Dagur - 16.08.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 16.08.1989, Blaðsíða 1
Krossanesverksmiðj an: Rætt rnn að seljahlut verksmiðjuimar í ístess Sigfús Jónsson, bæjarstjóri, sagði á fundi bæjarstjórnar í gær að rætt hafi verið um að Krossanesverksmiðjan seldi Framkvæmdasjóði bæjarins eða bæjarsjóði hlutbréf sín í fóðurverksmiðju ístess hf. Þannig væri hugsanlegt að af 180 milljóna króna erlendu láni, sem bæjarsjóður hefur tekið að láni til að endurlána Krossanesverksmiðjunni, myndi verksmiðjan fá um 150 milljónir að láni og seldi Fram- Hlíðarlundur 2: Grænt á verslun og gistiheimili Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti í gær að leyfa byggingu verslunar- og gistiheimilis við Hlíðarlund 2, en umsókn S.S. Byggis hefur á undanförnum vikum fengið ítarlega umfjöll- un hjá bæjarstjórn og bygg- inga- og skipulagsnefnd bæjar- ins. Bæjarstjórn samþykkti skilyrði bygginganefndar vegna bygging- arinnar en þau eru að nýtingar- hlutfall lóðar fari ekki yfir 35%, aðalstigahús verði látið ná niður á kjallaragólf, geymslurými í kjallara verði aðskilið frá göng- um með B-60 veggjum og hurð- um og að vandað verði til hönnunnar hússins. óþh kvæmdasjóði bæjarins bréf að upphæð 30 milljónir króna. Bæjarstjórn staðfesti í gær samþykkt bæjarráðs um að tekið verði 180 milljóna lán til að end- urlána Korssanesverksmiðjunni. Lánið er í svissneskum frönkum og er til 10 ára. Tilboð í þetta lán kom frá þrem erlendum bönkum og samþykkti bæjarráð að taka tilboði The Industrial Bank of Japan. í máli bæjarstjóra kom fram að lánið skiptist í tvo 90 milljóna króna hluta. Annars vegar skal lánið nýtt til að ljúka gagngerum endurbótum á vcrksmiðjunni sem staðið hafa yfir á undanförn- um tveim árum og liins vegar til að greiða upp eldri og óhagstæð- ari lán verksmiðjunnar. Pessa dagana er verið að undir- búa lánsskjöl og verða þau undir- rituð í London nk. mánudag. óþh Bæjarstjórn Akureyrar kom sanian til fundar í gær að afloknu sumarleyfl. Bæjarfulltrúar fcngu sér molasopa áður en fundur hófst og ræddu inálin. Þeir tóku síðan til við fundarstörf og voru fljótir að afgreiða öll mál, fundurinn stóð aðeins í tæpa klukkustund. Mynd: kl. Gríðarleg fjölgun heiðargæsa: Aukin áburðamotkun í Skotlandi ástæðan? Gríöarleg fjölgun heiöargæsa er að verða bændum víða Noröanlands mikið áhyggju- efni. Gæsinni hefur fjölgað RÚVAK á Norðurlandi vestra: María Björk ráðin fréttaritari - útsendingar heflast 1. september Nýlega var gengið frá ráðningu fréttaritara Svæöisútvarps Ríkisútvarpsins á Akureyri fyrir Norðurland vestra, með aðsetri á Sauðárkróki. Alls sóttu fjórir um starfiö og það hlaut María Björk Ingvadóttir. María mun hefja störf 1. sept- entber nk., en þá ntunu útsendingar Svæðisútvarpsins á Akureyri nást vestur yfir Tröllaskagann til íbúa á Norðurlandi vestra. Unt er að ræða hálft starf fréttaritara og dagskrárgerðarinanns á Norðurlandi vestra. María Björk ætti að vera sjón- varpsáhorfendum að góðu kunn, því hún hefur verið sjónvarps- þula undanfarið misseri og er því ekki með öllu óreynd fjölmiðla- manneskja. María Björk er á norðurleið, þar sem maður hennar, Ómar Bragi Stefánsson, er vöruhússtjóri Skagfirðinga- búðar Kaupfélags Skagfirðinga á Sauðárkróki. María mun flytja fréttir úr kjördæminu í fréttatímum svæðisútvarpsins og fyrir frétta- stofu RÚV í Reykjavík. Einnig mun hún vinna efni og þætti, bæði fyrir svæðis- og landsútvarp- ið, Sem fyrr segir þá verður María með aðsetur á Sauðár- króki. Varðandi nánari staðsetn- ingu þá hefur bæjaryfirvöldum borist beiðni frá svæðisútvarpinu um að þau útvegi húsnæði, en sú beiðni hefur ekki hlotið loka- afgreiðslu. Útsendingar svæðisútvarpsins fara yfir Tröllaskagann í gegnum tvo senda sem eru fyrir dreifikerfi Rásar 2, annar en í Hegranesi í Skagafirði og hinn á Hnjúkum, við Blönduós. Útsendingar svæðisútvarpsins koma inn á dreifikerfi Rásar 2 tvisvar á daginn, frá kl. 8.10-8.30 og 18.00-19.00. Þýðir það m.a. að íbúar Norðurlands vestra missa af „Pjóðarsálinni" margfrægu á Rás 2, en líklega má deila um hvort sá missir sé til góðs eða ills. -bjb stöðugt allt frá 1960 en nú í sumar ber meira á henni en nokkru sinni fyrr. Tryggvi Harðarson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal óttast mest skað- semi gæsarinnar á hálendinu en Arnþór Garðarsson prófessor telur þann ótta óþarfan. Fugla- fræðingar skiptast í tvo hópa hvað varðar skýringar á þessari miklu fjölgun en báðar skýr- ingarnar eiga við vetrarstöðvar gæsarinnar í Bretlandi og ann- ars staðar í Vestur-Evrópu. „Þetta er alveg óhemju fjölgun og það má segja að það sé allt morandi af gæs,“ segir Tryggvi Harðarson bóndi í Svartárkoti í Bárðardal. Hann segir að á vorin og haustin leggi gæsir í þúsunda- tali undir sig heilu túnin og slái þau upp á einni nóttu. Tryggvi telur þó að afleiðingarnar séu hvað alvarlegastar á afrétti þar sem gæsirnar haldi til yfir sumar- ið og séu búnar að leggja undir sig stór svæði. Helst er hægt að átta sig á útbreiðslu gæsarinnar með því að fylgjast með fjölda hreiðra og þar segir Tyggvi vera um gífurlega breytingu að ræða frá því fyrir 30 árum eða svo. Hann nefnir sem dæmi að þegar hann var strákur hafi hann gjarnan safnað eggjum við Suðurá og Krákárbotna og þótt gott að ná 60 eggjum. „Nú eru menn kannski að taka þarna 2000 egg án þess að sjáist högg á vatni,“ segir hann. Arnþór Garðarsson prófessor hjá líffræðistofnun Háskóla fslands segir að frá 1960 eða þar um bil hafi verið stöðug fjölgun í heiðargæs, 3-4% á ári. Fyrirþann tíma segir hann hins vegar stofn- inn hafa verið í lægð en sveiflur í honum séu mjög hægar. Hreiður hverfi á stórum svæðum en komi svo aftur þegar um uppsveiflu er að ræða. Arnþór segir að líffræðingar skiptist í tvo hópa hvað varöar skýringar á þessari fjölgun sem ýmsir bændur telja vera mesta undanfarin ár. Annars vegar séu þeir scm telji friðun gæsarinnar á vetrarstöðvum í Bretlandi og víð- ar í Evrópu vera skýringuna, en hins vegar þeir sem telja mjög aukna áburðarnotkun bænda í Skotlandi hafa bætt lífsskilyrðin svo mjög, að aukinn fjöldi lifi vetrarsetuna af. Arnþór segist frekar hallast að því síðarnefnda. Óvenjumikinn fjölda norðan heiða nú í sumar segist hann hclst rekja til veðráttunnar, en snjóa- lög voru meiri og langvinnari á sunnanverðu hálendinu en norðanveröu. Erfitt er að sögn Arnþórs að segja fyrir um nákvæman fjölda gæsanna. Um skaðsemi gæsarinnar segir Arnþór að hún sé mjög stað- bundin en alvarlegust geti hún orðið í túnum sem liggi næst há- lcndinu. Hann segir að eyðilegg- ing af völdum gæsa á hálendinu sjálfu sé sáralítil enda leiti þær aðallega í mýrlendi þar sem sauð- fé sjáist ekki. „Það er meira og minna út í hött að tala um skað- semi gæsarinnar á hálendinu. Það þarf hundrað gæsir til að éta á við 7 kindur eða einn hest. Til þess að losna við beit sem svarar til hundrað hrossa þyrfti því að skjóta tíu þúsund gæsir,“ segir Arnþór. Það er því ljóst að til að vinna á vandanum þurfa gæsa- skyttur aö hafa sig alla viö á tíma- bilinu sem hefst 20. ágúst. ET Hilmir fyrstur á miðin: Engin loðna fundist Hilmir SU 171 var fyrstur verð bræla loöntiskipa á miöin. Skipið lagði upp frá Reykjavík á sunnudaginn og var komið á miöin í fyrradag. Engin loðna hefur fundist ennþá og búist er við áframhaldandi brælu. Að sögn Hjalta Egilssonar stýrimanns hefur nánast engin loðna fundist ennþá. Þegar rætt var við Hjalta í gær var Hilmir staddur um 90 sjómílur norður af Skagatá, á austurleið. Engin önn- ur skip voru á því svæði og tals- Hilmir landaði á síðustu vertíð stærstum hluta loðnuafla síns á Siglufirði og er gert fyrir áfram- haldi á þeim viðskiptum í ár. Ekki hefur fengist uppgefið hvaða verð er þar í boði en að sögn Þórðar Jónssonar rekstrar- stjóra hjá Síldarverksmiðjum ríkisins þá verður fyrst um sinn lokið við að framleiða upp í áður gerða samninga. Afurðaverð er í þeim hærra en markaðsverð núna. ET

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.