Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 9
Myndir: IM
Karlakórinn Hreimur, stjórnandi Robert Faulkner, undirleikari Juliet Faulkner.
Meira en að Iosa þá
við sönginn
- Karlakórinn Hreimur hefur
veriö meö söngskemmtun og tón-
leika að undanförnu m.a. fékk
kórinn mjög góðar viðtökur á
Dalvík nýlega, hvenær var kór-
inn stofnaður?
„Hann var stofnaður 1975 og
hefur starfað óslitið síðan. í
kórnum syngja menn úr flestum
sveitum Suður-Þingeyjarsýslu og
frá Húsavík. Við höfum æft í vet-
ur og ætlum okkur stóra hluti,
eins og við höfum í raun alltaf
verið að gera. Við höfum verið
að æfa fyrir ferð til Bretlands því
þangað ætlum við til að syngja
fyrir Tjallann. Stjórnandi okkar
Robert Faulkner er Breti og
Juiiet, kona hans er undirleikari
kórsins.
Þetta verður heilmikil ferð.
Jón bróðir hefur skipulagt ferð-
ina algjörlega ásamt Robert. Við
förum út 15. júní og 17. júní ætl-
um við að syngja við þjóðhátíð-
arguðsþjónustu hjá sr. Jóni í
dönsku kirkjunni í London. Eftir
messu ætlum við einnig að syngja
nokkur lög í kirkjunni, en reikn-
að er með að þarna komi saman
margir íslendingar.
Þetta verður sjö daga ferð og
við syngjum í einhverju heil-
miklu húsi í Wimbledonhverfi 19.
Nokkrir kórfélagar.
staðar var þó sama sagan; að
mjög vel var tekið á móti okkur.
Það var meira um að konur tækju
á móti okkur en karlar, lítið er
um karlakóra á því svæði sem við
fórum um í Noregi svo kvenna-
kórar önnuðust móttökurnar.
í Noregsferðinni var ferðast
um á tveim rútum og var önnur
rútan svolítið myndarlegri en
hin, og í henni var salerni en í
hinni ekki. Eins og við erum
þekktir fyrir Þingeyingar þá var
annar hver maður í kórnum hag-
yrðingur og það var ljóðað á milli
rúta og mikið út af þessu salerni.
Margar góðar vísur munu hafa
varðveist sem ortar voru af þessu
tilefni og á einum áningarstaðn-
um keyptu, þeir Sem salernisrút-
una höfðu, klósettsetu og
afhentu hinum með mikilli
viðhöfn.
Þetta er samhentur hópur og
góður andi á ferðalögum hans.“
- Hvaða væntingar gerið þið
ykkur um Bretlandsferðina?
„Menn eru spenntir og hlakka
til. Margir okkar vcrða að öllum
líkindum lúnir eftir sauðburðinn
og vonandi ná menn til að slappa
af og að ferðin verði þeim hvíld
og tilbreyting, þó alltaf fylgi visst
erfiði ferðum af þessu tagi. Ferð-
in var þó skipulögð þannig að
menn þyrftu ekkert að vera að
rífa sig upp eldsnemma á morgn-
ana, og prógrammið á ekki að
vera mjög strangt. Við erum ekki
eingöngu að fara í þessa ferð til
að syngja, þetta er einnig
skemmtiferð og við ætlum að
reyna að skoða og sjá sem mest.“
- Er kórinn í góðu formi?
„Hann hefur kannski aldrei
verið betri, er að komast í mjög
gott form og verður vonandi í
sínu besta formi þegar við förum
út. Við erum með mjög góðan
stjórnanda og undirleikarinn er
einnig góður. Við förum með
fjölbreytta efnisskrá, hefðbund-
in, gömul, íslensk ættjarðarlög,
nokkur welsk lög og lög úr
óperettum." IM
verið hrekkjótt, það gæti ekki
annað verið. Þetta var svolítið
vandræðalegt en mér fipaðist þó
ekki á sýningunni.
Það þurfti ekki aðeins að hugsa
fyrir því að ég væri á Norðurlandi
þegar næsta æfing var ákveðin,
Baldvin bróðir og Baldur Krist-
jánsson störfuðu báðir í lögregl-
unni á Húsavík meðan á æfingum
stóð. Þeir voru aldrei saman á
vakt og það skapaði heilmikil
vandræði í sambandi við æfingar.
Það var víst haft á orði að mikill
ófriður virtist vera í Aðaldæling-
um á þessu tímabili því lögreglan
þyrfti alltaf að vera að fara fram
að Ýdölum á vaktinni.
Það þurfti vissulega að sæta
lagi í sambandi við æfingarnar
því Margrét Bóasdóttir vann við
kennslu á Akureyri og söng víðs-
vegar um landið. í rauninni var
merkilegt að það skyldi takast að
koma þessu saman því auk ein-
söngvara og hljóðfæraleikara
voru tugir fólks, bæði barna og
fullorðinna, sem sungu í
kórnum.“
júní. Daginn eftir förum við til
Grimsby og þá ökum við um ein
mestu landbúnaðarhéruð
Englands. Flestir erum við bænd-
ur og verðum að gera eitthvað
meira fyrir þá en að losa þá við
sönginn. í Grimsby verður tekið
á móti okkur af íslendingum sem
vinna við fiskfyrirtækin og þar
syngjum við og gistum eina nótt.
A bakaleiðinni er áætlað að
koma við í Massey Ferguson-
verksmiðjunum og mun það vera
aðaldraumur margra bænda að fá
að skoða þær. Þarna ætlum við
að taka lagið, enda á að taka á
móti okkur með pompi og pragt,
matarboði og af myndarskap."
- Hvað fara margir í þessa
ferð?
„Líklega verða 70 manns í
hópnum. Við tökum frúrnar
með, það er ekki hægt annað en
að sýna þeim einhvern lit, eftir að
vera búnir að vera svona mikið
burtu frá þeim á kvöldin við
æfingarnar. Við verðum því að
hafa þær með til að hafa þær
góðar.
Við erum búnir að æfa mikið
þó við höfum lent í töfum vegna
óveðra og ófærðar og í öðru lagi
flensuskratta sem lagðist á okkur
þegar veður fór að lagast. Síðasta
hálfa mánuðinn fyrir ferðina
verðum við einnig með mjög
strangar æfingar og verðum því
vonandi í okkar besta formi.“
Ort um rútusalerni
í Noregi
- Verðið þið bræðurnir með ein-
sög og tvísöng með kórnum?
„Já, við syngjum einsöng með
kórnum, báðir tveir og svo er
meiningin að við verðum með
dúetta líka. Þetta verður þriðja
utanlandsferð kórsins, fyrir
tveimur árum fórum við til
Noregs, mikla og góða ferð. Far-
arstjóri og skipuleggjandi þeirrar
ferðar var Jónas Jónsson, búnað-
armálastjóri og kona hans, Sigur-
veig Erlingsdóttir. Stjórnandi
kórsins var þá Úlrik Ólason.
Fyrir fjórum árum fórum við til
Færeyja með Norrænu en þá var
Guðmundur Norðdal stjórnandi
kórsins og Úlrik undirleikari. Viö
fórum víða um í Færeyjum, sung-
um t.d. á Suöurey og í Norræna
húsinu í Þórshöfn, sem er feiki-
lega glæsilegt hús. Það eru eftir-
minnilegir tónleikar og við feng-
um góða aðsókn.“
- Hvernig hefur aðsókn ann-
ars verið að tónleikum í þessum
ferðalögum?
„Tónleikar hafa ekki alls stað-
ar verið vel sóttir, t.d. hittum við
illa á þegar til Suðureyjar kom
því þeir voru að „reyta seyður“
eins og þeir kalla það þegar þeir
rýja fé sitt. Þannig að aðsókn að
tónleikunum var ekkert sérstak-
lega góð en okkur var alls staðar
tekið með kostum og kynjum.
Segja má að ekki hafi verið nein
feikileg aðsókn í Noregi en það
var ekkert til að kvarta yfir og á
mörgum stöðum var vel sótt. Alls