hönd útgerðarmanna, og Rúnar Jóhannsson, fyrir hönd sjómanna. Þá verða sjómenn heiðraðir og keppt verður í stakkasundi, björgunarsundi og koddaslag. frétt af afdrifum horfnu list- anna, og vildi enginn kannast neitt við neitt um hvað orðið hefði af þeim. Aðspurður sagðist Starri í sjálfu sér vera ánægður með árangur söfnunarinnar, hann reiknaði ekki með svona miklum undirtektum og ætlaði ekki í svona öfluga söfnum. Hann sagð- ist mjög óánægður með að fólk hefði ekki getað látið listana í friði og að fólk sem skrifaði undir á þeim stöðum skuli ekki hafa fengið að koma nafni sínu til skila. Bæjarbúum verður boðið í skemmtisiglingu kl. 15.30 og frá kl. 15 verður kaffisala á Hótel KEA á vegum Kvennadeildar Slysavarnafélagsins. Loks verður sjómamiadansleikur í Sjallanum um kvöldið. SS „Það er erfitt að segja, ég held að utanríkisráðherra hafi hikað svolítið af hræðslu við landeig- endasamtökin en það var þó tölu- verður fjöldi úr þeim sem skrifaði undir listana hjá mér,“ sagði Starri, aðspurður um hvort hann vænti árangurs af undirskrifta- söfnuninni. 1 Starri sagði að telja mætti undirskriftirnar sem stuðning við þjónustugreinar atvinnulífsins sem væru illa staddar á Húsavík og í sveitunum, þessar atvinnu- greinar þyrftu að standa undir sér og ef svo væri ekki hefði það keðjuverkandi áhrif. IM Varaflugvöllur í Aðaldal: Undirskriftasöfnun lokið - listar með 454 nöfnum sendir til ráðherra

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.