Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 03.06.1989, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. júní 1989 - DAGUR - 5 Bitist um veiðileyfm í Hofsá í Vopnafirði: Sá gamli mætir á árbakkann með stöng og súrefiiisflösku Veiði hefst í Hofsá í Vopna- firði föstudaginn 30. júní. Ætl- unin er þó að þjófstarta í veið- inni og kasta í tilraunaskyni fyrir þann stóra 25.-27. júní. Hofsá er mjög eftirsótt lax- veiðiá og segir Haraldur Jónsson, einn stjórnarmanna í Veiðifélagi Hofsár og Sunnudalsár, að flest öll veiðileyfi í ána í sumar hafi verið frátekin strax í lok veiði- tímabilsins í fyrra. Um tveir þriðju hlutar veiðileyfa eru seldir til útlendinga og eru Bretar þar í meirihluta. Dæmi er um að erlendir veiðimenn hafi komið ár eftir ár og rennt fyrir þann stóra í Hofsá. Haraldur nefndi einn harðskcyttan breskan veiðigarp sem veitt hefur í Hofsá í um 25 ár. Hann hefur búið við hjarta- krankleika á seinni árum en lætur sig samt hafa það að mæta með stöngina í Hofsá. Til öryggis hef- ur hann súrefnisflöskuna sér við hlið. Þetta verður að kallast harka og jafnvel veiðidella! Haraldur segist ekki vita betur en sá gamli mæti með stöngina og súrefnistækin í sumar. Iþrótta- og leikjanámskeið íþrótta- og leikjanámskeið Þórs hefst á mánudag- inn 5. júní kl. 10.00. Mikill hluti fer fram á Þórssvæði v/Glerárskóla. Hvert námskeið endar með grillveislu. Aðal leiðbeinandi verður Gísli Bjarnason íþrótta- kennaranemi. Krakkar - Krakkar! Unglingamót íslandsheimsókn páfa: Bein útsending - frá Þingvöllum og Landakotstúni Stórviðburður helgarinnar er koma Jóhannesar Páls páfa II hingað til lands. Hann kemur með Flugieiðaþotu sem lendir í Keflavík kl. 13 í dag en fer aft- ur af landi brott laust eftir kl. 12 á morgun með flugvél ítalska flugfélagsins A1 Italia. Ferð páfa er heitið til Finnlands. Dagskrá páfaheimsóknar er mjög stíf. Hann hittir forseta íslands, frú Vigdísi Finnboga- dóttur, á Bessastöðum kl. 14 í dag en þaðan er ferðinni heitið í Landakotskirkju, þar sem páfi hittir um 500 manns úr kaþólska söfnuðinum á íslandi. Þar næst liggur leið páfa til Þingvalla þar sem haldin verður samkirkjuleg guðþjónusta. Þetta er hápunktur heimsóknar páfa og verður Ríkissjónvarpið með beina útsendingu frá Þingvöllum og hefst hún kl. 17.30 og stendur til 18.50. Gert er ráð fyrir að páfi komi aftur til Reykjavíkur laust fyrir kl. 8 í kvöld og snæði kvöldverð í bústað kaþólska biskupsins í Landakoti, en þar mun hann einnig gista. í fyrramálið kl. 8.25 verður aft- ur bein útsending í Ríkissjón- varpinu frá páfamessu á Landa- kotstúni. Um er að ræða venju- lega messu að kaþólskum sið og mun hún standa í hálfan þriðja tíma. Messan fer fram á íslensku, latínu og ensku. Að messu lokinni fer páfi til Keflavíkurflugvallar og stígur þar um borð í flugvél A1 Italia, eins og áður greinir. Þar með lýk- ur fyrstu íslandsheimsókn Jóhannesar Páls páfa II. óþh Hlutafélagið Hlaðir á Grcnivík, sem að standa frystihúsið Kaldbakur og Sjöfn hf., hefur fest kaup á fiskiskipinu Akurey SF-31 frá Hornafirði, sem er 201 lesta stálskip smíðað í Noregi árið 1966. Akurey verður stærsta skipið í flota Grenvíkinga og mun það treysta mjög stoðir atvinnulífs á Greuivík. Kvóti Frosta II, sem er 132 tonna eikarskip í eigu Frosta hf., er nú á þrotum og því mun Akurey verða burðarás í hráefnisöflun á Grenivík á næstunni. Akurey er nú í slipp á Akureyri og þar var þessi mynd tekin. Mynd: kl í Hofsá eru leyfðar 6 stengur á dag á 7 laxveiðisvæðum. Á dýr- asta tíma kostar stöngin 36 þús- und krónur. Silungaveiðisvæði í Hofsá eru tvö með samtals fimm stangir. í Sunnudalsá er ein lax- veiðstöng. „Allar spár fyrir sumarið gefa góðar vonir. Hins vegar setur maður spurningamerki við veið- ina vegna sjávarkulda og iax- veiða Færeyinga. Ég hef þá kenn- ingu að eftir því sem sjór er kald- ari hér úti fyrir hrekst laxinn austur á bóginn og lendir þar í greipum Færeyinga," sagði Haraldur. óþh verður haidið sunnudaginn 11. júní nk. á Breið- holtsvelli. Keppnisgreinar: Tölt 3 flokkar, 150 m skeið 2 flokkar, 150 m stökk 2 flokkar, víðavangshlaup, frjáls sýningaratriði. Veglegt happdrætti fyrir keppendur. Allir krakkar yngri en 16 ára geta tekið þátt í þessu móti! Kynning og skráning í Skeifunni mánudaginn 5. júní k\. 20.00. Unglingaráð Léttis. Stórbætt þjónusta Höfum tekið í notkun púströrabeygjuvél Getum smíðað alla vega rör. Eigum til beygjur 45° og 90° Stóraukið úrval af kútum, pakkningum og festingum í flesta bíla. Þórshamar hf. Varahlutaverslun, sími 96-22875. Sjómannadagurinn 4. júní Sjómenn og konur til hamingju með daginn í tilefni dagsins ætlum við hér á Hótel Stefaníu að leggja okkur öll fram um að gera daginn eftirminnilegan með glæsilegum helgarmatseðli til heiðurs sjómönnum. Heilsteikt ærinnanlæri með koníaks ristuðum sveppum kr. 1.290,- Krytldhjúpuö grísakótiletta með staðarfellssósu kr. 1.390,- Grillsteiktar svartfuglsbringur með gráðosti í tyttuberjasósu kr. 1.490,- Gljáður banani í Baileys með ískúlu kr. 470,- Tvær tegundir af ís rneð ferskju og rjóma kr. 410,- Sjómannalög verða leikin á harmoniku í tilefni dagsins. Konunum bjóðum við upp á íslandsmeistaracokteilinn og mennirnir fá bjórkönnu. ____ju>te£—_ Borðapantanir Jb. í síma 26366. 2M EPr%PllC% Restaurant HAFMAR5TRÆTI 83-85 5ÍMI: 96-26366 Trjónukrabbasúpa með hörpuskel kr. 450,- Silungsfrauð með reyktum laxi, kaldri blaðlaukssósu og ristuðu brauði kr. 630,- Fylltar búttudeigskænur með hvítlaukskrydduðu sniglamauki kr. 590,- Pönnusteiktur skðtuselur „oriental" með hrísgrjónum kr. 1.050,- Steiktur karfi með rauðrófum og ólífurn í rjómasósu kr. 890,-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.