Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 20
Akureyri, iaugardagur 3. júní 1989
Skógræktarfélag Ey&ðinga ★ Gróðrarstöðin í Kjama
Opið virka daga kl. 9-18. Laugardaga kl. 10-17.
Leitið upplýsinga
siinum
24047 og 24599.
★ Póstsendum
um allt land.
Norðurland:
Gott veður
um helgina
Veðurstofa íslands gerir ráð
fyrir hægri, breytilegri átt á
landinu öllu um helgina. Skýj-
að verður víðast hvar en á
Norðurlandi verður líklega
úrkomulaust og hið ágætasta
veður.
Jafnvel er búist við sólarglætu í
innsveitum norðanlands og hita-
stigið er áætlað 6-13 stig og gæti
það orðið hærra á sumum
stöðum, þannig að helgarspáin
virðist hagstæð fyrir útihátíðir,
hvort sem þær tengjast sjó-
mannadeginum eða komu páfa.
SS
Húsavík:
Bfll lenti
utan vegar
Á fimmtudag var bíl ekið út af
veginum sem liggur eftir fjör-
unni á Húsavík. Bfllinn
skemmdist nokkuð en öku-
mann, sem var einn í bílnum,
sakaði ekki.
Stangveiðitímabilið er rétt að hefjast um þessar mundir en áður en farið er í árnar, er rétt að taka létta æfingu á bryggjunni.
Mynd: KL
Glerarsókn:
Pétur og Ólafur sækja um
Að sögn lögreglunnar á Húsa-
vík var ökumaðurinn grunaður
um ölvun við akstur.
Ekki bar fleira til tíðinda hjá
lögreglunni á Húsavík á fimmtu-
dag né föstudagsmorgun og tíð-
indalaust var á sama tíma hjá lög-
reglunni á Akureyri. SS
Vorboðar:
Ferðafólk komið
í Mývatnssveit
Ferðamenn eru byrjaðir að
láta sjá sig í Mývatnssveitinni,
einni af mestu náttúruperlum
landsins. Að sögn starfsstúlku í
Hótel Reynihlíð fjölgar gest-
um nú dag frá degi og eru
Islendingar þar í meirihluta. I
júli er Hótel Reynihlíð full-
bókað og eru erlendir gestir í
meirihluta.
Fyrstu Norrænu-ferða-
mennirnir komu í Mývatnssveit
síðdegis á fimmtudag, en þá um
morguninn kom ferjan í fyrsta
skipti í ár til Seyðisfjarðar. Marg-
ir líta á Norrænu-ferðamennina
sem fyrstu vísbendingu um að
sumarið sé nú loksins komið.
Víst er að verulega hefur hlýnað í
veðri að undanförnu en þó er það
nú svo að gróður er enn mjög
viðkvæmur og því full ástæða til
að hvetja fólk til að umgangast
viðkvæma náttúruna með nær-
gætni.
Vert er að geta þess að fyrst
um sinn verður fólki ekki heimilt
að ganga um Dimmuborgir.
Gróður er þar einkar viðkvæmur
og varhugavert að traðka niður
nýgræðinginn.
Búið er að opna gistiaðstöðu á
Skútustöðum og þessa dagana er
öll þjónusta fyrir ferðamenn í
Reykjahlíð að opna. óþh
Svavar,
Séra Svavar Alfreð Jónsson,
séra Olafur Jóhannsson og
séra Pétur Þórarinsson sækja
um Glerársókn, en umsóknar-
frestur um stöðu sóknarprests
rennur út á miðnætti mánu-
daginn 5. júní nk. í samtölum
við Dag í gær staðfestu þeir að
hafa sent umsóknir um Glerár-
sókn til skrifstofu biskups í
Reykjavík.
Séra Pétur Þórarinsson á
Möðruvöllum staðfesti í gær í
samtali við Dag að hann væri
einn umsækjendanna þriggja um
brauðið. „Eg ákvað að gefa kost
á mér og sendi því inn umsókn,
eftir langa íhugun,“ sagði hann.
Pétur Þórarinsson er fæddur
árið 1951 og á að baki 13 ára
starfsferi! sem sóknarprestur.
Hann þjónaði Hálssókn í sex ár
en undanfarin sjö ár hefur hann
þjónað á Möðruvöllum í Hörg-
árdal.
Eiginkona séra Ólafs Jóhanns-
sonar staðfesti fyrir hönd manns
sín að hann hefði sótt um Glerár-
sókn. Séra Ólafur fæddist árið
1959, hann hefur starfað sem
skólaprestur í Reykjavík en í vet-
ur hefur hann þjónað Neskirkju,
í fjarveru sr. Franks M. Halldórs-
sonar.
„Jú það er rétt að ég er einn
umsækjenda um Glerársókn,"
sagði sr. Svavar Alfreð Jónsson,
sóknarprestur Ólafsfirðinga, þeg-
ar hann var spurður um hvort
hann væri einn þriggja umsækj-
enda. Séra Svavar hefur þjónað
Ólafsfirði frá haustinu 1986.
Hann er Akureyringur, fæddur
árið 1960.
Biskup íslands mun senda
umsóknirnar til prófastsins, séra
Birgis Snæbjörnssonar, sem síð-
an heldur kjörfund með sóknar-
nefnd Glerársóknar. Áður en
það gerist mun biskup þó taka
-saman greinargerð um nám og
fyrri störf umsækjenda, sóknar-
nefndinni til glöggvunar.
Ekki er frágengið hvenær nýr
sóknarprestur hefur störf í Gler-
ársókn. Séra Pálmi Matthíasson
flytur að öllum líkindum um
miðjan júlímánuð til Reykjavík-
ur, en eins og kunnugt er var
hann kallaður til þjónustu í Bú-
staðakirkju eftir að séra Ólafur
Skúlason var kjörinn biskup.
EHB/óþh
Starfsmaimanámskeið KEA
vöktu mikla athygli
I gær lauk umfangsmiklu nám-
skeiðahaldi sem staðið hefur
yfir undanfarnar vikur fyrir
starfsmenn Kaupfélags Eyfirð-
inga. Allir starfsmenn KEA
hafa nú sótt eins dags námskeið,
en Haukur Haraldsson frá
Stjórnunarfélagi Islands hefur
leiðbeint á námskeiðunum.
í stuttu spjalli við Hauk um
námskeiðin kom fram að erfitt
eða ógerlegt væri að greina frá
innihaldi þeirra í stuttu máli. Þó
mætti nefna að í sambandi við
starfsmannamál hefði þróunin
orðið sú að menn hefðu gert sér
grein fyrir að hver einstakur
starfsmaður gegndi í raun lykil-
hlutverki í fyrirtækjum. Stjórn-
endur hefðu áttað sig á að ekki
væri raunhæft að beinlínis stjórna
starfsmönnunum heldur yrði að
fá þá til liðs við fyrirtækið og þau
markmið sem viðkomandi fyrir-
tæki stefna að. Til þess að þetta
mætti takast þyrfti að ræða við
starfsmenninna sem eina heild.
Haukur sagði varðandi nám-
skeiðin á Akureyri að sér hefði
almennt fundist starfsfólk KEA
taka námskeiðunum með opnu
og jákvæðu hugarfari. { samtöl-
um sem blaðamaður átti við
nokkra starfsmenn KEA kom
greinilega fram að námskeiðin
hafa vakið mikla athygli meðal
starfsfólksins og hafa þau fallið í
góðan jarðveg. Töldu viðmæl-
endur blaðsins að margt athygl-
isvert og hagnýtt hefði komið þar
fram sem hefði vakið starfsmenn
til umhugsunar um ýmsa þætti
tengda daglegu lífi og mannleg-
um samskiptum, bæði heima og á
vinnustað.
Blaðamaður hitti meðal annarra
þá Björn Ingimarsson og Árna
Magnússon að máli og spurði þá
um reynsluna af námskeiðunum.
Björn er aðalendurskoðandi
kaupfélagsins en Árni er fulltrúi
á sviði skipulags- og hagmála.
„Mitt álit er að námskeiðin
hafi verið athyglisverð og að
margir góðir punktar hafi komið
þar fram. Ég vil þó ekki raða því
sem fram kom í neina forgangs-
röð,“ sagði hann.
Árni Magnússon sagði að það
sem hefði komið sér mest á óvart
væri framsetningin á efni nám-
skeiðanna. „Þetta var alls ekki
hefðbundið heldur var maður lif-
andi þáttakandi. Gripið var á
mörgum málefnum sem varða
bæði vinnuna og annað daglegt
líf. Reynt var að tengja efnið
aðstæðum fyrirtækisins og rætt
um hluti eins og þekkingu
starfsmanna á viðfangsefnum sín-
um og hvernig starfsmenn og
fyrirtæki komi fyrir í augum við-
skiptavinarins.“ EHB