Dagur - 18.07.1989, Side 11

Dagur - 18.07.1989, Side 11
hér & þar Stjóm félags skólastjóra og yfirkennara: Mótmælir því að ákveðinn skuii vera flatur niðurskurður á öll ríkisútgjöld Og Á stjórnarfundi í Félagi skóia- stjóra og yfirkennara var fjallað um þann niðurskurð sem Alþingi samþykkti við gerð síðustu fjár- laga. Stjórnin mótmælir því að ákveðinn skuli vera flatur niður- skurður á öll ríkisútgjöld og ekki tekið tillit til þess hver þróunin hefur verið í aukningu útgjalda undanfarin ár. Stjórnin bendir á að síðastliðna tvo áratugi hefur hlutfall menntamála í ríkisút- ekki tekið tillit til þess hver þróunin hefur í aukningu útgjalda undanfarin ár gjöldum haldist óbreytt, verið milli 14 og 15 af hundraði. Aukin útgjöld sem nema aukningu þjóðartekna hafa öíl farið í upp- byggingu framhaldsskóla og háskóla. Það er því næsta ósanngjarnt að skera niður útgjöld til mennta- mála í sama mæli og til annarra þátta í ríkiskerfinu sem þanist hafa út síðustu ár. Sérstaklega er það ósanngjarnt gagnvart grunn- skólanum. Stjórnin lýsir því fullri ábyrgð á hendur alþingismönnum vegna þeirra afleiðinga sem þessi niður- skurður kann að hafa í för með sér. Niðurskurður þessi er í algerri mótsögn við boðaða stefnu núverandi menntamálaráðherra í þróun í skólamálum og vandséð hvernig hægt er að nálgast hana þegar svona er staðið að málum. verið Reynslan hefur sýnt að skerð- ing sem einu sinni hefur verið framfylgt verður viðvarandi í kerfinu. Hún getur því haft lang- varandi áhrif á þróun skólamála. Framtíð smáþjóðar byggir á því að hægt sé að framleiða há- gæðavöru sem aftur krefst góðrar almennrar menntunar. Því er skerðing á skólatíma hættuleg og í hrópandi mótsögn við þróun samfélagsins. Sjónvarpsforcldrarnir standa með honum. Átján ára töffari í sjálfstæðisbaráttu. íiimui n» Heildarupphæð vinninga 15.07 var 7.257.787.- Einn hafði 5 rétta og fær hann kr. 4.329.560.- Bónusvinninginn fengu 4 og fær hver kr. 108.477.- Fyrir 4 tölur réttar fær hver kr. 7.484.- og fyrir 3 réttar tölur fær hver um sig kr. 441.- Sölustaöir loka 15 mínútum fyrir útdrátt i Sjónvarpinu. Rriðjgdágöf 18gþúdi)jt»88-EU«&WK-'11 Kirk Cameron sem leikur í þátt- unum Vaxtaverkir stendur nú í sjálfstæðisbaráttu við foreldra sína. Sjónvarpsforeldrar hans, þ.e.a.s. Alan Thicke og Joanna Kerns eru líka komin í deilurnar og standa með stráknum. Kirk sem eru 18 ára vill flytja að heiman en því eru foreldrar hans á móti. „Þetta er fáránlegt - ég hef $25.000 á viku og bý samt í sama litla herberginu og þegar ég var lítill,“ sagði Kirk við náinn Kirk og mamma. vin sinn. „Ég þarf meira að segja að nota sama baðherbergi og systir mín. Ég þarf að fá mína eigin íbúð. Ég get hreinlega ekki búið við svona aðstæður." Stríðið hófst í október sl. um svipað leyti og Kirk varð 18 ára. Kirk sagði móður sinni að hann ætlaði að flytja í sína eigin íbúð. Hann sagðist hafa rætt málin við vini sína og fólkið sem væri með honum í þáttunum og þau teldu öll að honum væri fyrir bestu að búa einum. Móðir Kirks var ekki eins hrif- in því hún taldi þetta geta leitt til þess að fjölskyldan splundraðist. Hjónaband foreldra Kirks hafði hangið á bláþræði skömmu áður en núna var allt að komast í fyrra horf. Kirk lét undan þrýstingi foreldra sinna en sagði þö vini sínum að það væri bara vegna þess að hann hefði fengið sam- viskubit vegna kvartana móður sinnar. Allt var síðan rólegt í nokkra mánuði en þá byrjaði ballið aftur. Kirk ræddi málin við Alan vaxtaverkjapabba og varð ákveðnari en nokkru sinni fyrr í að fara að heiman, hvað svo sem móðir hans segði. Kirk getur þó ekkert gert fyrr en hann er orð- inn 21 því móðir hans sér um fjármálin fyrir hann. Hann gæti þó reynt að fá peningana dæmda sér eða taka bankalán en að sögn vinar hans er ekki líklegt að hann geri það. Þrátt fyrir baráttuna við for- eldra sína er Kirk tryggur og trú- aður drengur sem elskar mömmu og pabba. Það er þó bara tíma- spursmál hvenær hann slær hnef- anum i borðið og fær sér íbúð eða eins og hann sagði við vin sinn: „Þetta er ekki spurning um HVORT ég flyt út, heldur HVENÆR.“ OKUM EINS OG MENN' Aktu eins oa þú vilt að aorir aki! uæ IFERÐAR Vaxtaverkjastrákur í sjálfstæðisbaráttu - Kirk Cameron vill flytja að heiman

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.