Dagur - 18.07.1989, Side 6

Dagur - 18.07.1989, Side 6
6 - BRGJBIB - t8#úib*a89 Nýtt - Nýtt Leðurhreinsiefni og leðurlitir. Haldið leðurhúsgögnum vel við. Bólstrun Björns Sveinssonar Geislagötu 1 • Akureyri • Sími 25322. Barnavörur Burðarrúm ★ Göngugrindur ★ Baðborð ★ Barnarúm og kerrur. Úrval af leikföngum og fatnaði. Fallegar og vandaðar vörur. Vaggan Sunnuhlíð sími 27586. Opið kl. 9-18, laugardaga kl. 10-12. ★ Cóö bílastæði ★ VISA 3E Ullarmóttakan á Akureyri verður lokuð frá og með 20. júlí til og með 23. ágúst. / Álafoss M., Akureyri. FLUGMÁLASTJÓRN Námskeið í flugumferðarstjórn Ákveðið hefur verið að velja nemendur til náms í flugumferðarstjórn, sem væntanlega hefst í byrj- un nóvember 1989. Stöðupróf í íslensku, ensku, stærðfræði og eðlis- fræði verða haldin í september n.k. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20-30 ára, tala skýrt mál, rita greinilega hönd, standast til- skyldar heilbrigðiskröfur og hafa lokið stúdents- prófi. Umsóknareyðublöð liggja frammi hjá Flugmála- stjórn á fyrstu hæð flugturnsbyggingar á Reykja- víkurflugvelli og ber að skila umsóknum þangað fyrir 1. september, ásamt staðfestu afriti af stúd- entsprófskírteini og sakavottorði. Flugmálastjóri. Auglýsing frá sjávarútvegsráðuneytinu um lausar stöður veiðieftirlitsmanna Sjávarútvegsráðuneytið óskar eftir að ráða tvo veiði- eftirlitsmenn. Annar veiðieftirlitsmaðurinn verður staðsettur á Akureyri. Gert er ráð fyrir að hinn eftir- litsmaðurinn fái þjálfun við að síga um borð í veiði- skip úr þyrlu Landhelgisgæslunnar. Umsækjendur sem til greina koma þurfa að uppfylla eftirfarandi skilyrði: 1. Hafa lokið prófi frá Stýrimannaskólanum, Tækni- skóla íslands (Útgerðartækni) eða hafa sam- bærilega menntun. 2. Hafa þekkingu á öllum algengustu veiðum og veiðarfærum. Umsóknir ásamt upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf berist ráðuneytinu fyrir 1. ágúst nk. Sjávarútvegsráðuneytið, 5. júlí 1989. kvikmyndarýni ' Umsjón: Jón Hjaltason William Hurt og örlagavaldurinn í lífi hans. Potað í brynjuna Borgarbíó sýnir: Á faraldsfæti (The Acc- idental Tourist). Leikstjóri: Lawrence Kasdan. Helstu leikendur: William Hurt, Geena Davis og Kathleen Turner. Warner Bros 1989. Á faraldsfæti segir frá manni (William Hurt) sem hefur það fyrir starfa að skrifa ferðahand- bækur fyrir ferðaþreytta með- bræður er neyðast til að leggja land undir fót vegna vinnu sinnar, án þess þó að hafa af því nokkra gleði. Hurt hefur það hlutverk að dulbúa ferðalögin fyrir þessa menn svo þeim finnist þeir aldrei hafa yfirgefið stofuna heima hjá sér, jafnvel þó farið sé heimsálfa á milli. En skriftirnar eru orðnar meira en meint athvarf kaupsýslu- manna, Hurt sjálfur hefur flúið á náðir þeirra og notar þær til að halda sársauka veraldarinnar í burtu frá sér. Fyrir vikið slitnarr upp úr hjónabandi hans og kon- unnar, sem Kathleen Turner leikur. Dauði 12 ára sonar þeirra hefur komið þungri undiröldu af stað og hvorugt þeirra kann eða hefur burði til að standa ölduna. Á faraldsfæti birtir okkur mann sem hægt og bítandi er að hverfa inn í sjálfan sig á flótta frá veruleikanum. Eiginkonan neitar að fylgja sökkvandi skipinu og yfirgefur mann sinn. Þá birtist annar kvenmaður á sjónarsviðinu (Geena Davis), hundatemjari og mannþekkjari. Hún lætur hrífast af Hurt og byrjar að pota í brynj- una sem hann hefur íklæðst. Þeir sem vilja spennu, morð og fjör ættu ekki að sjá Á faralds- fæti. Hún er engin spennumynd og raunar viðburðalítil hið ytra. Hins vegar á sér stað mikil bar- átta í myndinni en hún er öll í sál- inni. Á faraldsfæti sýnir okkur betur en aðrar myndir að dauð- inn er ekkert grín. Tvíburarnir Borgarbíó sýnir: Tvíburana (Twins). Leikstjóri: Helstu leikcndur: Arnold Schwarzen- egger og Dannv DeVito. 1989. Þær eru nokkrar tvíbura- og bræðramyndirnar sem að undan- förnu hafa komið frá Hollywood. Sú nýjasta á Akureyri heitir ein- faldlega Tvíburarnir og er um til- raun sem vísindamenn gera til að skapa hina fullkomnu mannveru. Sæði úr völdum vísinda- og íþróttamönnum er hrist saman og notað til að frjóvga egg í stæltum kvénmanni. Afleiðingarnar verða að helmingi til óvæntar. Konan fæðir nefnilega ekki eitt sveinbarn heldur tvö. En varla er fæðingin afstaðin þegar drengirn- ir eru teknir í burtu, öðrum er komið fyrir á heimili fyrir mun- aðarlausa (Danny DeVito) en hinn (Arnold Schwarzenegger) er alinn upp á afskekktri eyju á Kyrrahafinu. Móðurinni er sagt það eitt að barnið hafi fæðst andvana. Ósýnilegir þræðir tengja bræðurna saman og fullvaxta fer sá af eyjunni að leita hins. Eyjar- skegginn á ekki í miklum erfið- leikum með að finna borgar- bróðurinn en sýnu meiri við að sannfæra hann um blóðböndin, enda engin furða því að leitun er að ólíkari mönnum en Schwarz- enegger og DeVito. Eftir sam- fundi þeirra bræðra segir frá bar- áttu þeirra við vonda menn og leit að feðrum og móður. Tvíburarnir er bandarísk gam- anmynd en þrátt fyrir það er hún fyndin og raunar bráðsniðug á köflum. DeVito er aldrei hléypt í vitleysis-ærsl sem hann er þó lík- lega þekktastur fyrir, og Schwarzenegger er saklausi bróðirinn sem ekki kann á refil- í ársskýrslu Jafnréttisráðs fyrir árið 1988 kemur fram að ráðið hafí fylgt eftir könnun sem Dr. Sigrún Stefánsdóttir fjöl- miðlafræðingur birti árið 1987. Hlutur kvenna sem viðmæl- enda í fréttatímum ríkissjón- varpsins var tekinn fyrir og í Ijós kom að hann var mjög rýr. Könnun Dr. Sigrúnar náði yfir árin 1966 til 1986. Hlutur kvenna sem viðmælenda var hæstur síð- ustu tvö ár tímabilsins og var þá um 13%. Niðurstaða könnunarinnar varð tilefni mikilla umræðna og ákvað Jafnréttisráð að fylgja mál- inu eftir með stuttum athugunum og var sú fyrsta gerð í janúar 1988. Tilgangurinn var m.a. að stigu stórborgarinnar. Og Sviss- lendingurinn sýnir það og sannar í þessari mynd að hann ræður vel við að segja meira en einsatkvæð- isorð og að hann þarf hreint ekki alltaf, sligaður af handsprengj- um, að styðjast við hríðskota- byssur. athuga hvort umræða sú sem könnunin vakti hefði leitt til þess að hlutur kvenna ykist. í ljós kom að hlutur kvenna var um 20% janúarvikuna. Sams konar athugun var gerð í lok árs- ins og bæði fréttatímar ríkissjón- varpsins og Stöðvar 2 athugaðir. Hlutur kvenna var svipaður hjá báðum stöðvunum eða um 13%. Formaður og framkvæmda- stjóri Jafnréttisráðs áttu fund með útvarpsstjóra vegna athug- ananna. Sú hugmynd kom fram um að vinna sérstakan nafna- eða upplýsingabanka um konur með menntun og/eða fagþekkingu á ýmsum sviðum þjóðlífsins. Fáist fé á fjárlögum til að vinna slíkan banka á vegum Jafnréttisráðs verður það gert á næsta ári. KR lllulur kvenna í Qölmiðlum rýr

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.