Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 13
dagskrá fjölmiðla p 22.30 M-hátíð á Austurlandi. 23.10 Kvöldstund í dúr og moll með Knúti R. Magnússyni. 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Laugardagur 3. júní 8.10 Á nýjum degi með Pétri Grétarssyni. 10.03 Nú er lag. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Kæru landsmenn. Blandaður þáttur með tónlist, viðtölum, ferðaupplýsingum og fleiri skemmtileg- heitum. Kl. 15.00 byrja íþróttafréttamenn að segja frá síðari hálfleik í leik ÍA og Vík- ings í 1. deild karla í knattspyrnu. Umsjón: Berglind Björk Jónasdóttir og Ingólfur Margeirsson. 17.00 Fyrirmyndarfólk lítur inn hjá Lísu Pálsdóttur. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Kvöldtónar. 22.07 Síbyljan. 00.10 Út á lífið. 02.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 8, 9, 10, 12.20, 16, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 2.00 Fréttir. 2.05 Eftirlætislögin. 3.00 Róbótarokk. 4.00 Fróttir. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 7.01 Úr gömlum belgjum Rás 2 Sunnudagur 4. júní 08.30 Hámessa Jóhannesar Páls páfa II. Beint útvarp frá hámessu við Kristskirkju í Landakoti. Séra Sigurður Sigurðarson og Jónas Jón- asson kynna. 11.00 Úrval. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Paul McCartney og tónlist hans. 14.00 Tónlistarþáttur Áslaugar Dóru Eyjólfsdóttur. 16.05 Söngleikir í New York - Vofan í óperunni. 17.00 Tengja. Kristján Sigurjónsson tengir saman lög úr ýmsum áttum. (Frá Akureyri) 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Kvöldtónar. 22.07 Á elleftu stundu. - Anna Björk Birgisdóttir í helgarlok. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Næturútvarpið „Blítt og létt... 2.00 Fréttir. 2.05 Djassþáttur. 3.00 Róbótarokk. 4.00 Fréttir. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fróttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 „Blítt og létt...“ Rás 2 Mánudagur 5. júní 7.03 Morgunútvarpið. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatíu með Gesti Einari Jónassyni. 14.03 Milli mála. - Árni Magnússon á útkíkki og leikur nýju lögin. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafsteinn, Guðrún Gunnars- dóttir og Ævar Kjartansson. 19.00 Kvöldfréttir. 19.31 Áfram ísland. 20.30 Útvarp unga fólksins. 22.07 Rokk og nýbylgja. Skúh Helgason kynnir. 01.00 Næturútvarp á báðum rásum til morguns. Fréttir kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 „Blítt og lótt.. 2.00 Fróttir. 2.05 Lögun. 3.00 Rómantíski róbótinn. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.35 Næturnótur. 5.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 5.01 Áfram ísland. 6.00 Fréttir af veðri og flugsamgöngum. 6.01 Blítt og létt..." Ríkisútvarpið Akureyri Mánudagur 5. júní 8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Bylgjan Laugardagur 3. júní 09.00 Ólafur Már Bjömsson. 13.00 Kristófer Helgason. Leikir, uppákomur og glens taka völdin á laugardegi. Uppáhaldslögin og kveðjur í síma 611111. 18.00 Bjarni Haukur Þórsson. Laugardagskvöldið tekið með trompi. Óskalög og kveðjur í símum 681900 og 611111. 22.00 Sigursteinn Másson mættur á næturvaktina, næturvakt sem segir „6“. Hafið samband í síma 681900 eða 611111 og sendið vinum og kunningj- um kveðjur og óskalög á öldum helgar- ljósvakans í bland við öll nýjustu lögin. 02.00 Næturdagskrá. Sunnudagur 4. júní 09.00 Haraldur Gislason. Hrífandi morguntónlist sem þessi morg- unglaði dagskrárgerðarmaður sér um að raða undir nálina. Förum snemma á fætur með harðsnúna Halla! 13.00 Ólafur Már Björnsson. Þægileg tónlist er ómissandi hluti af helg- arstemmningunni og Ólafur Már kann sitt fag. 18.00 Kristófer Helgason. Helgin senn úti og virku dagamir fram- undan. Góð og þægileg tónlist í helgar- lokin. Ómissandi við útigrillið. 24.00 Næturdagskrá. Mánudagur 5. júní 07.00 Þorgeir Ástvaldsson og Páll Þor- steinsson með morgunþátt fullan af fróðleik, frétt- um og ýmsum gagnlegum upplýsingum fyrir hlustendur, í bland við góða morgun- tónhst. 10.00 Valdís Gunnarsdóttir. 14.00 Bjami Ólafur Guðmundsson. Óskalögin, kveðjumar, nýjustu lögin, gömlu góðu lögin - allt á sínum stað. Bjarni Ólafur stendur alltaf fyrir sínu. 18.10 Reykjavík síðdegis - Hvað finnst þér? Fróttir kl. 8, 10, 12, 14, 16 og 18. Fróttayfirlit kl. 9, 11, 13, 15 og 17. 19.00 Freymóður T. Sigurdsson. Meiri tónlist - minna mas. 20.00 Sigursteinn Másson. Ný - og góð tónhst, kveðjur og óskalög. 24.00 Næturdagskrá. Hljóðbylgjan Mánudagur 5. júní 17.00-19.00 M.a. er vísbendingargetraun. Stjórnandi útsendingar er Pálmi Guð- mundsson. Fróttir kl. 18.00. Ijósvakarýni Teiknimyndir eða fréttir? Stöö 2 kom meö óvæntan mótleik í samkeppn- inni við Sjónvarpið þegar sumardagskráin leit dagsins Ijós, svo óvæntan að menn vissu ekki sitt rjúkandi ráð. Þetta þaulhugsaða k'lækjaþragð Stöðvarinnar kunna sumir að taka sem regin- skyssu og galgopahátt en ég þykist sannfærður um að djúpstæð markaðssálarfræöi hafi ráðið ferðinni. Umrætt bragð er sýning teiknimynda á sama tíma og Sjónvarpið sendir út fréttirnar, þetta óvinnandi vígi. Sjálfsagt hefur Bogi Ágústs- son slegið sér á lær og hrósað happi yfir getu- leysi keppinautarins en svo gæti farið að lær verði ekki frekar slegin á þeim bæ. Ef ég skil þankaganginn á bak við ákvörðun Stöðvar 2 rétt þá hyggjast þeir láta börnin stjórna heimilunum. Börnin vilja horfa á teiknimyndir klukkan átta en foreldrarnir vilja horfa á hinar ómissandi fréttir Sjónvarpsins. Þetta hefur í för með sér deilur. Grátur. Öskur. Hótanir. Mála- miðlun. Loks undanlátssemi. Börnin fá að horfa á sínar teiknimyndir því foreldrarnir komast að því að þeir geta keypt friðinn án þess að missa af fréttnæmum atburðum í þjóðfélaginu með því að horfa á fréttir Stöðvar 2 klukkan hálf átta og leyfa blessuðum börnunum að sjá teiknimyndirnar klukkan átta. Málið leyst en Sjónvarpið missir áhprfendur. Á mínu heimili er málum þannig háttað að teiknimyndir Stöðvar 2 eru látnar afskiptalausar nema á mánudögum og miðvikudögum. Ástæð- an er fyrst og fremst sú að þá eru Andrés Önd og félagar á dagskrá og ég er forfallinn aðdáandi hinnar skapstóru andar. Dóttir mín er að sjálf- sögðu ánægð með þetta og segja má að sál- fræðbragö Stöðvar 2 hafi að hluta til borið árang- ur á mínu heimili því á mánudags- og miðviku- dagskvöldum horfi ég á fréttir þeirra, en einnig er til í dæminu að taka Andrés upp á myndband meðan óg horfi á fréttir Sjónvarpsins. Það er í rauninni besta lausnin fyrir fréttaþyrstan blaöa- mann. En hverfum frá skapofsaöndinni yfir í aðra sálma. Leikrit Svövu Jakobsdóttur, Næturganga, var á dagskrá Sjónvarpsins yfir hvítasunnuna. Óvenju hljótt hefur verið í kringum þetta íslenska sjónvarpsleikrit i lesendadálkum og öðrum mein- hornum og er ástæðan einföld: Leikritið gat ekki hneykslaö nokkurn mann. Ekkert klám, geðveiki, guðlast eða draumarugl. Sem sagt, ekki hið týp- íska íslenska þunglyndi sem einkennt hefur mörg sjónvarpsleikrit. Ég var stórhrifinn af Næt- urgöngu, hæglátri en magnaðri uppbyggingu verksins, hógværri leikstjórn og hrífandi leik. Auk þess má túlka verkið á ýmsa vegu. Ég vil gjarnan setja uppreisn vinnukonunnar í víðara samhengi og telja hana táknræna fyrir alþýðu- eða kvenna- uppreisn á landinu og þá þarf ekki endilega að miða við árin 1916-1918. En þegar Sjónvarpið sýnir verk á borð við Næturgöngu á maður auö- velt með að fyrirgefa því gamlar syndir. Stefán Sæmundsson Laugardagur 3. j’úní 1989 - DAGUR - 17 Iðnþróunarfélag Eyjafjarðar hf. gengst fyrir Námsstefnu um ferðamál á Hótel KEA föstudaginn 9. júní. Dagskrá 10.00. Ferðamál - Vaxtarbroddur framtíðar? Sigurður P. Sigmundsson framkvæmdastjóri Iðnþróunar- félags Eyjafjarðar kynnir nýja áhersluþætti í starfsemi félagsins. 10.30. Umfang og þýðing ferðaþjónustu fyrir Eyja- fjarðarsvæðið. Þorleifur Þór Jónsson viðskiptafræðingur fjallar um helstu ytri þætti ferðaþjónustunnar. 12.00. Léttur hádegisverður í boði Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. 13.00. Ferðamenn. Hvað vilja þeir, hvernig á að ná til þeirra? Bjarni Sigtryggsson markaðsfræðingur. 14.45. Kaffihlé. 15.00. Samstarf aðila í ferðaþjónustu. Reynir Adólfsson ferðamálafulltrúi Vest-Norden nefndar- innar, fjallar um m.a. samstarf í tengslum við ferðakaup- stefnur. 16.00. Umræður. 16.45. Slit. Námsstefna þessi er opin öllum áhugamönnum um ferðamál. Væntanlegir þátttakendur vinsamlega tilkynnið þátttöku til Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar hf. i síma 26200 í síðasta lagi þann 7. júní. IÐNÞRÓUNARFÉLAG EYJAFJARÐAR HF. Laugardagskvöld Valin atriði úr stórsýningunni Jp] wmw Söngvararnir Einar Júlíusson, Anna Vilhjálmsdóttir, Sólveig Birgisdóttir, Ólöf Sigríður Valsdóttir, Júlíus Guðmundsson, Karl Örvarsson og Ingvar Grétarsson, ásamt íslandsmeisturunum í rokkdansi. Kynnir: Bjarni Dagur Jónsson. Matseðill: Rjómalöguð blómkálssúpa Reykt grísahnetusteik m/fyllingu Jarðarberjatriffle. Hljómsveitin Karakter leikur fyrir dansi ☆ Sunnudagskvöld 4. júní Sjómannahátíð Hljómsveitin Karakter ásamt söngvaranum Einari Júlíussyni sjá um fjörið. Glæsilegur matseðill. gjotifaut Miða- og borðapantanir í síma 22970.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.