Dagur - 16.08.1989, Page 11

Dagur - 16.08.1989, Page 11
Miðvikudagur 16. ágúst 1989 - DAGUR - 11 íþrótfir KA vantaði grinmid gegn Valsmönnum Grimmdina vantaði í KA-pilt- ana í 2. flokki þegar þeir töp- uðu l^fyrir Val á Akureyrar- velli í gærkvöld. Þung sókn lá á vörn KA nær allan fyrri hálf- leikinn en í þeim síðari höfðu Bikarúrslit kvenna: Úrslitin ráðast á Akranesvelli Ákvörðun hefur verið tekin um að úrslitaleikur í bikarkeppni meistaraflokks kvenna í knatt- spyrnu fari fram kl. 14 næstkom- andi sunnudag á Akranesvelli. Pór og ÍA eru í úrslitum og var kastað upp um hvort leikið yrði á Akureyri eða Skaganum. Fram til þessa hefur úrslitaleikurinn oftast verið á Laugardalsvelli. JÓH Staðan 2. deild Víðir 13 9-2-2 19:11 29 Stjarnan 12 9-1-2 28:12 28 ÍBV 12 8-0-4 29:18 24 Breiðablik 13 5-4-4 28:22 19 Selfoss 13 6-0-7 16:24 18 Leiftur 13 4-4-5 13:15 16 ÍR 13 4-3-6 16:19 15 Völsungur 13 3-2-8 18:29 11 Einherji 11 3-2-6 16:29 11 Tindastóll 13 2-2-9 19:23 8 KA-menn vindinn í bakið en tókst ekki að nýta sér það. Fyrsta markið kom á 32. mín. þegar Steinar Adólfsson fékk að leggja boltann fyrir sig í teig KA. Ekki voru liðnar nema tvær mínútur þegar Valsmenn komust innúr vörn KA og Kristján Jó- hannesson setti lokapunktinn með því að vippa yfir Ægi í markinu. Rétt fyrir lékhlé átti Jóhann Ármannsson gott skot að Valsmarkinu en boltinn fór fyrir utan stöngina. í síðari hálfleik lifnaði yfir KA- liðinu. Lokahnykkinn vantaði hins vegar á sóknirnar þannig að Valsmenn gátu varist. Þegar á leið fóru Valsmenn að ná hættu- legum skyndisóknum og þegar 25. mín. voru liðnar bætti Páll Þórólfsson við þriðja marki Valsmanna. Eftir markið dró af KA-mönnum en á lokamínútun- um náði þó Pétur Friðriksson að minnka muninn. JÓH Staðan 2. flokkur A-riðli ÍA 11 10-0-1 32:13 20 Valur 11 8-1-2 35:12 17 Þór 12 6-3-3 31:23 15 Víkingur 11 4-2-5 22:23 10 Stjarnan 12 4-1-7 22:25 9 KA 12 4-0-8 20:31 8 ÍBK 12 4-0-8 15:31 8 KR 13 3-1-9 12:30 7 Þórsarar gerðu jaftitefli við Víking Þórsarar mættu Víkingum í fyrrakvöld í 2. flokki og lauk leiknum með jafniefli, bæði liðin gerðu 2 mörk. Þórsarar berjast í efri hluta A-riðils en Víkingar eru í neðri kantinuin og áttu margir von á að Þórsar- ar yrðu sterkari aðilinn en þeir lentu 2:1 undir í leiknum en náðu að jafna um miðjan síðari hálfleik. Pegar skammt var liðið af leiknum var brotið á Arna Þór Árnasyni innan vítateigs Víkinganna og dæmt var umsvifalaust vítaspyrna sent Páll Gíslason skoraði úr. Víkingarnir jöfnuðu síðan rétt fyrir hálfleik og strax í upphafi síðari hálfleik bættu þeir öðru marki við. Þegar 20. mínútur voru til leiksloka braust Axel Vatnsdal af harðfylgi gegnum Víkingsvörnina og skoraði með góðu skoti og jafnaði leikinn. Þrátt fyrir möguleika á mörkúm hjá Þór í lokin urðu þau ekki fleiri og félögin deila stigum. JÓH ítrekaðar frest- anir á knatt- spyrnuleikjum Leik Einherja og Stjörnunnar sem vera átti á Vopnafirði í gær- kvöld hefur enn verið frestað en þessi leikur átti upphaflega að vera í fyrrakvöld. Einherji á nú tvo frestaða leiki. Þá var leik KS og Austra sem vera átti í gærkvöldi einnig frest- að og verður hann í fyrsta lagi í næstu viku. JOH 3. og 4. deild í knattspyrnu: Heilar umferðir leiknar í kvöld í kvöld verður mikið um að vera í neðri deildunum í knatt- spyrnunni. í fjórðu deildinni verður heil umferð og sama er að segja um 3. deildina. í Norðurlandsriðli 4. deildar eru línur orðnar nokkuð skýrar þar sem TBA hefur tryggt sér sig- ur og þar með leikinn við Leikni um sæti í 3. deild. En eftirtaldir leikir fara fram í kvöld: TBA-Efl- ing á Akureyrarvelli, UMSE-b- HSÞ-b á Laugalandsvelli, SM- Æskan í Hörgárdal og Neisti- Þrátt fyrir að sóknir KA væru oft þungar í síðari hálfleik í leiknuni við Val í 2. flokki í knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi, tókst KA ckki að rétta sinn hlut og tapaði 3:1. Oft var hart barist eins og sjá má á þessari mynd úr leikn- um. Mynd:KL íslandsmótið 2. deild/Leiftur-Selfoss: Þrjú stig eftir í norðan- garranum í Ólafsfirði Leiftursmenn þokuðu sér af mesta hættusvæðinu í 2. deild íslandsmótsins í knattspyrnu með 3-2 sigri á Selfyssingum í Ólafsfirði í gærkvöld. Þeir sigla nú lygnan sjó í sjötta sæti dcildarinnar með 16 stig en Selfoss er áfram með 18 stig í fímmta sæti. Það voru ekki beint gæfulegar aðstæður til knattspyrnu í Ólafs- firði í gærkvöld, norðaustan rok mcö úrhellis rigningu og fimm stiga hita. Knattspyrnan sem upp á var boðið bar nökkurn keim af því, lítið sást af fallegu spili cn þcint mun meira af ónákvæmum sendingum og þófi. Heimennn mættu mjög ákveðn- ir til leiks, ákveðnir í að láta ekki þrjú stig fara í farteski gestanna. Þeir byrjuðu leikinn rneð miklum látum og uppskáru mark strax á fimmtu mínútu þegar Garðar Jónsson skoraði eftir að Selfyss- ingum hafði markítrekaö mistck- ist viö að hreinsa frá marki sínu. En Adam var ekki lengi í Para- dís. Frjálslyndi hægri maðurinn Ingi Björn Albertsson lét ekki norðangarrann á sig fá og náði að jafna með miklu harðfylgi um miðjan hálfleikinn. Ingi Björn komst inn í sendingu frá einum varnarmanna Leifturs sem ætluð var Þorvaldi markverði. Þegar síðari hálfleikur hófst var völlurinn orðinn eitt drullu- svað. Hcimamenn höfðu norðan- vindinn í bakið og því lá mikið á gcstunum. Þegar liðnar voru 10 mínútur af síðari hálflcik fékk Rúmeninn David Ubrescu bolt- ann óvænt inn í teig og þrumaði honum cfst í markhornið. Staðan 2-1 fyrir Leiftur og fáum áhorf- cndum í Ólafsfirði hlýnaði á ný. Stuttu síðar fengu Selfyssingar vítaspyrnu þegar Þorvaldur Jóns- son markvörður geröist brotlegur inn í teig. Ólafur Ólafsson skor- aði örugglega úr vítinu og jafnaði leikinn á nýjan leik. Síðustu 25 mínútur leiksins lá stanslaust á Selfyssingum en þegar tvær mínútur voru til lciksloka skoraði Gústaf Ómarsson skrautlegt mark. Skotið var í raun fyrirgjöf utan úr horni sem vindurinn feykti yfir markvörö Selfyssinga og í hornið. Lokatölur því 3-2 fyrir Leiftur og leikmenn liösins og áhorfendur aö vonum ánægð- ir. ÓH/óþh Körfuknattleikur: Hvöt á Hofsósi. í þriðju deildinni er baráttan hörð og mikilvægir leikir í kvöld sem geta skorið úr um hverjir halda sér í deildinni. Leikirnir eru: Reynir-Huginn á Árskógs- strönd, Kormákur-Magni á Hvammstanga og á Dalvík er stórleikur milli heimamanna og Þróttara frá Neskaupsstað. Allir þessir leikir hefjast kl. 19 en samkvæmt mótabók KSÍ munu allir leikir sem spilaðir verða á kvöldin eftirleiðis hefjast kl. 19. Birgir Mikaelsson hættur við að ganga til liðs við Þórsara - Bowman Heyden kominn til Sauðárkróks „Jú, það er rétt. Eg hef hætt viö að ganga til liðs við Þórsara og niun verða áfram í herbúð- um KR,“ sagði Birgir Mikaels- son, körfuknattieiksmaður, í samtali við blaðið í gær cn í fyrrakvöld tilkynnti Ilirgir ákvörðun sína til Körfuknatt- leiksdeildar Þórs. Þórsurum hefði verið mikill fengur að Birgi og telst þetta nokkuö áfall lyrir þá sem ætla sér að „rífa“ körfuna upp í vetur. „Það eru nokkrar ástæður sem valda því að ég fer ekki og þar spilar stórt að KR-ingar lögðu hart aö mér að vera áfram. Þeim fannst þetta svolítið mikið áfall. Auk þess togar það dálítið mikið í ntann að KR ætlar að taka þátt í Evrópukeppninni í vetur þannig að það eru stórir hlutir að skc. En aftur á móti hafði ég mikinn hug á aö koma norður, og er raunar spenntur fyrir því enn. Ég kann vel við mig á Akureyri, er fæddur á Akureyri og bjó þar lengi, auk þess að þekkja ágæt- lega þessa stráka sern eru í Þór. En það er mcira en að segja það að yfirgefa KR, maöur er svo mikill KR-ingur í sér en þetta var niðurstaðan eftir miklar vanga- veltur," sagði Birgir. Fyrir tveimur árum stóð til að Kristján Rafnsson og féiagar i Þór verða án krafta Birgis Mikaclssonur í vetur. Birgir gengi til liös við Þórsara en hætti þá cinnig við. En Itugsar hann sér til hreyfings að ári? „Það cr best að gefa engar yfir- lýsingar um það. Maöur hugsar ekkert um það núna." Enn cru Itkur á að Jón Örn Guðmundsson komi til Þórsara frá ÍR og blaðið hcfur fyrir því hcimildir að Þórsarar líti nú í kringum sig eftir leikmanni eftir þessa ákvörðun Birgis. Á rnorgun kemur Brand Hag- wood, hinn bandaríski þjálfari og leikmaður Þórs, til Akureyrar og tckur við þjálfun liðsins strax næstu daga. Bowman Heydcn, bandaríski leikmaðurinn í Tindastólsliðinu kont til Sauðárkróks í fyrrakvöld og mætti á sína fyrstu æfingu með hópnum í gærkvöld. Haraldur Leifsson, körfuknatt- leiksmaður Tindastóls, mætti ekki á landsiiðsæfinguna um síð- ustu helgi og ætlar ekki að gefa kost á sér í landsliðið í vetur af persónulegunt ástæðum. JÓH

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.