Dagur - 09.06.1989, Qupperneq 5
Föstudagur 9. júní 1989 - DAGUR - 5
fréttir
Hofsóshreppur:
Svipting íjárforræðis
frainlengd um tvo mánuði
Svipting fjárforræðis Hofsós-
hrepps og skipun fjárhalds-
stjórnar á vegum félagsmála-
ráðuneytisins hefur verið fram-
lengd um tvo mánuði, en hún
átti að renna út þann 1. júní sl.
Greiðslustöðvun hreppsins
rann út 19. maí sl. og hafði þá
tekist að greiða upp flestar lausa-
skuldir sveitarfélagsins og/eða
semja við lánardrottna um skuld-
breytingar og lengingu á lánum.
Heildarskuldir hreppsins voru
rúmlega 50 milljónir króna og
lagði Jöfnunarsjóður sveitar-
félaga fram 10 milljónir króna til
að létta á skuldabyrðinni.
Sérstök nefnd á vegum Hofsós-
hrepps, Fellshrepps og Hofs-
hrepps kannar nú möguleika á
sameiningu þessara sveitarfélaga
og eru miklar vonir bundnar við
að af sameiningu verði. BB.
Stjórn Útgerðarfélags Skagfirðinga:
Leitar leiða til úrbóta
á rekstri félagsins
Á stjórnarfundi Utgerðarfé-
lags Skagfirðinga í síðustu viku
var kosið í fjögurra manna
nefnd til að vinna úr þeim hug-
myndiim sem kómið hafa fram
til að laga slæma stöðu félags-
ins. Ljóst er að stórtap varð á
rekstri Ú.S. á síðasta ári og
hefur þetta ár ekki byrjað vel.
Nefndina skipa Marteinn
Friðriksson, stjórnarformaður
ÚS, Snorri Björn Sigurðsson,
bæjarstjóri, Vilhjálmur Egils-
son, stjórnarformaður
Skjaldar, og Þórólfur Gísla-
son, kaupfélagsstjóri.
Aðalfundi ÚS hefur tvisvar
verið frestað að undanförnu, því
stjórn félagsins vill koma málun-
um á. hreint fyrir fundinn. Síðast
kom stjórn ÚS saman í gær til að
ræða málin, og er búist við að
aðalfundur geti farið fram á næsF
unni.
Meðal þeirra hugmynda sem
upp hafa komið eru að rekstrar-
fyrirkomulag verði óbreytt en
hlutafé aukið um a.m.k. 100
milljónir; að togurunum verði
skipt á milli frystihúsanna og ÚS
þá lagt niður og loks að Fiskiðjan
leggi Skagfirðing inn í fyrirtækið
sem hlutafé og aðrir eignaraðilar
Ús leggi hlutafé á móti. Þá hef-
ur einnig komið upp sú hugmynd
að sameina öll frystihúsin og
Útgerðarfélagið, en sem kunnugt
er hafa Skjaldarmenn hafnað
þeim hugmyndum alfarið. -bjb
Guðný Björnsdóttir og Valdemar Örn Valsson sölumaður á Stórholti, við Toyota bílinn sem umboðið lánaði Guð-
Mynd. EHB
Þrastarhjón verpa
í jeppabifreið
- bifreiðaumboð hleypur í skarðið og lánar eigandanum
bíl á meðan þrastarhjónin koma ungunum á legg
Fyrir skömmu varð Guðný „Þrastarhjónin eltu bílinn
Björnsdóttir, Austurgörðum í hvert sem ég fór og þá fór mér að
Kelduhverfi, vör við að þrast- finnast þetta eitthvað grunsam-
arhjón höfðu gert sér hreiður í legt. Þegar betur var að gáð var
Toyota Landcruiser - jeppan
um hennar.
Leikfélag Akureyrar:
Konum hampað í IVrsta
lelkriti næsta leikárs
Fyrsta verkefni Leikfélags
Akureyrar á næsta leikári
verður hið ástríðuþrungna
verk, Hús Bernörðu Alba, eft-
ir Garcia Lorca. Einar Bragi
sneri verkinu á íslensku en
- Hús Bernörðu Alba eftir Garcia Lorca
leikstjóri verður Þórunn Sig-
urðardóttir. Æfingar hefjast í
byrjun september og er frum-
sýning áætluð um miðjan októ-
ber.
Sunna Borg, formaður Leik-
Lögreglan á Akureyri
Byrjað að klippa af
trössunum á næstunni
Lögreglan á Akureyri er um
þessar mundir að draga fram
númeraklippurnar og hyggst á
næstu dögum klippa númer af
óskoðuðum bflum með númer
sem enda á 1.
Þessa bíla átti sem kunnugt er
að skoða í janúar sl. en eins og
fyrri daginn eru alltaf nokkrir
ökumenn sem trassa að færa bíla
sína til skoðunar. Að sögn lög-
reglu verður hugað að óskoðuð-
um bílum með númer sem enda á
2 í júlí ogsíðan koll af kolli. óþh
Stöðvarfjörður:
Maðurjátar
íkveikjur
Rúmlega fertugur maður, hef-
ur við yfírheyrslur hjá rann-
sóknardeild lögreglunnar í
Suður-Múlasýslu, játað að
hafa kveikt í húsum Færabaks
á Stöðvarfírði að morgni
sunnudagsins 28. maí sl.
Maður þessi hafði verið
úrskurðaður í gæsluvarðhald til
12. júní nk, vegna gruns um
íkveikju. Ekki hefur verið tekin
ákvörðun um frekara framhald
málsins, að sögn lögreglunnar á
Egilsstöðum. IM
félags Akureyrar, sagði að þetta
væri mjög spennandi verkefni og
margt gott fólk hefði verið fengið
til að standa að sýningunni. Þar
má nefna Charlotte Klason, sem
hannar leikmynd og búninga, en
hún er mikils mctinn listamaður í
Danmörku. Hún gerði leikmynd
og búninga við Hús Bernörðu
Alba hjá Konunglega danska
þjóðleikhúsinu síðasta vetur og
er hún nú væntanleg til Akureyr-
ar.
Pétur Jónsson gítarleikari flyt-
ur tónlistina á sýningum og lýsing
er í höndum Ingvars Björnsson-
ar, en að öðru leyti eru konur
nær einráðar í uppfærslunni.
Sigríður Hagalín fer með hlut-
verk Bernörðu Alba og er hún
gestaleikari í sýningunni, enda
fastráðinn leikari hjá Leikfélagi
Reykjavíkur. Aðrir leikarar eru
Sunna Borg, Sigurveig Jónsdótt-
ir, Ingunn Jensdóttir, Guðbjörg
Thoroddsen, Guðlaug María
Bjarnadóttir, María Sigurðar-
dóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir.
Konur eru sem sagt einráðar í
verkinu.
Sunna Borg sagði að áhersla
hefði verið lögð á að skipuleggja
leikárið snemma, þannig að allt
yrði komið á hreint áður en
sumarfrí hefjast 15. júlí. Sigurð-
ur Hróarsson leikhússtjóri er
væntanlegur til Akureyrar á
næstu dögum og verða þá önnur
verk á næsta leikári væntanlega
ákveðin. SS
komið hreiður í bílinn. Ég varð
síðan að leggja bílnum þegar egg
komu í hreiðrið, annað var ekki
hægt,“ sagði Guðný.
Þrestirnir fá góðan tíma til að
koma ungunum upp í jeppanum
en Guðný var hins vegar orðin
farskjótalaus. Toyota-umboðið á
Akureyri, Stórholt hf., frétti af
vandræðum hennar og brást
skjótt við. Guðný var beðin um
að koma til Akureyrar því
umboðið ætlaði að lána henni bíl
á meðan þrastarhjónin væru að
sinna uppeldishlutverkinu. Hún
fékk afhcntan Toyota Corolla bíl
til afnota næstu vikur, frítt frá
umboðinu. EHB
HOTEL KEA
Laugardagskvöldið 10. júní
Dansleikur
Hljómsveitin
MIÐALDAMENN
leikur fyrir dansi
Við biðjumst velvirðingar á prentvillu
sem var í Sjónvarpsdagskránni
þar sem hljómsveitin Gautar var auglýst.
Húsið opnað fyrir aðra en
matargesti kl. 23.00.
Viðskiptavinir Súlnabergs athugið!
Frá og með 1. júní er opnunartíminn frá kl. 8-22.
Veriö velkomin.
Borðapantanir í sima 22200