Dagur - 09.06.1989, Síða 20
Akureyri, föstudagur 9. júní 1989
Lagfæringar á bakkavörnum í
Svarfaðardalsá:
Eruin að fyrirbyggja
skemmdir á vatnsveitunni
- segir Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri
Þessa dagana er verið að vinna
við bakkavarnirnar í Svarfað-
ardalsá en að sögn Sveins
Runólfsonar, landgræðslu-
stjóra, er ekki um að ræða
breytingar á varnargörðunum
heldur viðhald og fyrirbyggj-
andi aðgerðir. Búist má við að
áin verði straumhörð þegar líð-
ur á mánuðinn og segir Sveinn
að ætlunin sé að fyrirbyggja að
skemmdir verði á borholum
Vatnsveitu Dalvíkur sem eru á
áreyrunum.
„Þetta er eingöngu til að fyrir-
byggja hugsanlegar skemmdir af
völdum flóða. Við þurfum að
lægfæra garða fyrir ofan vatns-
veituna enda er von á því að ef
leysingar verða miklar þá verður
mikið vatnsmagn í ánni,“ segir
Sveinn Runólfsson.
Borið hefur við að Svarfaðar-
dalsá hafi flætt upp á svæði veit-
unnar en Sveinn segir að hingað
til hafi litlar skemmdir orðið.
Lagfæringarnar nú eru á vegum
Landgræðslu ríkisins og kostaðar
af fyrirhleðslufé. JÓH
Sjávarútvegssýning í Bella Center
í Kaupmannahöfn:
Þetta gengur ágætlega
en erfitt að meta árangur
- segir Valdimar Kristjánsson
„Þetta hefur gengið ágætlega.
Þetta er geysilega stór sýning
og hér eru sjávarútvegsmenn
hvaðanæva úr heiminum. En
maður finnur fyrir því að nú er
ekki eins mikill hugur í mönn-
um og fyrir þremur árum
síðan. Fiskiðnaðurinn er í lægð
út um allan heim,“ segir Valdi-
mar Kristjánsson, en hann er
nú staddur á sjávarútvegssýn-
ingu í Bella Center í Kaup-
mannahöfn og er þar að kynna
framleiðslu Sæplasts hf. og
Plasteinangrunar.
Sýningin í Bella Center hófst
s.l. þriðjudag og lýkur nú um
helgina. Hún er haldin á þriggja
ára fresti og er ein af stærstu sjáv-
arútvegssýningum í heiminum.
Sýnd eru veiðarfæri og ýmiss
búnaður til vinnslu og veiða, en
ekki eru kynntar sjávarafurðir.
„Sem dæmi eru hér aðilar frá
Kanada, Bandaríkjunum, Nýja
Sjálandi, Hollandi, Frakklandi
og auðvitað Norðurlöndunum,"
segir Valdimar.
I kringum 20 íslensk fyrirtæki
sýna í Bella Center og af norð-
lenskum fyrirtækjum má nefna
Sæplast, Plasteinangrun (sem
reyndar eru nú komin í eina
sæng), Vélsmiðjuna Odda, Fisk-
miðlun Norðurlands og Slipp-
stöðina. Þá sýna nokkur stór
þjónustufyrirtæki fyrir sjávar-
útveg úr Reykjavík.
Valdimar segir erfitt að meta
árangur af þátttöku í slíkri sjáv-
arútvegssýningu. Hann segir að
þarna hittist framleiðendur og
beri saman bækur og kynni sína
framleiðslu fyrir nýjum kaupend-
um. Þá segir Valdimar að á þess-
um sýningum hitti seljendur þá
sem þegar hafa keypt vöruna og
slíkt viðhald sambanda sé einnig
mjög mikilvægt. óþh
Haldið veisluna eða fundinn
í elsta húsi bæjarins
Afmælisveislu ★ Giftingarveislu ★
★ Erfidrykkju ★ Kaffisamsæti ★
Fundi og hvers konar móttökur.
Allar nánari upplýsingar gefa Hallgrímur eða Stefán í síma 21818.
Þessa dagana er unnið af fullum krafti við endurbætur utan á Hóladóm-
kirkju í Hjaltadal. Múrhúð hefur verið brotin af og rauður steinninn kominn
í Ijós. Líklega verður kirkjan múruð á ný til að koma í veg fyrir vatns-
skemmdir. Mynd: VG
Akureyri:
Mótorhjóli ekið
á bifreið
Umferðarslys varð á mótum
Glerárgötu og Tryggvabrautar
á Akureyri um miðjan daginn í
gær. Mótorhjóli var ekið aftan
á bifreið og leikur grunur á að
ökumaður hjólsins hafi verið á
nokkuð mikilli ferð.
Ökumaður mótorhjólsins var
fluttur á sjúkrahús til að kanna
meiðsl hans, en hann mun þó
ekki talinn alvarlega slasaður því
hann stóð upp eftir byltuna.
Ökumann bílsins sakaði ekki en
bæði farartækin eru mikið
skemmd. KR
Helgarveðrid
Sólin mun ekki koma til með að
angra Norðlendinga mikið um
helgina samkvæmt upplýsingum
veðurstofunnar. Norðanlands og
austan munu austlægar áttir
ríkja og súldarvottur af og til.
Hitastigið verður svipað og
undanfarna daga sem sagt ekkert
rjómaveður á Norður og Austur-
landi um helgina.
Mjólkursalan í gær:
Samdrátturinn í söluimi
mestur á Akureyri
Mjólkursala á Akureyri var í
gær allt að helmingi minni en
venja er til á fimmtudögum. í
þeim verslunum scm haft var
samband við var afgreiðslufólk
sammála um að lítið sem ekk-
ert hafi dregið úr sölu á öðrum
mjólkurvörum en nýmjólk-
inni. Seinni hluta gærdagsins
leit út fyrir að í stórmarkaði
KEA í Hrísalundi yrði salan
nálægt 60% af því sem venju-
lega er á fimmtudögum og
samdrátturinn yrði því eitt-
hvað minni en var á miðviku-
Þórður Jónasson EA-35U kom sl. laugardag frá Yestmannaeyjum, þar sem skipið hefur verið síðan 18. apríl i sand-
blæstri. Sandblásnar voru lestar skipsins, millidekk og spilhús ásamt tilheyrandi húðunar og málningarmeðferð,
samtals 2000 fermetrar. Verkið var unnið í Skipalyftunni í Vestmannaeyjum og virðist vera vel af hendi leyst að sögn
Hreiðars Valtýssonar útgerðarmanns, en það voru Pólverjar sem unnu verkið. Skipið heldur í dag til togveiða með
rækjuvörpu. Mynd: KL
daginn.
A öðrum stöðum á Norður-
landi hefur eitthvað dregið úr
mjólkursölunni en þó mjög mis-
mikið. Þannig var ekkert vart við
breytingu á þriðjudaginn hjá
Kaupfélagi Langnesinga á Þórs-
höfn en á miðvikudaginn var
samdrátturinn 10-15%.
„Hjá okkur hefur farið að
minnsta kosti 30% minna út en á
venjulegum fimmtudegi. Það má
segja að þetta sé næst stærsti dag-
ur vikunnar hvað sölu á mjólk
varðar þannig að þetta munar
töluverðu,“ sagði Þórarinn
Sveinsson, mjólkursamlagsstjóri
Mjólkursamlags KEA í gær. Þór-
arinn sagði að þetta þýddi að
meira væri nú framleitt af osti og
smjörva og það ætti eftir að koma
í bakið á mönnum þegar komi að
því að selja þessar vörur. Sala
virðist mest hafa dregist saman á
mjólk en nánast engin breyting
hefði orðið á öðrum vörum.
„Ég hlakka til að sjá verkalýðs-
hreyfinguna eyða sama fjármagni
í að hvetja menn til að drekka
mjólk aftur, nú þegar þetta tákn-
ræna verkfall er búið. Ég er ekki
farinn að sjá verkalýðshreyfing-
una eyða jafn miklum peningum
í að hvetja rnenn til að drekka
mjólk á ný eins og að hvetja
menn til að drekka ekki mjólk,“
sagði Þórarinn. JÓH
Kærkomnir suðlægir vindar:
Dagamunur á gróðri
- segir Ólafur G. Vagnsson
„Jú, þetta lítur betur út með
hverjum hiýjum deginum sem
líður. Maður sér mun á gróðri
frá degi til dags,“ segir Olafur
G. Vagnsson, ráðunautur hjá
Búnaðarsambandi Eyjafjarð-
ar.
Ólafur segir að gróður sé kom-
inn mjög misjafnlega vel á veg á
Eyjafjarðarsvæðinu. Eins og
jafnan áður er ástandið best í
hreppunum fyrir framan Akur-
eyri og þar eru bændur komnir
vel á veg eða búnir að bera á tún.
Út með Eyjafirði er gróður
seinna á ferðinni og þar er vitað
að hafa orðið einhverjar kal-
skemmdir. Það verður þó ekki
ljóst fyrr en að nokkrum dögum
liðnum hversu miklar skemmd-
irnar eru.
Hjá Gylfa Pálssyni, í Fóður-
vörudeild KEA, fengust þær
upplýsingar að nokkuð meira
hafi verið um pantanir á grænfóð-
urfræi en í meðalári. Einkum hafi
bændur í Árskógshreppi bætt við
sig frá fyrra ári. Gylfi segir að
bændur hafi trassað að vitja pant-
ana og vill hann beina því til
þeirra að fræið verði sótt hið
fyrsta. Miðað við fræpantanir má
ætla að á Eyjafjarðarsvæðinu
verði sáð höfrum og byggi í 200
hektara og rýrgresi í 150 hektara.
óþh