Dagur - 18.07.1989, Page 8

Dagur - 18.07.1989, Page 8
8 S^ÉÖ^SffjR e8Prtð)ydáöuH^pf»ré89 íþróttir Knattspyrna/2. deild: Enn tapar Tindastóll nú fyrir Selfossi 2:1 Lánið leikur ekki við lið Tindastóls um þessar mundir í 2. deildinni. Liðið lék sl. föstu- dagskvöld á Selfossi gegn heimamönnum og tapaði 2:1. Öll mörkin voru skoruð í fyrri hálfleik. Þrátt fyrir mörg marktækifæri tókst Tindastóli ekki að skora lleiri mörk, en liðið var mun betri aðilinn í seinni hálfleik og lék heima- menn sundur og saman. Það eru mörkin sem telja og því báru Selfyssingar sigur úr býtum. Selfyssingar hófu leikinn mun betur og voru grimmari en hálf sofandi iið Tindastóls. Það gat ekki endað nema með einu, að Selfoss skoraði fyrsta mark leiks- ins. Á 14. mínútu komst þing- maðurinn Ingi Björn Albertsson í gegnum vörn Tindastóls og sendi knöttinn í netið. Að vísu var nokkur rangstöðulykt af þessu marki, en dómarinn dæmdi það gott og gilt. Eftir markið komst Tindastóll aðeins meira inn í leikinn og á 22. mínútu átti Guðbrandur Guðbrandsson skot rétt framhjá ntarkinu, eftir góða sendingu frá Eyjólfi Sverrissyni. En aðeins tveim mínútum síðar skoruðu Selfyssingar sitt annað mark. Þar var að verki Hilmar Gunnlaugsson sem skaut þrumu- skoti frá vítateignum í markið, gjörsamlega óverjandi fyrir Gísla Sigurðsson markmann. í fyrstu sókn eftir mark heima- Jafnt KA-stelpum hjá - gegn Stjörnunni 1:1 KA gerði jafntefli 1:1 við Stjörnuna í 1. deild kvenna í Garðabænum á laugardaginn. Leikurinn var jafn en ekki mjög spennandi og jafntefli sanngjörn úrslit. Guðný Guðnadóttir skoraði fyrir Stjörnuna í fyrri hálfleik er hún fékk góða sendingu inn fyrir vörn norðanstúlknanna. Stjörnu- stelpurnar sáu einnig um að skora hitt markið því það var sjálfsmark eftir að KA-stúlkurn- ar höfðu sent boltann í átt að Stjörnumarkinu í leit að þeim írisi Thorleifsdóttur og Ingu Birnu Hákonardóttur. Einhver misskilingur virðist vera í sambandi við leik Þórs og UBK sem vera átti í kvöld. Þórs- arar fóru suður á sunnudaginn en enginn var leikurinn og ekki er enn búið að setja hann á aftur. manna minnkaði Tindastóll muninn. Sverrir Sverrisson tók vel útfærða aukaspyrnu, rétt fyrir utan vítateig Selfyssinga, og sendi fyrir markið. Þar kom Mar- teinn Guðgeirsson svífandi og skallaði knöttinn glæsilega í netið. Við mark Tindastóls fór að færast fjör í leikinn og marktæki- færi komu á báða bóga. Á 28. mínútu átti Eyjólfur skot yfir markið úr góðu færi og á 37. mín- útu átti Hilmar þrumuskot í stöng fyrir heimamenn. En fleiri urðu mörkin ekki í fyrri hálf- leiknum. í stuttu máli sagt, þá átti Tindastóll seinni hálfleikinn og óð í færum. En það var eins og net væri fyrir marki Selfyssinga, því inn vildi tuðran ekki. Á 65. mínútu átti Hólmar Ástvaldsson bananaskot yfir markvörð Sel- foss og í þverslána og niður á marklínu. Viidu margir meina að knötturinn hafi verið innan við línuna, en hvorki línuvörður né dómari voru í aðstöðu til að dænta um það. Undir lok leiksins björguðu heimamenn af línu, en þá vantaði leikmann frá Tinda- stóli fyrir framan markið. Hólmar Ástvaldsson lék að nýju með Tindastóli eftir nokkurra vikna fjarveru vegna meiðsla og átti hann ágætan leik. Þá var Ólafur Adolfsson góður í vörn- inni, svo og Björn Björnsson. Atkvæðamestir heimamanna voru Gylfi Sigurjónsson og Hilm- ar Gunnlaugsson. Dómari var Ágúst Guðmunds- son og virtist stundum hreinlega ekki vera í sambandi, blessaður. -bjb Tindastólsmaðurinn Guðbjartur Haraldsson er hér í harðri baráttu við tvo Selfyssinga ingar að lúta í iægra haldi 2:1 og eru nú neðstir í 2. deildinni. Knattspyraa/3. deild: KS í basli með Dalvík - stórsigur Reynis - Magni skríður upp töfluna KS vann nauman sigur á Dal- víkingum 1:0 í 3. deildinni á föstudagskvöldiö og heldur forystunni í B-riðli deildarinn- ar. Reynir vann Kormák með handboltatölum 9:4 á Árskógs- strönd og Magni skríður upp töfluna með 3:1 sigri á Austra á Eskifirði. Mesta athygli vekur stórsigur Reynismanna á Kormáki frá Hvammstanga. Þetta var leikur hinna marksæknu framherja og hugsuðu menn lítið um vörnina að þessu sinni. Framherjar Reyn- is voru heldur betur á skotskón- unt og var þar Ágúst Sigurðsson fremstur í flokki og skoraði hann fjögur ntörk í leiknum. Staðan í leikhléi var 4:1 fyrir heimamenn og hefðu hæglega getað verið skoruð mun fleiri mörk í hálfleiknum. En í síðari hálfleik opnuðust varnir beggja liða eins og vængjahurðir og sveimuðu framherjar beggja liða inn og út úr vítateignum eins og býflugur. Páll Leó Jónsson skoraði fyrsta mark Kormáks úr vítaspyrnu en Garðar Níelsson bætti tveimur mörkum við fyrir Reyni og var þá staðan orðin 6:1. Þá fór að bera á kæruleysi í liði heimamanna og Grétar Eggertsson skoraði tvö niörk fyrir gestina. Þá komu mörk frá Ágústi og Heimi Braga- syni fyrir Reyni en Albert Jóns- son svaraði með fjórða marki Kormáks. Það var síðan fyrirlið- Þorvaldur Þorvaldsson sem inn innsiglaði sigur Reynis með ágætu marki eftir hornspyrnu. Sem sagt 9:4 fyrir Reyni. KS í basli KS lenti óvænt í erfiðleikum með Dalvíkinga um helgina á Siglufirði en náði þó að sigra 1:0. Dalvíkingar komu mjög grimmir til leiks og staðráðnir í að hefna fyrir stórt tap fyrr í sumar. KS var þó sterkari aðilinn í fyrri hálf- leik og skoraði þá Baldur Benón- ýsson eina mark leiksins. Dalvíkingar komu hins vegar ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og áttu heimamenn oft í erfið- leikum með fríska Dalvíkinga. En KS átti síðan hættulegar Knattspyrna/2. deild: Leiftur lá í þokuleik Stjarnan trónir nú á toppnum Stjarnan skaust á toppinn í 2. deildinni um helgina með því að leggja Leiftur að velli 2:1 á Stjörnuvellinum á föstudags- kvöldið. Leikurinn var fjörug- ur og vel leikinn en sigur heimamanna var fyllilega verð- skuldaður. Valdimar Kristófersson er hér boðinn velkominn af varnarmönnum Leift- urs. Eins og sést var þykk þoka á vellinum þannig að varla sá milli marka. Mikil þoka hvíldí yfir höfuð- borgarsvæðinu á föstudaginn og áttu áhorfendur stundum fullt í fangi með að fylgjast með leikn- um á Stjörnuvellinum í Garða- bæ. Jafnræði var með liðunum tveimur í fyrri hálfleik og skiptust liðin á að sækja. A 15. mínútu átti Sigurbjörn Jakobsson hörkuskot að marki sem markvörður Stjörnunnar varði vel. Hann átti hins vegar ekkert svar við við marki Hall- dórs Guðmundssonar fimm mínútum síðar. Þá átti Sigur- björn langá sendingu fram kant- inn og þar snéri Garðar Jónsson varnarmenn Stjörnunnar skemmtilega af sér og sendi knöttinn á Halldór sem var á auðum sjó og gat ekki annað en skorað. Sókn Stjörnunnar þyngdist eft- ir þetta en vörn Leifturs var örugg og gaf ekkert færi á sér fram að leikhléi. í síðari hálfleik snérist dæmið hins vegar upp í algera einstefnu á mark gestanna. Stjörnudreng- irnir léku við hvern sinn fingur og áttu Ólafsfirðingarnir ekkert svar við frískum leik Garðbæinganna. Valdiniar Kristófersson skoraði fyrra mark þeirra eftir mistök í skömmu eftir vörn Leifturs leikhlé. Áfram hélt þung sókn heima- manna og átti m.a. Árni Sveins- son þrumuskot í stöng eftir að hafa dansað í gegnum vörn Leift- urs. Eina færi Leifturs í síðari hálfleik kom þó skömmu áður en þá skaut Hafsteinn Jakobsson í slá Stjörnunnar eftir þóf í víta- teignum. En sigurmark þeirra bláklæddu setti Heimir Erlingsson með gull- fallegu skoti í vinkilinn langt utan af velli án þess að Þorvaldur í markinu ætti nokkurn möguleika á því að verja. Bestu menn Leifturs voru þeir Hafsteinn Jakobsson sem stjórn- aði spilinu á miðjunni og einnig átti Þorvaldur góðan leik í mark- inu og verður ekki sakaður um mörkin tvö. Reyndar lék allt Leiftursliðið vel í fyrri hálfleik en dalaði mjög í þeim síðari. Þetta er fjórði leikur Stjörn- unnar þar sem liðið er undir í leikhléi en nær að rífa sig upp í síðari hálfleik. Leikmennirnir virka í góðu pústi og gefast ekki upp fyrr en í fulla hnefana. í þessum leik bar mest á þeim Valdimar Kristóferssyni og Heimi Erlingssyni. RH/AP sóknir og úr einni þeirra var dæmd vítaspyrna á Dalvík. En Sigurvin Jónsson markvörður gerði sér þá lítið fyrir og varði spyrnuna frá Hafþóri Kolbeins- syni. Þar við sat þrátt fyrir ágæta tilburði beggja liða það sem eftir lifði leiksins. Lokatölur því 1:0 fyrir KS og Siglfirðingar eru því enn í efsta sæti B-riðils deildar- innar. Öruggur Magnasigur Magni vírðíst vera að ná sér á strik eftirslaka byrjun. Um helg- lögðu Grenvíkingarnir ina Eskfirðinga að velli 3:1 í leik sem gestirnir hefðu átt að skora mun fleiri mörk. Magnús Helgason skoraði fyrsta mark leiksins fyrir Magna með hörkuskoti í fyrri hálfleik og þrátt fyrir mörg góð tækifæri tókst gestunum ekki að auka við forskotið þann hálfleikinn. í síðari hálfleik bætti Jónas Baldursson við öðru marki en Bjarni Kristjánsson minnkaði muninn fyrir Áustra í 2:1 úr víta- spyrnu. En lokaorðið átti Jón Stefán Ingólfsson úr vítaspyrnu fyrir Magna er leiktíminn var að renna út. Á Reyðarfirði sigraði Þrótt- ur Val örugglega 5:0. Pétur Bjarnason TBA sækir hér að Stefáni TBA sigraði á laugardaginn 2:0 og er í efst;

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.