Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 8
f. . ’rjRbiBQUQj
8 - DAGUR - Laugardagur 3. júni 1989
Karlakórinn Hreimur á leið lil Brellands
JB SVNGJA FYRIR TJALLANN"
- Baldur Baldvinsson í helgarviðtali
Karlakórinn Hreimur heldur í söngferð til Bretlands
eftir nokkra daga, þar sem hann mun meðal annars
syngja í messu á þjóðhátíðardegi íslendinga, og er
þetta í þriðja sinn sem kórinn heldur erlendis í
söngferð. Einsöngvarar með kórnum eru Rangár-
bræður, þeir Baldur og Baldvin Kr. Baldvinssynir.
Baldur er kominn í helgarviðtal þar sem spallað er
um söng, kórstarf, tónleikaferðir og fleira.
„Ég er fæddur og uppalinn á
Rangá. Móöir mín er Sigrún
Jónsdóttir frá Hömrum í Reykja-
dal og faðir minn er Baldvin
Baldursson frá Ófeigsstöðum,“
svarar Baldur spurningu þess
efnis. Er áhugi á söng frá foreldr-
unum kominn?
„Bæði hafa þau sungið og
móðir mín var mikil söngkona og
ólst upp við söng. t>ví miður er
hún hætt að syngja einsöng núna,
þó það sé bara vitleysa af henni.
Hún söng í kirkjukór, við jarðar-
farir og á skemmtunum. Fyrir 20
árum gaf fjölskyldan út plötu
með söng hennar, og við höfum
mikinn hug á endurútgáfu áður
en langt um líður, því platan er
fyrir lögnu orðin ófáanleg.“
Söng við öll sín verk
Það var mikið sungið á Rangá,
móðir mín söng við öll sín verk,
uppvaskið og þvottabrettið, ég
man aldrei eftir henni öðru vísi
en syngjandi. Við systkinin sótt-
um söngæfingar með mömmu og
pabba og oft voru söngæfingarn-
ar heima. Pabbi var einn af stofn-
endum kórs Póroddstaðarsóknar
og hefur alla tíð starfaö með
honum. Ég byrjaði að syngja
með kirkjukórnum þegar ég var
16 eða 17 ára og í honum hef ég
reynt að syngja síðan. En fyrst
kom ég opinberlega fram með
móður minni og við sungum sam-
an dúetta á skemmtunum.“
- Systkinin frá Rangá eru
fimm, þrír bræður og tvær systur.
Tveir bræðranna; Baldur og
Baldvin Kristinn hafa víða komið
fram og sungið undir nafninu
Rangárbræður. Elsti bróðirin er
sr. Jón A. Baldvinsson, prestur
íslendinga í London en systurn-
ar, Hildur og Friðrika eru báðar
búsettar á Húsavík. Hafa ekki öll
systkinin mikið yndi af söng?
„Jón söng geysimikið, t.d. á
sínum menntaskólaárum en þá
starfaði hann bæði með kór og
kvartett. Áður sungum við Jón
mikið saman, bæði heimavið við
verkin, í fjósinu og í góðum hópi.
Báðar systur mínar hafa sungið
með kirkjukórnum meira og
minna, en reyndar er aðeins önn-
ur í kórnum eins og er. Þær hafa
sungið síðan ég man eftir þeim
sem smáhnátum en hafa ekkert
verið að trana sér fram eins og
við bræðurnir."
- Kanntu skýringu á söng-
áhuganum hjá fjölskyldunni,
stafar hann af góðum röddum
eða þarf fleira að koma til?
„Einhvern veginn er söngurinn
okkur í blóð borinn og við höfum
þetta beggja megin frá, þó
kannski ennþá frekar frá móður
okkar. Afi okkar, Jón Friðriks-
son á Hömrum segir að við höf-
um fegurðina í röddinni frá
ömmu okkar á Hömrum, sem var
Friðrika Sigfúsdóttir frá Hall-
dórsstöðum. Þaðan er komin öll
þessi tónlistar- og söngætt.
Hins vegar held ég að það hafi
ekki minnst að segja ef krakkar
og unglingar eru aldir upp viö
söng og músík og látnir fara að
syngja snemma.“
Stökk úr bílnum á æfíngar
- Hvenær byrjuðuð þið Baldvin
að koma fram sem Rangárbræð-
ur?
„Ætli við höfum ekki byrjað að
syngja opinberlega fyrir alvöru
’78 en það var fyrr sem við fórum
að syngja saman. Katrín Sigurð-
ardóttir, söngkona, spilaði undir
fyrir okkur og tók okkur í nokkra
tíma. Við sungum töluvert mikið
og víða í ein tvö ár en þá fór
Katrín suður til Reykjavíkur til
framhaldsnáms. En hingað réðst
Úlrik Ólason sem skólastjóri
Tónlistarskólans, mikill ágætis-
maður og hann lék undir fyrir
okkur í nokkur ár. Viö gáfum út
eina plötu á árunum með Úlrik
og hún seldist mjög vel hér, svo
vel að viö vorum ekkert að
spreða henni um allt landið.
Ulrik fluttist suður fyrir tæpum
tveimur árum og síðan hefur
Juliet Faulkner, tónlistarkennari
við Hafralækjarskóla leikið undir
fyrir okkur. í vetur hef ég þó lítið
getað sinnt söngnum vegna
atvinnu minnar, því ef maður
getur ekki verið í sæmilegu formi
við þetta er skynsamlegra að láta
það eiga sig. Fyrri partinn í vetur
var mikið hringt og við beðnir að
koma og syngja við ýmis tækifæri
en þá neitaði ég öllum söng.“
Baldur hefur búið ásamt konu
sinni, Sigrúnu Aðalgeirsdóttur að
Hnjúki í Kinn þar sem þau ólu
upp börnin sín þrjú, en nú eru
Sigrún og Baldur hætt búskapn-
um. Sigrún starfar á skrifstofu
Olíusölu KÞ en Baldur við akstur
vöruflutningabíls milli Húsavíkur
og Reykjavíkur. Og barnabörnin
eru þegar orðin tvö. Kinnin togar
hjónin alltaf til sín og dvalist er á
Hnjúki þegar möguleiki er á.
Hinn Rangárbræðranna, Baldvin
Kristinn, fluttist enn styttra frá
Rangá, eða að Torfunesi þar sem
hann býr ásamt fjölskyldu sinni,
en er með félagsbú með föður
sínum á Rangá.
Þó Rangárbræður kæmu ekki
oft fram fyrri hluta vetrar var
samt nóg að gera við uppsetning-
una á Amal og næturgestunum,
en þar sungu þeir bræður hlut-
verk vitringanna ásamt Baldri
Kristjánssyni. Nemendur, for-
eldrar og kennarar við Hafra-
um krökkunum. Drengirnir tveir
sem léku Amal eiga heiður skilið
fyrir frammistöðuna, það voru
Þórarinn Már Baldursson og Val-
ur Klemensson. Einnig var
ánægjulegt að vinna með Mar-
gréti Bóasdóttur sem fór með
hlutverk móður Amals og tónlist-
arkennurunum við Hafralækjar-
skóla, hjónunum Juliet, sem ann-
aðist undirleik, og Robert Faulkn-
er, en það var í raun honum að
þakka að hægt var að ráðast í að
setja verkið upp.
Skegg úr taglhárum af
hrekkjóttri meri
Sýningar á Amal voru svo vel
sóttar að samkomur í héraði hafa
ekki lengi verið eins vel sóttar og
við urðum að vera með aukasýn-
ingar eftir jólin.“
- Er mikill munur á að syngja
í svona söngleik eða koma fram á
tónleikum?
„Það er tvennt ólíkt á vissan
hátt, þarna burðast maður við að
reyna að leika líka og músíkin er
töluvert öðruvísi en sú sem við
erum vanir að syngja.“
- Kom ekki eitthvað skemmti-
legt fyrir í sambandi við sýningar
á Amal?
„Ég varð fyrir því bansetta
óláni að missa af mér skegg á
einni sýninganna. Okkur datt í
hug að það færi vel á að gera mig
svolítið kínverskan í útliti og
setja á mig þrískipt skegg úr
hrosshári. Rétt fyrir sýningu bað
förðunardaman okkar, mann að
hlaupa út í hesthúsið hans Gísla
Haraldssonar, kennara við
Hafralækjarskóla, og klippa
nokkur hár út taglinu á merinni
hans. Svo var þetta límt á mig
með einhverskonar skegglími en
eiginlega um leið og ég fór að
hreyfa mig á sviðinu fór höku-
toppurinn og svo fór að síga á
ógæfuhliðina með skeggið annars
vegar á vörinni, svo endirinn var
sá að ég lyfti hendinni og þurrk-
aði af mér skeggið. Eftir þetta
var álitið að merin hlyti að hafa
Sungið af innlifun.
lækjarskóla settu upp þennan fal-
lega söngleik fyrir jólin.
„Æfingar hófust í nóvember,
það var mikið að gera hjá mér við
aksturinn og ég stökk út úr bfln-
um urn leið og ég kom heim og
var á æfingum fram á nætur.
Æfingarnar voru stílaðar upp á
það að ég væri fyrir norðan og
þetta kom niður á hinu fólkinu
ekki síður en mér. Þetta var stór-
kostlegur tími, með þeim betri
sem ég hef upplifað. Það var
virkilega skemmtilegt að taka
þátt í uppsetningunni á þessu
verki, ekki síst að vinna með öll-
Baldur Baldvinsson, einsöngvari.